Morgunblaðið - 26.07.2021, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.07.2021, Qupperneq 19
sem við áttum lengi. Björn hafði mikinn húmor og stundum laumulegan en kersknilausan. Tók vel í nefið og kunni að njóta lífsins þegar svo bar undir. Stundum kom bróðir hans sr. Ágúst í heimsókn og fögnuðu þeir hóglega góðum kynnum. Elsti sonurinn Sigurður lærði söðlasmíði og voru þeir feðgar með söðlasmíði Þorvaldar lengi vel í bílskúrunum á Hlíðarveg- inum þar sem ég fékk húsaleig- una skilvíslega goldna í tveimur hnökkum árlega. En börnin okkar voru sum jafnaldra og oft líf í tuskunum. En við hjónin áttum neðri hæðina í góðu sam- komulagi við hjónin á efri hæð- inni lengi eftir þetta. Björn þekkti aragrúa fólks og kunni manna best að umgangast erf- iðleika. Hann sagði mér sig yf- irleitt vilja fara einn til að fást við æstan múg þar sem honum gengi þá betur að tala fólk til en með óvaninga sér við hlið. Bauð bjálfunum kannski í nefið til að byrja með. En ekki var víst heiglum hent að takast á við hann Stóra-Björn ef menn létu ekki segjast með góðu. En hann var friðarins maður fyrst og fremst þar til annað þraut. Erf- iðast væri að skera niður börn. Mér fannst ávallt birta þegar ég hitti Björn, hann var svo skemmtilegur í viðræðu og létt- ur í fasi. Seinni árin strjáluðust kynnin. Hann lenti í sorg með missi sinnar elskulegu konu af slysförum og ég hef heyrt að heilsu hans hafi hrakað eftir það. Minningin um þennan hug- ljúfa mann endist okkur sem þekktu hann. Traustur og hlýr með samúðarstórt hjarta. Halldór Jónsson. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 faðmlögin og hláturinn, sögurnar, trúna á mér og allar pönnukök- urnar. Ég mun sakna þín svo óskaplega mikið. Nú ertu komin aftur til afa Steina, Óla, bróður þíns, og Steina litla og ég veit að þeir taka vel á móti þér. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. Aldrei hverfur angan sumra blóma. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Góða ferð elsku amma. Þín Inga Vala. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu Tótu. Ég man hvað það var ynd- islegt að koma til ömmu og afa í kaffi á aðfangadagskvöld. Það var fastur punktur í tilverunni langt fram á fullorðinsár. Þá var falleg jólastemning og eldhúsborðið var hlaðið kökum og amma bauð upp á heitt súkkulaði úr sparikaffi- stellinu sínu. Einnig mun ég seint gleyma samverustundunum við eldhúsborðið í Suðurbyggðinni og pönnukökunum sem amma bak- aði. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég kveð þig, elsku amma mín, með einlægri þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum. Hvíldu í friði. Ólafur Gíslason. ✝ Þröstur Guð- bjartsson fædd- ist í Bolungarvík 23. október 1952. Hann lést á Líkn- ardeild Landspít- alans, Kópavogi 17. júlí 2021. Foreldrar Þrast- ar voru Guðbjartur Þórir Oddsson mál- arameistari, f. 20.3. 1925, d. 12.8. 2009, og Kristín Ólafsdóttir, húsfreyja og matráðskona, f. 17.10. 1920, d. 25.2. 