Morgunblaðið - 26.07.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Vísindamönnum í Dubai í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum hefur
tekist að framkalla eigin úrkomu til
að stemma stigu við miklum þurrk-
um í landinu þar sem lofthiti fer
reglulega yfir 46°C. Greint var frá
þessu nýverið í frétt CBS.
Með því að nota rafhleðslu frá
drónum hafi vísindamönnunum tek-
ist að hafa áhrif á veðrið þar í landi á
þann hátt að það rigni yfir eyði-
mörkina.
Þessi nýstárlega aðferð til að
framkalla rigningu kallast skýjasán-
ing og á að vera umhverfisvænni en
aðrar leiðir sem reyndar hafa verið
til að draga úr þurrkum.
Ríkisstjórnin í Sameinuðu arab-
ísku furstadæmunum vonar að með
skýjasáningu takist að draga úr
hitabylgjum í landinu. Samkvæmt
rannsókn frá Reading-háskólanum í
Bretlandi tókst vísindamönnunum
að nota dróna til að auka rafhleðslu
þeirra skýja sem fyrir eru á himn-
inum sem veldur því að þau fram-
kalla stærri regndropa en ella. Loft-
hitinn í landinu er oft svo mikill að
smærri regndropar gufa upp áður
en þeir ná að lenda á jörðinni. Árið
2017 hlutu vísindamenn við Reading
háskólann 1,5 milljóna dollara styrk
fyrir verkefnið.Yfirvöld í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum hafa fjár-
fest 15 milljónir dollara í vísinda-
verkefni sem snúa að því tryggja
vatnsöryggi í landinu sem fer
minnkandi með ári hverju. „Mark-
miðið er að reyna að auka úrkomu,“
segir Maarten Ambaum veðurfræð-
ingur í samtali við fréttastofu BBC.
Karim Sahib
Eyðimörk Kameldýr í eyðimörkinni.
Framkalla regn
með drónum
- Nýstárleg rannsókn gerð í Dubai
Stjórn Angelu
Merkel, kanslara
Þýskalands, tel-
ur að ef smitum
haldi áfram að
fjölga í Þýska-
landi gætu óbólu-
settir þurft að
lúta nýjum
reglum. „Bólu-
settir munu klár-
lega hafa meira frelsi en óbólusett-
ir,“ sagði Helga Braun,
skrifstofustjóri Merkel, í samtali
við þýska dagblaðið Bild am Sonn-
tag. Eins og er þurfa Þjóðverjar að
framvísa bólusetningarvottorði eða
neikvæðu prófi til að komast á veit-
ingastaði, í kvikmyndahús eða
íþróttaleikvanga. Braun sagði að ef
smitum fjölgar yrði óbólusettum
meinað aðgengi að slíkum stöðum
þar sem áhættan á smiti væri of
mikil. Um helmingur Þjóðverja er
fullbólusettur en Merkel segist ekki
ætla skylda fólk í bólusetningu líkt
og Frakkar gera við ákveðinn hóp.
ÞÝSKALAND
Herða tökin á rétt-
indum óbólusettra
Angela Merkel
Sajid Javid, heil-
brigðisráðherra
Bretlands, hefur
beðist afsökunar
á ummælum sín-
um á Twitter um
að fólk eigi að
hætta að hlaupa í
felur frá Covid-
19. Ummælin lét
Javid falla eftir
að hann sagðist hafa náð fullum
bata af veirunni viku eftir að hann
greindist smitaður, en hann var
fullbólusettur.
Verkamannaflokkurinn sakaði
Javid um að vanvirða þá sem fylgdu
sóttvarnaaðgerðum. Javid baðst
innilegrar afsökunar á ummælum
sínum og sagði að meining hans
hafi verið að lýsa þakklæti til bólu-
efna gegn veirunni. Um 70% Breta
eru fullbólusettir en yfir 30 þúsund
tilfelli hafa greinst daglega und-
anfarna daga. Alls hafa um 5,5
milljónir smitast í Bretlandi.
