Morgunblaðið - 13.07.2021, Side 29

Morgunblaðið - 13.07.2021, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 L öng bið er nú loks á enda hjá Marvel-unnendum eft- ir því að komast á Marvel- mynd í bíó. Sú fyrsta á þessu ári er jafnframt sú fyrsta sem fjallar um Svörtu ekkjuna, Black Widow, og þótti mörgum löngu kom- inn tími til að hún fengi sína eigin ræmu. Scarlett Johansson hefur leik- ið hetjuna í nokkrum Marvel-mynd- um og þá meðal annars um Hefnend- urna, Avengers, og staðið sig vel. Ekkjan sker sig úr að því leyti að hún býr ekki yfir ofurmannlegum kröft- um heldur mikilli þjálfun í bardaga- listum og meðferð skotvopna. Nokkr- ar slíkar hetjur er að finna í safni Marvel, þ.e. ekki ofurmannlegar heldur þrautþjálfaðar eða hátækni- væddar, t.d. Járnmanninn sem er milljarðamæringur í háþróuðum bún- ingi. Hér er sumsé komin Marvel-mynd um kvenhetju en slíkar eru sjaldséð- ar. Captain Marvel frá árinu 2019 var sú fyrsta þannig að Marvel á enn langt í land með að jafna hlut kynj- anna í kvikmyndum sínum. En hvað um það. Hér er ekkjan komin í allri sinni dýrð og farið hratt yfir forsögu hennar til að byrja með í myndinni. Hún heitir réttu nafni Natasha Rom- anoff, er rússnesk en bjó sem ung stúlka í þrjú ár með tveimur njósn- urum, Alexei (Harbour) og Melinu (Weisz), í Ohio í Bandaríkjunum, ásamt yngri uppeldissystur sinni Belovu (Pugh). Þegar því verkefni er óvænt slaufað eru stúlkurnar teknar úr umsjá Alexei og Melinu og sendar í grimmilegar þjálfunarbúðir hátt- setts illmennis í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna og gerðar þar að mennskum drápsvélum. Alexei endar í fangelsi fyrir andóf en ekki skýrist fyrr en síðar í myndinni hvað varð um Melinu. Illmennið fyrrnefnda, Dreyk- ov (Winstone), hefur komið sér upp her af svörtum ekkjum, ungum og hraustum konum sem hægt er að fjarstýra með spjaldtölvu og senda í hin ýmsu drápsverkefni. Á Dreykov að hafa heiminn í hendi sér, að því er virðist, fyrir tilstilli þessarar tækni. Að lokinni stuttri forsögu ekkj- unnar, þ.e. stuttri hamingju æsk- unnar og lengri óhamingju tánings- og snemmfullorðinsára, víkur sög- unni að þeim tímapunkti er hún er eftirlýst fyrir að svíkja lit og yfirgefa Hefnendurna (eins og sjá má í Capta- in America: Civil War). Romanoff leggur á flótta og endar í sveitasæl- unni í Noregi. Ekki líður á löngu þar til grímuklæddur böðull hefur uppi á henni, hinn svokallaði Taskmaster (Verkefnastjórinn?) og sleppur hún naumlega frá honum. Romanoff hef- ur uppi á systur sinni í Búdapest og kemst að því að ómennið Dreykov, sem hún hélt sig hafa drepið, er enn sprelllifandi og hefur komið sér upp miklum her af svörtum ekkjum, sem fyrr segir. Til að finna Dreykov og frelsa ekkjurnar þurfa uppeldissyst- urnar að ná Alexei úr fangelsi og í framhaldi finna Melinu. Þegar „fjöl- skyldan“ er saman komin á ný er lagt í leiðangur að hinu svokallaða rauða herbergi þar sem Dreykov dvelur með her sérþjálfaðra kvenna og einkaböðli sínum, Taskmaster. Verð- ur þá mikill hasar. Svarta ekkjan er vel gerð hasar- mynd sem líður fyrir að vera