Morgunblaðið - 14.07.2021, Side 28
Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari
Stuðlabandsins frá Selfossi, mun stýra brekku-
söngnum á Þjóðhátíð í Eyjum 1. ágúst. „Magnús hefur
um árabil verið einstaklega eftirsóttur trúbador sam-
hliða því að spila með hljómsveit sinni vítt og breitt um
landið við hin ýmsu tilefni og meðal annars komið fram
á Þjóðhátíð óslitið síðan 2016,“ segir í tilkynningu
vegna þessa og að boðið verði upp á lifandi streymi í
samvinnu við Senu live frá söngnum í fyrsta sinn.
Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir
brekkusöngnum á Þjóðhátíð
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 195. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Valsmenn stóðu sig afar vel gegn króatíska meist-
araliðinu Dinamo Zagreb í fyrstu umferð Meistara-
deildar karla í fótbolta á Hlíðarenda í gærkvöld en urðu
að lokum að sætta sig við 2:0 ósigur. Valsmenn færast
því yfir í aðra umferðina í Sambandsdeild Evrópu og
mæta þar annaðhvort Bodö/Glimt frá Noregi eða Legia
Varsjá frá Póllandi. »23
Valsmenn til Noregs eða Póllands
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hornstrandastofa er góður staður
til að hefja ferðalag á hinar af-
skekktu slóðir. Hér á fólk að geta
fengið tilfinningu fyrir því hvaða og
hvernig náttúra fær vernd,“ segir
Kristín Ósk Jónasdóttir hjá Um-
hverfisstofnun á Ísafirði. Nýlega
opnaði Guðmundur Ingi Guðbrands-
son umhverfisráðherra formlega
Hornstrandastofu sem er í húsinu
Björnsbúð við Silfurtorg á Ísafirði. Í
gestastofu, sem kalla má anddyri
Hornstranda, er sýning hvar kynna
má sér margt af því sem gerir
Hornstrandir einstakar; það er
björg með fuglum á syllum, fjöl-
breytt flóra á þriðja hundrað
plantna og melrakkinn, sem er al-
friðaður á svæðinu.
Stafrænt og sterkt myndmál
Á sýningunni má meðal annars
sjá myndband um fuglalíf við Hæla-
víkurbjarg og fá tilfinningu fyrir því
hvernig mannlíf og samfélag voru í
þessari byggð, þaðan sem síðasta
fólkið flutti laust fyrir 1950. Enn
eru búsetuminjar og hús, sem er vel
við haldið, á Hesteyri, Aðalvík,
Fljótavík og Hornvík svo nefndir
séu nokkrir staðir.
„Já, ég tel okkur með þessari
sýningu hafa að einhverju leyti náð
að skapa andblæ Hornstranda. Með
stafrænum útfærslum og sterku
myndmáli má töfra sitthvað fram,“
segir Kristín. „Verkefni eins og
þetta þróast svo alltaf í fyllingu tím-
ans. Þá sé ég fyrir mér að segja hér
ítarlegar frá búsetu á Hornströnd-
um. Þar var harðbýlt en sjórinn og
fuglabjörgin gáfu vel, svo aldrei
varð matarskortur. Af þessu eru til
margar sögur.“
Friðlandið 600 ferkílómetrar
Friðlandið á Hornströndum er
nyrst á Vestfjörðum; nær frá
Hrafnfjarðarbotni í Jökulfjörðum
norður í Furufjörð. Alls eru þetta
600 ferkílómetrar: friðland frá 1975.
Yfir sumarið er siglt frá Ísafirði og
Bolungarvík á Hornstrandir flesta
daga og hófust ferðirnar snemma í
júní. Einnig eru siglingar frá Norð-
urfirði á Ströndum. Breyting seinni
tíðar er annars sú að nú fer fólk á
þennan hjara veraldar yfir lengri
tíma á árinu en bara hásumarið.
Ljósmyndaferðir að vetri og leið-
angrar í Jökulfirði með fjallaskíða-
fólk koma sterkt inn.
„Núna er fjöldi fólks á svæðinu.
Margir fara til dæmis í Veiðileysu-
fjörð, ganga þaðan yfir í Hornvík og
svo á Hesteyri og sigla þaðan heim.
Sennilega hafa um 75% alls göngu-
fólks á Hornströndum viðkomu í
Hornvík. En margir fleiri eru á
ferðinni, til dæmis fólk sem hefur
tengsl við svæðið og á þar hús. “
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landverðir Kristín Ósk Jónasdóttir og Lydía Ósk Óskarsdóttir standa vaktina í Hornstrandastofu á Ísafirði.
Andblær Hornstranda
- Gestastofan í Björnsbúð á Ísafirði er anddyri friðlandsins
Ljósmynd/Kristín Ósk Jónasdóttir
Flugsýn Til hægri sést inn í Hesteyrarfjörð, utar eru Grænahlíð og Riturinn
er yst. Handan fjalla sést niður í Aðalvík. Skýjaloft við ströndina.