Lýðveldið - 01.12.1936, Blaðsíða 2

Lýðveldið - 01.12.1936, Blaðsíða 2
2 LYÐVELDIÐ eytt í það miklum tíma og sennilega hundruðum þúsunda króna. En á stofnun hins ís- leska lýðveldis hefir aldrei verið minst, öldungis eins og það væri svo lítilfjörlegt mál, að á það þyrfti ekki að minn- ast og þjóð vor að vekjast til einingar og skilnings á því. Af- leiðing þessarar miklu van- rækslusyndar stéttabaráttufor- ingjanna, ásamt skuldasöfnun þeirra, er fyrir þjóð vora út á við orðin sú, að hinir og þessir blaðasnápar, enskir og dansk- ir, hafa æft ritsnild sína á því, að fræða heiminn um það, hvað gera ætti við reitur íslendinga þetta merkilega ár, 1943, og hefir þá helst heyrst að Eng- lendingar mundu hirða landið. Nú munu menn segja, að það sem hér hefir sagt verið, sé of hörð og ósanngjörn ádeila á þjóðlíf vort og þá menn, sem því hafa veitt forstöðu hin síð- ustu 15—20 ár. Hér hafi svo mikið verið framkvæmt á þess- um árum: hús reist og akrar ruddir, búðir og verksmiðjur bygðar, vegir lagðir og brýr bygðar, fossar landsins virkjað- ir og skipastóllinn efldur meira en nokkru sinni áður o. fl. Og þessu neitar enginn og heldur ekki því, að þetta sé heiður og gleðiefni hinni íslensku þjóð nú á tímum. En því má ekki gleyma, að það eru fyrst og fremst þeir borgarar landsins, sem staðið hafa að verki á fiskimiðunum, á ökrum og engi, í verksmiðjum og búð- um og þeir menn, sem þroskað hafa hönd þeirra og heila til að vinna, sem drýgstan þátt eiga í þessum miklu, verklegu fram- förum, því að þeir hafa aflað fjárins og unnið verkin, en miklu síður sá fámenni hópur, sem haft hefir á hendi forust- una í opinberu lífi þjóðarinn- ar. En sá hópur á aftur á móti mestan þátt í þeim göllum þjóð- lífs vors, sem að framan getur, og gegn honum hlýtur því ádeila nýrra krafta með þjóð vorri að beinast. Öðru vísi get- ur það ekki orðið. Nú er eðli- legt að menn spyrji, hvert verða muni hlutskifti hinnar ís- lensku þjóðar í framtíðinni, ef stéttabaráttuflokkar þeir, sem nú eru við lýði í landinu, blöð þeirra og forráðamenn, hverju nafni sem þeir nefnast, verða áfram hið eina ríkjandi vald í opinberu lífi þjóðarinnar, og þá virðist svarið helst muni verða þetta: sambandslögunum verð- ur að vísu sagt upp 1943, svona að nafninu til, en samið aftur um einhvern málefnagraut, sem gerir hinu danska konungsvaldi fært að ríkja hér áfram. I skjóli þess og sambandsins við Dani verður svo stéttabaráttan gerð að föstu og ríkjandi á- standi í lífi þjóðar vorrar um ófyrirsjáanlegan tíma. Kjör þau, sem þá bíða stéttanna á íslandi verða þau, að vera kúgaðar á víxl af hver annari, eftir því' sem þær hafa aðstöðu til. Og ;!hvernig slíkur þjóðlífs- þroski getur endað, það geta menn séð af atburðum síðustu tíma á Spáni. II. | En gegn þessu mælir þroska- lögmál þjóðar vorrar og boð- skapur þess er skýr og ákveð- inn, eins og boðskapur sann- leikans jafnan er, þegar hann kemur til mannanna. Sá boð- 1 skapur hljóðar • svo: æðsta þjóðlega og stjórarfarslega hugsjón hinnar íslensku þjóð- ar er stofnun hins íslenska lýð- veldis 1943. En sú alvara og á- byrgð, sem því fylgir, er svo mikil, vegna hinna ægilegu baráttutíma, sem nú eru í heim- inum, að hún á að knýja alla ís- lenska menn og konur til að mætast á miðri leið um rétt- láta og heilbrigða lausn hinna efnahagslegu mála vorra, svo að þjóð vor geti unnið einhuga að hinu mikla takmarki sínu: að gróðursetja, þroska og varð- veita liið unga íslenska lýð- veldi. Með því verður þjóð vor fyrst að fullu og öllu söm við sjálfa sig, og getur þá lagt sinn litla skerf til sameiginlegs þroska meðbræðra sinna