Morgunblaðið - 26.07.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Joe Biden for- seti Banda- ríkjanna sæt- ir töluverðri gagnrýni fyrir að hafa fallið frá fyrri afstöðu sinni og forvera sinna um andstöðu við gasleiðsluna Nord Stream 2, sem ætlunin er að flytji gas beint frá Rússlandi til Vestur- Evrópu í stað þess að Rússar þurfi að treysta á gasleiðslur í gegnum ríki Austur-Evrópu. Í leiðara The Wall Street Journal segir að merki um veikleika í utanríkisstefnu Bidens séu ítrekað farin að koma fram og breytt afstaða gagnvart Nord Stream 2 sé dæmi um þetta. Biden tali digurbarkalega en fylgi þeim orðum ekki eftir. Blaðið bend- ir á að bæði Barack Obama og Donald Trump forverar Bid- ens hafi staðið gegn gasleiðsl- unni, en nú hafi Biden fært „Vladimír Pútín meiri háttar sigur í málinu á kostnað Úkra- ínu og orkumála Evrópu.“ Í breska blaðinu Telegraph hefur einnig verið fjallað nokkuð um málið, meðal ann- ars í grein eftir Con Coughlin sem fer fyrir varnarmála- umfjöllun blaðsins. Hann segir að Pútín hljóti að vera frekar ringlaður vegna óljósra skila- boða sem hann fái frá stjórn Bidens. Í síðasta mánuði, í að- draganda G7-fundarins, hafi Bandaríkjaforseti haft uppi stór orð um að mæta endur- teknum tilraunum Kremlar til að grafa undan Vesturlöndum og varaði við alvarlegum af- leiðingum. Biden hafi einnig haft uppi stór orð í tengslum við fund þeirra Pútíns í Genf um að hann ætlaði að „láta [Pútín] vita það sem ég vil að hann viti“. Þá hafi Bandaríkin í sam- starfi við banda- menn á borð við Breta sýnt herstyrkinn í Svartahafinu sem hafi falið í sér siglingu breska herskips- ins HMS Defender. Þrátt fyrir allt þetta hafi „Bandaríkja- forseti tekið algera U-beygju með því að samþykkja samn- ing þýska kanslarans Angelu Merkel um að ljúka byggingu hinnar umdeildu Nord Stream 2 leiðslu frá Rússlandi til Þýskalands.“ Coughlin segir að með þessu snúi Biden ekki aðeins við langvarandi andstöðu Banda- ríkjanna við verkefnið og færi Moskvu möguleikann á að hafa afgerandi áhrif á orkuöflun Evrópu í framtíðinni, heldur séu þetta einnig alger svik bandarískra stjórnvalda við bandamenn í Austur-Evrópu sem verði mun berskjaldaðri gagnvart þrýstingi rússneskra stjórnvalda þegar Rússland þurfi ekki lengur að treysta á þessi ríki til að selja orku til Vestur-Evrópu. Líklega bjóst enginn við að Joe Biden yrði sterkur forseti en þó bjuggust varla margir við að hann yrði veikari í utan- ríkismálum en Barack Obama. Fyrir bandamenn Bandaríkj- anna er það töluvert áhyggju- efni ef utanríkisstefnan mun einkennast af hringlandahætti og eftirgjöf næstu árin. Og raunar verður mjög erfitt, jafnvel þó að vilji stæði til þess, að snúa af slíkri braut eftir að skilaboð um veikleika hafa einu sinni verið send út. Biden vék frá eigin orðum og stefnu forvera sinna um Nord Stream 2} U-beygja í Hvíta húsinu Þeir sem búa í Reykjavík eða reka þar fyrirtæki eiga ekki von á neinum glaðningi frá borgaryfirvöldum á næst- unni að mati áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísar Hauksdóttur, í borgarráði. Á fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag kom fram svar við fyrirspurnum Vigdísar um væntanlega álagning- arprósentu á húsnæði í Reykjavík og hvort til stæði að lækka hana. Svarið kom ekki á óvart, ákvörðun hefði ekki verið tek- in og þar við sat. Þá bókaði Vigdís á borgarráðsfundinum: „Af svarinu má ráða að ekki standi til að lækka fasteigna- álögur í Reykjavík á árinu 2022. Það má öllum vera ljóst að fjárhagsáætlunarvinnan er langt komin þegar kominn er 22. júlí. Enginn vilji er til að koma til móts við Reykvíkinga og létta af þeim álögum af völdum hækkunar fasteigna- mats sem nær eingöngu má rekja til lóðaskorts í borg- inni.