Morgunblaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021
✝
Steinlaug Sig-
urjónsdóttir
fæddist 21. desem-
ber 1935 í Reykja-
vík þar sem hún bjó
alla tíð. Hún lést á
Landakoti 4. júlí
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurjón
Sigurðsson húsa-
smíðameistari,
fæddur á Bekans-
stöðum í Skilmannahreppi 20.1.
1905, d. 3.9. 1967 og Sigrún
Sturlaugsdóttir húsmóðir, fædd
í Stykkishólmi 13.7. 1918, d. 9.5.
1986. Steinlaug var elst 5 systk-
ina, þau eru: Soffía Mary, f.
1940, Hreinn, f. 1942, Harry
Rúnar, f. 1946, d. 1978, Helgi
Þórður, f. 1955.
Steinlaug giftist 3. október
1954 Georg Jósefssyni (Stie-
borsky) múrarameistara, f. 3.
október 1928 í Þýskalandi, d. 31.
Reynir, f. 11.4. 1959, maki Ey-
rún Ólafsdóttir, f. 1963. Börn
þeirra eru: 1) Ingvi Þór Björg-
vinsson, f. 25.2. 1982, maki
Guðný Guðgeirsdóttir, f. 1981.
Börn þeirra eru: Mímir, f. 2018,
Urður f. 2020. 2) Rúnar Freyr, f.
28.2. 1989. 3) Anna Sigrún, f.
5.12. 1994.
Steinlaug kynntist Georg 17
ára gömul á Vífilsstöðum þar
sem þau voru bæði starfsmenn.
Hann sem fjósamaður og hún
sem eldhússtúlka nýútskrifuð
frá Húsmæðraskólanum á Laug-
arvatni. Um árabil starfaði hún
sem húsmóðir en tók að sér
saumaskap heim fyrir ýmis
fyrirtæki. Þegar hún fór út á
vinnumarkaðinn starfaði hún
m.a. sem verkstjóri hjá Vilko,
verslunarstjóri í Hólasporti,
Breiðholti, sá um veitingar í frí-
mínútum fyrir börnin í Fella-
helli og í mötuneyti Seljahlíðar,
þar sem hún vann til 69 ára ald-
urs. Hún var listfeng og tók þátt
í samsýningum og hélt einka-
sýningu í Gerðubergi og Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Úför Steinlaugar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 13. júlí 2021,
klukkan 13.
desember 1994.
Foreldrar hans
voru Jósef Stie-
borsky, fæddur í
Þýskalandi 1902, d.
1960 í Leipzig, og
Anna Pasirbek
Stieborsky, fædd í
Tékkóslóvakíu
1903, d. 1949 í Leip-
zig.
Börn Steinlaug-
ar og Georgs eru:
1) Anna Marie, f. 28.7. 1954,
maki Steindór Steinþórsson, f.
1950. Börn þeirra eru: a) Georg
Þór, f. 28.7. 1972, d. 26.12. 2013,
dóttir hans er Tinna, f. 1993, í
sambúð með Jóni Hólm Páls-
syni, f. 1993. b) Margrét Lind, f.
16.5. 1979, maki Björgvin Guð-
jónsson, f. 1975. Synir þeirra
eru: 1) Bjarki Freyr, f. 2003. 2)
Breki Þór, f. 2012. 3) Bragi
Hrafn, f. 2017.
2) Sigurjón, f. 25.4. 1957. 3)
Elskuleg móðir mín kvaddi eft-
ir erfið veikindi sem hún tókst á
við með miklu æðruleysi eins og
öðru sem hún þurfti að takast á
við í sínu lífi, sem var ekki alltaf
auðvelt. Hún greindist fyrir
þremur árum með Alzheimer-
sjúkdóminn og með illskeytt
krabbamein í vor. Hún komst í
dagþjálfun á hjúkrunarheimilinu
Eir haustið 2018 hjá frábæru
starfsfólki sem reyndist mömmu
mjög vel. Færi ég þeim mikið
þakklæti fyrir.
Sterkur þráður tengdi okkur
mömmu alla tíða sem aldrei bar
skugga á. Gagnkvæmt traust og
stuðningur á báða bóga. Margt
höfum við upplifað saman í gegn-
um árin, ferðir innanlands og ut-
an. Við Denni minn buðum
mömmu í margar ferðir til út-
landa m.a. til Danmerkur þar sem
dóttir okkar og fjölskylda býr. Ein
af ferðunum var af tilefni brúð-
kaups Möggu og Björgvins, 4. júlí
2008, í Svendborg. Daginn eftir
var farið í brúðkaupsferð í fallegt
sumarhús á vesturströnd Jót-
lands. Við vorum 9 af gestunum
sem fórum saman í ferðina. Bíll-
inn drekkhlaðinn, þungur og
kraftlaus þegar lagt var af stað.