BRETLAND
Baðst afsökunar á
Covid-ummælum
Sajid Javid
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Víða um heim hafa sóttvarnaaðgerð-
ir yfirvalda vakið mótmæli síðustu
daga. Í Ástralíu, Frakklandi, Ítalíu
og Grikklandi komu þúsundir saman
og mótmæltu aðgerðunum og auk-
inni pressu á fólk um að fara í bólu-
setningu gegn Covid-19.
Hundruð sekta voru gefnar út í
áströlsku borginni Sydney vegna
mótmælanna. Mótmælendur og lög-
regla tókust á og sagði einn lögreglu-
þjónanna hegðun mótmælenda „of-
beldisfulla, ógeðslega og áhættu-
sama“. Forsætisráðherra Ástralíu,
Scott Morrison, sagði mótmælin
vera „eigingjörn og gagnslaus“ þar
sem þau myndu ekki binda enda á
útgöngubannið fyrr. Rannsóknar-
lögreglumenn kemba nú samfélags-
miðla, öryggismyndavélar og búk-
myndavélar lögreglumanna til þess
að bera kennsl á þá sem tóku þátt í
mótmælunum. Lögreglan gaf út 510
sektir á laugardag og handtók 57
manns fyrir óeirðir. Um helmingur
Ástrala býr nú við útgöngubann
vegna útbreiðslu Delta-afbrigðis
veirunnar. Einungis um 15% Ástrala
eru bólusett gegn veirunni.
Harkalegar aðgerðir
Í Frakklandi beitti lögregla tára-
gasi gegn sumum mótmælendum en
áætlað er að 160.000 manns hafi mót-
mælt aðgerðum Emmanuels Mac-
ron, forseta Frakklands, á landsvísu.
Í landinu er nú skylda að sýna fram á
svonefndan „heilsupassa“ á öllum
stöðum þar sem fleiri en 50 eru sam-
ankomnir. Til þess að fá passann
þarf fólk annaðhvort að vera með
bólusetningarvottorð eða neikvætt
Covid-19-próf. Í mótmælunum voru
um 70 handteknir og um 30 lögreglu-
menn slösuðust. Um 48% Frakka
eru fullbólusett en efasemdir um
ágæti bólusetninga hafa verið hvað
mestar í Frakklandi af Evrópuþjóð-
um síðan að faraldurinn blossaði
upp.
Þá söfnuðust mótmælendur einnig
saman í höfuðborgum Ítalíu og
Grikklands. Í Róm mótmælti fólk
svokölluðum grænum passa sem því
er skylt að framvísa ef það ætlar á
innisvæði veitingastaða eða á við-
burði sem haldnir eru innandyra. Í
Aþenu mótmælti fólk ákalli stjórn-
valda um að fara í bólusetningu.
Mótmælendur kölluðu meðal annars
„ekki snerta börnin okkar“. Lög-
regla í Aþenu þurfti að grípa til tára-
gass og háþrýstidælna til að dreifa
mannfjöldanum.
Takmörkunum mótmælt
- Mótmæla sóttvarnaaðgerðum og bólusetningu - Hegðun mótmælenda „of-
beldisfull, ógeðsleg og áhættusöm“ - Lögregla beitti táragasi og háþrýstidælum
AFP
Mótmæli Þúsundir hafa mótmælt
aðgerðum Macron í Frakklandi.
Ár hafa flætt yfir bakka sína í Belg-
íu í annað sinn á rúmri viku. Fleiri
en 210 hafa látist af völdum flóða í
liðinni viku í Vestur-Evrópu. Á ann-
að hundrað manns er enn saknað.
Verst er ástandið í héruðunum
Namur og Vallóníu sem eru suð-
austur af höfuðborginni Brussel. Í
héruðunum var þrumuveður og
miklar rigningar á laugardag sem
olli því að áin Maas varð að stór-
fljóti. Mikið rennsli vatns hreif með
sér tugi bíla á götum borgarinnar
og skildi eftir mikla mold á götum
sem skemmdust talsvert í flóðunum
í liðinni viku. Borgarstjóri Dinant í
Vallóníu, Robert Closset, segir að
ekki hafi verið tilkynnt um nein
dauðsföll en flóðin um helgina séu
verri en þau sem urðu í síðustu
viku.
Áframhaldandi flóð í Vestur-Evrópu
Mikil vatns-
flóð skekja
Belgíu á ný
AFP