í heim- inum og gert sig verðuga til virðingar þeirra og aðstoðar í lífsbaráttu sinni. Það er þetta og lega lands vors, sem er vörn vor í nútíð og framtíð. Þetta litla blað,' sem ber nafn vorrar æðstu þjóðlegu og stjórnarfarslegu hugsjónar, og þeir menn, sem að því standa, vilja flytja þjóð vorri þennan boðskap. Það vill gera það til þess, að saga íslendinga nú á tímum verði ekki einungis sagan um stéttabaráttu og sundrung, rangsleitni og eigin- girni, heldur og einnig, og það fyrst og fremst, sagan um það, hvernig hin íslenska þjóð sam- einaðist í heilagri alvöru um stofnun hins íslenska lýðveld- is og þá miklu ábyrgð, sem því fylgir. Styðjið Lýðveldið. Styðjið að þjóðrækni og samhug þjóðarinnar. íslendingar eru lýðveldisþjóð að eðli og uppruna. Lýðveldishugsjón Islendinga er jafngömul þjóðinni sjálfri. Höfðingjar þeir, sem landið námu og bygðu, yfirgáfu ein- rátt konungsvald og stofnuðu hér lýðveldi sitt. Og þótt það lýðveldi hefði marga og mikla galla, hefir þjóð vor þó aldrei verið sannari við sjálfa sig en þá. Og á þeim andlega arfi, sem það lét oss í té, lifum vér enn þann dag í' dag, og á hon- um er bygð öll endurreisn hinn- ar íslensku þjóðar. Lýðræðið er einnig frá upphafi vega mjög ríkt í eðli íslendinga og því samgróið lýðveldishugsjón þeirra. Sést þetta best á því, að enda þótt stórbændur einir færu með völdin í hinu forna ís- lenska lýðveldi, er þó álitið, að þeir hafi jafnan tekið tillit til skoðana og óska fjöldans, sem fyrir utan stóð. En hvergi kem- ur þó lýðræðishneigðin skýrar fram en í því, hvernig íslend- ingar hafa vakað yfir og varð- veitt Alþingi sitt aftan úr forn- öld og fram á þennan dag, og hversu þjóð vorri í raun og veru er það óljúft að láta skerða frelsi einstaklingsins til þess að hugsa og gera það, sem hann vill. Hinni íslensku þjóð, sem þannig á lýðvekii sem grund- völl tilveru sinnar, hlýtur því að vera það eiginlegra að fela íslenskum forseta æðsta valdið í hinu endurreista ríki sínu heldur en dönskum konungi, sem býr í öðru landi, talar aðra tungu og hefir því mjög tak- mörkuð skilyrði til þess að taka virkan þátt í lífsbaráttu þjóðar- innar. Það hlýtur að vera holl- ara og eðlilegra hinni íslensku þjóð, að æðsta sætið í ríki henn- ar skipi maður, af hennar eigin meið, sem hefir skilyrði til hvorttveggja í senn: að skilja En þó er það svo, að þegar menn ræða um þetta æðsta og ábyrgðarmesta mál þjóðarinn- ar nú á tímum, þá heyrast ýms- ar mótbárur, svo sem: ,,Eng- lendingar taka landið“, vér er- um of skuldugir“, ,,vér getum vel verið sjálfstæðir og í kon- ungssambandi við Dani“ o. s. frv. Allar sverja þessar mótbár- ur sig í ættina: þær eru afleið- ar, búi við konungdóm, þá sé oss best að gera það líka. En því er til að svara, að hjá þeim er konungsvaldið innlent og samgróið þeim frá upphafi vegar, en hjá oss ekki. Islendingar geta fyrst sýnt hinn hreina og sanna svip sinn sem lýðveldisþjóð á meðal Norðurlandaþjóðanna líkt og t. d. Finnar. Loks er ekki ólík- legt að sumir segi, að ástandið í sumum lýðveldisríkjum álf- unnar, t. d. Spáni, hvetji ekki til stofnunar lýðveldis. En því má svara þannig, að atburðirnir á Spáni kenna oss ekki að hættulegt sé að stofna lýðveldi, heldur hitt, að í þjóðfélagslegri baráttu er bylting hættuleg, en þróun hin rétta leið. Það kann ing þess, að vér höfum búið við 0g að vera, að sumum finnist danskt konungsvald í aldarað- sambandi voru við Norðurlönd ir og við illkynjaða stéttabar- slitið, ef vér segjum upp kon- áttu í tvo tugi ára, sem með ungssambandinu við Dani. En sundrung og skuldum, og nú. þag er misskilningur. Menning- síðast