Morgunblaðið - 13.07.2021, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Lögin „Regnbogans stræti“ og
„Strákarnir á Borginni“ eru auðvitað
systkini,“ segir Bubbi Morthens sem
hefur nú gefið út sérstaka útgáfu af
textaverkum sem hafa að geyma búta
úr lögunum tveimur. Tilefnið er ekki
gleðilegt því undanfarið hafa borist
fréttir utan úr heimi um aukið hatur í
garð samkynhneigðra, hatursglæpi
og lög í Ungverjalandi sem banna allt
það sem „ýtir undir samkynhneigð“,
eins og segir í þeim. Bubbi segir
skelfilegt að heyra fréttir af enda-
lausum ofsóknum í Evrópu á hendur
samkynhneigðum og nefnir sem
dæmi nýlega lagasetningu í Ung-
verjalandi sem bannar fræðslu um
hinsegin fólk í skólum þar í landi en
stjórn Samtakanna ‘78 hefur lýst yfir
djúpstæðum áhyggjum af þróun mála
í Ungverjalandi og þá sérstaklega af
nýsamþykktum lögum sem stjórnin
segir grófa aðför að tilverurétti hin-
segin fólks í landinu og banni í reynd
sýnileika þeirra og réttindabaráttu.
Fasismi í fæðingu
Bubbi segir að með þessu sé bann-
að að ræða um mannlega náttúru í
skólum. „Það sem maður er að upp-
lifa er að það er einhvers konar fas-
ismi að verða til,“ segir Bubbi.
Textann við „Regnbogans stræti“
samdi hann fyrir fáeinum árum, á
Hótel Færeyjum. „Ég var með tón-
leika í Færeyjum og hafði verið á
Seyðisfirði aðeins fyrr og sá þá göt-
una þar, Regnbogans stræti. Ég
hugsaði með mér að nú væri komið að
því, nú myndi ég gera þetta lag sem
væri búið að vera svona lengi inni í
mér,“ segir Bubbi. Hann skrifaði
textann við lagið, „Regnbogans
stræti“, á bréfsefni hótelsins og
samdi við það lag. Bubbi segir að þar
sem textinn hafi verið handskrifaður
hafi hann getað gert úr honum texta-
verk í anda þeirra sem hann gaf út í
árslok í fyrra. Og nú eru þau fáanleg
á bubbi.is, í öllum regnbogans litum.
Gjöf til samfélagsins
Nú styttist í Hinsegin daga en þeir
verða haldnir 3.-8. ágúst og Gleði-
gangan fer fram með pompi og prakt
laugardaginn 7. ágúst. Bubbi segist
hafa ákveðið að gefa verkin út núna,
skömmu áður en hátíðin hefst, og
gefa þessu samfélagi öllu verk regn-
boganum til heiðurs. „Og líka til að
stíga fram með þessi verk sem ein-
hvers konar innlegg inn í þessa geð-
veiku hluti sem eru að gerast við bæj-
ardyrnar,“ bætir hann við.
Bubbi segir bráðnauðsynlegt að
fjalla um þessa hluti, líkt og hann
gerði í „Strákunum á Borginni“ fyrir
margt löngu. „Ég veit að fólk trúir því
ekki í dag en það var hrópað á mig úti
á götu og hrækt á mig,“ rifjar Bubbi
upp. Spurður að því hver hafi verið
kveikjan að því lagi á sínum tíma, árið
1984, segir Bubbi að hann hafi horft
upp á gegndarlaust ofbeldi í garð
samkynhneigðra á skemmtistöðum
og í samfélaginu. Umræðan hafi líka
verið afar fordómafull. „Svo fyllti það
mælinn þegar komu auglýsingar í
blöðum um að sumir væru velkomnir
en ekki allir og það voru auglýsingar
við dyrnar á sumum skemmtistöðum
um að hommar og lesbíur væru ekki
velkomin. Þetta er ekkert langt síðan,
þetta er bara 1981,“ segir Bubbi.
Hann segir lagið einfaldlega hafa
verið viðbragð við ákveðnu sam-
félagsmeini. „Þannig að í rauninni er
ég að viðhalda þessu innleggi með
verkunum,“ segir Bubbi um texta-
verkin nýju og minnir á hversu stutt
sé í fordómana. Þeir grasseri enn í
dag í íslensku samfélagi.
Bubbi segir verkin eiga sér sögu og
skipta máli í umræðunni og þá sér-
staklega fyrir regnbogafólkið. Þá sé
regnboginn hin fullkomna táknmynd
fyrir samkynhneigða og allt LGBTQ-
samfélagið. „Regnboginn er auðvitað
brjálæðislegt náttúruundur og feg-
urð,“ segir Bubbi.
Allt snýst um að verða vinsæll
Bubbi er spurður hvort honum þyki
íslenskir tónlistarmenn í dag gera nóg
af því að semja um samtíma sinn og
tjá sig um hin ýmsu samfélagsmein.
