Morgunblaðið - 14.07.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021
Tilboð/útboð
Skagafjarðarveitur óska eftir tilboðum í verkið
Skagafjörður ljósleiðari 2021
Um er að ræða fjögur svæði í Skagafirði.
1. Vatnsskarð, lögn ljósleiðara 14,5 km 9 tengistaðir
2. Skagi, lögn ljósleiðara 36,9 km 23 tengistaðir
3. Hjaltadalur, lögn ljósleiðara 30,9 km 26 tengistaðir
4. Deildardalur, lögn ljósleiðara 10,1 km 10 tengistaðir
Verkinu skal lokið fyrir 31. desember 2021.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt hjá Stoð ehf.
verkfræðistofu Aðalgötu 21 Sauðárkróki frá og
með miðvikudeginum 14. júlí. stod@stodehf.is
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Skagafjarðarveitna
ehf. Borgarteigi 15 Sauðárkróki, kl. 11.00
fimmtudaginn 29. júlí 2021.
Skagafjarðarveitur
ÚTBOÐ
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Gönguferð um hverfið kl.10:30 - Skák 13:00 - Kjarvals-
staðir kl.13:30, hittumst kl.13:00 í anddyrinu og sameinumst í lei-
gubíla - Kaffi kl.14:30-15:20.Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss -
Útifjör kl.10:45 - Félagsvist kl.13:00 -Tálgað í tré kl.13:00 -Tríó
Velferðarsviðs kl.13:30, tónleikar fyrir alla - Kaffi kl.14:30-15:20 -
Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir
Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Bíósýning á tjaldinu kl. 12.45.
Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Dansleikfimi kl. 13.30.
Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á
könnunni, Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10 . Frjáls spila-
mennska kl. 12:30-15:45. Fjölskyldubingó kl. 13:00, 250 kr. spjaldið,
allir hjartanlega velkomnir, glæsilegir vinningar eins og t.d. frá:
Norðursigling, Fiskifélagið, Lin design, Perlan,Timberland og margir
fleiri. Opið kaffihús kl. 14:30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi, blöðin og spjall kl.
8:10-11:00. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.
Opin Listasmiðja kl. 13-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti
með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Poolhópur í Jónshúsi kl.
9:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Bridge í Jónshúsi kl.
13:00. Hreyfihópur í garði Ísafoldar farið frá Jónshúsi kl. 13:30.
Smiðjan Kirkjuhvol opin kl. 13:00 – 16:00
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Félagsvist frá kl. 13:00. Útifjör, ganga, teygjur og fleira með
Bertu, frá kl. 13:00 (fer eftir veðri hvort farið er út).
Alltaf allir velkomnir.
Gjábakki Boccia verður alla miðvikudaga í sumar í Gjábakka kl .10.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8:30-10:30. Dans- og
stólaleikfimi með Auði Hörpu kl. 10:00. Framhaldssaga kl. 10:30.
Opin vinnustofa kl. 13:00-16:00.
Korpúlfar Útifjör klukkan 9:30 til 10:20. Gönguhópur klukkan 10:00,
gengið frá Borgum. Félagsvist kl 13:00 í Borgum. Skákhópur Korpúlfa
verður frá 12:00 til 16:00. Njótum saman.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er Postulínsmálun frá kl.9-12 í
handv.stofu 2. hæð. Píla í setustofu 2. hæð kl.10:30-11:15. Núvitund í
handverksstofu 2. hæð kl.13:30-14:10. Íslenska þáttaröðin Katla sýnd í
setustofu kl.14:15-16. Verið öll hjartanlega velkomin til okkar.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, Botsía í salnum
Skólabraut kl. 10, handavinna og samvera í Salnum kl. 13,
Samfélagsmiðlanámskeið 13:30. Það verður BINGO á morgun
kl 13:30 í salnum Skólabraut.
Garðar
» Jarðvinna
» Drenlagnir
» Hellulagnir
» Þökulagnir
Þjónustum einstaklinga,
fyrirtæki og húsfélög
prostone@prostone.is
519 7780
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
» Smíðavinna
» Múrvinna
» Málningarvinna
Þjónustum einstaklinga,
fyrirtæki og húsfélög
prostone@prostone.is
519 7780
Smá- og raðauglýsingar
✝
Jón Leví
Tryggvason
fæddist í Skraut-
hólum á Kjalarnesi
13. nóvember 1937.
