Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*
-�-"%
,�rKu!,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Anna Hafþórsdóttir er annar
tveggja sigurvegara í handritasam-
keppni Forlagsins, Nýjar raddir.
Sigurverkið Að telja upp í milljón er
fyrsta skáldsaga hennar og segir
höfundurinn bókina henta vel í
sumarbústaðinn, hún sé vel til þess
fallin að lesa yfir eina helgi, stutt og
laggóð.
„Sagan er um konu sem er að
ganga í gegnum sambandsslit, hún
skilur ekki alveg hvernig hún á að
vinna úr áfallinu og fer að rifja upp
æsku og unglingsárin. Hún átti mjög
erfiða æsku, hefur ekki unnið úr því
og er ekki í neinum samskiptum við
fjölskyldu sína. Henni finnst hún
ekki hafa neinn sem hún getur leitað
til og er bara í algjörri krísu. Kona í
krísu! Það er það sem þessi bók
snýst um,“ segir Anna og hlær. Hún
bætir við að aðalpersónan sé í gegn-
um söguna að reyna að átta sig á því
hvers vegna hún er eins og hún er.
Ofboðslegur áhugi á fólki
Verkið fjallar að miklu leyti um
flókin fjölskyldubönd, samskipti og
ekki síður samskiptaleysi. „Mér hef-
ur alltaf þótt tengsl milli fólks, bæði
í fjölskyldum og utan þeirra, áhuga-
verð og pæli mikið í þeim. Ég hef of-
boðslega mikinn áhuga á fólki og
hegðun þess og hugsa að það drífi
mig svolítið áfram í svona skrifum,“
segir höfundurinn.
Í verkinu skoðar Anna hvaða áhrif
erfiðar uppeldisaðstæður geti haft á
börn. „Mamman er ekki til staðar út
af andlegum veikindum og það er
ekki gripið inn í. Það er eitthvað sem
mig langaði að skoða, börn sem
lenda á milli, kerfið grípur þau ekki
en þau hafa heldur ekki bakland.
Það er enginn að sjá um þau.“ Hún
segist hafa áhuga á því hvaða áhrif
þetta geti haft á fólk þegar það er
orðið fullorðið.
Sjálfsákvörðunarrétturinn
„Ég er að velta ýmsum hliðum
foreldrahlutverksins fyrir mér. Til
dæmis hvort og hvernig áföll og geð-
sjúkdómar erfast og hvort maður
eigi að taka tillit til þess í lífinu.
Aðalpersónan ákveður að eignast
ekki börn. Það eru sjálfsagt ýmsar
ástæður fyrir því en ein af þeim er
kannski að stoppa áfallasöguna, ná
að brjóta þetta mynstur og komast
út úr því.“ Anna veltir þannig upp
spurningum um tilfinningar fólks
gagnvart því að taka á sig foreldra-
hlutverk yfir höfuð.
Anna snertir með þessu á sjálfs-
ákvörðunarrétti konunnar yfir eigin
líkama. „Aðalpersónan upplifir for-
dóma og finnst fólk og samfélagið
sem heild þrýsta á hana að eignast
börn. En hún tekur þetta algjörlega
í sínar hendur og hugsar bara: „Ég á
minn líkama og þetta kemur engum
öðrum við“. En hennar viðhorf er
alltaf svolítið þannig: „Það kemur
engum neitt við sem ég geri“, sem
kemur henni ekkert á rosalega góð-
an stað af því að hún hleypir engum
að sér. Hún er búin að þróa með sér
svo þykkan varnarvegg að hún nær
ekki að mynda tengsl við fólk og er
verulega einmana.“
Nostalgían er skemmtileg
Mikið er flakkað fram og aftur í
tíma í bókinni og lesandinn fær að
kynnast sömu persónunni sem
barni, unglingi og fullorðinni konu.
Endurlitin vekja upp einhvers konar
nostalgíu sem Anna segir að sér
þyki skemmtileg. Það er þó viss
kúnst að raða ólíkum þáttum upp á
tímalínu og láta verkið hanga sam-
an.
„Fyrst fannst mér það smá flókið.
Ég skrifaði bókina í köflum og svo
þegar ég fór að raða þessu upp þá
fór ég allt í einu að spyrja mig: „Er
ég með heildarmyndina og bogann
fyrir hverja persónu?“ Það var svo-
lítið krefjandi en samt bara mjög
skemmtilegt.“
Leið Önnu að ritstörfunum var
ekki þráðbein. „Ég byrjaði að læra
leiklist í kvikmyndaskólanum og er
alltaf eitthvað aðeins að leika, en sá
að það væri kannski ekki hundrað
prósent vinna þannig ég ákvað að
fara í nám í tölvunarfræði og kláraði
það. Svo ég er með BS í tölvunar-
fræði og vann eitthvað sem forritari.
En svo fannst mér ég kannski ekki
alveg vera á réttri hillu þannig að ég
ákvað að sækja um í ritlist og komst
inn. Síðan þá hef ég aðallega verið að
einbeita mér að skrifum og aðeins að
leika með, og mér finnst ég meira á
réttri hillu í því.“ Anna byrjaði að
vinna að bókinni, Að telja upp í millj-
ón, í meistaranáminu í ritlist við
Háskóla Íslands sem hún kláraði ár-
ið 2019. „Þetta var lokaverkefnið
mitt svo ég hafði heila önn þar sem
ég lá bara yfir þessu. Það var styttri
útgáfa af bókinni og svo hélt ég
áfram að vinna hana jafn og þétt.“
Útgáfan er berskjaldandi
Rithöfundurinn segir viðurkenn-
inguna sem felst í því að hafa borið
sigur úr býtum í samkeppninni,
Nýjar raddir, hafa haft mikla þýð-
ingu fyrir sig. „Þetta er aðallega góð
hvatning fyrir mig til að halda áfram
að skrifa. Ég hef náttúrlega aldrei
gefið neitt út, alla vega ekki eitthvað
sem er bara mitt. Það er svo ber-
skjaldandi og stressandi, þannig að
það er mjög mikil hvatning að hafa
það á bak við sig að hafa unnið verð-
laun og það gefur manni sjálfstraust.
Annars finnst mér þessi verðlaun
mjög sniðug, að gefa nýjum röddum
pláss.“
Anna segist aðallega vera að
vinna að handritum þessa dagana.
„Ég er að skrifa handrit að sjón-
varpsþáttum sem ég er búin að vera
að vinna í síðan ég fékk fyrsta hand-
ritsstyrkinn árið 2018. Þannig að
þetta er búið að vera lengi í bígerð,“
segir hún kímin.
„Þetta eru gaman-dramaþættir
um ungt fólk í Reykjavík sem er að
reyna að finna sig í lífinu og svo
kemur inn í þetta smá mystík. Aðal-
persónan er forritari svo þetta bygg-
ist kannski oggulítið á mér,“ segir
Anna og hlær. „Svo er ég líka að að-
stoða við handritsgerð að bíómynd.
Þannig að ég er svolítið upptekin í
því þessa dagana, en svo er ég að
vonast til að geta farið að vinna að
næstu bók.“
Morgunblaðið/Unnur Karen
Rithöfundur „Mér hefur alltaf þótt tengsl milli fólks, bæði í fjölskyldum og utan þeirra, áhugaverð og pæli mikið í þeim,“ segir Anna Hafþórsdóttir.
Áhuginn á fólki er drifkraftur
- Anna Hafþórsdóttir sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Að telja upp í milljón - Segir þetta
sögu um konu í krísu - Annar tveggja sigurvegara í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir
Dúplum dúóið heldur tónleika á
morgun, 15. júlí, í sumartónleikaröð
Norræna hússins kl. 21. Dúóið mun
frumflytja nýja ljóðaflokka eftir kan-
dadísk/íslenska tónskáldið Fjólu Ev-
ans og Hróðmar I. Sigurbjörnsson
og segir í tilkynningu að ljóðaflokk-
arnir fái texta sína annars vegar úr
bókinni Íslenzk ferðaflóra eftir Áskel
Löve og hins vegar úr ljóðabókinni
Guðlausir menn: hugleiðingar um
jökulvatn og ást eftir Ingunni Snæ-
dal.
Einnig mun dúóið fagna útgáfu
smáskífunnar „Flowers of evil“ eftir
hollenska tónskáldið Aart Strootman
við ljóð eftir Baudelaire, sem gefin
var út um jólin í fyrra. „Viðfangsefni
tónleikanna er flóra Íslands með
beinskeyttum lýsingingum á bæði
náttúrunni og mannlegum sam-
skiptum,“ segir í tilkynningu vegna
tónleikanna en dúóið skipa Björk
Níelsdóttir söngkona og Þóra Mar-
grét Sveinsdóttir víóluleikari. Þær
kynntust í Tónlistarháskólanum í
Amsterdam og fóru í mörg tónleika-
ferðalög og þá m.a. með Björk, Sig-
urrós, Florence and the Machine og
Stargaze áður en þær ákváðu að
sameina krafta sína sem dúett. Þær
leggja áherslu á nútímaljóð og flutn-
ing á ljóðasöng og notast einungis við
söngrödd og víólu. Tónlistin er sögð
bæði hrá og viðkvæm.
Dúplum Þóra Margrét Sveinsdóttir og Björk Níelsdóttir skipa dúettinn
Dúplum frumflytur nýja ljóðaflokka