Morgunblaðið - 13.07.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 13.07.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tilkynningum um vinnuslys við vinnslu landbúnaðarafurða fjölgaði talsvert árið 2020, samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnueftirlitinu. Þau fóru úr rúm- lega 70 í 100. Al- mennt fækkaði vinnuslysum í matvælaiðnaði, öðrum en vinnslu landbúnaðaraf- urða, og fór úr 62 tilkynningum ár- ið 2019 í 33 til- kynningar árið 2020. Ágúst Torfi Hauksson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska sem rek- ur sauðfjársláturhús á Húsavík og stórgripasláturhús á Akureyri, sagði að árið 2020 hefði verið óvenjulegt. „Við hjá Norðlenska vorum með lægra hlutfall af vönu fólki í slátur- tíðinni 2020 en árin þar á undan. Annars vegar kom Covid-19-farald- urinn í veg fyrir að vanir erlendir starfsmenn kæmust allir hingað. Hitt sem vó ekki minna var vilji okk- ar til að fjölga ráðningum á þeim sem voru atvinnulausir hér á Íslandi,“ sagði Ágúst. Undanfarin ár hefur hópur fólks sem er vanur sláturstörfum komið til starfa í sláturtíðinni hjá Norðlenska. Bæði eru þetta starfsmenn sem hafa unnið árlega hjá Norðlenska við slátrun og svo við eitthvað allt annað heima hjá sér þess á milli. Eins fólk sem vinnur allan ársins hring við sauðfjárslátrun til skiptis á Nýja- Sjálandi, í Stóra-Bretlandi og á Ís- landi. „Sauðfjárslátrunin er mikill anna- tími og þarf að ganga eins og smurð vél. Hún þarf að byrja rösklega og halda góðum afköstum allt til enda. Því er mikilvægt að vera með vant fólk,“ sagði Ágúst. Fleiri atvik tilkynnt en áður Hann sagði að tilkynningum um vinnuslys við slátrun hjá Norðlenska hefði ekki fjölgað að því umfangi sem tölur Vinnueftirlitsins benda til, þ.e. um 40%. „Það liggur fyrir að það að vera með óvant fólk í jafn krefjandi störfum og að mörgu leyti með hættulegan búnað eins og er í þess- um geira eykur hættu á vinnuslys- um,“ sagði Ágúst. Sláturtíðin 2020 gekk vel hjá Norðlenska og þar urðu engin alvarleg vinnuslys. Ágúst sagði að hertar reglur hefðu leitt til þess að nú væru tilkynnt miklu fleiri atvik til Vinnueftirlitsins en áður var gert. „Vinnuslys getur virst vera minni háttar í fyrstu en svo reynst vera al- varlegra. Þá er mikilvægt að allt ferlið varðandi tilkynningaskyldu hafi verið með góðum hætti allt frá upphafi. Almennt tekur atvinnulífið þessi mál alvarlega og tilkynnir um fleiri vinnuslys en áður var gert. Langoftast eru þetta minni háttar atvik og valda ekki langri fjarveru frá vinnu,“ sagði Ágúst. Fleiri vinnuslys í kjötvinnslu - Tilkynningum um vinnuslys við vinnslu landbúnaðarafurða fjölgaði í fyrra - Fleiri óvanir unnu hjá Norðlenska í sláturtíðinni en áður - Margir vanir starfsmenn komust ekki til landsins í slátrunina Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Norðlenska Mikilvægt er að vera með vant starfsfólk í sláturtíðinni. Ágúst Torfi Hauksson Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Landsmenn hyggja margir á ferðir til útlanda nú þegar faraldurinn er á undanhaldi. Af þeim flugfélögum sem fljúga til Kaupmannahafnar og London, tveggja vinsælla áfanga- staða Íslendinga, býður Play Air lægstu flugfargjöldin. Lægsta flugfar Play til London kostar rétt rúmar 15 þúsund krón- ur, sé miðað við helgarferð fram og til baka um miðjan ágústmánuð. Innifalið í gjaldinu er einn persónu- legur hlutur sem kemst fyrir undir sæti, svo sem bakpoki eða taska. Sams konar fargjald EasyJet til London kostar 26.846 krónur og er því 79 prósent hærra en fargjald Play. Önnur flugfélög bjóða ekki miða með sambærilegum skilyrðum. British Airways dýrast Ef viðkomandi tekur eina hand- farangurstösku með sér sem er geymd fyrir ofan sæti, auk eins per- sónulegs hlutar, kostar fargjald Play Air 21.207 krónur. Næst- ódýrast er fargjald EasyJet á 30.451 krónu. Fargjald Icelandair kostar 33.965 krónur en dýrasta flugferðin er