Hann lést í Reykja-
vík 10. apríl 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin
Tryggvi Stefánsson
bóndi, f. 1898, d.
1982, ættaður úr
Vestur-Húnavatns-
sýslu, og Guðrún Sigurðardóttir
húsmóðir, f. 1904, d. 1953, ættuð
úr Skagafirði. Systkini Jóns eru
níu alls, Ásta Ingibjörg, f. 1923,
d. 2011, Gunnar, f. 1924, d. 1984,
Sigríður Láretta, f. 1926, d.
1993, Svanhvít, f. 1927, d. 2016,
Erla, f. 1945. Hálfsystkini Jóns
samfeðra eru Grétar, f. 1956,
Stefán, f. 1957 og Ragnheiður, f.
dóttur, f. 1964, börn þeirra eru
Andri Már, f. 1991 og Jóhanna
Klara, f. 2005. Barn Helenu:
Berglind Markúsdóttir, f. 1984.
Barnabörn Óskars eru tvö. 3)
Dagrún, f. 1970. 4) Níels, f. 1974,
í sambúð með Kristlaugu Birnu
Jónsdóttur, f. 1984, og barn
þeirra Nikulás Oddur, f. 2015.
Jón ólst upp í Skrauthólum á
Kjalarnesi. Samhliða því að að-
stoða föður sinn við búskapinn
fór Jón fljótlega að sinna ýms-
um störfum á Kjalarnesinu,
róðrum frá Keflavík og í
Reykjavík vann hann m.a. hjá
Sláturfélagi Suðurlands. Jón og
Elín héldu fyrst heimili í Skraut-
hólum. Á árunum 1967 til 1971
voru Jón og Elín húsverðir í fé-
lagsheimili Kjalnesinga Fólk-
vangi og bjuggu þar. Næstu árin
bjuggu þau m.a. í Lykkju og
Álfsnesi á Kjalarnesi og Jón
vann við ýmiss konar bygging-
arvinnu, einkum múrverk og og
smíðar. Um 1980 fluttu Elín og
Jón til Reykjavíkur og bjuggu
lengst af í Grýtubakka 12. Fljót-
lega eftir að Jón flutti til
Reykjavíkur hóf hann störf hjá
BYKO og starfaði lengst af á
smíðaverkstæði fyrirtækisins
við Skemmuveg eða þar til að
hann varð að hætta vegna MS-
sjúkdómsins.
Jón byrjaði að fást við hross
heima í Skrauthólum og þau
fylgdu honum bæði í starfi og
sem áhugamál meðan heilsan
leyfði. Hann sinnti tamningum,
þjálfun, járningum og sýndi eig-
in hross. Hann var áhugasamur
um að ferðast um landið á hross-
um sínum. Áhuginn á hrossun-
um og vandkvæði á því að geta
unnið vegna veikinda, fyrst í
baki og síðar MS, leiddu til þess
að Jón fór að sinna verkum
tengdum söðlasmíði. Á þeim
vettvangi liggja eftir Jón ýmsar
nýjungar, svo sem sérstakar
teymingagjarðir til að teyma
fleiri hross saman í einfaldri röð
og búnaður til stuðnings fyrir
hreyfihamlaða sem hefur verið
notaður við þjálfun þeirra á
hestum.
Að ósk Jóns var ösku hans
dreift uppi á Esju í kyrrþey.
1958, en móðir
þeirra Sigríður
Arnfinnsdóttir var
síðari kona
Tryggva. Þau gift-
ust 1956.
Jón kvæntist
1963 Elínu Ósk-
arsdóttur sjúkra-
liða, f. 1944 í
Reykjavík. For-
eldrar hennar voru
hjónin Óskar Páls-
son og Þórunn Guðmundsdóttir.
Börn Jóns og Elínar eru: 1) Guð-
rún, f. 1963, gift Sigurði Hjalta
Sigurðarsyni, f. 1956, börn
þeirra: Freyr, f. 1981, Sindri, f.
1988 og Elín, f. 1990. Barn Guð-
rúnar: Reynir Ari Guðráðsson, f.