Mikið var hlegið og tónlistin á
fullu á leiðinni m.a. Kim Larsen,
sem Bjarki litli, fjögurra ára, söng
með af mikilli innlifun.
Ferðir voru farnar til Þýska-
lands og Tékklands í heimsókn til
móðurfjölskyldu pabba. Fóru þau
með okkur yfir til Póllands á
æskustöðvar pabba sem tilheyrðu
Þýskalandi þegar hann bjó þar.
Einnig fórum við saman til Portú-
gal og síðasta ferðin var til Spánar
2018. Allar þessar ferðir geyma
góðar, skemmtilegar og fallegar
minningar. Mamma var alltaf með
sinn hressleika og til í allt. Fljót að
skella sér í stuð og dansspor og
ekki síst með Denna mínum, sem
sprellaði og skemmti henni með
gríni og smá eftirhermum. Hún
gat ekki hugsað sér betri tengda-
son og tengdust þau sterkum
böndum við fyrstu kynni.
Mamma var ótrúlega mikill
fagurkeri, listræn, saumasnilling-
ur, meistarakokkur og bakari.
Allt lék í höndum hennar, sama
hvað hún tók sér fyrir hendur.
Hún var líka mikill vinur
barnanna minna og átti gott sam-
band við Möggu mína í Dan-
mörku. Mikill var missir hennar
þegar Georg minn lést. Hann var
mikill vinur og duglegur að kíkja í
smá spjall til ömmu sinnar.
Elsku mamma mín, takk fyrir
að vera mamma mín. Takk fyrir
að hafa verið amma barnanna
minna. Takk fyrir að hafa verið
mín fyrirmynd í svo mörgu, takk
fyrir alla samveruna, ferðalögin,
bíóferðirnar, leikhúsferðirnar,
tónleikaferðirnar, kaffihúsin og
bíltúrana.
Þótt það hafi reynt á að finna
breytingu á þér síðustu árin, þeg-
ar sjúkdómurinn herjaði á þig, þá
varstu alltaf sama, blíða, fallega
mamma mín með fallega brosið
þitt sem ég elskaði af öllu mínu
hjarta.
Mikill er missir og breyting
fyrir elsku Sigurjón sem deilt hef-
ur heimili með þér alla tíð og var
þín styrka stoð. Hann var óþreyt-
andi að fara með þér í bíltúr og þið
deilduð þeim áhuga að skoða ná-
grannasveitarfélögin, fara í fjöru-
ferðir og skoða fuglalífið og ræða
um tegundir. Og kisurnar ykkar
þrjár fengu góða athygli ásamt
kisustráknum mínum Fróða, sem
var alltaf velkominn í pössun til
ykkar.
Guð geymi þig, elsku hjartans
mamma mín.
Þín dóttir,
Anna Marie.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Steina eins og hún var oftast köll-
uð, verður jarðsunginn í dag.
Henni verður best lýst sem
sterkri, glaðlyndri og einstaklega
geðgóðri konu, sem ég var svo
heppinn að fá sem tengdamóður.
Mér var strax vel tekið á heimili
þeirra hjóna og varð til mjög
sterkur strengur á milli okkar
þegar ég kynntist elsku konunni
minni fyrir rúmum fimmtíu árum.
Margs er að minnast. Ferða-
lögin innanlands sem utan. Steina
hafði gaman af að fara í sólina og
minnist ég síðustu ferðarinnar er
við fórum saman til Spánar 2018,
en þá var hún að farin að veikjast.
Alltaf var stuð hjá minni og
minnist ég alltaf taktanna hjá
henni er hún kom á móti manni,
hvort sem var heima eða, sem
dæmi, komandi út úr mátunar-
klefa í nýrri flík, með dillandi
mjaðmahreyfingar. Þá sem oftar
var Steina í stuði.
Ekki má láta hjá líða að minn-
ast á veisluhöldin hjá þessari
elsku. Borðin svignuðu undan
kræsingum og jólaboðin, maður
lifandi, hangikjötið með tilbehör,
allt gert með þvílíkum sóma og
myndarskap.
Steina var listfengin mjög og
málaði bæði myndir og skar í tré
og vann glermyndir. Tók hún þátt
í bæði samsýningum og hélt
einkasýningar.
