Morgunblaðið - 26.07.2021, Side 12

Morgunblaðið - 26.07.2021, Side 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 Árvakur hf. tapaði 75 milljónum króna í fyrra, sem er mun minna tap en árið 2019 þegar tapið nam 210 milljónum króna. Árvakur hf. gefur meðal annars út Morgunblaðið og mbl.is og rekur útvarpsstöðina K100 og hafði kórónuveirufaraldurinn mikil áhrif á auglýsingatekjur félagsins í fyrra. „Undanfarin ár hafa verið afar erfið fjölmiðlum eins og þekkt er, meðal annars af umræðu um rekstr- arumhverfi þeirra og ríkisstyrki. Árið í fyrra var mikið viðbótarhögg fyrir tekjur fjölmiðla þar sem verulegur samdráttur var á auglýsingamark- aðnum í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Haraldur Johannessen, fram- kvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri. „Ástæða þess að reksturinn hélt engu að síður áfram að batna á milli ára hjá Árvakri er að á síðustu árum hefur verið gripið til mjög veigamikilla hag- ræðingaraðgerða sem skiptu sköpum þegar höggið vegna kórónuveirunnar skall á.“ Þórsmörk ehf. er aðaleigandi Ár- vakurs hf. og var samstæða Þórs- merkur ehf. rekin með 62 milljóna króna tapi í fyrra, sem er umtalsverð- ur rekstrarbati frá árinu 2019 þegar tapið nam 293 milljónum. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir, EBITDA, nam 190 milljónum króna í fyrra, en EBITDA var neikvæð um 49 milljónir árið 2019. „Þrátt fyrir mikinn hallarekstur síðustu ára er jákvætt að sjá að þró- unin hefur verið í rétta átt. Þá er ánægjulegt að í gegnum þrengingar í rekstri hefur tekist að halda fjölmiðl- um Árvakurs öflugum og í raun ein- stökum á íslenskan mælikvarða. Ekk- ert annað fjölmiðlafyrirtæki býður upp á þau gæði og breidd í efnisfram- boði sem Árvakur gerir í gegnum miðla sína. Það sýnir styrk Árvakurs að hafa þrátt fyrir erfiðleika síðustu missera og ára ekki aðeins getað haldið í horfinu heldur einnig haldið áfram að byggja upp nýja miðla og aukið efnisframboð, bæði fyrir áskrif- endur og aðra notendur miðlanna,“ segir Haraldur Johannessen. Minna tap þrátt fyrir veiru - Tap Árvakurs minnkaði verulega í fyrra og nam 75 milljónum - Miðlarnir auka enn við framboðið til áskrifenda og annarra Morgunblaðið/ÞÖK Bandaríski rafbílaframleiðandinn Rivian tilkynnti á föstudag um lok nýrrar fjáröflunarlotu þar sem félag- inu tókst að safna 2,5 milljörðum dala. Samhliða þessu greindi Rivian frá að fyrirtækið sé að athuga möguleikann á að opna aðra verksmiðju í Banda- ríkjunum, sem heimildir Reuters segja að verði notuð til að framleiða rafhlöður. Rivian hefur um árabil unnið að þróun og smíði raf-jeppans R1S og raf-pallbílsins R1T og eru fyrstu bíl- arnir væntanlegir á markað innan skamms. Fyrirtækið er með höf- uðstöðvar sínar í Illinois og hefur til þessa aflað um 10,5 milljarða dala hjá fjárfestum, með Amazon og Ford fremst í flokki. Voru bandaríski net- verslunarrisinn og bílaframleiðand- inn einnig í hópi stærstu fjárfesta í nýju fjármögnunarlotunni, auk fjár- festingafélagsins T. Rowe Price. Nýja fjármögnunarlotan verður nýtt til að auka framleiðslugetu Rivi- an á Bandaríkjamarkaði og leggja grunninn að sölu á heimsvísu. Félagið verður skráð á hlutabréfamarkað í lok þessa árs og vonast stjórnendur Rivian til að samanlagt markaðsvirði við skráningu verði a.m.k. 50 millj- arðar dala. Til stóð að afhenda fyrstu eintökin af R1T í júli en tafir vegna kór- ónuveirufaraldursins urðu til þess að fresta þurfti afhendingu fram til sept- ember. Fyrstu kaupendur munu fá R1S í hendurnar með haustinu. ai@mbl.is Kraftur Rafbíla Rivian er beðið með eftirvæntingu víða um heim. Rivian fær 2,5 milljarða dala innspýtingu FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Verð á framvirkum samningum um sölu á arabica-kaffibaunum fór í síð- ustu viku yfir tvo dali á pundið á hrá- vörumarkaði í New York og hefur ekki verið hærra í sjö ár, að því er Financial Times greinir frá. Nam hækkunin 