Morgunblaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Farþegar á leið sinni úr landi í gegnum flugstöð Leifs Eiríkssonar geta ekki innritað sig í flugið sjálf- virkt, hvort sem er á netinu eða í þar til gerðum innritunarvélum. Birna Ósk Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Icelandair, segir unnið að lausnum. „Vandinn liggur í því að aðgangs- kröfur eru mismunandi eftir áfanga- stöðum og síbreytilegar. Við erum skuldbundin til þess að fara yfir ákveðin heilbrigðisgögn áður en við hleypum fólki um borð.“ Birna segir ferlið einfaldlega ekki vera orðið sjálfvirkt, þ.e. að fólk geti hlaðið inn viðeigandi skjölum. Ama- deus er bókunarkerfi sem Iceland- air auk margra annarra flugfélaga notast við og segir Birna að þar sé verið að vinna að lausn og sam- kvæmt þeirra upplýsingum ætti hún að liggja fyrir seinni part ágústmán- aðar. Sýna skilning Birna segir skiljanlegt að sumir geri sér ekki grein fyrir því að nú þurfi að innrita alla handvirkt en Icelandair hafi lagt kapp á að koma öllum upplýsingum til viðskiptavina. Hún segir alla viðskiptavini sýna öllum aðgerðum á flugvellinum mik- inn skilning, flestir séu bara ánægð- ir að geta yfirhöfuð ferðast. Upplýsingaveitan Sherpa er nú komin inn á vefsíðu Icelandair, en þar er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða aðgangskröfur eru í hverju landi fyrir sig, auk þess hvaða takmarkanir eru í gildi og hvaða skjöl og kröfur þarf að upp- fylla. „Við byrjuðum á því að reyna að halda utan um þetta sjálf, en þetta breytist gífurlega hratt. Við hrein- lega vorum ekki með mannafla til að halda þessu við,“ segir Birna. Farþegar geta ekki innritað sig sjálfvirkt - Aðgangskröfur mismunandi - Ekki komin sjálfvirk lausn Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Heildarmat kostnaðar við nýbygg- ingar Landspítalans á Hringbraut var 62,8 milljarðar króna árið 2017, uppfært til verðlags í desember 2020, en nú er gert ráð fyrir að þær muni kosta alls 79,1 milljarð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari fjármála- og efnahags- ráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar þingmanns um kostnað við byggingu nýs Landspítala. Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir breytinguna skýrast af auknu umfangi verkefnisins. Tekin hafi verið ákvörðun um að stækka meðferðarkjarnann, sem er stærsta bygging verkefnisins, úr 53 þúsund fermetrum í 70 þúsund fer- metra. Það var gert bæði vegna end- urrýni á ferlum starfseminnar og einnig vegna ákvörðunar um að gera kröfu til hússins um að standa af sér mun öflugri jarðskjálfta en almennt er gert í byggingarreglugerðum. Starfhæft eftir jarðskjálfta Húsið sé nú talið verða starfhæft nokkrum klukkustundum eftir slík- an jarðskjálfta sem líklegast ætti upptök sín í Brennisteinsfjöllum. Samhliða stækkuninni urðu vegg- ir einnig mun þykkari og meira magn af stáli notað í húsið. Sams konar breytingar voru gerðar á rannsóknahúsinu sem er 17 þúsund fermetrar. Gunnar segir þessar breytingar eiga stærsta þáttinn í kostnaðarhækkununum ásamt verð- hækkunum á mörkuðum. Þar að auki segir hann að ákveðið hafi verið að stækka gatnagerðar- verkefnið í kringum spítalann og horfa til framtíðar með því að taka allt nýbyggingarsvæðið við Hring- braut fyrir. Bætt hefur verið við bíla- kjallara undir miðjutorg svæðisins, sem rúmar 200 bíla. Nýbyggingar Hringbrautarverk- efnisins verða alls fjórar. Sjúkrahót- elinu var skilað til rekstrar í upphafi árs 2019, meðferðarkjarninn er á framkvæmdastigi en rannsóknahús og bílastæðahús eru á hönnunarstigi. „Það er stöðugt verið að rýna áætlanir, bæði tíma- og kostnaðar- áætlanir. Það er mikilvægt að birta stjórnvöldum allar breytingar en um leið að tryggja að verkefnið sé innan áætlunarrammans og verkefnin séu í samræmi við heimildir Alþingis.“ Þá skipti máli að gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem er til staðar, leggja mat á hana og vera á vaktinni með mildunaraðgerðir. Óvissa er alltaf nokkur, en fer minnkandi eftir því sem verkinu vindur fram. Alltaf er því um ein- hverjar breytingar að ræða. Nýr spítali verður stærri og dýrari - Áætlaður kostnaður nýs Landspítala hækkað um 16,3 milljarða frá 2017 - Skýringin aukið umfang Morgunblaðið/Eggert Landspítali Meðferðarkjarninn er á framkvæmdastigi. Hann verður stærsta bygging nýs Landspítala. Myndin var tekin af grunninum í vor. Eiríkur Sigurðarson, fyrrverandi bóndi, er nú á leið sinni hringinn um landið. Farartækið er þó af fremur einkennilegri tegund, en um er að ræða Belarus-dráttarvél frá árinu 1967. Spurður hvort vélin sé nýtt til einhverra verka segir Ei- ríkur: „Nei, ég er nú bara að klappa honum, horfa á hann og gera hann upp.“ Eiríkur hefur áður gert upp tvær sambærilegar Belarus-vélar. „Á ár- unum 1966 til 1971 voru fluttar inn 74 svona vélar, allt Rússar, 20 hest- afla, svo 40 hestafla eins og þessi sem ég er á núna, og svo 55 hestafla hlunkur.“ Eiríkur gerði upp 55 hestafla vél sem hann fann norður í Mývatns- sveit og gaf hana síðan búminja- safninu á Hvanneyri. Einnig keypti faðir hans 20 hestafla vélina og Ei- ríkur kláraði að gera hana upp fyr- ir um fimm árum. Spurður hve hratt hann fari yfir á hringferðinni segir hann: „Ég er með GPS-tæki hérna hjá mér og það sýnir yfirleitt svona 26 eða 27 km/klst. Ég er allt- af með hann í fullri gjöf náttúrlega en ég er nú ekki á neinni hraðferð.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hring- ferð á traktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.