Morgunblaðið - 14.07.2021, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021
Fimi Smiðir og verkamenn í byggingarvinnu þurfa að vera liprir og lausir við lofthræðslu þegar steypumótin eru slegin frá, og vissara að gæta fyllsta öryggis í leiðinni.
Árni Sæberg
Sérfræðingar Efna-
hags- og framfara-
stofnunarinnar
(OECD) segja að ís-
lensk stjórnvöld hafi
brugðist djarflega við
efnahagslegum afleið-
ingum kórónuveir-
unnar en um leið beitt
sveigjanleika í aðgerð-
um. Þá hafi þegar ver-
ið mörkuð stefna til að
tryggja sjálfbærni ríkisfjármála til
lengri tíma að loknum faraldrinum.
Í nýrri skýrslu OECD um ís-
lenskt efnahagslíf, sem kynnt var í
síðustu viku, segir að þrátt fyrir
þungt högg af völdum kórónuveir-
unnar hafi aðgerðir, jafnt á sviði
ríkisfjármála og peningamála, verið
árangursríkar. Á blaðamannafundi
sagði Alvaro S. Pereia, for-
stöðumaður hagrannsókna OECD,
að íslenskt efnahagslíf væri á góð-
um vegi til efnahagslegrar end-
urreisnar eftir kórónukreppuna,
fyrst og fremst vegna efnahags-
úrræða stjórnvalda. OECD telur að
hagvöxtur geti orðið meiri á næst-
unni en áður var reiknað með –
2,2% á þessu ári og 4,7% á því
næsta.
Ágætt veganesti
Í aðdraganda kosninga er skýrsla
OECD ágætt veganesti fyrir stjórn-
arflokkana. En skýrslan er annað
og meira en yfirlit eða einkunn-
argjöf fyrir hvernig staðið hefur
verið að verki í glímunni við efna-
hagslega erfiðleika með árangurs-
ríkum hætti – og það með betri
hætti en flestar aðrar þjóðir.
Skýrslan varpar ljósi á þá gríðar-
legu möguleika sem við Íslendingar
eigum til að sækja fram og bæta
lífskjör og lífsgæði
allra landsmanna enn
meira á komandi árum.
En kerfislægir þættir
koma í veg fyrir að við
getum gripið öll tæki-
færin og búið til önnur.
OECD bendir á
ýmsa ágalla, sam-
keppnishindranir og
áskoranir sem við
þurfum að takast á við
á komandi árum. Auð-
vitað er sumt af því
sem bent er á ekki
óumdeilanlegt fremur en annað, en
flest er sett fram af yfirvegun og
með góðum rökstuðningi. Þeir sem
sækjast eftir kjöri í alþingiskosn-
ingum í september næstkomandi,
gerðu margt vitlausara en að fara
vandlega yfir skýrsluna sem er rétt
liðlega 100 blaðsíður (að meðtöldum
sérstökum kafla um loftslagsmál).
Hindranir í veginum
Ein helsta áskorun sem við Ís-
lendingar þurfum að takast á við er
að auka framleiðni á öllum sviðum,
jafnt í opinbera geiranum sem og í
atvinnulífinu öllu. Strangar reglu-
gerðir kæfa samkeppni. Hindranir
fyrir nýja innlenda eða erlenda aðila
inn á markað eru miklar og það
kemur í veg fyrir samkeppni. Þung
stjórnsýslubyrði og umfangsmiklar
og oft flóknar leyfisveitingar og
leyfiskerfi virka sem vörn fyrir þá
sem eru fyrir á fleti en draga úr
frumkvöðlum og gera sprota-
fyrirtækjum erfitt fyrir.
Árið 2019 sömdu stjórnvöld við
OECD um að gera sjálfstætt sam-
keppnismat á regluverki sem bygg-
ingastarfsemi og ferðaþjónustu er
gert að starfa eftir. Matið var unnið
í samvinnu við Samkeppniseftirlitið.
Niðurstaðan sem var kynnt síðasta
haust var sláandi. Bent var á 676
samkeppnishindranir í regluverki
þessara tveggja starfsgreina, sem
ætti að afnema. Með því sé hægt að
gera umhverfið sveigjanlegra fyrir
viðkomandi atvinnugreinar, skapa
fleiri störf og auka framleiðni og
vöxt í hagkerfinu á næstu árum. Nái
tillögurnar fram að ganga gæti
landsframleiðsla aukist um 32 millj-
arða á ári. Byggingariðnaður og
ferðaþjónusta eru innan við 20%
landsframleiðslunnar. Ef til vill er
staðan í þessum tveimur atvinnu-
greinum verri en á öðrum sviðum.
En það virðist ljóst að aukin fram-
leiðni, jafnt hjá hinu opinbera og
einkaaðilum, afnám samkeppnis-
hindrana og einföldun regluverks
geta bætt hag landsmanna um á
annað hundrað milljarða á ári (og
líklega gott betur).
