Morgunblaðið - 26.07.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
hafðu það notalegt
Úlfar Steindórsson hætti fyrir
helgi sem stjórnarformaður
Icelandair og skilar býsna góðu
búi miðað við aðstæður í flug-
heiminum. Viðskiptablaðið ræddi
við hann í liðinni
viku um flug- og
ferðamál í víðum
skilningi, þar á
meðal um veiruna
alræmdu og að-
gerðir gegn
henni. Þar gagn-
rýndi Úlfar að
herða ætti að-
gerðir þegar stærstur hluti þjóð-
arinnar hefði verið bólusettur og
benti á að fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu væru búin að „ráða inn hell-
ing af starfsfólki, byggt á
ákvörðun sem stjórnvöld voru
búin að taka og tilkynna. Það er
ekki gerandi að ætla svo skyndi-
lega að breyta því eftir ekki
nema hálfan mánuð, það bara
gengur ekki upp.“
- - -
Úlfar sagði enn fremur: „Þetta
snýst auðvitað um að stjórn-
völd, þeir fulltrúar okkar sem
kjörnir eru til að stýra landinu,
taki ákvarðanirnar. Það er ekki
hægt að gagnrýna embættismenn
fyrir tillögur sem þeir leggja til í
samræmi við hlutverk sitt en
stjórnvöld verða að byggja
ákvarðanir sínar á stóru mynd-
inni. Ef kjörin stjórnvöld ætla
ekki að stýra landinu, þá veit ég
ekki til hvers við ætlum að hafa
kosningar í haust.“
- - -
Leiðari Viðskiptablaðsins var á
svipuðum slóðum og hvatti
stjórnvöld til að byggja ákvarð-
anir sínar „á vísindalegri nálgun,
þ.e. styðjast við gögn og meta
ólíkar sviðsmyndir þeirra breyta
sem skipta máli í stóra samheng-
inu. Mikilvægt er að týna sér
ekki í rörsýn á smitfjölda ef al-
varleg veikindi eru fátíð og ekki
hætta á ofálagi á heilbrigðis-
kerfið.“
Úlfar
Steindórsson
Heildarsýn
eða rörsýn?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Maímánuður var ákaflega kaldur sem lofar
ekki góðu um aðalbláberjasprettu. Eins hefur
verið litið til snjóalaga. Þegar þau haldast þá
hlífa þau berjalynginu,“ segir Sveinn Rúnar
Hauksson, læknir og berjaáhugamaður. „En
þegar maður skoðar bláberjalyng í Borgarfirði
og víðar þá er það merkilega fallegt að sjá og
með sætukoppa.“ Hann segir að það sé því alls
ekki útséð með berjasprettuna í sumar.
Meira hefur verið litið til hitastigs en úr-
komu þegar spáð er í sprettu berja, þó eru
miklir þurrkar ekki góðir fyrir þroska berj-
anna. Sveinn Rúnar segir að krækiberin séu
óútreiknanlegri varðandi þessa þætti en að-
albláberin.
Það kemur í ljós hvernig úr rætist þegar
kemur fram í ágústmánuð. Býst Sveinn Rúnar
jafnvel við þroskuðum berjum um miðjan
ágúst. Berjatíminn hefur færst örlítið fram
undanfarin ár. Fólk er farið að tína ber mun
fyrr en áður. Á árum áður var aðalberjatíminn
síðustu dagarnir í ágúst og fyrsta vikan í sept-
ember, eða þar til fyrstu næturfrost komu og
spilltu berjunum. gudni@mbl.is
Fallegir sætukoppar á lyngi
- Enn of snemmt að segja fyrir um berin
Morgunblaðið/Ómar
Bláber Enn er of snemmt að segja fyrir um
hvernig rætist úr berjasprettunni í sumar.
Rauðavatn er nú með allra minnsta
móti líkt og fleiri vötn og er um að
kenna miklum þurrkum í sumar.
Hilmar J. Malmquist, vistfræðingur
og forstöðumaður Náttúruminja-
safns Íslands, segir að Rauðavatn
sé orðið verulega vatnslítið.
„Vatnasviðið er fremur lítið og
þess vegna hefði maður talið að það
tæki fljótt við sér við úrkomu, en
það er ekki að sjá,“ segir Hilmar.
Lífríkið á strandgrunninu getur
farið illa ef þurrkarnir vara lengi.
Lífverur sem hafast við á hörðu
undirlagi, sniglar og fleiri dýr, ná
ekki að forða sér þegar vatnið
þornar. Hætt er við að þau drepist.
Hilmar sagði að það hafi áður
gerst að vatnabobbar og aðrir
sniglar, sem alla jafna eru mjög al-
gengir í Rauðavatni, hafi mikið til
horfið við lága vatnsstöðu. Þeir
geta hörfað út á dýpið en þar er
mýkri botn sem hentar þeim ekki.
Vatnaplantan síkjamari er áber-
andi í Rauðavatni. Hilmar telur að
vatnið dragi nafn sitt af rauðleitum
blómum hennar sem standa upp úr
vatnsyfirborðinu og gera vatnið
rautt yfirlitum. gudni@mbl.is
Rauðavatn er orðið
mjög vatnslítið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nafn frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem á
góðan möguleika á að komast á þing í haust, var ekki rétt í skýringarmynd í
blaðinu sl. föstudag. Lilja Rannveig er Sigurgeirsdóttir. Beðist er velvirð-
ingar á rangherminu.
LEIÐRÉTT
Lilja Rannveig er Sigurgeirsdóttir