Morgunblaðið - 13.07.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.07.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 13. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.36 Sterlingspund 170.63 Kanadadalur 98.72 Dönsk króna 19.673 Norsk króna 14.148 Sænsk króna 14.363 Svissn. franki 134.8 Japanskt jen 1.1215 SDR 175.82 Evra 146.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.49 Hrávöruverð Gull 1803.4 ($/únsa) Ál 2470.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.67 ($/fatið) Brent « Íslandsbanki hefur sent frá sér jákvæða afkomu- viðvörun og var hún send til Kaup- hallar Íslands eftir lokun markaða í gær. Þar kemur fram að drög að uppgjöri annars ársfjórðungs sýni að hagnaður bank- ans hafi numið 5,4 milljörðum króna á fjórðungnum og að arðsemi eigin fjár nemi af þeim sökum 11,6%. Segir í tilkynningunni að það sé „umfram fjárhagsleg markmið bank- ans“ og að „til samanburðar nam hagn- aður bankans um 3,6 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár 7,7%“. Bent er á að frávikin á frá fyrri fjórðungi og markmiðum bank- ans skýrist að stærstum hluta af því að virðisrýrnun er jákvæð og er um 1,1 milljarður króna og sé færð til tekna í bókum bankans á fjórðungnum. „Til samanburðar færði bankinn 0,5 millj- arða til gjalda í virðisrýrnun á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þá höfðu hækkanir á innlendum hlutabréfamörkuðum einnig jákvæð áhrif á afkomu fjórðungs- ins.“ Uppgjör Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung verður formlega birt 28. júlí næstkomandi. Hagnaður Íslandsbanka eykst milli fjórðunga Hringt inn Bankinn fór á markað í liðn- um mánuði. STUTT BAKSVIÐ Logi Sigurðarson logis@mbl.is Útlit er fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% milli mánaða en verðbólga lækkar úr 4,3% í 4,2% í júlí ef spá Íslandsbanka gengur eft- ir. Verðbólga hefur verið mun meiri en síðustu ár vegna kórónuveiru- faraldursins. Hækkandi fasteigna- verð og hækkun á hrávörumörkuð- um heimsins hafa haft áhrif á verðbólgu hérlendis og erlendis en vaxandi verðbólga er ekki eitthvað sem Íslendingar þurfa að hafa áhyggjur af, segir Bergþóra Bald- ursdóttir, hagfræðingur hjá Ís- landsbanka, nema hrávöruverð í heiminum haldist hátt. Ekki einskorðað við Ísland Samkvæmt spám Íslandsbanka er talið að verðbólga muni ná verð- bólgumarkmiði Seðlabankans á þriðja fjórðungi næsta árs. „Við erum að sjá verðbólgu í öðr- um löndum, til dæmis í Bandaríkj- unum. Það er ekkert einskorðað við Ísland að það sé verðbólga í þessu ástandi. Ástæða þess að það tekur verðbólguna langan tíma að fara niður er sú að fasteignamarkaður- inn þarf aðeins að róast. Hann er að mælast mikið í verðbólgunni núna og er stór ástæða fyrir því að verð- bólgan er tiltölulega há en hún er samt að hjaðna núna. Við sáum hana í apríl vera 4,6% og svo er hún komin í 4,3% og við erum að spá því að hún verði 4,2% í júlí,“ segir Berg- þóra. Hún telur Seðlabankann ekki bú- inn að bregðast við með meiri vaxta- hækkunum vegna þess að verðbólg- an er byrjuð að hjaðna og mikilvægara sé að koma hagkerfinu í gang, en þar af leiðandi verður þrálátari verðbólga í staðinn. „Seðlabankinn er þegar byrjaður að hækka vexti og við höldum að hann sé að fara að hækka núna jafnt og þétt en við munum ekki búa við þetta vaxtaumhverfi sem við vorum vön áður fyrr og við teljum að við verðum enn í lágvaxta-umhverfi. En auðvitað mun Seðlabankinn hækka vexti um leið og við sjáum fyrir end- ann á þessari Covid-kreppu.“ Bergþóra segir Íslandsbanka enn búast við áframhaldandi hækkunum á húsnæðismarkaði en það muni hægja á hækkunum og bætir við að fasteignamarkaðurinn skýri um 30% af verðbólgunni þessa dagana. „Við í greiningu Íslandsbanka teljum forsendur fyrir því að íbúða- verð haldi áfram að hækka, sérstak- lega á þessu ári, þó hækkanir verði hægari en verið hefur. Ró mun fær- ast yfir markaðinn þegar vextir taka að hækka sem og framboðið tekur við sér, en það mun taka tíma fyrir fasteignaverð að ná jafnvægi og við teljum að það gerist ekki fyrr en árið 2023.“ Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, segir verðhækkan- ir á hrávörum erlendis hafa mikil áhrif á verðbólguþróun hér innan- lands. „Það sem spilar á móti þessu er gengisþróun krónunnar sem hefur áhrif á þetta líka og ýmsar aðrar að- stæður innanlands, en þessar verð- hækkanir sem hafa verið að ganga yfir hrávörur hafa verið að ýta und- ir verðbólguþróun bæði erlendis og hérlendis,“ segir Yngvi. Óeðlilegt ástand Hann telur áframhaldandi hækk- anir á hráolíu líklegar. „Ég myndi segja að það megi al- veg búast við því að sú þróun haldi áfram; það hafa verið talsverðar hækkanir á hráolíu undanfarið. Svo blandast inn í þetta árstíðabundnar verðbreytingar, sérstaklega á olíu sem hefur haft þá tilhneigingu að hækka í aðdraganda sumarsins og yfir sumarmánuðina.“ Yngvi telur líklegt að þegar virð- iskeðjur komast aftur í gang þá byrji verðbólga að hjaðna. „Þetta óeðlilega ástand sem hefur verið á sumum mörkuðum, til dæm- is timburmarkaðinum, mun lagast en þetta verður kannski ekki eins- leitt yfir alla hrávörumarkaði, ekki jafn einsleitt og það hefur verið.“ Verðbólgumarkmiði náð á næsta ári ef spár ganga upp Morgunblaðið/Golli Verðbólga Áframhaldandi hækkanir á hráolíu og fasteignum líklegar næstu mánuði. Búast við hægari hækkunum á fasteignamarkaði. - Hækkanir á hrávörumörkuðum valda áhyggjum - Búast við hægari hækkunum Bergþóra Baldursdóttir Yngvi Harðarson Viðskipti með hlutabréf íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds hófust á First North- markaði Kauphallar Íslands í gær- morgun. Skráningin á sér stað í kjölfar hlutafjárútboðs sem félagið réðst í þar sem það aflaði 725 millj- óna króna til að styðja við áfram- haldandi vöxt félagsins. Var eftir- spurnin í útboðinu fjórföld. Útboðsgengið var 12,5. Opnunar- gengi bréfa félagsins í Kauphöll var 14,0. Gáfu bréfin nokkuð eftir snemma dags og endaði gengi bréf- anna í útboðsgenginu 12,5 eftir fremur takmörkuð viðskipti upp á 25,7 milljónir króna. Eftir skrán- inguna og fyrsta viðskiptadag er markaðsvirði félagsins 2,3 millj- arðar króna. Fyrsti dagur Stefán Gunnarsson og Stefán Björnsson, stofnendur Solid Clouds, hringja félagið inn ásamt Sigurlínu Ingvarsdóttur stjórnarformanni. Takmörkuð velta á fyrsta viðskiptadegi - Markaðsvirði Solid Clouds 2,3 ma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.