30% í vikunni og hefur verðið hækkað um 60% frá árs- byrjun. Stafar þessi þróun af áhyggj- um markaðarins af minnkuðu fram- boði vegna kuldakasts í helstu kaffiræktarsvæðum Brasilíu. Lækk- aði hitastigið óvænt í Paraná, São Paulo og Minas Gerais í byrjun vik- unnar og fór víða undir 0°C. Mældist allt að -5°C frost þar sem kuldinn var mestur. Runnarnir lengi að taka við sér Að sögn FT eykur það á vanda brasilískra kaffibænda að landið hef- ur að undanförnu glímt við mestu þurrkatíð sem sést hefur í heila öld og kaffirunnarnir þar í landi því við- kvæmari en ella. Brasilía framleiðir meira kaffi en nokkurt annað land en að sögn Reu- ters ríkir núna fullkomin óvissa um hve mikillar uppskeru má vænta á komandi misserum og búast sumir bændur við að geta skaffað innan við þriðjung af því sem vænta mætti í venjulegu árferði. Að sögn FT áætla markaðsgreinendur að uppskera brasilískra ræktenda á næsta ári verði 5-10% minni en venjulega. Ef kaffirunnar skemmast vegna kulda þurfa bændur að klippa af þeim greinarnar og leyfa þeim að vaxa að nýju. Líður um það bil ár þar til skemmdar greinar bera ávöxt á ný. Jafnvel ef frostskemmdir eru litl- ar hefur kuldinn áhrif á blómvöxt plöntunnar og dregur úr uppskeru næsta árs. Samkvæmt veðurspám er von á öðru kuldakasti í Brasilíu í þessari viku og því hætta á frekari skemmd- um. Þá óttast kaupendur að margir bændur og útflytjendur muni neita að standa við gerða samninga í ljósi ört hækkandi heimsmarkaðsverðs en til samanburðar kostuðu fram- virkir kaffibaunasamningar um það bil helmingi minna fyrir ári. Verð á kaffibaunum í hæstu hæðum eftir kuldakast MAURO PIMENTEL / AFP Sopi Óvænt frost kann að hafa stórskemmt kaffiplantekrur á lykilsvæðum. - Óvissa með uppskeru komandi missera í helstu ræktarhéruðum Brasilíu Sölutekjur ítalska tískufyrirtækis- ins Giorgio Armani jukust um 34% á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Munar þar mest um batnandi sölu í Bandaríkjunum og Kína en árið 2020 drógust tekjur félagsins sam- an um 25% og námu um 1,6 millj- örðum dala. Kom samdrátturinn að stærstum hluta fram á fyrri helm- ingi síðasta árs. Reuters hefur eftir tískufröm- uðinum Giorgio Armani, sem er í dag 87 ára gamall og gegnir enn stöðu stjórnarformanns og framkvæmdastjóra, að stefnt sé að því að á árinu 2022 rjúfi sölutekj- urnar tveggja milljarða evra mark- ið og verði jafngóðar og þær voru áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Eftir að hafa vaxið samfleytt í tíu ár varð skarpur samdráttur í sölu á lúxusvarningi á síðasta ári, bæði vegna þess að víða þurfti að loka verslunum vegna smitvarna en einnig vegna þess að lítið var um erlenda ferðamenn sem margir leggja sig sérstaklega fram við að kaupa lúxusvörur þegar þeir heim- sækja háborgir tískunnar. Á síðasta ári var 29 milljóna evra tap af rekstri Giorgio Armani- samsteypunnar, fyrir vexti og skatta, en stefnir í ágætishagnað á þessu ári. Markaðsgreinendur velta nú vöngum yfir hvort hönnuðurinn nafntogaði muni senn stíga til hlið- ar fyrir aldurs sakir en hann hefur látið í veðri vaka að samruni við annað ítalskt félag komi til greina. Segja heimildarmenn Reuters að athafnamaðurinn John Elkann, ættarlaukur Agnelli-ættarinnar og barnabarn Gianni Agnelli, fyrrum stjórnanda Fiat, geri sér vonir um að gera Giorgio Armani að hluta af ítölsku risafyrirtæki. ai@mbl.is Viðsnúningur hjá Giorgio Armani - Ítalski tískuhönnuðurinn gæti senn stigið til hliðar og samruni mögulegur Alex Ogle/AFP Bati Vegfarendur ganga fram hjá verslun Giorgio Armani í Hong Kong. Giorgio Armani John Elkann26. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.6 Sterlingspund 174.14 Kanadadalur 100.74 Dönsk króna 20.032 Norsk króna 14.318 Sænsk króna 14.594 Svissn. franki 137.48 Japanskt jen 1.1451 SDR 179.85 Evra 149.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.0551

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.