Morgunblaðið - 14.07.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.07.2021, Qupperneq 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021 ✝ Pálína Guðrún Karlsdóttir fæddist í Reykjavík 12. janúar 1943. Hún lést á Hjarta- deild Landspít- alans við Hring- braut 1. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Pálína Guðrún Steins- dóttir, f. 26. febr- úar 1902, d. 8. nóv- ember 1990 og Karl Bjarnason, f. 6. ágúst 1892, d. 23. febrúar 1970. Systir Pálínu er Ingibjörg Hjörvar, f. 6. október 1953. Pálína giftist Sigurði K. Daníelssyni 16. júní 1962. Sig- urður var fæddur 19. október 1941 en lést 24. apríl 2016. Börn þeirra eru: 1) Kristján Friðrik Sigurðsson, f. 27. des- ember 1962, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur og 2) Kristín Ólavía Sigurðardóttir, f. 5. jan- úar 1967, hún var gift Pétri Þórir Hugus, f. 7. maí 1962 en hann lést 24. febrúar 2021. Börn Kristjáns eru: 1) Ása Dís Kristjánsdóttir sem er í sambúð með Antoni Hilmarssyni og 2) Sigurður Eg- ill Kristjánsson. Dóttir Kristínar er: Pálína Guðrún Harðardóttir en hún er í sam- búð með Ísaki Jarli Þórarins- syni. Pálína og Sigurður hófu bú- skap hjá foreldrum hennar á Langholtsvegi 141. Þaðan fluttu þau á Leirubakka 10 og loks á Sautjándajúnítorg 7 í Garðabæ. Pálína vann við ýmis störf en lengst af á Landspít- alanum við umönnun. Útför Pálínu fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 14. júlí 2021, kl. 13. Hvert barn sem elst upp í okk- ar samfélagi þarf að hafa sterkar fyrirmyndir í sínu lífi. Einhvern sem leggur því lífsreglurnar, fræðir og nærir. Sum börn eru heppnari en önnur hvað það varð- ar, sum eiga nefnilega fleiri en eina slíka fyrirmynd og var ég svo heppin að eiga ekki bara móður og föður sem komu mér til manns heldur einnig hana Ínu frænku, elskulega móðursystur mína sem var og er ein af mínum helstu og bestu fyrirmyndum. Ína ól mig upp að miklu leyti með foreldrum mínum þar sem ég var mikið hjá henni í pössun er ég var lítil þar sem foreldrar mínir ráku fyrirtæki sem þau þurftu bæði að vinna við. Þá bjuggu Ína og maðurinn hennar, Siggi frændi, á Langholtsvegi 141, húsi sem var í eigu foreldra Ínu. Það var sann- kallað fjölskylduhús. Á neðri hæð- inni bjó amma og á hæðinni bjuggu Ína og Siggi ásamt börn- um sínum og langömmu minni á meðan hún lifði. Hvílíkt veganesti út í lífið það var að vera heimaln- ingur á Langholtsvegi, umkringd allri þessari ást og visku. Ína og Siggi höfðu mig alltaf með í öllu og þó það bættist í barnahópinn í kringum þau, því þau eignuðust sjálf barnabörn, þá var ég aldrei útundan, ég var alltaf með svo lengi sem ég kærði mig um. Óteljandi voru ferðirnar í Biskupstungurnar þar sem þau hófu að byggja sér bústað seint á níunda áratugnum og á ég margar minningar þaðan. Ég var alltaf að sniglast í kringum Sigga þegar hann var að smíða eða að brasa með Ínu í tjaldvagninum. Tré voru gróðursett, sundlaugaferðir farn- ar og minningar skapaðar. Það skipti ekki máli hvaða verkefni Ína innti af hendi, þau voru framkvæmd af alúð og ná- kvæmni. Skipti þar ekki máli hvort það var handavinnuverk- efni, bakstur eða eitthvað eins hversdagslegt og að búa um rúm- ið. Nei, það var hávísindalegt