Hún hafði mjög gaman af að
hlusta á tónlist og var alæta á
þeim vettvangi og þá var allt
skrúfað í botn. Sérstakt dálæti
hafði hún fyrr á árum á Mario
Lanza og slíkum, en í seinni tíð
var það Andrea Bocelli, Josh
Groban og Ný dönsk sem voru í
uppáhaldi og eins og hún sagði svo
oft; ég vil hafa tónlistina það hátt
að næsta nágrenni skelfur. Alltaf
var stillt á Bylgjuna í Vesturberg-
inu, hún var sem sagt á réttri
bylgjulengd.
Svona var Steina, yndisleg og
skemmtileg manneskja sem ég er
afar þakklátur fyrir að hafa
kynnst.
Guð geymi hennar minningu.
Steindór.
Minningarnar streyma um í
huga mér þessa dagana sem dýr-
mætar gersemar, þær hlýja mér
inn að hjartarótum á meðan ég
syrgi elsku dýrmætu ömmu mína
sem er mér að eilífu svo kær.
Ég er svo full þakklætis fyrir
allar þær óteljandi stundir sem
við höfum átt saman í gegnum tíð-
ina, frá því ég man fyrst eftir mér
og þar til ég ferðaðist yfir hafið til
að kveðja hana með kossi í hinsta
sinn.
Amma Steina var með eindæm-
um glæsileg kona, alltaf svo eleg-
ant og smart. Háir hælar, langar
lakkaðar neglur og ekki má
gleyma varalitnum, þetta var
amma í hnotskurn.
Hún elskaði góða tónlist og
vildi oftast hafa hana sem hæst
stillta. Öll dýrindis jólaboðin, af-
mælisveislurnar og heimsóknir án
sérstaks tilefnis enduðu oft með
háum tónum frá græjunum og
nokkrum velvöldum danssporum
hjá gestgjafanum. Í þessu sam-
hengi ber líka að nefna borðstofu-
borðið fræga sem var nánast alltaf
að svigna undan glæsilegum veit-
ingum sem amma var ekki lengi
að galdra fram, hún var með sann-
kallaða meistaragráðu í gestrisni
og gerði allt svo girnilegt og flott.
Sem barn naut ég þess að fá að
gista í Vesturberginu hjá ömmu
og afa.
Ég var umvafin svo miklum
kærleika og endalausu dekri, þar
sem ferðir í Kolaportið, spil,
krossgátur og sjónvarpskvöld
með fullt af sælgæti var hápunkt-
urinn.
Einnig var afar spennandi að fá
að skoða öll fallegu fötin og skart-
gripina hennar ömmu, magnið var
svo mikið að þetta var eins og að
stíga fæti inn í verslun og í hvert
skipti sem ég kom var alltaf eitt-
hvað nýtt búið að bætast við í
safnið.
Amma lagði mikið upp úr því að
eiga glæsilegt heimili, veggirnir
skreyttir flottum málverkum,
skrautmunir og ýmis list í hillum
og á borðum og mikið af þessu var
eftir hana sjálfa enda var hún
virkilega hæfileikarík listakona.
Amma var mikill dýravinur og
Vesturbergið breyttist í Fugla-
berg þegar hún átti um tíma í
kringum tuttugu páfagauka, einn-
ig stoppaði stutt við dúfa sem varð
fljótt hluti af fjölskyldunni og
þótti ekkert eðlilegra en að hafa
hana innandyra.
Kisur hafa átt stóran þátt í lífi
ömmu, hún hefur átt þær all-
nokkrar og núna síðast þrjá ein-
staklega fallega kynjaketti sem
sakna hennar eflaust sárt.
Amma var mikil félagsvera og
naut þess að vera á ferð og flugi,
hvort sem það var að heimsækja
gott kaffihús, leikhús, listasafn
eða bara góður ísbíltúr í sveitina.
Hún ferðaðist líka mikið til út-
landa og kom þar á meðal nokkr-
um sinnum í heimsókn til fjöl-
skyldu minnar í Danmörku.
Það er mikill söknuður að geta
ekki lengur tekið upp tólið og
heyrt frá henni, við vorum miklar
vinkonur og létum fjarlægðina
ekki aftra okkur að halda góðu
sambandi. Við gátum talað um svo
margt, bæði það sem var
skemmtilegt og erfitt í lífinu. En
oftast snerust símtölin um kisurn-
ar í fjölskyldunni, veðurfarið og
auðvitað drengina mína þrjá sem
henni þótti svo afar vænt um,
aldrei skorti hana falleg lýsingar-
orð í garð þeirra og hvað þeir
væru heppnir að eiga mig að sem
móður.