“ Óhætt er að taka undir með Vigdísi, það bendir ekkert til að borgaryfirvöld hyggist koma til móts við Reykvík- inga og létta af þeim álögum, jafnvel þó að borgin sjálf beri ábyrgð á þessum hækkandi álögum. Borgarstjórnarmeiri- hluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar hefur sýnt að hann stendur saman um að sóa skattfé Reykvíkinga og gæta þess um leið að álögur séu með allra hæsta móti. Borgaryfirvöld vilja halda álögum háum}Lítil von um lækkun Í sumarfríinu getur verið freistandi að slaka á í sófanum með hlýtt ullarteppi og þá er gott að geta valið sér íslenskt efni til áhorfs. Til dæmis hafa nýir og spennandi þættir um Kötlu átt hug minn allan þessa dagana. Slíkt efni verður þó ekki til af sjálfu sér. Hlúa þarf að kvikmyndagerð líkt og mörgu öðru. Ef greininni er veitt athygli og pláss hef- ur hún möguleika að vaxa og dafna okkur öllum til heilla. Mikilvægt er að sveigjanlegt og kraft- mikið stuðningskerfi sé til staðar sem ýtir und- ir jákvæða þróun í kvikmyndagerð. Síðastliðið haust markaði tímamót í sögu kvikmyndagerð- ar á Íslandi þegar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lagði fram fyrstu heildstæðu stefnu íslenskra stjórnvalda á sviði kvikmynda. Markmiðið með stefnunni er að skapa auðuga kvikmyndamenningu sem styrk- ir sjálfsmynd þjóðarinnar, eflir íslenska tungu, býður upp á fjölbreyttari og metnaðarfyllri kvikmyndamenntun, styrkir samkeppnisstöðu greinarinnar og stuðlar að því að Ísland verði þekkt alþjóðlegt vörumerki á sviði kvik- myndagerðar. Með kvikmyndastefnu hafa íslensk stjórn- völd viðurkennt vaxandi hlutverk menningar, lista og skapandi greina á Íslandi. Framsókn hefur lengi talað fyrir mikilvægi þess að styðja eigi við kvikmyndagerð í landinu ásamt því að hækka endurgreiðslur af framleiðslukostnaði í 35% líkt og gert er í löndum sem keppa við Ísland um verkefni. Kvik- myndagerð hefur fyrir löngu sannað gildi sitt sem listgrein og atvinnugrein. Kraftmikil kvik- myndamenning eflir sjálfsmynd þjóðarinnar. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir eru listgrein sem speglar samtímann og gerir sögu og menningararfi skil. Ýmiss konar efni er fram- leitt sem bæði er afþreying fyrir nútímann ásamt því að segja mikilvæga sögu til fram- tíðar. Mikilvægi kvikmyndagerðar fyrir ís- lenska tungu er ómetanlegt, en kvikmynda- gerð skipar stóran sess í því að efla og varðveita íslenska tungu. Ferðavenjukönnun hefur sýnt að tæplega 40% þeirra ferðamanna sem hingað koma tóku ákvörðun um að ferðast til Íslands eftir að hafa séð landið í sjónvarpi eða á hvíta tjaldinu. Heildarvelta ferðaþjónustunnar af slíkum ferðamönnum hleypur á mörgum milljörðum. Íslensk kvikmyndagerð skapar á fjórða þús- und beinna og afleiddra starfa og laðar að erlenda fjárfest- ingu. Í því felast gríðarleg verðmæti fyrir ríkissjóð. Við í Framsókn höfum talað fyrir mikilvægi þess að skapa fjöl- breytt atvinnutækifæri. Kvikmyndagerð er skapandi at- vinnugrein sem fellur vel að þeim hugmyndum, en mik- ilvægt er að hún fái viðeigandi stuðning. Fjórða iðnbyltingin kallar eftir hugviti, hátækni, sköpun og sjálf- bærum lausnum og kvikmyndagerð er allt þetta. Lilja Rann- veig Sigur- geirsdóttir Pistill Íslensk kvikmyndagerð Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og situr í 2. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is E ndurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi hefur tekið á móti einstaklingum sem glíma við eftirköst af Co- vid-19 frá því í október á síðasta ári. Hefur fjöldi fólks sóst eftir endurhæf- ingu í kjölfar veikinda af völdum veir- unnar. Reykjalundur fór í þriggja vikna sumarleyfi á dögunum og mun starfsemin hefjast að nýju eftir versl- unarmannahelgina. Stefán Yngvason, fram- kvæmdastjóri lækninga á Reykja- lundi, segir að tíminn geti skipt máli og oft batni fólki af sjálfu sér. Þess vegna eru þrír mánuðir látnir líða þangað til fólk er kallað inn. Þannig eru þeir síaðir út sem þurfa raun- verulega á hjálpinni að halda. Í milli- tíðinni er fólki bent á að sækja sér að- stoð á heilsugæslustöðvum. Óþol fyrir miklu álagi Hópurinn sem kemur á Reykja- lund er fjölbreyttur, á aldrinum 18 ára og eldri. Stefán segir að stærsti hópurinn sé á miðjum aldri. Lang- vinnu áhrifin sem fólk glímir við eru helst líkamleg þreyta og mæði, orku- leysi og andleg þreyta. Stefán bendir á að þetta séu mjög víðtæk vandamál og þau verði ekki leyst með áhlaupi. „Nær allir hafa óþol fyrir miklu líkamlegu álagu og við mælum lík- amlegt atgervi hvers og eins í upphafi með áreynsluprófum,“ segir Stefán. Hann bætir við að mikilvægt sé að skammta líkamlegt álag mjög stíft enda sé annars hætta á að fólk geti ekki tekið fullan þátt, fari það fram úr sér á fyrsta degi. Á Reykjalundi er fólki kennt að takast á við heilaþoku, örmögnun eða kulnun. Til séu ýmis ráð eins og að kyrra hugann og nýta orkuna betur. Stefán segir að fólki sé þannig kennt að nota verkfæri sem það getur svo notað sjálft. „Það er mikið álag að komast ekki í vinnu og vera með ein- kenni sem er erftt að útskýra og sjást ekki utan á þér.“ Mikil byrði um ókomin ár Það virðist vera erfiðara að losna við langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins en langtímaáhrif annarra veirusýk- inga. Þeir sem hafa útskrifast eru nú í eftirfylgd en ekki er gert ráð fyrir endurkomum. „Við stöndum í miðri á með þetta fólk,“ segir Stefán. Hann bendir á að menn hafi áhyggjur af því að langtímaáhrif veirunnar verði mik- il byrði um ókomin ár. „Það veit enginn, maður getur ekki fullyrt fyrir fram hvort fólk losni við þau yfirhöfuð.“ Inn í myndina þarf þó að taka að heilsufar fólks í grunn- inn er alla vega og það þarf að draga frá við mat á því hvernig fólk hefur það eftir Covid. Ekki er enn vitað um áhrif bólu- setninga á langvinn einkenni og því getur Stefán ekki fullyrt um það hvernig sjúkdómurinn leggst á bólu- setta til lengri tíma. „Í heildarmyndinni er þessi veira ólíkindatól. Langvinnu einkenn- in eru ekki endilega í réttu hlutfalli við hve veikur þú varðst,“ segir Stef- án. Fólk geti því haft lítil veikinda- einkenni en svo fengið langvinn ein- kenni sem geri það óstarfhæft í framhaldinu. Stefán telur að endurhæfingin á Reykjalundi komi að gagni. „Við eigum samt eftir að mæla árangurinn og nið- urstöður sem segja okkur hvað dugar fólki best.“ Reykjalundur er í samtali við Sjúktratrygg- ingar núna enda er ekki hægt að ráðast í aukin verkefni nema með samningi við Sjúkra- tryggingar. „Það er tíma- frekt en þetta er sú staða sem Reykjalundur og aðrar svipaðar stofnanir búa við.“ Ásókn í endurhæf- ingu í kjölfar Covid Reykjalundur er heilbrigðis- stofnun í eigu Sambands ís- lenskra berkla- og brjósthols- sjúklinga (SÍBS). SÍBS var stofnað árið 1938 af berkla- sjúklingum. Starfsemin á Reykjalundi nær allt aftur til ársins 1944 og fyrstu árin nutu berklasjúklingar þar að- hlynningar. Upp úr 1960 var farið að bjóða upp á endurhæf- ingu fyrir hjarta- og lungna- sjúklinga, auk fleiri hópa sjúk- linga. Nú skiptist endurhæfingin í níu svið; hjartasvið, lungna- svið, taugasvið, geðsvið, gigtarsvið, hæfingarsvið, næringarsvið, verkjasvið og atvinnulega endurhæf- ingu. Innan sviðanna er teymisvinna fagstétt- anna lögð til grundvallar endurhæfing- unni, segir á vef Reykja- lundar. Endurhæfing á níu sviðum REYKJALUNDUR Stefán Yngvason Ljósmynd/Odd Stefán Reykjalundur Aukin aðsókn er í endurhæfingu í kjölfar veikinda af völdum Covid-19. Starfsemi Reykjalundar liggur niðri núna vegna sumarleyfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.