Morgunblaðið - 13.07.2021, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021
Drangey Matarkista Skagafjarðar hefur mörg andlit, ekki síst í kvöldsólarlagi eins og frá sundlauginni á Hofsósi, þaðan sem myndin er tekin um liðna helgi af þaki laugarinnar.
Björn Jóhann
Síðustu mánuðir
hafa kennt okkur að
annað hreyfilögmálið
nýtist ekki aðeins þeg-
ar við viljum senda
gervihnött á braut um
jörðu, heldur einnig
þegar við reynum að
skilja efnahagsþró-
unina í Póllandi og um
allan heim meðan á
heimsfaraldrinum
stóð, en lykillinn að því er fyrirbæri
hröðunar.
Á örfáum vikum, sökum heims-
faraldurs takmarkana og ofsa-
hræðslu vegna Covid-19, fóru hag-
kerfi margra landa úr mikilli
efnahagslegri þenslu yfir í djúpa
efnahagslægð. Flóð dapurlegra
gagna jókst miskunnarlaust og í
bakgrunninum geisaði iðulega átak-
anleg barátta fyrir heilsu og lífi
borgaranna.
Aðstæðurnar kröfðust skjótra og
afdráttarlausra aðgerða – sem mið-
uðu ekki aðeins að því að takmarka
útbreiðslu vírussins, heldur einnig
þau neikvæðu áhrif sem heimsfar-
aldurinn hafði á hagkerfið. NBP var
einn fyrsti seðlabankinn til að
bregðast við með því að innleiða öfl-
uga peningalega tilslökun. Þökk sé
því að við höfum fylgt hefðbundinni,
íhaldssamri peningamálastefnu síð-
ustu árin, höfðum við nauðsynlegt
svigrúm til að bregðast
við og við hikuðum
ekki við að lækka vexti
niður í næstum núll
eða hefja kaup á
skuldabréfum sem gef-
in voru út eða tryggð
af ríkissjóði.
Þrátt fyrir þá stað-
reynd að við tókum
þessar ákvarðanir
mjög hratt og í mikilli
óvissu, getum við í dag
sagt að þær hafi veitt
pólska hagkerfinu
áhrifaríkan stuðning. Þessi árangur
hefur einkum komið fram í gögnum
um verga landsframleiðslu – sam-
dráttur landsframleiðslu í Póllandi
var helmingurinn af meðaltalinu í
Evrópu. Okkur tókst einnig að
koma í veg fyrir að ástandið á
vinnumarkaðnum versnaði, sem
sést meðal annars á lægsta hlutfalli
atvinnuleysis í öllu ESB.
En rétt eins og afl heimsfaraldurs
takmarkananna kallaði skyndilega
fram stöðvun í heilum greinum at-
vinnulífsins víða um heim, sem olli
stærsta samdrætti í samtíðarsögu
þeirra, er greinilegur bati á stöðu
faraldursins og stigvaxandi slakanir
á takmörkunum að skila sér í veru-
legum efnahagsbata, sem einnig er
eftirtektarverður í Póllandi.
Þessi hraða endurreisn efnahags-
lífsins fyllir okkur gleði, en – rétt
eins og hin skarpa niðursveifla fyrir
ári – hefur einnig í för með sér
áskoranir. Það eru áhyggjur af því
að seðlabankar gætu brugðist of
seint við batnandi þjóðhagslegum
gögnum og spám, sem myndi ógna
sjálfbærum hagvexti.
Jafnvel þótt þær séu settar fram í
samtímanum eru þessar fullyrð-
ingar ekkert nýtt í sögu peninga-
málastefnunnar. Auðvitað er heil-
mikil áskorun að ákvarða
ákjósanlega útgönguáætlun úr
óvanalegum aðgerðum í peninga-
málum. Hins vegar er vissulega
hægt að segja að þessu ferli – bæði
um allan heim og í Póllandi – ætti
að vera dreift skynsamlega yfir
tíma og meðhöndlað sem hluti af
samfelldri stefnu seðlabankans, sem
annars vegar getur ekki grafið und-
an vaxtaundirstöðum eftir kreppu
og á hinn bóginn, getur ekki leyft
uppsöfnun þjóðhagslegs og fjár-
hagslegs ójafnvægis.