heldur löng og stundum langdregin. Lopinn er oft teygður, t.d. þegar fjölskyldan kemur saman á ný og endurtekning- ar í samtölum reyna á þolinmæðina. Tilfinningaþrungnar samræður eru þó væntanlega til þess að gera ofur- hetjurnar mannlegri sem er auðvitað líka gott inn á milli ofbeldisatriða. Sagan nær hvað mestum hæðum í maður-á-mann hasar og þá sérstak- lega þegar Taskmaster mætir Svörtu ekkjunni í fyrsta sinn. Þaulæfð og vel útfærð bardagaatriði gleðja augað og stemningin minnir um stund á gamla, góða Tortímandann frá árinu 1984. Í hvert sinn sem Taskmaster birtist lifnaði yfir ofanrituðum enda voðinn þá vís. Æsileg eftirför um götur Búdapest stendur upp úr hvað varðar flóknari hasaratriði og í öðru sæti er skemmtilegt flóttaatriði úr fangelsi í Síberíu sem endar með óvæntum hætti. Leikarar standa sig á heildina litið vel, Harbour að vanda skemmtilegur í hlutverki Rússans Alexei sem á að hafa verið svipuð ofurhetja og Kaf- teinn Ameríka en hlotið langtum minni athygli af því að hann var Rússi. Alexei er bitur og sjálfhverfur og hefur fitnað svo hressilega að gamli búningurinn er að springa utan af honum. Weisz fær mun þynnra hlutverk en nýtur sín einna best í at- riði með sérþjálfuðu svíni (já, sjón er sögu ríkari). Johansson er hreystin uppmáluð í hlutverki ekkjunnar og leysir sínar slagsmálasyrpur vel af hendi, enda þaulvön eftir allar Marv- el-myndirnar. Pugh gefur henni ekk- ert eftir og heldur auk þess rúss- neska hreimnum sem hefur verið á dálitlu flakki hjá Johansson í hlut- verki Romanoff. Ray Winstone er hins vegar með afar ósannfærandi hreim, eiginlega bara hlægilegan. Athygli vekur að leikstjóri mynd- arinnar er kona, Cate Shortland, og ánægjulegt að sjá slíkt val í hinni karllægu Hollywood. Marvel á heiður skilinn fyrir að reyna minna þekkta leikstjóra af báðum kynjum, taka áhættu sem hefur reynst fyrirtækinu vel hingað til. Shortland er áströlsk og hefur hlotið verðlaun fyrir stutt- myndir sínar en hefur fáar kvik- myndir gert í fullri lengd. Svarta ekkjan er hennar langdýrasta mynd til þessa og sú fjórða í fullri lengd. Virðist Marvel hafa veðjað á rétta manneskju því útkoman er glæsileg, alla vega sjónrænt séð. Þó ekki sé ekki ýkja frumlegt að vera með rússneskt illmenni sem vill ná heimsyfirráðum má hafa gaman af klisjunni og reyndar spaugað með hana í einu atriði þar sem hin skraut- lega Bond-mynd Moonraker sést í gömlu sjónvarpi. Upp úr stendur að hasarinn er fínn og Svarta ekkjan ágæt skemmtun á heildina litið en þó ekki gallalaus. Marvel í krafti kvenna Svalar Scarlett Johansson og Florence Pugh í hlutverkum uppeldissystranna Natöshu og Belovu í Svörtu ekkjunni. Sambíóin, Smárabíó, Laugarás- bíó, Borgarbíó og Háskólabíó Black Widow bbbnn Leikstjórn: Cate Shortland. Handrit: Eric Pearson. Aðalleikarar: Scarlett Johansson, David Harbour, Florence Pugh, Rachel Weisz og Ray Winstone. Bandaríkin, 2021. 133 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Óþokkar Winstone í hlutverki Dreykov að ræða við böðul sinn, Taskmaster.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.