Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.09.1983, Side 4

Fiskifréttir - 02.09.1983, Side 4
4 föstudagur 2. september föstudagur 2. september 5 FRÉTTIR Útgefandi: Fiskifréttir hf. Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Þórleifur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Inga Birna Dungal. Ritstjórn og auglýsingar: Þingholtsstræti 5,101 Reykajvík, sími 91-27006. Pósthólf871 Áskrifta- og smáauglýsingasími: 91-84053. Prentun og setning: ísafoldarprentsmiðja hf. Áskriftarverð 100 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 30 kr. eintakið. Aflabresturinn Aflabresturinn á þessu ári eru tíð- indi sem fáir íslendingar hafa kom- ist hjá að heyra. Hann er orsök allra okkar vandræða, segja sumir stjórnmálamennirnir og af hans völdum hækkar allt nema launin. En málið er hreint ekki svona ein- falt. Afli á þessu ári hefur dregist saman miðað við síðustu 3-4 ár, en sá afli sem nú fæst, hefði þótt þokkalegasti afli fyrir 1979. Það sem veldur vandræðum í þjóðar- búinu erekki lítillafli, heldurfyrst og fremst gífurleg útþensla hins opin- bera og alls kyns þjónustustarsemi. Sjávarútvegurinn stendur undir 75% útflutningsteknanna og þegar mestu aflaár eru og markaðsverð með því hæsta sem þekkist, þá getur sjávarútvegurinn tekið á sig ansi miklar byrðar. Um leið og afli dregst eitthvað saman, að ekki sé talað um sölutregðu á erlendum mörkuðum og eitthvað lægra verð en áður, þá getur sjávarútvegurinn ekki staðið undir öllu þjóðarbákn- inu. Viðræður við Rússa Um þessarmundirstandayfirvið- ræður við Rússa, þar sem meðal annars verður fjallað um kaup þeirra á saltsíld og karfaafurðum. Það var vitað þegar viðræðurnar hófust, að Rússar yrðu tregir til samninga, en það verður að vona að íslensku samningamönnunum verði vel ágengt. Ef Rússarfástekki til að kaupa verulegt magn af salt- síld í haust, þá er Ijóst, að koll- steypa verður á síldveiðunum og stór hluti þeirrar síldar sem veidd verðurferþávæntanlega í bræðslu. Sömu sögu er að segja um karfa- afurðir. Frystihúsin liggja með miklar birgðir af karfaflökum og til þess að geta haldið áfram fram- leiðslu á þessari afurð í ríkum mæli, þarf að fá Rússa til að auka kaupin. Hlutur innfluttra þorskflaka til Bandaríkjanna Ár ísland Kanada 78 51.4% 27.1% 79 50.6% 35.1% ’80 49.8% 38.5% '81 37.4% 51.3% ’82 26.1% 58.3% Tafla 1. sýnir skiptingu þorskflakainnflutnings til Bandaríkjanna milli íslands og Kanada í prósentum Milljónir punda 100 H----------------- taliðárin 1978 til 1982. Milljónir punda Tafla 2. sýnir heildarinnflutning þorskflaka til Banda- ríkjanna í milljónum punda árin 1978 til 1982. Tafla 3. sýnir innflutning íslenskra þorskflaka til Banda- ríkjanna í milljónum punda árin 1978 til 1982. Þar sést að árlö 1978 nam útflutningur íslenskra þorskftaka til Bandarikjanna 67 milljónum punda, en aðeins 44 millj- ónum punda árið 1982. Tafla 4. sýnir innfiutning kanadískra þorskflaka til Bandaríkjanna árin 1978 til 1982. Árið 1978 seldu Kanada- menn aðeins 36 milljónir punda til Bandaríkjanna, en á siðasta ári þ.e. 1982, var þessi innflutningur kom- inn í 99 milljónir punda og er það langtum meira magn en íslendingum hefur nokkurn tíma tekist að selja til Bandaríkjanna. Bandaríski þorskflakamarkaðurinn: ♦ Hlutdeild íslands hefur minnkað úr 51,4% árið 1978 í 27,1% 1982 Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um þá 10 centa verðlækkun, sem Iceland Sjómannasamband íslands hefur nú hafið gerð myndbanda með efni fyrir sjómenn og er böndunum dreift um borð í skipin. Er þessi starfsemi nýr þáttur í starfsemi Sjómanna- sambandsins, en alla tíð hefur verið erfiðleikum bundið að koma upplýs- ingum til sjómanna vegna eðlis starfs þeirra. Hins vegar gefa myndböndin aukna möguleika á þessu sviði. Sjómannasambandið lét ráðgjafa- fyrirtæki Jóhanns Briem kanna grundvöll á gerð sérstakra þátta fyrir sjómenn og að fengnum já- Seafood ákvað á 5 punda þorsk- flakapakkningum í Bandaríkj- unum og sýnist sitt hverjum. kvæðum niðurstöðum var hafist handa. Efni á myndböndunum er mjög fjölbreytt og að sögn Jóhanns Briem er lögð áhersla á, að koma á framfæri fræðsluefni og ýmsum upplýsingum auk einhvers létt- metis til sjómanna. Má þar nefna ýmislegt úr starfi sjómanna, um réttindamál þeirra og um meðferð hráefnis um boð í fiskiskipum. Margir aðilar hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga, en þætt- imir em fjármagnaðir með auglýs- ingum, en umsjón með dreifingu hefur Mýndbær h.f. Þessi ákvörðun getur þýtt 1-2% lækkun á útflutningstekjum frystihúsanna eða 100-150 millj. kr. á ári, ef miðað er við það magn þorskflaka sem Is- lendingar seldu til Bandaríkj- anna á síðasta ári. En málið er hreint ekki svona einfalt, því hlutur íslensku fyrirtækjanna, Cold- water Seafood Corp. og Iceland Seafood, í sölu á þorskflökum hefur farið ört minnkandi á undanförnum árum en ef tekst að auka sölu á þeim á ný, eru líkur til að draga megi veru- lega úr blokkaframleiðslunni, en blokkin er í miklu lægra verði á Bandaríkjamarkaði en flökin. Ef Islendingum tekst að auka sitt hlutfall í heildarsölu þorskflaka á Bandaríkjamark- aði á ný, þarf þessi verðlækkun á flökunum hreint ekki að vera tap fyrir þjóðarbúið. Þessi verð- lækkun gæti allt eins orðið til gróða. Sjómannasambandið framleiðir myndbanda- þætti fyrir sjómenn Lúkas Kárason sem starfar á vegum NORATí Tansaníu: „Drepa fiskinn með dýnamiti, þar sem veiðarfærin eru úr sér gengin“ „Mitt starf felst í alhliða veiðar- færakennslu og kenni ég lands- mönnum meðferð á nót, trolli, netum, krabbagildrum og fleiri þeim veiðarfærum, sem notuð eru,“ sagði Lúkas Kárason skip- stjóri í samtali við Fiskifréttir, en hann starfar nú sem kennari á vegum þróunarhjálpar norska ríkisins, NORAT, í Mbgani í Tansaníu. Bærinn Mbgani liggur um 70 kflómetra fyrir norðan höfuðborgina Dar Es Salam og þar hefur nú verið byggður sjáv- arútvegskjarni, sem saman- stendur af skóla, frystihúsi, bryggju og togara. í samtalinu við Fiskifréttir sagði Lúkas, að á staðnum væru 12 norskar fjölskyldur sem störfuðu við kennslu og ráðleggingu fyrir heimamenn á þessum stað. „Sjálfur er ég með 12 nemendur í skip- stjórnarfræðum, en ennfremur eru þarna nemendur sem leggja nám á vélstjórn og skipa- smíði.“ „Fiskveiðar og útgerð eru ekki stór þáttur í atvinnulífi Tansaníubúa. Um þessar mundir er lítið um stórfisk undan ströndinni, en við höfum þó fengið 6-8 tonn af smáfiski á dag á togarann, sem við höfum til afnota, en þess ber að gæta, að hér er um lítinn togara að ræða. Þótt þessi fiskur þætti ekki góð söluvara á Islandi, selst hann um leið og komið er að bryggju. Er mikill hörgull á fiski jafnt sem öðrum matvæl- um í landinu, enda er ftækt þar mikil.