Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021
Í örlitlum þingstubbi þriðjudagsins
í liðinni viku, þessum sem hald-
inn var til að bjarga alþingiskosn-
ingunum, var líka tilkynnt um frest-
un svara við nokkrum fyrirspurnum,
þar á meðal frá tveim-
ur alþingismönnum
sem brátt hverfa af
þingi, að sinni í það
minnsta. Önnur fyrir-
spurnin er frá Gunn-
ari Braga Sveinssyni
alþingismanni til ut-
anríkis- og þróunar-
samvinnuráðherra.
Þar spurði Gunnar
Bragi: „Hve margar
tilskipanir og reglu-
gerðir Evrópusam-
bandsins hafa verið
innleiddar í íslenskan
rétt á yfirstandandi
kjörtímabili?“ Fyrir-
spurnin var lögð fram rúmum mán-
uði fyrr og má það teljast nokkurt
áhyggjuefni að ekki hafi tekist að
telja fyrirspurnirnar á þeim tíma.
- - -
Hin fyrirspurnin er frá Sigríði
Ásthildi Andersen og snýr
einnig að EES-málum og beinist að
sama ráðherra. Hún er í þremur lið-
um og snýst um það hvaða undan-
þágum EES-gerða á vettvangi sam-
eiginlegu EES-nefndarinnar Ísland
hafi óskað eftir á árabilinu 2015–
2020 og hversu oft hafi verið fallist á
slíkar undanþágur? Þá spyr hún
hvort sambærilegar upplýsingar
liggi fyrir um önnur EES/EFTA-ríki
og enn fremur hvort þær „aðlaganir
og undanþágur séu enn í gildi sem
veittar voru fyrir árið 2014“, en
Sigríður lagði fram sambærilega
spurningu fyrir sex árum.
- - -
Miklu skiptir að utanríkisráðu-
neytið veiti sem fyrst skýr og
sundurliðuð svör við þessum fyrir-
spurnum. Vitað er að Ísland hefur
ekki nýtt sér möguleika á undanþág-
um sem skyldi, en upplýsingar um
þetta verða að liggja sem nákvæm-
ast fyrir.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Spurningar sem
verðskulda svör
STAKSTEINAR
Sigríður Á.
Andersen
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Læknafélag Íslands hefur skipað starfshóp til
að fara yfir breytingar sem gerðar hafa verið á
skipulagi og framkvæmd skimunar á leghálsi
síðastliðið ár og aðdraganda þeirra. Í ályktun
stjórnar LÍ segir að efasemdir hafi komið fram
um að niðurstöður skýrslu heilbrigðisráðherra
til Alþingis um málið gefi rétta mynd af at-
burðarásinni og ábyrgðarsviði einstakra aðila.
Skimanirnar voru fluttar frá Leitarstöð
Krabbameinsfélags Íslands til heilsugæslunnar
í upphafi árs og greining sýna færð til erlendr-
ar rannsóknastofu. Samkvæmt tilkynningu frá
félaginu er hópnum falið að taka saman þau
sjónarmið sem fram hafa komið með og á móti
nýju fyrirkomulagi. Hann á að skila áliti eigi
síðar en 1. október 2021.
Vilja svör við spurningum
Þá sendu forsvarskonur hópsins „Aðför að
heilsu kvenna“, sem hefur gagnrýnt nýtt fyr-
irkomulag leghálsskimana, opið bréf til
heilbrigðisráðherra í gær. Þar er þeirri ákvörð-
un að frá næstu áramótum fari rannsóknarhluti
leghálsskimana aftur fram á Íslandi fagnað.
Upplýsingar um ferlið hafi hins vegar verið
af skornum skammti og óskar hópurinn eftir
svörum við nokkrum spurningum. Þær snúa
meðal annars að því hvort Landspítala hafi
verið tryggt fjármagn til að sinna greiningum
sýna og hvort formlegur undirbúningur sé haf-
inn. Krafist er að notendur þjónustunnar séu
hafðir með í ráðum og þeir upplýstir um stöðu
mála.
Læknafélagið skipar eigin starfshóp
- Hafa efasemdir um skýrslu heilbrigðisráðherra - Sendu opið bréf til ráðherra
Framkvæmdir standa nú yfir á Eg-
ilsstaðaflugvelli, en verið er að mal-
bika flugbrautina á vellinum.
Brautin er 2.000 metra löng og 45
metra breið og til stendur að mal-
bika hana alla. Um er að ræða 131
þúsund fermetra og í það þarf yfir
18 þúsund tonn af malbiki.
Verkið var boðið út og auglýst á
Evrópska efnahagssvæðinu, en ein-
ungis eitt tilboð barst í verkið.
Hlaðbær Colas bauð tæpar 870
milljónir, án vsk., í verkið. Áætlað
er að verkið klárist í ágúst og heild-
arkostnaðaráætlun hljóðar upp á
tæplega 1,4 milljarða. Örn Pét-
ursson, verkefnastjóri hjá Colas á
Íslandi, segir framkvæmdirnar
ganga vel. „Við byrjuðum þarna 6.
júlí og erum bara á áætlun eins og
er,“ segir Örn. Hann segir stefnt að
því að klára malbikunarvinnu um
verslunarmannahelgi og þá sé
ljósavinna eftir. Spurður hvort útlit
sé fyrir að verkið standist kostn-
aðaráætlun segir Örn: „Eins og er
er allt á áætlun og ekkert útlit fyrir
að við förum yfir hana.“
131 þúsund fermetrar
malbikaðir fyrir austan
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Egilsstaðaflugvöllur Framkvæmdir við malbikun eru í fullum gangi.