2009. Systkini Þrastar eru: 1) Örn Guðjónsson, maki Sigurósk Garðarsdóttir, 2) Vil- helm Valgeir Guðbjartsson, maki Guðrún Ragnarsdóttir, 3) Ólöf María Guðbjartsdóttir, maki Jónas Pétur Sigurðsson, 4) Svanur Guðbjartsson, maki Ólöf Magnúsdóttir, 5) Guðrún Guð- bjartsdóttir, maki Bjarni Al- bertsson, 6) Unnur Guðbjarts- Þröstur stundaði nám við Leiklistarskólann Sál í einn vet- ur og útskrifaðist síðan frá Leiklistarskóla Íslands 1978. Hann vann sem leikari og leik- stjóri hjá Þjóðleikhúsinu, Borg- arleikhúsinu, Leikfélagi Ak- ureyrar, Alþýðuleikhúsinu, Frú Emelíu og fleiri leikhúsum og leikhópum. Urðu hlutverkin um 50 talsins en einna þekktastur er hann fyrir kvikmynd Óskars Jónassonar, Sódóma Reykjavík, þar sem hann fór með hlutverk Ella. Þá lék hann í mynd Egils Eðvarðssonar, Agnesi. Einnig má nefna sjónvarpsþætti eins og Dagvaktina og Heimsendi. Þröstur var leikstjóri hjá mörg- um áhugaleikfélögum víða um land, fyrst á Hvammstanga árið 1980. Hefur hann sett á svið um 80 leiksýningar. Einnig leik- stýrði hann hjá leikfélögum framhaldsskóla víða um land og kenndi á leiklistarnámskeiðum. Þröstur var ókvæntur og barn- laus en unnusti Þrastar er Pati- wat Dipean, f. 2.12. 1986, búsett- ur í Taílandi. Útförin fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 26. júlí 2021, klukkan 13. dóttir, maki Garðar Benediktsson, 7) Kristín Þóra Guð- bjartsdóttir, maki Sigurður Stefán Jónsson, 8) Birna Guðbjartsdóttir, maki Sölvi Rúnar Sólbergsson, 9) Bára Guðbjarts- dóttir, maki Jón Haukdal Krist- jánsson, 10) Sif Guðbjartsdóttir, maki Róbert Edward Róbertsson. Þröstur ólst upp í Bolung- arvík til níu ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan til Reykjavík- ur. Þröstur var svo í sveit í Más- keldu í Saurbæ í Dalasýslu til 15 ára aldurs. Hann gekk í Barna- skóla Bolungarvíkur, var í Aust- urbæjarskólanum, einn vetur í Reykjaskóla í Hrútafirði og lauk sveinsprófi í bakaraiðn frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1973. Elsku Þröstur. Þú varst alltaf svo ljúfur og af öllum elskaður sakir ljúfmennsku þinnar. Sannkallaður vinur vina sinna og bróðir besti. Enda átt- irðu gnótt traustra vina, hvort sem það var frá leiklistarárunum, Samtökunum 78, kaktus- klúbbnum eða öðrum hópum. Trygglyndi og skyldurækni til vina og ættingja var sterkt ein- kenni í þínum karakter. Og við systkinin minnumst þess oft hve þú varst duglegur við að heim- sækja allar frænkur og frændur í Víkinni þegar þú varst þar í heimsókn og alltaf passaðir þú upp á að fara með mömmu á Bol- víkingamessu og -kaffi hér í Reykjavíkinni. Já, þú varst ein- staklega góður sonur og yndið hennar mömmu sinnar. Þú fórst til Ísraels 1973 til að vinna á samyrkjubúi, við tínslu á jaffa-appelsínum, og þar eignað- ist þú margt góðra vina frá hinum ýmsu heimshornum. Og þegar þú komst heim frá Ísrael varstu svo brúnn, grannur og glæsilegur og við höfðum orð á því, systurnar, að þú litir bara út eins og Jesús með með þitt síða hrokkna hár og alskegg. Jeminn hvað við vorum montar með þig! Og auðvitað komstu færandi hendi eins og alltaf þegar þú komst heim frá út- landinu. Hippamussur og glingur sem ég á enn þann dag í dag. Og ekki má nú gleyma öllum dýrind- isgjöfunum frá Taílandi, silki- klútum og handofnum löberum. Já, þú varst alltaf að hugsa um aðra og unnusta áttirðu í Taí- landi, þar byggðir þú hús og gældir við þá framtíðarsýn að dvelja þar í ellinni með ástvini þínum. Þú komst líka færandi hendi þennan eina túr sem þú sigldir með Gullfossi hér í denn, færðir mömmu heilan haug af af niðursoðinni skinku og mér mitt fyrsta bikíní. Je dúdda mía, hvað spegladrottningin var nú ánægð með sig þá, fannst ég vera lang- smörtust allra í sundlaugunum. Fyrir utan að vera leikari og leikstjóri varst þú snilldar bakari enda faglærður. Engum öðrum var treystandi til að baka brúð- artertuna mína, kransaköku eins þér var einum lagið, brakandi stökka að utan og lungamjúka að innan. Oh, dásamlega gott. Og ekki kemur þú lengur til mín í Grafarvoginn í gammeldags sunnudagslambasteik svona eins og hjá mömmu eða í feitt saltkjöt og baunir á sprengidag né heldur kjötsúpu. Jamm, þér þótti svo gott að borða líkt og okkur hinum systkinunum, enda við mörg svo fallega ávöl á allar hliðar. Ég dvel við minninguna þegar þú komst síðast til mín í mat og ég hafði áhyggur af að þú eldaðir þér ekki nógu góðan og næringarríkan mat, svona einn heima í kotinu og þar að auki á hækjum. En sei, sei, jú, þú sagðist nú ná að elda bjúgu og þá spurði ég þig hvort þú feng- ir þér þá ekki allra bestu bjúgun í bænum sem væru kofareykt sveitabjúgu í Bónus en þau þekktir þú ekki. Svo minn kæri bróðir, þegar við hittumst fyrir hinum megin þá skal ég svo sann- arlega elda fyrir þig fyrrnefnd sveitabjúgu með uppstúf, kart- öflum og baunum sem jafnast fyllilega á við gott jólahangikjöt og ekki má gleyma, einn stóran kaldan með! Elsku bróðir, hvíl þú í friði, hvort sem það er í blágresis- brekku í Dölunum eða við hlið unnusta með augun sín svörtu í dálitlum taílenskum kofa. Þín systir, Kristín (Stína). Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (Valdimar Briem) Þröstur fylgdi mér lengur en nokkur annar, alveg frá því ég var 3. mánaða gamall og var alla tíð hluti af fjölskyldunni á Más- keldu. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann kom fyrst þangað, vorið 1962, níu ára og fékk það ekki öfundsverða hlutverk að passa mig. Milli okkar myndaðist strax þessi órjúfanlega taug vin- áttu, væntumþykju og hlýju sem alla tíð síðan hefur haldist. Enda höfum við ávallt kallað hvor ann- an uppeldisbróður og foreldarar mínir litu á hann sem eitt af sín- um börnum. Máskelda var alla ævi hjá Þresti eins og hans annað heimili og þangað þótti honum alltaf gott að koma hvort sem var til styttri eða lengri dvalar. Húsin þar bera þess glöggt vitni að þar kom Þröstur að verki og ekki víst að þök, veggir og gluggar litu jafn vel út ef hans handbragðs hefði ekki notið við. Þar verður verk að vinna fyrir okkur sem eftir stöndum. Ég minnist margra góðra stunda frá minni æsku og í gegn- um fullorðinsárin. Það var alltaf svo mikil gleði og fjör í kringum Þröst og manni gat aldrei liðið öðruvísi en vel í návist hans. Þröstur var alla tíð kletturinn í mínu hafi sem stóð traustur og trúr í mínum lífsins ólgusjó og þar skipti engu máli hvort það var mikið brim eða ládeyða alltaf var hægt að treysta á hann Þröst minn og hans stuðning. Þar hefur enginn reynst mér betri. Í minni fermingu lék hann stórt hlutverk, bakaði og skreytti tertur og kök- ur, var mömmu til aðstoðar í bæði undirbúningi sem og veislunni sjálfri. Þegar ég svo hélt upp á stórafmæli fyrir tæpum 10 árum þá kom auðvitað enginn annar til greina en Þröstur sem veislu- stjóri. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. (Valdimar Briem) Það var mér mikið áfall þegar veikindi Þrastar bönkuðu upp á og ég gerði mér fljótt grein fyrir því að það stefndi í að ég væri að fara að missa minn besta og traustasta vin allt of snemma. Fyrir mig var það óbærileg til- hugsun. Við Þröstur bjuggum í nágrenni við hvor annan síðustu árin og vorum reglulega í sam- bandi. Þá daga og vikur sem hann gat búið heima hjá sér eftir að hann veiktist reyndi ég að að- stoða hann sem best ég gat og þær voru ófáar ferðirnar okkar í Bónus saman. Sem betur fer náði hann líka að koma í stöku heim- sóknir þrátt fyrir að eiga erfitt með hreyfingar. Á spítalann reyndi ég að heimsækja hann eins og kostur var miðað við tak- markanir sem gilda. Starfsfólk líknardeildarinnar sagði mér að það hefði aldrei kynnst jafnmik- illi ásókn í að fá að koma í heim- sókn til nokkurs manns. Mér kom það ekki á óvart, enda Þröstur vinsæll og vinmargur. Okkar stundir hafa verið ómetanlegar. Ég mun alla tíð sakna okkar góðu samskipta og sakna þín kæri bróðir Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Kæri bróðir, ég veit að þar sem þú ferð verður tekið vel á móti þér og þar verða fagnaðar- fundir. Ég bið góðan Guð að styrkja alla þína fjölmörgu ást- vini. Starfsfólki Landspítalans eru færðar kærar þakkir. Þinn bróðir Jón Helgi Óskarsson. Bakari. Málari. Leikari. Leik- stjóri. Hvað kunni hann Þröstur, frændi minn, ekki? Svo var hann líka sigldur. Hafði verið á sam- yrkjubúi í Ísrael og hver veit hvað! En þetta var auðvitað rammfullorðinn maður – alveg farinn að nálgast tvítugt eða eitt- hvað. Í barnshuganum var alltaf viss dulúðarblandinn ævintýra- ljómi yfir þessum flottasta af mínum mörgu flottu frændum … að öðrum ólöstuðum, vel að merkja. Herbergið hans á Berg- staðastrætinu fór ekki varhluta af dulúðinni. Þar var skrítin lykt og þar héngu uppi myndir af merkilegum útlendingum, Che Guevara og Moshe Dayan. Þröst- ur hafði nefnilega áhuga á al- þjóðapólitíkinni og sterkar skoð- anir. Það fannst mér flott. Það gat reyndar heyrst nokk- uð hátt í Þresti, þannig að virð- ingin sem litli snáðinn ég bar fyr- ir honum var stundum eilítið óttablandin, en svo lærði maður að hvinurinn boðaði bara gott, og oftast hlátrasköll fremur en skammir. Þröstur var nefnilega ósköp glaðlyndur að upplagi. Og blíður. Manni lærðist fljótlega að þarna fór maður sem virkilega vildi öllum vel. Nú, svo vex maður úr grasi og þroskast eitthvað. Alltaf liggja leiðir okkar Þrastar saman af og til, enda má segja að hann hafi verið mér eins og talsvert eldri bróðir (16 árum eldri, mun það víst vera). Til dæmis gisti hann iðulega hjá okkur þegar hann var að leikstýra á Hvammstanga. Þá var nú gaman við eldhúsborðið, því Þröstur hafði alltaf eitthvað merkilegt að segja. Þó svo póli- tískt skyn hans hafi þá eitthvað slípast til frá Bergstaðastrætis- árunum, þá hafði hann enn – sem ævinlega – sterkar skoðanir á hinum fjölbreytilegustu málefn- um. Og ekki bara á pólitík. List og menningu bar oft á góma þeg- ar Þröstur var á heimilinu. Ég lærði mikið af að hlusta á innsæi hans á þeim vettvangi og man að maður lét sig hafa það að þrælast í gegnum kvikmyndir Rainers Werners Fassbinder og reyna að skilja hvers vegna þær voru svona merkilegar. Dugnaðarforkur var hann. Það var öllum ljóst sem vildu sjá. Þeg- ar hann kom að leikstýra átti hann það til að halda stutt leik- listarnámskeið fyrir okkur krakkana í Grunnskólanum og hjálpa okkur í hjáverkum að setja upp litla leikþætti. Það fannst mér æðislegt. Ekki síst þar sem ég fann að hinir krakkarnir litu upp til hans líka. Þá var ég nú stoltur af frænda mínum. Svo unnum við saman í málningunni nokkrum sinnum. Það var gott að vinna með Þresti. Það gekk vel undan honum, og það var ekkert verið að taka sér pásur til að ræða málin. Það vafðist ekki fyrir honum að spjalla og rúlla á sama tíma. Svo deildum við Þröstur íbúð í Eskihlíðinni einn vetur eða svo. Þar fór vel á með okkur eins og ævinlega, en Þröstur sýndi mér alltaf mikla þolinmæði og til- litssemi. En nú er Þrösturinn floginn á brott. Því er miður. Ég er ekki viss um að hann hafi gert sér grein fyrir hve ég leit alltaf upp til hans, eða hversu mikil og góð áhrif hann hafði á líf mitt. Ugg- laust hefði ég átt að segja honum það. Þó við höfum ekki verið í mjög nánu sambandi síðustu ár- in, þá sakna ég hans. Megi minn- ing hans lifa. Oddur Þ. Vilhelmsson. Það er mikil sorg að upplifa að Þröstur okkar sé ekki lengur meðal okkar. Ég var staddur að Máskeldu, þínu öðru heimili, þegar ég fékk fregnir af andláti þínu. Þröstur leit alltaf á mig sem bróðurson og minningar eru ófáar. Við vorum saman í Gleðigöngunni 2019, Pallaballi 2020 og á fertugsaf- mæli mínu. Svo mætti lengi telja allar góðar stundir saman. Ég gat alltaf leitað til þín og talað um allt. Það hefur myndast djúpt skarð sem erfitt er að fylla. Síð- ustu daga hef ég reynt að hugga kærasta þinn sem er niðurbrot- inn eins og við öll. Ég samhrygg- ist öllum sem þekkja þig. Takk fyrir allt, elsku Þröstur. Hvíl þú nú í friði. Þinn bróðursonur, Arnar Már Jónsson. Þröstur Guðbjartsson - Fleiri minningargreinar um Þröst Guðbjartsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar kæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR EYJÓLFSSON, áður til heimilis í Dagsbrún, Seyðisfirði, lést á heimili sínu hinn 20. júlí sl. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju fimmtudaginn 29. júlí nk. kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hrönn Hilmarsdóttir Hörður Hilmarsson Okkar ástkæra INGIBJÖRG ÝR PÁLMADÓTTIR, Hvassaleiti 58, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar þann 23.7. sl. Ragnhildur Rós Indriðadóttir Skarphéðinn Þórisson Pálmi Indriðason Anna Halldórsdóttir Helgi Indriðason Ólafur Skúli Indriðason Helga Ágústsdóttir Jón Skúli Indriðason Sigríður Jóhannsdóttir Dagný Bergþóra Indriðad Ásmundur Indriðason Jóhanna Þyri Sveinsdóttir Erna Indriðadóttir Andrés Svanbjörnsson Ingibjörg Ýr, Indriði, Þuríður, Björn Þór, Birta Líf, Katrín Helga, Jóhann Skúli, Kristín Ýr, Jón Freyr, Frosti, Reimar, Valva og barnabarnabörn Ástrík eiginkona, móðir og amma, RAGNHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR sjúkraliði, lést sunnudaginn 18. júlí á Landspítalanum. Útför hennar verður gerð frá Selfosskirkju miðvikudaginn 28. júlí klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en bent á líknarsjóði Oddfellow-reglunnar. Þórarinn Th. Ólafsson Ágústa M. Þórarinsdóttir Andrew Brydon Kristín Th. Þórarinsdóttir Egill Harðarson Ólöf H. Þórarinsdóttir Einar Espólín Storo og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.