Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 17

Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021 ✝ Þorvarður Ingi Vilhjálms- son fæddist 26. maí 1939 á Grund á Dalatanga í Mjóafirði. Hann lést 1. júlí 2021 á Dvalarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi. Foreldrar hans voru Vil- hjálmur Svanberg Helgason, f. 26.9. 1888, d. 28.5. 1971, og Jóhanna Sveinsdóttir, f. 24.1. 1897, d. 14.10. 1971. Þorvarður var yngstur fimm systkina. Þau voru: 1. Helga Vilhjálmsdóttir, f. 1.6. 1916, d. 1.10. 1999. 2. Arngrímur Vilhjálmsson, f. 5.9. 1918, d. 22.2. 2006. 3. Sveinn Vilhjálmsson, f. 17.8. 1922, d. 10.8. 1979. 4. Helgi Vilhjálms- 2.12. 1973, gift Steinari Krist- jáni Óskarssyni, f. 13.10. 1965. Barn Jóhönnu úr fyrra hjóna- bandi er Símon Prakash, f. 15.10. 1994. Börn Jóhönnu og Steinars eru: 1. Kristín Björg, f. 3.1. 2007. 2. Þorvarður Logi, f. 8.4. 2012. 3. Vilhjálmur Svan- berg, f. 5.5. 1975. Sambýlis- kona hans er Marnie R. Nesnia, f. 11.11. 1994. Barn hans er Pálína Ýr, f. 9.7. 1990. 4. Krist- björg Þorvarðardóttir, f. 18.5. 1978, gift Eiríki Björnssyni, f. 20.2. 1976. Börn Kristbjargar úr fyrra sambandi eru: 1. Aníta Björt, f. 20.11. 1997. 2. Sveina Björt, f. 20.8. 2002. Börn Krist- bjargar og Eiríks: 1. Björn Ingi, f. 1.9. 2009. 2. Ástrós Björt, f. 20.4. 2011. Fyrir átti Þórhildur soninn Gunnar Kristin, f. 30.3. 1959. Börn hans eru: 1. Hrefna Henný, f. 17.4. 1985. 2. Ómar Berg, f. 17.7. 1995. 3. Matthías Jochum, f. 17.7. 1995. Þorvarður verður jarðsettur í dag, 14. júlí 2021, klukkan 13 frá Selfosskirkju. son, f. 15.9. 1925, d. 7.4. 2005. Þann 8.1. 1967 kvæntist Þorvarð- ur Þórhildi Ingi- björgu Gunnars- dóttur, f. 30.12. 1941. Foreldrar hennar voru Gunn- ar Sigurðsson, f. 3.2. 1922, d. 31.5. 1970, og Kristín Stefánsdóttir, f. 28.9. 1919, d. 27.1. 1988. Börn Þorvarðar og Þórhildar eru: 1. Ingibjörg Hrönn, f. 5.5. 1967, 2. Gunnhildur Lilja, f. 19.5. 1970, gift Kristjáni Sæmundssyni, f. 17.5. 1970. Börn þeirra eru: 1. Þórhildur Nilam, f. 15.1. 2002. 2. Freydís Malin, f. 18.7. 2003. 3. Sæmundur Sesar, f. 28.12. 2005. 3. Jóhanna Kristín, f. Þorvarður Ingi Vilhjálmsson fæddist 26. maí 1939 að Grund á Dalatanga í Mjóafirði. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Svanberg Helgason vitavörður og Jóhanna Sveinsdóttir. Þorvarður var lang- yngstur 5 systkina. Þau voru Helga, Arngrímur, Sveinn og Helgi. Þorvarður minntist æsku- stöðvanna oft og með mikilli hlýju. Á táningsaldri fór Þorvarð- ur í fyrsta skiptið í skóla að Eið- um. Fram að því fékk hann heimakennslu frá móður sinni og fór á hverju vori að Brekkuþorpi til að taka próf sem hann kláraði með bestu einkunn í hvert sinn og af því var hann mjög svo stoltur. Lauk hann sveinsprófi í renni- smíði í maí 1967 með 9,29 í aðal- einkunn. Árið 1966 kynntist hann ástinni í lífi sínu, henni Þórhildi sinni. Í maí 1967 eignuðust þau sitt fyrsta barn, Ingibjörgu Hrönn, en fyrir átti Þórhildur soninn Gunnar Kristin. Á næstu 11 árum eignuðust þau 4 börn í viðbót. Þau Gunnhildi Lilju, Jó- hönnu Kristínu, Vilhjálm Svan- berg og Kristbjörgu, ásamt því að vinna fulla vinnu og byggja fjölskyldunni heimili að Setbergi 21 í Þorlákshöfn. Þorvarður og Þórhildur byrjuðu sinn búskap í Keflavík, fluttu svo í Hveragerði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar, Svíþjóð og enduðu svo á Selfossi. Þorvarður vann við ýmislegt um ævina, í Meitlinum, Búrfellsvirkj- un, skipalyftunni í Vestmanna- eyjum, svo eitthvað sé talið. Mest við járniðn og rennismíði. Hann var mikil listamaður, mjög skap- andi og frábær teiknari og vel lesinn. Mikill sögumaður og það lék allt í höndum hans. Margs er að minnast og mikils að sakna eins og gönguferðanna með krakkaskarann, bryggjurúntana með stoppi í sjoppunni, Nestis og berjamósferða í Selvoginn. Lestrarstundanna fyrir svefninn, með leikrænum tilburðum, og að vera vakin að morgni með kitli og tásuklípu. Með árunum eignaðist hann 15 barnabörn. Hann var mikill afi og þar skein sögumað- urinn sterkt í gegn, var hann líka mjög stoltur af því hve listhæfi- leikagenin hans skinu í gegnum afkomendur hans. Þorvarður var búin að berjast við Alzheimer- sjúkdóminn síðan 2011 og hefur það reynst fjölskyldunni erfitt að horfa á þennan hæfileikaríka mann missa færni sína hægt og rólega. Elsku Þorvarður, pabbi, tengdapabbi og afi, við þökkum þér fyrir ástina, umhyggjuna. Mikið það sem við höfum verið heppin og lánsöm með þig. Við elskum þig og söknum þín. Þín ástkæra eiginkona, börn, tengda- börn og barnabörn. Þórhildur Gunnarsdóttir. Kærleikur og gleði eru orð sem sitja fast í huga við umhugs- un um Þorvarð Inga, tengdaföð- ur bróður míns. Hann var fróður um menn og málefni og óspar á að segja sögur af lífinu í gamla daga, oftar en ekki sögur þar sem húmorinn var til staðar. Hann var fljótur að koma auga á það sem henda mátti gaman að í kringum sig og því alltaf stutt í hlátur þar sem hann var. Ég fékk þau hjónin stundum til mín í skötu á Þorláksmessu með bróður og mágkonu, eftir að þau fluttu á Selfoss, mjög svo in- dælt. Mikil samheldni, kærleikur og umhyggja var ríkjandi í hinni stóru fjölskyldu Þorvarðar, þar sem hann var eins og kapteinn í brúnni með bros á vör. Ég varð þess aðnjótandi að vera hluti af stórfjölskyldunni, frá tíma til tíma. Fyrir það vil ég þakka við kveðjustund. Ég votta Þórhildi, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð mína. Langt er flug til fjarra stranda, fýkur löður, stormur hvín. Eins og fugl sem leitar landa, leita ég, ó Guð til þín. Eins og sævarbylgjan breiða, býður faðminn, þreyttri lind, þannig faðir lát mig leiða, löngun háa að þinni mynd. Líkt og móðir blindu barni, beinir veg af kærleiksgnótt, leið þú mig á lífsins hjarni, leið þú mig um harmsins nótt. Leið þú mig í myrkri nauða, leið þú mig er sólin skín. Leið þú mig í lífi og dauða leið mig Guð æ nær til þín. (Sb. 1945. - J.J. Smári) Guðrún María Óskarsdóttir. Þorvarður Ingi Vilhjálmsson ✝ Þórarinn Arn- ar Gunn- laugsson fæddist 12. september 1938 á Siglufirði. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 9. júní 2021. Foreldrar hans voru hjónin Gunn- laugur Hjálm- arsson, f. 11.12. 1904, d. 18.2. 1976 og Þuríður Gunnarsdóttir (Hulla), f. 13.2. 1913, d. 13.9. 1958. Systkini Þórarins eru Gunnar Hreinn, f. 12.6. 1935, Gígja, f. 2001, Mikael Þeyr, f. 15.3. 2008 og Ísey Lilja, f. 22.10. 2009. 2) Marteinn, f. 11.8. 1971, sam- býliskona Sigurveig Kr. Guð- mundsdóttir, f. 15.2. 1972. Börn hans eru Þórarinn Fannar, f. 30.1. 1990, Guðmundur Hreiðar, f. 11.3. 1991, d. 30.6. 2019 og Katrín Ingibjörg, f. 6.2. 1993. 3) Þuríður Júdit, f. 19.11. 1975, gift Finni Guðmundssyni, f. 13.3. 1970. Börn þeirra Örn, f. 25.12. 1997 og Kristvin, f. 18.11. 1999. Barnabarnabörn Þórarins eru orðin 10 talsins. Þórarinn flutti frá Siglufirði til Akraness árið 1960 og var bæði sjómaður og verkamaður í landi og vann við hin ýmsu störf. 2004 flyst hann á höfuðborg- arsvæðið og árið 2020 verður hann heimilismaður á hjúkr- unarheimilinu Grund. Útför Þórarins fór fram í kyrrþey. 8.1. 1937 og Ingi Steinar, f. 27.2. 1947. Þórarinn kvænt- ist 11.12. 1969 Henny Nielsen frá Færeyjum, f. 31.10. 1942. Þau eign- uðust 3 börn: 1) Tómas Ingi, f. 8.8. 1969, kvæntur Mir- jam Foekje van Twuijver, f. 9.4. 1969. Börn hans eru Þórarinn Ingi, f. 5.1. 1987, Guðný Lára, f. 2.9. 1991, Eydís Lind, f. 20.3. 1993, Gunnlaugur Friðberg, f. 12.1. 1998, Jón Pétur, f. 7.10. Ef ég hef unnið í einhverju þá var það í pabbalottóinu, ég fékk dásamlegan pabba sem var alltaf blíður og góður við menn, börn og dýr. Þolinmóður, skapgóður, mildur og hlýr, þetta eru allt lýs- ingarorð sem eiga við pabba, mjög ung ákvað ég að ég vildi líkjast pabba að þessum eigin- leikum og því hef ég reynt að fylgja. Pabbi minn elskaði vísur en var sjálfur skúffuskáld, sínar vísur faldi hann í skúffunni sinni en bræður hans hafa báðir gefið út ljóðabækur. Þegar pabbi minn var 12 ára gamall var honum gert að búa til vísur í skólanum, hann gerði einmitt þá vísu sem hann sagði mér oft en hún er svona: Kjartan karlinn æfur orðinn er, langar mig hann að kyrkja. Alltaf skipar hann mér, skipar hann mér að yrkja. Kjartan var kennarinn hans en fyrir um þremur árum datt mér fyrst í hug að spyrja pabba hver viðbrögð Kjartans hefðu verið við vísunni og fékk ég þá að vita að pabbi skilaði náttúrlega aldrei þessari vísu heldur ein- hverri mun saklausari vísu sem ég hef áreiðanlega aldrei heyrt. Síðustu vikurnar hans fylgd- um við pabba í gegnum hans síð- ustu daga, ég fann þegar hann var sóttur til næsta tilverustigs, þegar ég spurði pabba minn hvort hann ætlaði til Sigló í sum- ar hætti hann að anda en hjarta hans sló smástund lengur undir lófa mínum. Ég kvaddi hann á þeirri stundu. Góða ferð, elsku pabbi minn, takk fyrir allar sam- verustundirnar og allt það sem þú kenndir mér. Þín dóttir, Þuríður Júdit (Hulla). Ástkær bróðir minn, Þórarinn Arnar Gunnlaugsson, lést á Grund hjúkrunarheimili, 9. júní sl. Hann hafði lengi átt við van- heilsu að stríða og varð síðan fyr- ir því óláni að detta og brotna illa og greru þau brot ekki. Þórarinn, sem oftast var kall- aður Tóti, var þriðja barn for- eldra sinna, en fyrir áttu þau Gunnar og Gígju, seinna eignuð- ust þau Inga Steinar. Tóti fædd- ist á Siglufirði og ólst þar upp. Það voru yndisleg ár og áttum við systkinin góða daga. Margar minningar koma upp í hugann þessa dagana, minningar um ýmsa leiki og athafnir, skíðaferð- ir og snjókast. Öll áttum við skíði og voru þau óspart notuð því oft- ast var nægur snjór á vetrum á Siglufirði. Ungur að árum veiktist Tóti af heilahimnubólgu og náði hann sér aldrei að fullu eftir það. Minni hans var