Nei, þeir gera ekki nóg af því, að hans
mati. „Í dag snýst þetta allt um að
verða vinsæll, að verða áhrifavaldur,
að vera á G-streng, að semja um eitt-
hvað sem pottþétt mun selja í staðinn
fyrir þörfina að skapa, að hafa eitt-
hvað til málanna að leggja, að þora og
hafa kjark til að stíga fram og semja
um eitthvað sem er ekki vinsælt og
segja hluti sem geta valdið úlfúð,“
segir Bubbi. Að hafa eitthvað til mál-
anna að leggja skipti meira máli en
smellir á samfélagsmiðlum eða fjöldi
streyma á Spotify. „Það skiptir gríð-
arlega miklu máli að listamenn hafi
kjark og þor til að stíga fram og segja
hlutina. Ég er ekki að segja að það
eigi að vera „twenty-four seven“ en
það sem þú ert að benda á, réttilega,
er að það er ótrúlega lítið af þessari
rödd,“ segir Bubbi en mikil þörf sé
fyrir þá rödd. „Ef þeir listamenn, sem
hafa hvað mest til málanna að leggja
hjá ungu kynslóðinni, eru ekki að
spegla samfélagið eins og það birtist
þeim þá erum við að tapa heilmiklu.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Regnbogastræti Bubbi lék og söng lög af plötunni Regnbogans stræti á regnbogamáluðum Skólavörðustíg sum-
arið 2019. Lagið sem platan er nefnd eftir varð til í Færeyjum og titillinn vísar í regnbogamálaða götu á Seyðisfirði.
Verk til heiðurs
regnbogafólkinu
- Bubbi gefur út textaverk með bútum úr „Regnbogans
stræti“ og „Strákarnir á Borginni“ - Uggandi yfir fréttum
Litrík Fjögur verk unnin upp úr texta Bubba við „Regnbogans stræti“.
S
ögusviðið í nýju smásagna-
safni Einars Lövdahl, Í
miðju mannhafi, er fjöl-
breytt; lýðháskóli í Kold-
ing, tölvupósthólf stærstu vefhönn-
unarstofu landsins og vinnustofa
líkbrennslumeistara Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma. Einar
er annar tveggja höfunda sem báru
sigur úr býtum í handrita-
samkeppni Forlagsins, Nýjar radd-
ir, í ár. Sögurnar í safninu eru átta,
fæstar lengri en tíu síður, og eiga
það flestar sameiginlegt að fjalla
um veruleika ungs fólks í samtím-
anum.
Í kynningartexta á kápu verksins
er lögð áhersla á hreinskilna nálgun
höfundar á karlmennsku, sem vissu-
lega er til staðar. Sumar sögurnar
varpa ljósi á ýmsa fleti karlmennsk-
unnar og sýna jafnvel hvernig við-
teknar hugmyndir um karlmennsku
geta verið eitraðar. Þar kemur æs-
ingurinn sem á það til að einkenna
knattspyrnu, jafnt innan vallar sem
utan, við sögu. Auk þess sem, í sög-
unni „Rót“, rifjast upp niðurlægj-
andi atvik fyrir ungum manni sem
leitar að rót þess vanda að honum
vex ekki nægilegt skegg. Aðstæð-
urnar sem hann lendir í við þessa
leit sína eru grátbroslegar og sama
lýsingarorð má nota um ýmis
augnablik sem
Einar lýsir í sög-
um sínum. Húm-
orinn er aldrei
langt undan þótt
aðstæðurnar séu
oftar en ekki
hálfdapurlegar.
Í miðju mann-
hafi er þó ekki
verk sem ein-
skorðast við karlmenn og karl-
mennsku. Síður en svo. Pressan til
að eignast börn og eftirköst kyn-
ferðisbrots, sem mynda kunnuglegt
stef, koma við sögu og er þar raun-
heimur ungra kvenna ekki síður í
forgrunni.
Í sögunni „Blöðrur“, sem er með
betri sögum safnsins, bíður Aþena
óþreyjufull eftir móður sinni og
skartar úri um ökklann til þess að
vera alveg eins og hún. Þetta er
saga þriggja kynslóða kvenna þar
sem Einar skiptir fumlaust milli
sjónarhorna. Þar skín í gegn sú
samúð höfundar með persónum sín-
um, sem einkennir safnið í heild.
Textinn sem Einar sendir hér frá
sér er vandaður og einlægur og
greinilegt að höfundurinn skrifar af
öryggi. Það má þó segja að sögurn-
ar séu full snyrtilegar. Það vantar í
þær eitthvað krassandi, einhverja
dýpt, eitthvað sem kemur á óvart,
eitthvað sem fær lesandann til þess
að staldra við. Galdurinn við góða
smásögu er nefnilega að segja
margt í fáum orðum og hér hefði
oftar en ekki mátt segja aðeins
meira.
Að því sögðu er sagnasafn Einars
fínasta verk til að taka með sér í
sumarbústaðinn, hugguleg afþrey-
ing í hæfilegum smáskömmtum.
Ný rödd Í miðju mannhafi er fyrsta smásagnasafn Einars Lövdahl.
Grátbrosleg
huggulegheit
Smásagnasafn
Í miðju mannhafi bbbnn
Eftir Einar Lövdahl.
Forlagið, 2021. Kilja, 110 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR