Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 1

Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 163. tölublað . 109. árgangur . FYRSTA SKÁLD- SAGA ÖNNU HAFÞÓRSDÓTTUR Á SÉR EKKI HLIÐSTÆÐU NÆSTUM ALLIR NÝTA NETVERSLUN LITIÐ YFIR GOSMÆLINGAR 4 VIÐSKIPTAMOGGINNKONA Í KRÍSU 24 Örtröð var við Laugardalshöllina í gær, þegar margir mættu þrátt fyrir að hafa ekki fengið boð í bólusetningu, þar á meðal fólk búsett erlendis sem þurfti að skrá sérstaklega inn í kerf- ið. Fólk í sóttkví fékk bólusetningu út í bílana sína og mynd- uðust biðraðir. Gert er ráð fyrir að í dag verði síðasti bólu- setningardagurinn í höllinni. »2 Síðasti bólusetningardagurinn í höllinni runninn upp Morgunblaðið/Árni Sæberg Bergþór Ólason, þingmaður Mið- flokksins, hefur áhyggjur af því að kostnaður við verkefni Nýs Land- spítala ohf. muni aukast. Hann telur bæði að kostnaður við verkið af núverandi umfangi verði umfram áætlanir og einnig að veru- legur kostnaður muni fylgja því að lagfæra eldri byggingar spítalans umfram það sem reiknað er með. Í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Bergþórs kemur fram að und- irbúningur standi yfir að heildstæðri áætlanagerð fyrir verkefnið. Úti- lokað sé að henni verði lokið fyrr en í lok árs 2022 því enn eigi eftir að taka ákvarðanir um hvað af eldra hús- næði spítalans verður nýtt og hvaða breytingar þurfi að gera. »6 Kostnaður gæti aukist Morgunblaðið/Eggert Hringbraut Nýr spítali að rísa. - Heildarkostnaður Nýs Landspítala óljós Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eigendur tveggja byggingarlóða á Hlíðarenda hafa óskað eftir leyfi fyrir 350-390 íbúðum á lóðunum í stað atvinnuhúsnæðis sem átti að vera samtals 35 þúsund fermetrar. Eigendur reitanna eru félagið S8 ehf. annars vegar og eignasjóður Reykjavíkuborgar hins vegar. Miðað við að lóðaverð á íbúð sé að jafnaði um 10 milljónir gæti sala lóð- anna skilað 3-4 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Viðskipta- Moggans hafa fulltrúar borgarinnar tekið jákvætt í þessar hugmyndir. Því eru menn eftir atvikum von- góðir um að tillagan fái brautargengi en lóðasalan gæti skilað borginni vel á annan milljarð króna. Hætt við að reisa risahótel Með umsókninni, sem ASK arki- tektar leggja fram fyrir hönd lóða- hafa, er horfið frá hugmyndum um risahótel á öðrum reitnum, svo- nefndum H-reit, en áformað var að reisa þar 400-450 herbergja hótel. Samtals er búið að byggja eða skipuleggja um 710 íbúðir á reitum B-F á Hlíðarenda. Með reitum G og H gæti sá fjöldi farið í tæplega 1.100 íbúðir og með því orðið til rúmlega tvö þúsund manna hverfi. Ekki er gert ráð fyrir atvinnuhús- næði á jarðhæð á nýju reitunum tveimur, G og H, og mun ástæðan fyrir því vera mikið framboð slíks húsnæðis í hinu nýja hverfi. Gert er ráð fyrir að Hringbrautin fari í stokk sem hefjist norðan við H- reitinn. Þá er mikil uppbygging fyrirhuguð á svonefndum BSÍ-reit. Stækkar byggð við flugvöllinn - Sótt um leyfi fyrir allt að 390 íbúðum á Hlíðarendareitum MViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Haukahlíð 2 og 4 Reitur H er til vinstri en reitur G er til hægri á myndinni. Athafnahjónin Aron Einar Gunn- arsson og Kristbjörg Jónasdóttir hafa gengið til liðs við fulltrúa Kola- portsins en fram undan er umbreyt- ing þess í Hafnarþorpið. Með Hafnarþorpinu á að skapa al- þjóðlegt markaðstorg með matar- torgi og matarmarkaði, auk þess sem Kolaportið verður á sínum stað. Aron Einar segir í samtali við Við- skiptaMoggann að þau hjónin útiloki ekki frekari fjárfestingu í mið- bænum en þau hafa meðal annars fjárfest í hótelrekstri og húðvörum. Ívar Jósafatsson kemur að Hafnarþorpinu en hann hefur m.a. starfað með Cristiano Ronaldo. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Fjölskyldan Aron Einar með Trist- an Þór og Kristbjörg með Alexand- er. Fyrir framan er Óliver Breki. Endurgera Kolaportið - Aron Einar og Kristbjörg fjárfesta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.