verkefni hjá Ínu hvernig búa ætti um rúm, verkefni sem ég náði nú aldrei þó ég reyndi en ég lærði hinsvegar heilmargt annað af frænku. Já, ég komst að því þegar ég fór sjálf að eignast börn og búa fyrir 20 árum að viskan og kennsl- an sem Ína hafði gefið mér hafði svo sannarlega fest sig. Ég strauja skyrtur eins og hún, baka eins og hún, brýt saman eins og hún, held veislur eins og hún. Ég gæti talið endalaust upp hvað hún kenndi mér. Hún kenndi mér þó ekki bara verklega hluti, hún kenndi mér líka að hlutina gerir maður vel ætli maður sér að gera þá á annað borð. Hálfkák og slugs er ekki í boði en það er ekki þar með sagt að allt þurfi að vera fullkomið, bara næstum. Ína lagði grunninn að mér, hún lagði mér lífsreglurnar og kenndi mér á lífið. Hún var ein af mínum sterku kvenfyrirmyndum sem ég er svo þakklát fyrir að hafa haft í mínu lífi. Takk elsku Ína fyrir mig. Takk fyrir að hafa verið til. Takk fyrir ástina sem þú gafst mér og stelp- unum mínum. Þú hefur verið, ert og og verður ávallt í hjarta mínu. Elsku Bía, Kristján og fjöl- skyldur. Ást mína og samúð eigið þið. Takk fyrir að deila Ínu með okkur hinum öll þessi ár. Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar (Jana). Kær vinkona okkar Pálína eða Ína er farin á vit ævintýra í Sum- arlandið, þar sem Siggi hennar tekur á móti henni. Við vinkonurnar ólumst upp í Vogahverfinu, þegar lífið var frjálst og leikvöllurinn, túnin og göturnar. Við fylgdumst að frá barnaskóla sem þá var Langholts- skóli, en urðum síðan að fara í Gaggó Aust, þar sem Vogskóli var ekki kominn. Með okkur var ætíð sterk og góð vinátta og stofnuðum við saumaklúbb ungar og fylgdumst hvor með annarri í gleði og sorg. Slík vinátta er ómetanleg. Ína skilur eftir sig fallegt líf, hún var mjög jákvæð kona og ótrúlega flink í að sjá jákvæðar hliðar á neikvæðum málum. Ína var mikill fagurkeri, vildi hafa fínt í kringum sig eins og heimili hennar bar vott um. Allt sem hún gerði var fyrsta flokks. Eftir hana liggur ótrúlega falleg handavinna, sem hún var óspör á að gefa frá sér, eins og fallegu hekluðu servíettuhringina sem minna okkur á hana þegar þeir eru notaðir. Þannig er með litlu hlutina sem verða stórir og falleg- ir. Ína elskaði að taka á móti gest- um og veita góðar og öðruvísi veit- ingar. Fyrir jólin steikti hún sem dæmi flatkökur sem voru svo litlar að það komust 4 fyrir á pönnu- kökupönnu. Ína var nefnilega allt- af smurbrauðsdama. Að fara með Ínu í búðir var líka upplifun, hún sneri afgreiðslu- stúlkunum í kringum sig og þær þjónustuðu hana með bros á vör, þannig var útgeislun Ínu. Við munum allar sakna hennar. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hvíl í friði, elsku vinkona. Börnum hennar, Kristínu Ólaf- íu, Kristjáni og fjölskyldum sendum við okkar hlýjustu hugsanir. Vigdís, Jóna Sigrún, Kristín María og Þuríður. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum Pálínu, vinkonu okk- ar. Við kynntumst henni fyrst er hún kom til starfa á endurhæfing- ardeild L-3 á Landakoti fyrir rúm- um tuttugu árum. Það kom fljótt í ljós að það var mikill fengur í Pál- ínu í hópinn. Hún var hæglát og ljúf í framkomu og vann sín störf hávaðalaust. Það sem einkenndi störf hennar var mikill metnaður og vandvirkni. Hún var listræn og allt lék í höndunum á henni. Segja má að allt sem eftir hana liggur sé hrein listaverk. Það voru gleðistundir að heim- sækja hana og Sigurð, mann hennar, í sumarbústaðinn í Bisk- upstungum. Þau voru einstakir gestgjafar og það var ekkert til sparað til að gera daginn eftir- minnilegan. Þau voru afar sam- rýmd hjón og samtaka. Eftir að við hættum störfum höfum við haldið hópinn, stofnað lestrarfélag og komið saman mán- aðarlega að fjalla um bækur. Andlát Pálínu kom ekki alveg á óvart þar sem veikindi hennar hafa lagst nokkuð þungt á hana síðustu árin. Þrátt fyrir það gaf hún ekkert eftir enda félagslynd og sleppti aldrei leskvöldi. Hún lét fátt aftra sér og fannst hún geta allt og gerði það með góðum stuðningi barna sinna. Síðast í maí kom hópurinn heim til hennar og þáði glæsilegar veitingar. Við vilj- um þakka Pálínu fyrir samfylgd- ina og margar góðar stundir. Fjöl- skyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Lestrarfélagsins Anna Sigríður Indriðadóttir. Pálína Guðrún Karlsdóttir ✝ Sigurður Ás- geirsson fædd- ist í Reykjavík 3. mars 1936. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 9. júlí 2021. Foreldrar Sigurðar voru Jón- ína Guðrún Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 1899, d. 1992 og Ásgeir Guðbjartsson beykir, f. 1901, d. 1977. Systkini Sigurðar: Guðbjörg Svanfríður Níelsen (samfeðra), f. 1924, d. 2007, Steinunn (Stella) Thomas, f. 1931, Guðbjartur Kristinn Ásgeirsson, f. 1932, d. 2012, Einar Ásgeirsson, f. 1934 og Þórir Ásgeirsson, f. 1938. Sigurður kvæntist Svanlaugu Maríu Ólafsdóttur 9. nóvember 1957. Hún er dóttir hjónanna Ólafs Björns Þorsteinssonar, f. 1915, d. 4) Kolbrún Guðmunda, f. 1972, maki Sigmar Torfi Ás- grímsson. Dætur þeirra eru Tinna María, Marta Kristín og Unnur Marín. Sigurður ólst upp á Smyr- ilsvegi á Grímsstaðaholti. Hann hóf ungur að árum störf sem blaðburðardrengur á Gríms- staðaholtinu, síðan tóku við sendlastörf hjá Símanum en hann starfaði síðar lengi á frakt- skipum Eimskips en lengst af við bifreiðaakstur. Sigurður og María hófu bú- skap sinn á Njálsgötu 17 en byggðu sér svo hús við Holta- gerði 39 í Kópavogi árið 1964. Þar bjuggu þau til ársins 2016 er þau fluttu í Kópavogstún 5. Sigurður var einn af stofnfé- lögum Knattspyrnufélagsins Þróttar og sló hjarta hans fyrir félagið alla tíð. Sigurður hafði mikinn áhuga á fornbílum og var virkur félagi í Fornbílaklúbbi Íslands. Útför Sigurðar fer fram í dag, 14. júlí 2021, frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin klukkan 15. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/hhhyudc6 Virkan hlekk má finna á https://www.mbl.is/andlat 1993 og Guðmundu Guðrúnar Sigurðar- dóttur, f. 1916, d. 1992. Börn Sigurðar og Maríu eru: 1) Ólafur, f. 1957, maki Sigrún Þor- steinsdóttir. Börn þeirra eru Bylgja Dögg, Svanlaug María, Fannar Geir, Arnar Berent, Kristín og Þorsteinn. Barnabörn þeirra eru tólf og barna- barnabörnin tvö. 2) Jónína, f. 1958, maki Jón Ágúst Benediktsson. Börn þeirra eru Sigurður Ásgeir, Benedikt Freyr, Jóna Guðný og Jenný María. Barnabörn þeirra eru tíu. 3) Sigurður Sigurðsson, f. 1964, maki Ásta Guðmunda Hjálmtýsdóttir. Börn