Traustir fætur, en
Íslenskt samfélag stendur í flestu
á traustum grunni, þótt ýmislegt
þurfi að lagfæra. Jöfnuður er óvíða
meiri innan OECD en á Íslandi.
Eftir fjármálakreppuna hækkuðu
lægstu laun hlutfallslega meira en
hæstu laun og það hefur aukið jöfn-
uð enn frekar. Velferðarkerfið og
þar með talið lífeyriskerfið er byggt
upp með þeim hætti að dregið er
enn frekar úr ójöfnuði, að mati
OECD. Aðgangur að menntun og
heilbrigðisþjónustu stendur öllum
til boða óháð efnahag. Lítil tengsl
virðast vera á milli félagslegrar og
efnahagslegrar stöðu annars vegar
og framgangs í menntun eða heil-
brigðiskerfi hins vegar, ólíkt flest-
um öðrum löndum OECD.
Umbætur á skattkerfinu síðustu
ár hafa verið skynsamar að mati
OECD. Þær hafi ýtt undir nýsköp-
un og þróun og létt skattbyrði á
tekjulág heimili. Jaðarskattar séu
hins vegar enn of miklir hjá ein-
staklingum. Bent er á að háir jað-
arskattar geti unnið gegn auknu
jafnrétti á vinnumarkaði.
Pottur brotinn
Ábendingar (sumir gætu sagt
gagnrýni) OECD eru af ýmsum
toga. Bent er t.d. á nauðsyn þess að
stokka upp tryggingakerfi öryrkja
og þá fyrst og síðast að styrkja
virkniúrræði til að byggja undir at-
vinnuþátttöku. Leggja þarf enn
meiri rækt við rafræna opinbera
stjórnsýslu en þar erum við Íslend-
ingar eftirbátar margra landa, en
gætum verið fremstir. Áætlun um
átak í þessum efnum liggur þegar
fyrir. Meiri rækt þarf að setja í
uppbyggingu lítilla sprota- og ný-
sköpunarfyrirtækja. Beina opinber-
um sjóðum sem sitja á áhættu-
fjármagni í auknum mæli í samstarf
við einkasjóði sem hafa meiri getu
og þekkingu til að styðja fyrir-
tækin.
En framtíðin byggist á menntun
og gæðum hennar. Skipulag
menntakerfisins verður að vera
með þeim hætti að hægt sé að mæta
síbreytilegum þörfum samfélagsins.
Og þar er pottur brotinn að mati
OECD sem bendir á að gæði
menntunar í grunn- og framhalds-
skólum hafi minnkað á síðustu ár-
um. Þá sé kennurum ekki umbunað
í samræmi við reynslu og frammi-
stöðu. Menntun þeirra virðist ekki
hafa fylgt kröfum nýrra tíma.
Háskólamenntun veldur ójafn-
vægi á vinnumarkaði þar sem
tengsl milli skóla og atvinnulífsins
séu veik. Fjármögnunarmódel há-
skóla hefur leitt til þess að skól-
arnir einbeita sér fremur að því að
innrita sem flesta nemendur í stað
þess að tryggja gæði náms og
frammistöðu nemenda.
Starfsmenntun fær enn og aftur
falleinkunn hjá OECD og hún sögð
vanþróuð. Hlutfallslega færri sækja
sér slíka menntun hér á landi en í
nokkru öðru Evrópuríki. Námið
takmarkast við hefðbundnar tækni-
og handverksstéttir. Skólabundið
og starfsnám sé illa samþætt og
nemendum standi fáar leiðir til há-
skólanáms til boða.
Í sjálfu sér eru flestar ábend-
ingar OECD ekki nýjar. Við flest
höfum lengi vitað eða haft nokkra
hugmynd um hver verkefnin eru á
komandi árum – þekkjum flesta
brotnu pottana. Að einhverju leyti
skortir pólitískan vilja (eða kjark)
til að hefjast handa við að lagfæra
það sem miður fer. Að einhverju
leyti er ástæðan djúpstæð andstaða
við að einfalda regluverk atvinnu-
lífsins og þætta betur saman
menntun og þarfir atvinnulífsins.
Sú andstaða á sér annars vegar
rætur í andúð á atvinnulífinu og
hins vegar litlum skilningi á því
hvernig verðmætasköpun á sér stað
– verðmætasköpun sem stendur
undir samfélagi velferðar.
Niðurstaða kosninganna í sept-
ember ræður mestu um hvort
mögulegt verður að brjótast út úr
pólitískri sjálfheldu sem hefur
hindrað árangursríka uppstokkun í
regluverki atvinnulífsins og leggja
styrkari grunn undir aukna vel-
sæld.
Eftir Óla Björn
Kárason » Aukin framleiðni,
afnám samkeppnis-
hindrana og einföldun
regluverks geta bætt
hag landsmanna um
á annað hundrað
milljarða á ári.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Góð lesning fyrir frambjóðendur til þings