atvinnuleysi, hefir lam-: ar- og viðskiftasamband vort að bjartsýni hinnar í'slensku vig Norðurlönd stendur jafn þjóðar og jafnvel kjark sumra. I föstum fótum og áður, þótt En hitt vita allir, sem um það konungssambandið hverfi. — mál hugsa, að öryggi þjóðar Það er mikill ábyrgðarhluti að vorrar byggist fyrst og fremst | hvetja þjóð sí'na til þess að yf- á visku hennar oglegulandsins, i irgefa gamla.r brautir, sem hún en ekki á Dönum, að skuldir1 þó hefir þroskast á í nær heila vorar minka ekki, þótt vér j öld. Það finna allir. En ef stofn- höldum áfram konungssam- un hins íslenska lýðveldis 1943 bandi við Dani, þvert á móti verða til þess að endurreisa eru allar líkur til þess, að þá eining og alvöru, ábyrgðar- og haldi þær áfram að vaxa, ef réttlætistilfinning hinnar ís- dæma skal eftir reynslu síðustu lensku þjóðar, sem stéttabar- ára. Aftur á móti er það senni- ^ttan virðist hafa lamað svo legt, að ef vér stofnum lýðveldi mjög, og setja henni og sundr- og erum oss meðvitandi um þá unginni sín takmörk, svo að miklu ábyrgð, sem það leggur bestu eiginleikar þjóðarinnar oss á herðar, að þá verðum vér geti notið sín til fulls, þá ber ekki einungis megnugir að 0ss að fara þá leið og taka á oss borga skuldir vorar, heldur og þá ábyfgð, sem því fylgir. einnig að fyrirbyggja það, að sú En ef þessi á að verða þroski skuldasöfnun ætti sér stað hinnar íslensku þjóðar, þá verð- framvegis, sem oss stafaði hætta af. Þá getum vér auðvit- að verið „sjálfstæð þjóð í konungssambandi við Dani“, eins og sumir orða það. Því neitar enginn. En vér getum líka stofnað lýðveldi, og það er réttara, því að það er í samræmi við eðli þjóðar vorrar og upp- runa. Menn munu einnig segja, að úr því að þær Norðurlanda- ur lýðveldishugsjónin að verða meginhugsjónin í lífsbaráttu hennar, sem alt annað þjónar. Þar dugar engin deyfð, ekkert sinnuleysi, engin hálfvelgja. Og það er hin mikla yfirsjón stétta- baráttuflokkanna, að þetta hafa þeir algerlega vanrækt að minna þjóð vora á. Það hlut- verk verður því öðrum falið að vinna. og taka virkan þátt í þroska- þjóðirnar, sem oss eru skyldast- baráttu hennar og vera það tákn þjóðar og ríkis, sem hver íslenskur borgari finnur æðstu skyldu sína og þjóðarheiður í að virða og treysta. Með erlend- um konungi getur þetta aldrei orðið, hversu góður sem hann er. Þá er það sennilegt, að ís- lenskur forseti, með því valdi, sem honum yrði gefið, yrði fast- ari fyrir en erlendur konung- ur gegn hverri þeirri land- stjórn, sem fara vildi á snið við lög og landsrétt og gæfi þjóð- inni með því það lagalega ör- yggi, sem er frumskilyrði þess, að landsfriðurinn haldist. Það eru því mörg og mikilvæg atriði frá sjónarmiði þjóðarþroskans, sem mæla með því, að íslend- ingar stofni lýðveldi sitt 1943. Er unnt að draga ilr böli stéttabaráttunnar? Þegar litið er á, hve ægilegu böli stéttabarátta vorra tíma veldur þjóðunum, þar sem í hennar reikning má skrifa eigi aðeins mannskæðar borgara- styrjaldir, eins og t. d. á Spáni, heldur og yfirleitt hnignun allra sannra og góðra eigin- leika einstaklinga og þjóða, þá er síst að furða þótt menn spyrji, hvað unt sé að gera til þess að draga úr þessu böli. Stéttabar- áttuflokkar þjóðar vorrar hafa ekki aðhafst neitt í þessum efn- um, sem að gagni mætti koma. Að vísu hafa sumir þeirra talað um ágóðaarð verkamönnum til handa og aðrir um að gera verkamenn meðeigendur fyrir- tækjanna. En ekkert hefir verið

x

Lýðveldið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðveldið
https://timarit.is/publication/1598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.