með British Airways á 77.365 krónur. Því munar 265 pró- sentum á dýrasta og ódýrasta flug- miðanum. Hjá EasyJet er val á sæti innifal- ið í fargjaldinu en svo er ekki hjá Play, Icelandair og British Airways, heldur fær viðkomandi sæti af handahófi við innritun greiði hann ekki sérstaklega fyrir það. Sé einni innritaðri tösku bætt við er Play Air áfram ódýrast en Ice- landair næstódýrast. Á eftir fylgir EasyJet en British Airways býður hæsta fargjaldið líkt og áður. Í þeim flokki munar heldur minna á dýr- asta og ódýrasta miðanum, eða 187 prósentum. Val á sæti er innifalið hjá öllum flugfélögunum nema Play. Hjá EasyJet er tiltekið að ákveð- in fríðindi fylgi tveimur síðar- greindu miðategundunum, svo sem hraðari innritun og vopnaleit. Lægsta gjaldið 28.636 kr. Flugfargjöld til Kaupmannahafn- ar eru almennt hærri en fargjöld til London á þessum tíma. Þangað fljúga Icelandair, Play Air og SAS frá Íslandi í ágúst. Áfram býður Play Air lægstu flugfargjöldin. Fargjald með einum persónulegum hlut inniföldum sem kemst undir sæti er 28.636 krónur. Ekkert annað flugfélag býður miða með sömu skilyrðum til Kaup- mannahafnar. Ef handfarangurstösku er bætt við kostar fargjald Play Air 34.836 krónur. Fargjald Icelandair er 67 prósent hærra eða 58.245 krónur og flug með SAS kostar 73.531 krónu. Með innritaðri tösku hækkar far- gjald Play í 42.636 krónur, fargjald Icelandair í 65.945 krónur og far- gjald SAS í 81.645 krónur. Leyfileg þyngd og ummál farang- urs eru örlítið breytileg á milli flug- félaga. Ekki var litið til breytinga- og forfallagjalda í samanburðinum og þá má taka fram að reglur flug- félaga um leyfilegan farangur um borð í faraldrinum eru einnig breytilegar. Allt að 265 prósenta verðmunur á flugi - Play með lægstu fargjöldin til London og Kaupmannahafnar Flugfargjöld til London ogKaupmannahafnar Flogið útfimmtudag 12.ágúst og heimsunnudaginn 15.ágúst,þús.kr. 80 60 40 20 0 London Icelandair Play EasyJet British Airways* Icelandair Play SAS Kaupmannahöfn G A C B A B A B A C B A B A B A C 42 29 52 83 77 66 43 82 74 35 29 58 27 30 21 15 34 Þús. kr. Farangur: A=Einn persónulegur hlutur, ein handfarangurstaska og ein innrituð taska. B=Einn persónulegur hlutur og ein handfarangurstaska.C=Einn persónulegur hlutur. *Heim laugar- daginn 14. ágúst Ódýrasta flugið var valið ef tvö eða fleiri voru í boði sama dag Miðað við gengi 12. júlí 100 Morgunblaðið/Eggert Ferðalög Margir eru í ferðahug eftir að hafa fengið bólusetningu. Hvorki hafa Lyfjastofnun Íslands borist tilkynningar um hjartavöðva- bólgu né gollurshúsbólgu í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Stofn- unin hvetur alla til að tilkynna það ef grunur um aukaverkun í kjölfar bólusetningar vaknar og bendir á að lagaleg tilkynningaskylda hvíli á heilbrigðisstarfsfólki hvað varðar al- varlegar, nýjar eða óvæntar auka- verkanir. Þetta kemur fram í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn mbl.is. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að skrá ætti hjartavöðva- bólgu og gollurshúsbólgu sem nýjar aukaverkanir í lyfjatextum bóluefna Pfizer og Moderna gegn Covid-19. Í tilkynningu Lyfjastofnunar um málið er sagt mikilvægt að heilbrigð- isstarfsmenn séu vakandi fyrir ein- kennum umræddra sjúkdóma og að þeir ættu að vekja athygli fólks sem bólusett er með viðkomandi bóluefn- um á að leita skuli þegar í stað til læknis verði slíkra einkenna vart. Í svari stofnunarinnar segir meðal annars að hún hafi ekki eftirlit með því hvort heilbrigðisstarfsfólk til- kynni fólki mögulegar aukaverkanir lyfs. Hins vegar hvíli lagaleg skylda á heilbrigðisstarfsfólki að tilkynna grun um alvarlegar, nýjar eða óvæntar aukaverkanir. Ljósmynd/Aðsend Stunga Mikilvægt er að starfsmenn séu vakandi fyrir einkennunum. Ekki tilkynnt um bólgur hér á landi - Lagaleg skylda á heilbrigðisstarfsfólki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.