Það tók mikið á ömmu þegar
elsku bróðir minn lést í bílslysi
fyrir bráðum átta árum, hann
reyndist henni svo einstaklega vel
og lífgaði upp á líf hennar með
smitandi hressleika sínum.
Það er ákveðin huggun að
hugsa til þess að nú eru þessar
elskur sameinaðar á ný.
Elsku amma, ég mun varðveita
allar okkar minningar sem minn
dýrmætasta fjársjóð um leið og ég
vil þakka þér fyrir allt það ynd-
islega okkar á milli, þú fékkst allt-
af reglulega að heyra hvað ég
elska þig mikið og fyrir það hef ég
frið í hjarta mínu.
Þín ömmustelpa,
Margrét Lind Steindórsdóttir.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka, amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig, elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo, amma, sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Elsku amma Steina.
Við söknum þín svo mikið og
munum ávallt varðveita þig í
hjörtum okkar.
Kærleikskveðjur,
Bjarki Freyr Björgvinsson,
Breki Þór Björgvinsson,
Bragi Hrafn Björgvinsson.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Þegar systir mín er látin koma
margar minningar fram í hugann.
Hún var sú duglegasta kona sem
ég þekkti, stundaði námskeið í
glerlist, tréskurði og myndlist,
sem var þegar heilsan var góð.
Þegar ég átti Braga veiktist ég
það mikið, að ég gat ekki annast
hann, þá var hún tilbúin að hjálpa
okkur, sem ég gleymi aldrei. Við
fórum oft til útlanda og líka í sum-
arbústaði hérlendis.
Þakka þér, Steina mín, allt sem
þú gerðir fyrir mig, fyrr og síðar.
Vertu ljósinu falin, elsku systir.
Þín
Soffía Sigurjónsdóttir (Fía).
Steinlaug
Sigurjónsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARÍA JÓNSDÓTTIR,
Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 6. júlí.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju
föstudaginn 16. júlí klukkan 14.
Sigurbjörn Friðrik Jónsson Ingibjörg Jónatansdóttir
Ingibjörg Ása Jónsdóttir Sigurbjörn Jóhannsson
Sverrir Jónsson Guðný Sölvadóttir
Lovísa Hermína Jónsdóttir
Margrét Jónsdóttir Ómar Freyr Sigurðsson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN ÁRNADÓTTIR
þýðandi,
lést á Landspítala föstudaginn 9. júlí.
Árni Óskarsson
Jóna Dóra Óskarsdóttir Ferenc Bokany
Völundur Óskarsson Sigrún Kristjánsdóttir
Aagot Vigdís Óskarsdóttir Garðar Guðmundsson
Svanhildur Óskarsdóttir
Hrafnkell Óskarsson Elín Vignisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
SIGURÐUR ÁSGEIRSSON,
Kópavogstúni 5, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. júlí klukkan 15. Athöfninni
verður streymt á: https://livestream.com/luxor/utforsigurdar
Svanlaug María Ólafsdóttir
Ólafur Sigurðsson Sigrún Þorsteinsdóttir
Jónína Sigurðardóttir Jón Ágúst Benediktsson
Sigurður Sigurðsson Ásta Guðmunda Hjálmtýsd.
Kolbrún G. Sigurðardóttir Sigmar Torfi Ásgrímsson
og fjölskyldur
Kær frænka okkar,
ÁSTA SIGFÚSDÓTTIR,
Dalbraut 27,
áður til heimilis að Grensásvegi 52,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 8. júlí á Landspítalanum,
Hringbraut. Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn
15. júlí klukkan 13.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð.
Lárus Þórðarson
Valdís Þórðardóttir
Valgerður Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Ragnhildur Þórðardóttir
Þorsteinn Guðmundsson
Sveinn Helgi Guðmundsson
Þorsteinn Trausti Þórðarson
og fjölskyldur þeirra
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞRÚÐUR JÚLÍUSDÓTTIR,
lést föstudaginn 9. júlí á líknardeild
Landspítalans.
Útförin verður auglýst síðar.
Nanna Sigríður Guðmannsd. Halldór Guðmundsson
Konkordía S. Guðmannsd. Guðmann Steingrímsson
Þórunn S. Guðmannsdóttir
Gunnar Guðmannsson
Júlíus Herbert Guðmannss.
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn