Morgunblaðið - 26.07.2021, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021
Goðafoss Erlendir ferðamenn sem innlendir heillast af vatnsföllum og fossum landsins. Goðafoss er þar engin undantekning og þessir ferðamenn höfðu einstakan bakgrunn á mynd.
Einar Falur
Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti er heltekinn
af Úkraínu, eða öllu
heldur af því að láta eins
og landið fyrirfinnist
ekki. Í sínum árlega við-
talsþætti 30. júní fullyrti
Pútín, að Úkraínumenn
og Rússar væru „sama
þjóðin“. Í kjölfarið sendi
hann frá sér grein með
rökstuðningi þessarar
„sannfæringar“ sinnar, sem fólst í
því að rekja sameiginlega sögu þjóð-
anna. Stórvirki á sviði rangfærslna
– og nánast stríðsyfirlýsing.
Frásögn Pútíns hefst í hinu forna
Garðaríki, samfélagi Rússa, Úkra-
ínumanna og Hvít-Rússa, sem áttu
sér sama tungumálið og síðar sömu
trúna að auki, allar götur frá „skírn
Rússlands“ inn í rétttrúnaðarkirkj-
una og fram á 15. öld. Þrátt fyrir að
ríkið forna hafi brotnað upp litu
þjóðirnar enn á Rússland sem sína
fósturjörð, skrifar Pútín.
Saga hans gerir því skóna, að
stríð Rússa og Pólverja árin 1605 –
18 hafi fært frelsið með sér, „sam-
einað“ Úkraínumenn á ný hinum
rússnesku þegnum rétttrún-
aðarkirkjunnar og myndað þannig
„Litla-Rússland“, en merking orðs-
ins Úkraína hafi verið eitthvað á
borð við „á vígstöðvunum“.
Stofnun Nýja-Rússlands [Novo-
rossiya] árið 1764 og útþenslustefna
Rússneska keisaradæmisins voru
einnig vilji fólksins, eftir Pútín að
dæma. „Sameining vestrússnesku
ríkjanna við Rússland var ekki ein-
vörðungu afsprengi pólitískra og
diplómatískra ákvarðana; hún hvíldi
á grunni sameinlegra trúarbragða
og menningar,“ auk „tungumálalegs
skyldleika“.
Hrósar
bolsévikum
Alexander Suvorov
hershöfðingi hefði lík-
ast til verið ósammála
þessari túlkun, maður
sem braut á bak aftur
gríðarlega mótspyrnu
gegn því að tryggja
hin nýju landamæri
stækkaðs Rússlands.
Túlkun Pútíns er hins
vegar sú, að sameig-
inlega tungan – þrátt
fyrir „staðbundin einkenni og fram-
burðarmállýskur“ – útiloki nánast
þann möguleika, að Úkraínu hefði
verið kleift að þróa sína eigin menn-
ingu. Úkraínska þjóðskáldið Taras
Sjevtjenkó hafi, svo dæmi sé nefnt,
skrifað óbundið mál að mestu á
rússnesku þótt hann hafi ort ljóð sín
á úkraínsku.
Eins hafi [rithöfundurinn] Nikolai
Gogol – borinn og barnfæddur í Pol-
tava-héraðinu í Úkraínu, sem þá til-
heyrði Rússneska keisaradæminu –
verið „þjóðrækinn Rússi“ og skrifað
á rússnesku. „Hvernig er það ger-
legt að deila þeirri arfleifð milli
Rússlands og Úkraínu?“
Síðar í skrifum sínum gagnrýnir
Pútín „freklega pólskun“ millistríðs-
áranna, þegar Pólverjar kæfðu
„staðbundna menningu og hefðir“. Í
kjölfarið hrósar hann bolsévikum
fyrir að „þróa og styrkja“ úkraínska
„menningu, tungumál og ímynd“ í
krafti úkraínskunarstefnu sinnar.
Sá hængur er þó á, að mati Pút-
íns, að „úkraínskuninni var oftar en
ekki þröngvað upp á þá sem ekki
litu á sig sem Úkraínumenn“. Hann
þegir hins vegar þunnu hljóði um
rússneskun Úkraínumanna – sem
var miklu umfangsmeiri en nokkuð
sem hægt er að brigsla Pólverjum
um.
Enn fremur talar Pútín um Sovét-
ríkin sem bjargvætt endurheimtrar
Úkraínu. „Árið 1939 voru lönd, sem
Pólverjar höfðu áður sölsað undir
sig, færð Sovétríkjunum á ný. Flest
þeirra hinni sovésku Úkraínu.“
Þetta er þokukennd sýn á Molotov-
Ribbentrop-sáttmála Sovétmanna
og Þýskalands nasismans. Kinn-
roðalaust kemst Pútín svo að þeirri
niðurstöðu, að „Úkraína nútímans
er skilgetið afkvæmi Sovét-
tímabilsins“.
Rússland var rænt
Pútín er ekki að öllu leyti sáttur
við bolsévika þrátt fyrir harða
stefnu þeirra í málefnum Úkraínu.
Hann virðist þó ekkert hafa við
hungursneyðina miklu að athuga,
sem kostaði milljónir úkraínskra lífa
árin 1932 – 33. (Pútín kemur sér
fimlega hjá því að nefna Stalín á
nafn og kveður leiðtoga Úkraínu nú-
tímans „endurskrifa söguna“ með
því að kalla „hörmungar sam-
yrkjubúskapar og hungursneyðar“
þjóðarmorð.)
Í staðinn úthúðar Pútín bolsévik-
um fyrir meðferð þeirra á rúss-
nesku þjóðinni sem „óþrjótandi efni-
viði í félagslegar tilraunir“.
Draumsýn þeirra um „heimsbylt-
ingu“ og afnám þjóðríkja varð
kveikjan að handahófskenndum
landamærabreytingum og „rausn-
arlegri“ útdeilingu landsvæða.
„Rússland var í rauninni rænt.“
Þrátt fyrir að heimurinn fordæmi
„glæpi Sovétveldisins“ lítur hann
ekki á það sem glæpsamlegt athæfi,
að bolsévikar hafi „hrifsað“ söguleg
landsvæði, á borð við Krímskagann,
af Rússum. Og Pútín hefur skýr-
inguna á því á reiðum höndum: „Það
varð til þess að veikja Rússland,“ og
því eru „fjendur okkar því fegnir“.
Pútín heldur áfram með fjend-
urna, en fyrst vill hann ræða hag-
fræði. „Úkraína og Rússland hafa
þróast sem eitt hagkerfi í áratugi og
aldir,“ og þannig náð fram til „djúp-
stæðs samstarfs“ fyrir 30 árum sem
Evrópusamband dagsins í dag gæti
öfundað þessar þjóðir af. Árin 1991
til 2013 heldur hann því til dæmis
fram, ekki af miklum trúverðugleika
þó, að niðurgreiðslur Rússa á gasi
hafi sparað Úkraínu rúmlega 82
milljarða Bandaríkjadala. Hvergi
minnist hann þó á hve rækilega
úkraínskir ráðamenn máttu lúta
Rússum fyrir greiðann.
Kærleikurinn mikli
„Svo náið samband getur […]
aukið möguleika beggja landanna,“
skrifar Pútín. Engu að síður er
sannleikurinn sá, að þessi áratuga-
samvinna varð báðum hagkerfunum
myllusteinn um háls. Pútín skirrist
þó ekki við að kenna „afiðnvæðingu
og efnahagslegri niðurrifsstarfsemi“
Úkraínumanna um tilburði þeirra til
að kljúfa sig frá Rússum allar götur
síðan 2014.
Rússland kom ávallt fram við
Úkraínu af „miklum kærleika“, full-
yrðir Pútín. Seint myndi ég lýsa
miskunnarlausum viðskiptaþving-
unum gagnvart landi í upplausn
með þeim orðum, sem var það sem
Rússar beittu Úkraínumenn þegar
Viktor Janúkóvitsj, góðkunningi
Pútíns, var hrakinn frá völdum í
Úkraínu árið 2014. Því síður ættu
kærleiksorð Pútíns við um þá gjörð
að skjóta niður farþegaflugvél, eins
og uppreisnarmenn studdir af Rúss-
um gerðu í júlí sama ár og urðu með
því 298 manns að bana.
Fullyrðir Pútín þó, að úkraínskir
leiðtogar hafi „kastað afrekum
margra kynslóða á glæ“ þegar þeir
réttlættu sjálfstæði landsins „með
því að afneita fortíð þess“. Hafa þeir
þó hlotið hvatningu á þeirri vegferð
frá engum öðrum en Evrópusam-
bandinu og Bandaríkjamönnum –
sjálfum skúrkunum í samtímasögu
Úkraínu og þeirra „andrússnesku“
herferð.
Leggur á ráðin um stríð
Þetta endurómar fullyrðinar Pút-
íns í innhringiþættinum: „Stærstu
ákvarðanir um málefni Úkraínu eru
ekki tekin í Kænugarði, heldur í
Washington og, að hluta, í Berlín og
París.“ Að sögn Pútíns gerir þessi
sátt Volodymyrs Selenskíjs Úkra-
ínuforseta við „fullkomna utan-
aðkomandi stjórn lands hans“ allar
tilraunir til að funda með honum til-
gangslausar.
Engu að síður ritar Pútín í grein
sinni: „Rússland er allt af vilja gert
að ræða við Úkraínu.“ En til þess að
eitthvað komi út úr slíkum við-
ræðum verði Úkraínumenn að vera
fulltrúar „hagsmuna eigin þjóðar“ í
stað þess að „þjóna erlendum hags-
munum“. Auðvitað verða þó einu
hagsmunir Úkraínu að mati Pútíns,
að vera þeir að sameinast Rúss-
landi.
Höfum eitt á hreinu: Með því að
afneita rétti Úkraínu til sjálfstæðis
er Pútín að leggja á ráðin um stríð.
Vesturveldin verða að ákveða fyrr
en síðar hvað þau eru tilbúin að
gera til að afstýra því.
Eftir Anders
Åslund »Með því að afneita
rétti Úkraínu til
sjálfstæðis er Pútín að
leggja á ráðin um stríð.
Vesturveldin verða að
gera upp hug sinn fyrr
eða síðar í málinu.
Anders Åslund
Höfundur er hagfræðingur og oddviti
Free World-ráðsins í Stokkhólmi.
©Project Syndicate, 2021.
Háskatal Pútíns um Úkraínu