“ Lúkas sagði að veiðarfæri landsmanna væru almennt úr sér gengin, það svo, að undan- farin ár heíði fiskurinn undan ströndinni verið drepinn með dýnamiti. Þessi aðferð er að vísu fljótvirk, en hún fer illa með fiskinn og umhverfi og er til þess að fiskur hverfur af stóru svæði og á ugglaust sinn þátt í því hve lítið af fiski gengur á grunnslóð þessa dag- ana.“ Að sögn Lúkasar lét sjávar- útvegsráðherra Tansaníu svo um mælt þegar sjávarútvegs- kjarninn í Mbgani var opn- aður, að stefnt væri að 100 þús- und tonna ársafla á næsta ári. „Sjálfur er ég vantrúaður á að þetta takmark náist. Að vísu Þessi mynd er tekin um borð í togaranum, sem Lúkas hefur umsjón með í Mbgani. Glögglega sést á myndinni, að flskurinn í pokanum er mjög smér. eru ekki til nákvæmar tölur um afla liðins árs, en ég tel vart að aflinn hafi verið meiri en 50 þúsund tonn og hann ætti að vera svipaður á þessu ári. Tansaníumenn hafa hvorki skip né veiðarfæri til að auka aflann eins og ráðherrann talar um.“ Lúkas hélt á ný til Tansaníu fyrir 10 dögum og átti þá að halda til Viktoríuvatns. „Þar hefur fiskveiði dregist mikið saman á undanförnum árum og sumir segja að fiskgengd sé þverrandi í vatninu, allavega miðað við það sem var fyrir nokkrum árum. Þetta getur vel átt sér stað, en hins vegar held ég, að gömul veiðarfæri og hálf- ónýt eigi sinn þátt í minni veiði. Þau veiðarfæri, sem keypt voru fyrir nokkrum árum hafa sennilega ekki verið endurnýjuð og við vitum það best hér að heiman að veiðar- færi mega ekki verða of gömul ef eitthvað á að fást í þau.“ Starfsmenn NORAT eru allir norskir, en Lúkas fékk þarna starf sökum þess að hann hefur verið norskur ríkisborg- ari í 27 ár. HannWar lengi stýrimaður og skipstjóri á bátum hér á Islandi, meðal annars var hann lengi stýri- maður á Hilmi SU. Lúkas hélt af landi brott á árinu 1977. Starfaði hann fyrst á dráttar- bát í Persaflóa, síðan og allt þar til hann hóf hjá NORAT, var hann á skipum bandarísks olíufélags, fyrst í Brasilíu og þá í Angola. Árið 1978 voru flutt 131 mill- jón pund af þorskflökum til Bandaríkjanna og 169 mill- jónir punda árið 1982. Hlutur íslensku fyrirtækjanna í þorsk- flakasölunni í Bandaríkjunum var 51.4% árið 1978 og hlutur Kanada 27.1%. Árið 1982 seldu Kanadamenn 58.3% þorsk- flaka í Bandaríkjunum en Islendingar 26.1%, og öllum ber saman um að íslendingar séu með besta fiskinn. Mjög lík- leg skýring, án þess að afstaða sé tekin, er að verðhlutfall milli kanadískra og íslenskra flaka sé of hátt. Á það má benda hér, að sala íslenskra þorskflaka komst í 73 milljónir punda 1979, en þá seldu Kanadamenn 51 milljón punda. Árið 1982 var sala á ís- lenskum þorskflökum dottin niður í 44 milljónir punda, en sala á kanadískum þorsk- flökum fór þá í 99 milljónir punda. Sú verðlækkun, sem nú hefur átt sér stað á íslenskum þorskflökum á Bandaríkja- markaði mun líklega leiða í ljós áður en langur tími er liðinn, hvort íslendingum takist á ný að öðlast sinn fyrri sess sem stærstu þorskflakaseljendur i Bandaríkjunum.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.