1980. Barnabörn Guðrúnar eru
fjögur. 2) Óskar, f. 1965, kvænt-
ur Helenu Vigdísi Kristjáns-
Við Skrauthólasystkinin, eins
og við vorum gjarnan kölluð,
urðum þeirrar sjaldgæfu gæfu
aðnjótandi að alast upp með 20
árum eldri bróður á heimilinu.
Jón var okkur eðlilega mikil
fyrirmynd. Ein fyrsta minningin
er þegar við borðuðum appels-
ínubörk út í eitt til að ráða við
stóra bróður. Það skilaði ekki
árangri, a.m.k. minnumst við
þess að hafa laumast að honum í
hádegislúrnum og togað í hárin
á kálfunum ef við áttum eitthvað
sökótt við hann. Þegar allt um
þraut pissaði Stefán í stígvélin
hans. Jón átti forláta Ford-dros-
síu og það var heiður að fá að
sitja í, með töffarann við stýrið.
Það er þó minningin um Hrólf
sem setur Jón á stall sem stóru
fyrirmyndina okkar. Myndir af
þeim félögum og ekki síst bik-
arinn heima í stofu, sem Jón og
Hrólfur unnu til eignar í gæð-
ingakeppni Hestamannafélags-
ins Harðar, gerðu Jón að
„ædóli“ bernskunnar. Þetta var
á þeim árum sem viðurkenning
eins og bikar hafði einhverja
merkingu.
Gamli bærinn í Skrauthólum
var vart nema 40 fermetrar með
20 fermetra þiljuðu svefnlofti. Á
loftinu hóf Jón búskap sinn með
Elínu sem hann hafði kynnst í
vinnu hjá Sláturfélaginu. Og þar
eignuðust þau Guðrúnu, 1963.
Það er ótrúlegt og ómetanlegt til
þess að hugsa að við þessar að-
stæður stofnaði fólk til fjöl-
skyldu fyrir aðeins 60 árum. En
þó Jón væri harðduglegur og
eftirsóttur starfskraftur gerði
brjósklos í baki hann nær að ör-
yrkja um tíma. Þau Elín urðu
fyrstu húsverðir í Fólkvangi, ný-
byggðu félagsheimili Kjalnes-
inga. Jón kom sér upp aðstöðu
til leðurvinnu og margir urðu
taumarnir og höfuðleðrin sem
hann ýmist smíðaði eða gerði við
í gegnum tíðina.
Jón fékk sem betur fer það
mikla starfsgetu að hann gat aft-
ur farið að vinna erfiðisvinnu og
varð múrverk og smíðar hans
aðalatvinna lengst af.
Hestamennska var alla tíð að-
aláhugamál Jóns. Líkt og aðrir
„dellukallar“ hafði hann sterkar
skoðanir á flestu sem viðkom
hestum og hestamennsku. Hann
reið mikið út og ferðaðist oft
með marga hesta langar leiðir.
Það varð kveikjan að sérstakri
teymingagjörð sem hann smíð-
aði og gerði að verkum að hross-
in teymdust hvert á eftir öðru en
ekki hlið við hlið eins og algeng-
ast var. Vöktu þessar lestir hans
oft mikla athygli.
Eftir að fjölskyldan flutti til
borgarinnar vann Jón á verk-
stæðinu hjá Byko og var þar
sannarlega á réttum stað.
Verksvit hans nýttist vel og ekki
síður var félagsskapurinn hon-
um mikilvægur. Var ósjaldan
látið fjúka í kviðlingum á kaffi-
stofunni og við konurnar á skrif-
stofunni. Að því kom að Jón fór
að koma fullur heim. Eða þannig
lýsti hann sjálfur göngulagi sínu
þegar MS- sjúkdómurinn kvaddi
fyrst dyra. „Þær hafa sjálfsagt
haldið að ég kæmi sífullur heim
úr vinnunni nágrannakonurnar
sem sáu mig koma heim í lok
vinnudags.“ Það fór svo að sjúk-
dómurinn lagði Jón að velli og
var hann rúmliggjandi mörg síð-
ustu árin. Þáttur Elínar við
umönnun hans er ótrúlegur en
þrátt fyrir tímabundnar sjúkra-
húslegur og hvíldarinnlagnir bjó
Jón heima hjá Ellu sinni í Grýtu-
bakkanum til hinsta dags.
Við systkinin kveðjum kæran
bróður með þökk fyrir samfylgd-
ina.
