Morgunblaðið - 14.07.2021, Side 21

Morgunblaðið - 14.07.2021, Side 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. „JÆJA, SVO HÚN VILL MÁNAÐARDVÖL Á HAVAÍ?ÞETTA FÆRÐU FYRIR AÐ SPYRJA HANA Í STAÐ ÞESS AÐ TALA VIÐ MIG.“ „EKKI HANN!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... besta gjöfin. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SMÁKÖKUROG MJÓLK Á HVERRI STÖÐ! ÉG VÖKNA ALLTAF UM AUGUN VÚÚÚÚÚÚ-HÚÚ! VIÐ GERUM NÚ HLÉ Á „JÓLI SLAUFAR MEGRUNINNI“ ÞARNA ER LAFÐI GÓDÍVA! …NAKIN Á HESTBAKI! ER HÚN EKKERT SPÉHRÆDD? ÞAÐ ER BUNDIÐ FYRIR AUGUN Á HESTINUM! GJAFALISTAR Skálmöld um árið. Annars geri ég mér far um að festast ekki í ein- hverju tímabili, heldur hlusta á eitthvað nýtt og ferskt og finnst margt skemmtilegt að gerast í tón- listinni í dag. Svo hef ég líka áhuga á hljómgæðum og er þess vegna ekki á Spotify, heldur Tidal, þar sem tónlistin er í fullum gæðum og í sumum tilfellum í háskerpu. Það er allt annað líf.“ Snorri les líka mikið, en reynir að safna ekki bókum, heldur notar kyndilinn. „Ég tek stundum svona höfunda fyrir og er núna t.d. að lesa 22. bók af 28 í bókaflokki eftir Andrea Camilleri.“ Auk þess spilar Snorri fótbolta með vinum sínum tvisvar í viku. Þá er ótalið golfið sem hann stundar af kappi. „Síðan erum við Védís, kona mín, mikið að tína sveppi og höfum gaman af matjurtarrækt. Ég er vanur sveppatínslu, því þegar mamma kom hingað tíndum við alltaf sveppi, en þá gerði þetta varla nokkur maður hérna. Það hefur breyst með komu fleira fólks frá Austur-Evrópu, og við förum með okkar tínslusvæði eins og mannsmorð, því þetta eru viðkvæm svæði og auðvelt að eyðileggja.“ Fjölskylda Eiginkona Snorra er Védís Hún- bogadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 3.12. 1961. Foreldrar hennar eruHúnbogi Þorsteinsson, f.11.10. 1934, d. 14.9. 2017, fv. sveitarstjóri í Borgarnesi og ráðuneytisstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu og Jóna Vil- borg Jónsdóttir, f. 5.8. 1942, d. 30.9. 2002. Þau skildu. Stjúpmóðir: Erla Ingadóttir, f. 19.2. 1929, hjúkrunar- fræðingur. Börn Snorra og Védísar eru 1) Lena, f. 20.9. 1987, verkfræð- ingur í Reykjavík. Maki hennar er Daniel Zeyen, f. 9.12. 1980, verk- fræðingur og þau eiga dæturnar Sóleyju, f. 2015 og Lóu, f. 2019. 2) Árni Freyr, f. 8.11. 1990, tölv- unarfræðingur í Reykjavík. Maki hans er Auður Friðriksdóttir, f. 21.5. 1990, sálfræðingur og þau eiga Jökul Húna, f. 2017, og óskírðan dreng, f. 2021. Systir Snorra er Olga Soffía Bergmann, f. 4.11. 1967, myndlistarmaður í Reykjavík. Foreldrar Snorra eru hjónin Árni Bergmann, f. 22.8. 1935, ritstjóri og rithöfundur, og Lena Bergmann (fædd Elena Rytsjardovna Tuvina), f. 13.6. 1935, d. 9.6. 2008, lífeinda- fræðingur. Þau bjuggu í Reykjavík. Snorri Bergmann Ryszard Tuwim yfirverkfræðingur Sofía Tuvina, f. Mishon tannlæknir Lena Bergmann (Elena Rytsjardovna Tuvina) lífeindafræðingur Bjarnhildur Helga Halldórsdóttir húsfreyja í Veghúsum Árni Vigfús Magnússon bátasmiður í Veghúsum í Keflavík Halldóra Árnadóttir húsfreyja í Keflavík Jóhann Stefánsson Bergmann sjóm. og bifreiðastj. í Keflavík Guðlaug Bergmann húsfreyja í Keflavík Stefán Bergmann ljósmyndari í Keflavík Úr frændgarði Snorra Bergmann Árni Bergmann ritstjóri og rithöfundur Helgi R. Einarsson sendi mér póst þar sem sagði, að „þessar limrur urðu til í leikfimitímum með heldri borgurum í Mosfellsbæ“: Útifjör með eldri borgurum Það er erfitt að þegja þegar við erum að teygja því að hér í hóp með mér hafa‘ allir margt að segja. Fyrst skal um liðina losa svo líkjumst við ekki‘ honum Gosa síðan að anda árangri landa og bannað að gleyma að brosa. Vettlinga‘ á höndunum höfum sem halda á göngustöfum. Hentar það víst á vappi‘, ekki síst, ömmum bæði og öfum. Ámann Þorgrímsson yrkir á Boðnarmiði og segir „bjart fram- undan“: Ljúfsár er tíminn, samt lofa það skal í lífinu fundið hef skjól þó gosmistur leggi frá Geldingadal í Grænuhlíð alltaf er sól. Ólafur Stefánsson staldrar við og segir eftir á: „væll er þetta“: Þegar síðasta fræinu’ er sáð, seinasta hugsjónin máð. Þá er vestanhöll sólin vanbúin skjólin og í vindinn öll viðleitni stráð. „Lúpínan“ er hér yrkisefni Jóns H. Karlssonar: Lúpínan læðist um heiðar. Leiðirnar finnur hún greiðar Þar vex hún og vex við reiði og rex og rifrildi kemur til leiðar. Guðmundur Arnfinnsson yrkir og kallar „Hundakæti“: „Ég af því hef endalaust gaman og engist af hlátri“, kvað daman, „þegar hundurinn minn tekur hringsnúninginn, til að hann nái endunum saman“. Vigfús M. Vigfússon er með „enn meiri endurvinnslu“ á gamalli ferðasögu: Öxar- við fjörðinn er friður og fuglanna einstakur kliður. Sem minnir á þetta; að Melrakkaslétta snýr frekar í norður en niður. Gunnar J. Straumland er með skrítinn þanka: Varla auka vísur mínar veraldarauð, en þær raunar eru fínar ofaná brauð. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Með heldri borgurum í Mosfellsbæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.