skert og barðist hann alla tíð við minnisleysi og var það honum oft fjötur um fót. Hann lauk samt iðnskólanámi og tók sitt bílpróf og gekk vel. Tóti hafði gaman af vísum og kunni þær margar, en eina vísu hélt hann sérstaklega upp á og fór oft með hana seinni árin, en hún er eftir Baldvin Halldórsson kenndan við Þverárdal og hljóð- ar þannig: Ellin herðir átök sín Enda sérðu litinn. Æviferðafötin mín Fara að verða slitin. Tóti fluttist til Akraness rúm- lega tvítugur ásamt föður sínum, en fljótlega eftir það kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Henny Nielsen frá Borgarfirði eystri. Þau hófu búskap á Akra- nesi og bjuggu þar lengst af, en fluttu sig um síðir til Reykjavík- ur. Þau eignuðust þrjú börn, Tómas, Martein og Þuríði Júdit. Tóti stundaði sjóróðra frá Akranesi og starfaði einnig hjá H. B. & Co. og í Sementsverk- smiðjunni. Tóti var hjálpsamur og vildi allra götu greiða, mátti ekkert aumt sjá hvorki hjá dýr- um né mönnum. Með kærri þökk og með sökn- uð í hjarta kveð ég kæran bróður minn, en veit að hann fær góðar móttökur á nýrri strönd. Gígja Gunnlaugsdóttir. Þórarinn Arnar Gunnlaugsson Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Okkar elskaða móðir, tengdamóðir og amma, FRIÐGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Brúnavegi 13, Reykjavík, áður Hraunbæ 111, Reykjavík, lést sunnudaginn 4. júlí á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 15. júlí klukkan 15. Logi Ragnarsson Jóhanna Kr. Steingrímsdóttir Valur Ragnarsson Sigríður Björnsdóttir Halla Hrund, Haukur Steinn, Ingunn Ýr, Vaka Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA S. SKAGFIELD frá Páfastöðum, sem lést mánudaginn 21. júní á Heilbrigðis- stofnun Norðurlands, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 21. júlí klukkan 13. Lovísa Baldursdóttir Albert Baldursson Birna G. Flygenring Helga Baldursdóttir Jón Gunnar Valgarðsson Sólveig Baldursdóttir Sigurður Baldursson Guðrún Kristín Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar BJARNA GEORGS EINARSSONAR, Fjarðargötu 49, Þingeyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki dvalarheimilisins Tjarnar á Þingeyri fyrir góða umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sylvía Ólafsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ATLI PÁLSSON, Norðurbrú 1, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 11. júlí. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 16. júlí klukkan 13. Hallgrímur Atlason Guðbjörg Líndal Jónsdóttir Guðjón Atlason Ana Isorena Atlason Atli Atlason Elin Svarrer Wang barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA G. JÓHANNSDÓTTIR frá Siglufirði, Kleppsvegi 62, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 11. júlí. Jóhann Pétur Jónsson Kristín Salóme Steingrímsd. Einar Hjálmar Jónsson Erla J. Erlingsdóttir Hafdís Jónsdóttir Georg Kulp Kristrún Jónsdóttir Ólafur Fannar Vigfússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR SIGURÐSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 2. júlí. Hann verður jarðsunginn frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 15. júlí klukkan 11. Sigríður Ingvarsdóttir og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.