Grétar, Stefán og
Ragnheiður.
Fyrstu minningar mínar um
Jón Leví föðurbróður eru tengd-
ar hestum og Skrauthólum. Ég
man hversu stoltur ég var þegar
Jón leyfði mér fyrst að setjast á
bak tinnusvörtum gæðingi hans,
Hrólfi, en eins og ég átti eftir að
kynnast enn betur síðar passaði
Jón upp á strákinn. Það var
hafður aukataumur í klárnum,
enda þekktur fyrir vilja. Allt fór
þetta vel og hestamennskan
varð það sem átti eftir að leiða
okkur frændur enn nánar saman
síðar.
Þótt jafnan væri samgangur
milli fjölskyldu minnar og þeirra
Jóns og Elínar meðan þau
bjuggu á Kjalarnesinu urðu
kynni mín af þeim enn nánari
eftir að þau fluttu til Reykjavík-
ur um 1980 og í Grýtubakkann.
Ég hafði verið í hestum í
Reykjavík með foreldrum mín-
um frá barnsaldri. Eftir að faðir
minn féll frá 1984 varð að ráði að
Jón gengi til liðs við okkur
bræður um hestahald í Víðidaln-
um. Það var ómetanlegur stuðn-
ingur að eiga Jón að á þessum
tíma. Hann leiðbeindi og passaði
upp á hrossin. Og þær hefðu
sjálfsagt orðið færri hestaferð-
irnar á þessum árum ef ekki
hefði notið við kraftsins í Jóni
við að undirbúa og hafa forystu í
þeim efnum. Jón var líka áhuga-
samur um leiðir og reiðvegi og
lagði þeim málum lið á vettvangi
hestamannafélaganna.
Jón hafði komið sér upp að-
stöðu fyrir hrossin á landspildu
úr Skrauthólum sem hann
nefndi Söðlagerði. Þegar kom að
vori var farið með hrossin í sum-
arhagana í Söðlagerði. Jón
byggði síðar sérstakt skýli þar
sem hann gat gefið hrossum sín-
um á veturna og veitt þeim skjól
eftir útreiðartúra. Hesta-
mennskan hjá Jóni færðist því í
Söðlagerði og hann naut þess að
geta verið þar, bæta aðstöðuna
og sinna hrossunum.
Hestahaldi okkar frænda í
Reykjavík lauk því um árið 2000.
Hann var kominn í Söðlagerði
og ég hafði keypt jörð austur í
Rangárvallasýslu. Þar naut ég
liðsinnis Jóns við framkvæmdir
og við hrossin. Við frændur tók-
um til við að framlengja ætt-
arlínu hrossanna frá Tryggva
afa mínum í Skrauthólum en þau
hafði hann upphaflega komið
með með sér norðan úr Miðfirði.
Jón passaði upp á ungviðið og
tamdi. Þetta skilaði okkur góð-
um reiðhestum. En Jón gat því
miður allt of stutt notið þeirra
og aðstöðunnar í Söðlagerði.
MS-sjúkdómurinn gerði honum
æ erfiðara um vik og þar kom að
hann varð að hætta að vinna
vegna hans og sama var með út-
reiðar. Jón fylgdist áfram með
framvindu mála í sveitinni,
spurði um hrossin og kom í
heimsókn. Hann lét ekki hjóla-
stólinn stoppa sig.
Elín kona Jóns var honum
stoð og stytta í veikindunum og
með aðstoð hennar, síðar einnig
með utankomandi aðstoð, gat
Jón verið heima hjá sér nánast
til loka. Það var til marks um
það hvernig þau mættu þessum
breytingum á högum Jóns að
þau höfðu verið búsett um árabil
á þriðju hæð í Grýtubakkanum.
Í stað þess að flytja annað
sömdu þau við nágranna sína á
fyrstu hæðinni um skipti á íbúð-
um. Þar var aðgengi breytt og
Jón gat bæði komist út á litla
verönd og í sérútbúna bíla til
ferða.
Við leiðarlok þökkum við
Ragnhildur þau ár og samveru
sem við áttum með Jóni Leví.
Við færum Elínu og fjölskyld-
unni samúðarkveðjur.
Tryggvi Gunnarsson.