þeirra eru Magni Reynir, Ólöf Ýr, Guðrún Björg og Hjálmtýr Axel. Barna- börn þeirra eru þrjú. Elsku pabbi minn, það sem ég á eftir að sakna þín en á sama tíma er ég svo glöð að þú þurfir ekki að þjást meira og fáir núna að vera frjáls í sumarlandinu. Pabbi var búin að eiga við veikindi að stríða síðan snemma árs 2019 og byrjaði þar með hans sjúkrasaga. Fékk hann inni á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í febrúar í fyrra, bara rétt fyrir covid og mikið vorum við glöð að hann komst þangað inn rétt fyrir þessa erfiðu tíma. Það var gott að vita af honum í öruggum höndum hjá þeim á Sunnuhlíð og við fengum svo sannarlega að kynnast því frábæra fólki síðustu dagana hans þar sem við vorum með þér þar í heila viku dag og nótt. Pabbi var mikill þrjóskupúki og með svartan húmor og hann hélt því alveg fram á síðasta dag. Það var gaman að sjá að þótt hann væri mjög veikur þá gat hann alltaf komið með einhver skot á mann og oft sagði hann við mig þegar ég var að laga hann „ert þú ekki að fara að koma þér heim stelpa“ og blikkaði mann svo. Pabbi var mikil fánamaður og var alltaf búin að flagga snemma á fánadögum þegar þau mamma bjuggu í Holtagerði 39. Hann átti það líka til að keyra fram hjá húsunum okkar Sigga bróður, þar sem við áttum nú heima rétt hjá og með fánastöng, og lét okk- ur alveg vita að hann var ekki sáttur þegar fáninn var ekki kominn upp hjá okkur, eins ef við gleymdum honum uppi sem gerðist stöku sinnum. Pabbi og mamma bjuggu nán- ast alla sína tíð í Holtagerði 39 og voru þau mjög stolt af húsinu sínu sem þau byggðu sjálf. Þau fluttu inn í það snemma árs 1965 og bjuggu þar til ársins 2016 en þá seldu þau húsið og fluttu á Kópavogstún þar sem mamma býr núna. Pabbi eyddi miklum tíma í að hugsa um húsið og var það alltaf í toppstandi hjá honum og málaði hann það nánast annað hvort ár! Hann byggði við það auka stofu og sólskála og lagði hann mikla vinnu í garðinn og allt í kring. Þegar ég var lítil þá byggði hann kofa úti í garði sem skírður var Litla land. Þar átti ég góðar stundir í mömmuleik og var dugleg að breyta í litla hús- inu mínu. Þegar ég var hætt að nenna að vera í kofanum þá breytti hann kofanum og talaði alltaf um að fá sér hænur í hann en lét ekkert verða að því, svo ég ákvað nú ein jólin að gefa honum bara hænur í jólagjöf. Ég fékk tvær hænur og var með þær í bíl- skúrnum þar til á aðfangadags- kvöld, þá gáfum við honum lítinn kassa með lykli af bílskúrnum okkar. Pabbi hélt að hann væri að fá Vespu en þegar hann kom út í bílskúr biðu hænurnar hans þar, og það sem hann var hissa. Hann var nú ekki alveg á því að taka þetta með sér heim en hann kom svo og sótti þær á jóladag og kom þeim fyrir í kofanum hjá sér, og það sem þetta voru dekr- aðar hænur það var ekkert lítið og hann hélt bókhald yfir það þegar þær byrjuðu að verpa og allt. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt og njóttu þess að keyra um í gullvagninum í sumarlandinu og syngja Bonasera senorita. Guð veri með þér elsku besti minn. Þín dóttir Kolbrún. Elsku afi, þegar ég hugsa til baka um allar þær stundir sem við áttum saman þá fyllist ég þakklæti og hlýju. Ég er svo þakklát fyrir að eiga þig sem afa því okkar samband var alveg ein- stakt. Þau orð sem lýsa þér best afi eru sterkur, þrjóskur, fynd- inn og stríðnasti maður á Íslandi því ég er viss um að stríðnari mann sé ekki hægt að finna og varstu sko heldur betur að stríða okkur síðustu dagana sem þú lifðir enda varstu kallaður afi stríðnis. Svo má nú ekki gleyma því að þú varst líka galdramaður, ég gleymi því seint þegar þér tókst að galdra fram hana Línu Lang- sokk fyrir mig á fjögurra ára af- mælisdaginn. En þá hafðir þú nýlega fengið hjartaáfall og lást inni á Landspítalanum þegar ég og mamma komum til þín í heim- sókn. Mamma náði að lauma til þín henni Línu, þú stóðst á miðjum gangi og náðir að galdra fram úr lausu lofti Línu Lang- sokk fyrir mig í afmælisgjöf. En það er nú ekki langt síðan ég fattaði galdrabragðið hjá þér afi. Ég var svo heppin að fá að búa með ykkur ömmu og mömmu í Holtagerði 39, þar sem við vor- um alltaf að brasa eitthvað skemmtilegt og þá yfirleitt í bíl- skúrnum eða úti í garðinum og alltaf hafðir þú endalausa þolin- mæði gagnvart mér. Ég gæti endalaust talið upp góðar og skemmtilegar minning- ar sem við áttum, afi minn, en ég ætla að láta þetta duga í bili og geyma allar þessar fallegu minn- ingar í hjarta mínu. Svo þegar minn tími kemur munum við skella okkur til Kúbu og tjútta saman eins og við töluðum um að gera einn daginn! En þangað til ætla ég að lifa lífinu og hafa gam- an af því, því það var það sem þú kenndir mér, elsku afi minn. Þangað til næst afi, Guð verið með þér. Þín afastelpa, Tinna María. Sigurður Ásgeirsson Elskulegur eiginmaður, faðir, afi, stjúpfaðir og bróðir, BÖRKUR GUNNARSSON efnafræðingur, Vesturgötu 73, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 5. júlí. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, María Jónsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR ARNÓRSSON, fv. framkvæmdastjóri Hvamms, heimilis aldraðra á Húsavík, lést á HSN Húsavík föstudaginn 9. júlí. Útför fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 15. júlí klukkan 14. Þeim sem vildu minnast hans er bent á gjafasjóð Hvamms: kt. 511298-2969, 1110-15-201156. Útförinni verður streymt á facebooksíðu Húsavíkurkirkju. Hörður Karin Þórunn Sif Tómas Ingi Pétur Helgi Gunnlaug María Bjarni Lilja Mikið var sárt að heyra að elsku afi væri farinn en eftir standa óteljandi minningar sem ég mun geyma alla ævi og við Sæunn munum halda þeim á lofti fyrir stelpurnar okk- ar. Alltaf var best að koma á Höfðaveginn til afa og ömmu og alltaf var ég spurður hvað ég vildi borða, bjúgu var yfirleitt alltaf svarið og borðað með bestu lyst, það var svo gott að Ívar Júlíusson ✝ Ívar Júlíusson fæddist 1. jan- úar 1935. Hann lést 30. júní 2021. Útför Ívars fór fram 12. júlí 2021. vera hjá afa og ömmu. Við afi gát- um spjallað enda- laust um sjó- mennskuna eftir að ég byrjaði á sjó og ekki hætti það þótt við fjölskyldan flyttum til Spánar, þykir mikið vænt um þau símtöl og er þakklátur. Elsku afi minn, nú vitum við að þú ert kominn til ömmu og þið sitjið saman með kaffi og njótið. Elskum þig, elsku afi minn, og vitum að þið amma fylgist með okkur og passið. Ívar, Sæunn, Viktoría Ósk og Gunnþórunn Elsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.