Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021
Sindrastóll
Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001)
Sindrastóllinn er bólstraður
með íslenskri lambagæru.
Verð frá: 199.000 kr.
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
40 ÁRA Jasa Baka fæddist 14. júlí
1981 í Toronto í Kanada en fjöl-
skyldan flutti þegar hún var tveggja
ára til Vancouver, en þar bjó íslensk
amma hennar, Jóna Mowczan (fædd
Jónsson). „Þar var gott að alast upp
og við vorum mikið úti í náttúrunni,
fórum á ströndina, upp í fjöllin, en
útivist er mjög vinsæl í Vancouver.“
Jasa flutti árið 2003 til Montreal og
fór í Listaháskóla þar sem hún hóf
nám í leikmyndahönnun og útskrif-
aðist árið 2008. „Ég bjó þar í tíu ár
og var í samstarfi við dansara, tón-
listarmenn og gjörningalistamenn í
ýmiss konar verkefnum og svo skrif-
aði ég líka handrit fyrir kvikmyndir
og tónlistarmyndbönd.“ Jasa ferðað-
ist oft í tengslum við listina og fór
m.a. til New York oft en einnig til
Grikklands og Prag í Tékklandi.
Árið 2017 kom Jasa til Íslands til þess að vera gestalistamaður á Ísafirði.
Hún kom með móður sinni, Deborah Alanna, og systur, Týr Jami, sem er í
hljómsveitinni Syngja. Þær bjuggu til gjörning sem byggði á kassettum sem
þær áttu með söng langömmu hennar, Ingibjargar Guðmundsdóttur (1891–
1994) og Jónu ömmu hennar. „Við tókum hluta af lögunum og settum í nýjan
búning og þetta varð gjörningur með tónlist og myndum sem tengdi saman
fjórar kynslóðir kvenna. Svolítið eins og miðilsfundur þar sem langömmu var
boðið inn í salinn.“ Gjörningurinn var sýndur á Ísafirði og í Vestmannaeyjum
og í Mengi í Reykjavík.
Núna er Jasa í meistaranámi í LHÍ og útskrifast á næsta ári. Hún segir að
hún sé komin inn á nýjar brautir í listinni. „Núna er ég mjög upptekin af yf-
irnáttúrulegum verum sem gætu verið hluti af náttúrunni, en eru um leið
svona leikandi, stríðið og skapandi afl. Þær virðast, við fyrstu sýn, vera svo-
lítið sætar, það er ekki allt sem sýnist.“
Jasa býr með kærasta sínum, Kristjáni Einvarði Karlssyni myndlist-
armanni, í Reykjavík. Á Djúpuvík stendur yfir sýningin The Factory þar sem
Jasa tekur þátt í samsýningu listamanna.
Jasa Baka
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Nú er rétti tíminn til þess að koma
málum sínum fram. Farðu eftir innsæi þínu
og láttu aðra alls ekki stjórna þér að þessu
leyti.
20. apríl - 20. maí +
Naut Leitaðu leiða til þess að koma systk-
inum þínum og ættingjum til hjálpar. Tím-
inn fer ýmist í vinnu eða skemmtanir, núna
vilt þú bara lyfta þér upp.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það væri ekki úr vegi að verja
deginum í að fara í gegnum málin og finna
út, hvað þú vilt og hvert skal stefna.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það hefur ekkert upp á sig að halda
í annað fólk ef það er staðráðið í að fara
sína leið.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú ert full af frábærum og skapandi
hugmyndum núna. Vinur gæti boðið þér út
eða fært þér gjöf sem gleður þig.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Ef þú ert ekki viss hverju trúa skuli,
ertu í góðri stöðu. Nú er rétti tíminn til
þess að ræða við stjórnendur.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þótt mikið fjör ríki þessa stundina og
gaman sé að taka þátt í því, máttu ekki
gleyma alvöru lífsins. Framkvæmdafólkið
finnur ekki tíma til að gera hlutina, það
stelur honum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Skemmtanaiðnaðurinn laðar
og lokkar, en þar sem annars staðar er hóf
best á hverjum hlut. En ef einhver sér-
stakur er í spilinu, verður hann að fá alveg
sérstaka athygli.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Viðræður við vin um vonir þín-
ar og drauma fyrir framtíðina gætu borið
óvæntan ávöxt. Paul Getty sagði eitt sinn
að ríkidæmi snerist jafn mikið um viðhorf
og peninga.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Eitt er víst að fólk getur treyst
þér og það gerir það. Líkaminn þinn geymir
minningar sem þú hefur gleymt.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er gott að eiga vin, sem
óhætt er að ræða við sín hjartans mál.
Vertu vinalegur við einhvern í dag.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þótt það sé í góðu lagi að hafa mik-
ið að gera, þarftu að gæta þess að fá tíma
fyrir þig. Vanræktu ekki þinn innri mann,
heldur gefðu þér tíma til að sinna and-
legum þörfum.
sem tók landspróf og fór fyrst í
Menntaskólann við Sund, en ákvað
síðan að færa sig yfir í Mennta-
skólann í Reykjavík og náði þar
með jafnöldrum sínum í skólanum.