Það var líklega haustið 1992
sem leiðir okkar Jóns Levís
Tryggvasonar lágu fyrst saman.
Ég var nýútskrifaður úr háskóla
og var með tvo fullorðna hesta
sem mig vantaði pláss fyrir. Í
gegnum kunningsskap fékk ég
inni í hesthúsinu þeirra í Víði-
dalnum. Var þetta upphafið að
áralöngum vinskap okkar Jóns
og það var hestamennskan sem
tengdi okkur saman. Á veturna
vorum við saman við útreiðar
fram undir vor, en þá fór Jón
með hestana sína upp í Söðla-
gerði. Þaðan riðum við út á
kvöldin og um helgar á sumrin
og undirbjuggum hrossin fyrir
lengri ferðir. Saman ferðuðumst
við vestur á Snæfellsnes, upp í
Kjós, austur fyrir fjall í ótal
ferðum, um afrétti sunnanlands,
um nágrenni Flúða, á Þingvöll
og norðan úr Miðfirði alla leið
suður á Kjalarnes. Ég hugsa að
það hafi verið um svipað leyti
sem hann lauk við að byggja sér
aðstöðu fyrir hrossin í Söðla-
gerði og eftir það hætti hann að
halda hross á húsi í Reykjavík.
Hann taldi að það færi betur um
hrossin úti við, þar sem þeim
væri sinnt, þeim gefið og látin
þorna undir þaki á opnu hest-
húsi eftir góðan reiðtúr. Líklega
var Jón þar á undan sinni samtíð
hér á landi, en algengt er að
hestar séu hafðir við opið í Evr-
ópu. Voru hans hestar alltaf
glæsilega útlítandi að vori og var
ekki laust við að þeir litu betur
út en þeir sem höfðu verið á húsi
allan veturinn í bænum.
Jón vann heilmikið við söðla-
smíði og smíðaði haganlega ýms-
an búnað til ferðalaga á hestum.
Hann var sérvitur og vissi vel
hvernig hann vildi hafa hlutina.
Hann hannaði teymingarbúnað
til að teyma hesta á ferðalögum
og fékk hönnunarvernd á bún-
aðinn. Byggði hann hugmyndina
á hestalestum fyrri tíma. Við
notuðum „stroffurnar“ eins og
hann kallaði þetta mikið og ég
held að á ferðalögum höfum við
teymt fleiri en 10 hesta í einni
lest. Var þetta gjarnan notað til
að temja unga hesta, með því að
hafa unga hrossið inni í lestinni
þar sem hesturinn á undan og
eftir sáu um að kenna þeim unga
að fylgja. Man ég vel eftir því að
Jóni var meinilla við að reka
hesta á ferðalögum og vildi
miklu frekar teyma. Jón var
hagmæltur, setti gjarnan saman
vísur, hafði sterkar skoðanir á
pólitík og hafði gaman af því að
rökræða hlutina í þaula. Hann
var Framsóknarmaður og tók
virkan þátt í starfi flokksins
lengi vel. Þá voru þau Elín, kona
hans, opin og vingjarnleg og
sýndu þau mér og mínum ein-
stakan hlýhug. Ég held að ýmsir
hafi átt gott skjól hjá þeim.
Mér er minnisstætt hversu
áhugasamur og eljusamur Jón
var og hann hlakkaði einlæglega
til þess að komast á eftirlaun og
getað þá sinnt hestunum sínum
og aðstöðunni í Söðlagerði
meira. Það var því mikið áfall
fyrir hann að veikjast um svipað
leyti og starfsævinni lauk. Hann
tók þó veikindunum af æðruleysi
þótt að ég þykist vita að það hafi
reynt mikið á hann og fjölskyld-
una, sérstaklega Elínu sem
sinnti honum af mikilli alúð allt
til enda. Var aðdáunarvert að
fylgjast með þeim og hvernig
þau tókust á við það sem lífið
bauð þeim. Mér þótti vænt um
að fá hann og Dagrúnu, dóttur
hans, í heimsókn í hesthúsið til
mín í fyrravor, en þá kom hann á
hjólastólnum alla leið inn í hest-
hús. Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir ómetanleg ár sem ég átti
með vini mínum Jóni Leví. Elínu
og fjölskyldunni votta ég samúð.
Gunnar Sturluson.
Jón Leví
Tryggvason