Reynslan sem NBP hefur öðlast,
einkum á síðasta ári, greiningar-
tækin og samskiptaleiðirnar við
markaðinn sem hann hefur þróað,
hefur búið okkur undir þessa áskor-
un. Seðlabankinn hefur sannað skil-
virkni sína í því að draga úr efna-
hagslegum áhrifum
heimsfaraldursins og mun sanna
hana aftur með því að beita skyn-
samlegri stefnu til að koma hag-
kerfinu aftur á braut örs vaxtar, en
um leið viðhalda verðstöðugleika og
þjóðhagslegu jafnvægi. Við getum
hins vegar ekki látið óvæntar, óhóf-
legar gengissveiflur eða breytingar
á ávöxtun skuldabréfa takmarka
vaxtarhorfur okkar, því það sem er í
húfi eru vaxtarmöguleikar pólska
hagkerfisins svo árum skiptir. Þetta
er einmitt ástæðan fyrir því að við
höfum okkar eigin gjaldmiðil, pólskt
zloty – að hafa möguleikann á að
reka sjálfstæða og óháða peninga-
málastefnu, sem er mikilvægur
dempari fyrir okkur.
Við höfum metnaðarfull
framtíðaráform, sem öll eiga eitt
sameiginlegt – að auðvelda Póllandi
að ná efnuðustu löndunum. Til að ná
þessu markmiði verðum við ekki að-
eins að beita skynsamlegri peninga-
málastefnu, heldur einnig að nýta til
fulls þau tækifæri sem skapast
vegna aukningar gjaldeyrisforða
okkar.
NBP er vörsluaðili gífurlegs þjóð-
arauðs í formi gjaldeyrisforða, en
verðmæti hans nemur nú 133,4
milljörðum evra (staðan í lok maí
2021). Þökk sé skynsamlegri stjórn-
un gjaldeyrisforðans skilaði NBP
hagnaði á árunum 2016-2020 og þar
af var heildarframlag NBP til fjár-
laganna yfir 32 milljarðar zloty, eða
nálægt 5% af heildareignum NBP í
lok 2020. Til þess að leitast við að
tryggja hátt öryggisstig og seljan-
leika fjárfestra sjóða sem og arð-
semi þeirra til langs tíma, sam-
þykkti stjórn NBP nýja stefnu-
áætlun um rekstur varasjóðs árið
2020, sem er sérstaklega mikilvægt
í heimi lágra eða neikvæðra vaxta í
helstu hagkerfunum. Einn af mátt-
arstólpunum í nýju fjárfesting-
aráætluninni okkar er stöðug aukn-
ing á gullbirgðum seðlabankans,
sem dreifir á skilvirkan hátt áhættu
sem tengist öðrum fjárfestingum. Á
árunum 2018-2019 keypti NBP
125,7 tonn af gulli og jók eign sína í
228,7 tonn, eða um 8% af heildar
gjaldeyrisforðanum. Umfang og
hraði frekari gullkaupa fer eftir
vexti gjaldeyrisvaraforða NBP, sem
og framtíðar þjóðhagslegum að-
stæðum og markaðsaðstæðum.
Við höfum afrekað mikið, en það
á enn þá eftir að gera margt. Við
höfum ekki efni á að hætta núna –
við verðum að leiða Pólland af skyn-
semi á braut sjálfbærs vaxtar.
Örugg framtíð pólskra ríkisborgara
er í húfi.
Eftir Adam
Glapiñski » Ávinningur þess að
hafa eigin gjald-
miðil, pólskt zloty, er
einmitt sá að við erum
fær um að reka sjálf-
stæða og óháða pen-
ingamálastefnu sem við
teljum vera mikilvægan
dempara.
Adam Glapinski
Höfundur er prófessor í hagfræði,
forseti ríkisbanka Póllands.
Stöðugleiki og áskoranir eftir heimsfaraldur