„Það var mikið happaskref, því
flestir mínir bestu vinir í dag eru
skólafélagarnir úr MR.“ Snorri var
virkur í félagslífinu og var eitt árið
1980, enda erfitt að halda við
tungumáli þegar maður notar það
ekki. Hins vegar var móðurbróðir
minn rússneskur hérna nýlega og
var í nokkra daga og við töluðum
alltaf rússnesku saman og þá fann
ég að málið fór að lifna við og
koma til baka.“
Snorri var í síðasta árganginum
S
norri Bergmann fæddist í
Moskvu 14. júlí 1961.
„Pabbi var þar í meist-
aranámi í rússnesku og
bókmenntum og kynnt-
ist mömmu. Við fluttumst til Ís-
lands 1963, þegar ég var tveggja
ára.“ Snorri ólst upp fyrstu árin í
Drápuhlíð og hann hóf skólagöng-
una í Ísaksskóla og síðar Hlíða-
skóla. Þegar hann var 8 ára fluttist
fjölskyldan í Álfheima og hann fór
í Langholtsskólann. „Æskan skipt-
ist á milli Hlíðanna og Heimanna
og svo var ég mikið í Keflavík hjá
ömmu og afa á sumrin. Síðan fór-
um við í árlegar ferðir til Smólensk
þar til afi dó 1968, en þá flutti
amma með okkur til Íslands og
varð íslenskur ríkisborgari og bjó
hér til dauðadags.“
Snorri segir að ferðalögin til
Rússlands hafi verið miklar ævin-
týraferðir. Það þurfti að fljúga
fyrst til Kaupmannahafnar og þar
var gist og svo flogið með Aeroflot
til Rússlands. „Ég man í einni
ferðinni þegar ég var 4-5 ára að ég
var alveg takkaóður og flugfreyj-
urnar voru stöðugt að koma. Í ís-
lensku vélinni voru þær mjög
elskulegar og buðu mér kók og
tóku þessu stússi bara vel, en ekki
voru þær jafn geðgóðar í Aeroflot
vélinni. Þar hélt ég uppteknum
hætti, en flugfreyjan þar spurði
mig höstuglega hvað ég vildi. Í
þriðja skiptið sem hún kom sagði
hún að ef ég hætti ekki að ýta á
þennan takka þá myndi hún opna
dyrnar og henda mér út úr vélinni,
en mamma myndi halda áfram og
fljúga til Rússlands. Það gefur að
skilja að ég snarhætti leiknum
skelfingu lostinn.“
Snorri var bráðger og lærði
snemma að lesa, ekki á íslensku,
heldur á rússnesku. Hann byrjaði
ári fyrr í skóla vegna þess að hann
var hraðlæs og fór þá í Hlíð-
arskóla. Snorri talaði oft rússnesku
við mömmu sína, en þegar amma
hans flutti til þeirra í Álfheimana
talaði hann nánast eingöngu við
hana á rússnesku og hélt þannig
málinu lifandi. „Þessi kunnátta hef-
ur farið hrakandi eftir að amma dó
gjaldkeri Framtíðarinnar. „Við
vorum nú í eðlisfræðideild 1 sem
sumir kölluðu nördadeildina, og
þetta var mjög skemmtilegur
tími.“ Hann útskrifaðist úr MR
1981 og fór í tölvunarfræði í Há-
skóla Íslands. Eftir tvö ár í náminu
fór hann að vinna hjá Verk-
fræðistofunni Streng, þar sem
hann vann við forritun í rúm 20 ár.
„Við unnum mörg skemmtileg
verkefni hjá Streng, m.a. settum
við Gagnasafn Morgunblaðsins á
netið 1993, sem var mjög áhuga-
vert. Fyrst var þetta í gegnum
skjáhermi, en svo fór þetta á vef-
inn 1997 og þá var hægt að leita í
gagnasafninu og skoða blað dags-
ins, ekki á pdf-formi eins og í dag,
heldur sem greinalista.“ Þegar
Strengur sameinaðist Landsteinum
og Kögun keypti fyrirtækið ákvað
Snorri að hætta 2006, en hefur
samt haldið sig við hugbún-
aðargerð, kerfisstjórnun og gagna-
safnsumsýslu.
Helstu áhugamál Snorra eru
tónlist og lestur. „Bæði börnin
okkar lærðu á píanó og búa að því
og eru mjög ánægð með það. Ég
hlusta á allt og við hjónin erum
áskrifendur að sinfóníunni. En ég
hlusta líka á þungarokk og fannst
gaman þegar Sinfónían vann með
Snorri Bergmann kerfisfræðingur – 60 ára
Hjónin Védís og Snorri í Brúarárskörðum í gönguferð á góðum degi í sumar.
Lærði fyrst að lesa á rússnesku
Afi kennari Sóleyju kennd hand-
tökin við sveppahreinsunina.
Drengurinn Snorri heldur alvar-
legur á svip í Sovétríkjunum.
Barnabörnin Hér er Snorri að lesa
spennandi bók fyrir barnabörnin.
Til hamingju með daginn