Morgunblaðið - 26.07.2021, Page 22

Morgunblaðið - 26.07.2021, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Leikfimi kl. 10. Handavinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Sími: 411-2600. Boðaþing 9 Félagsvist í BOÐANUM annan hvern mánudag kl. 13 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-16. Félagsvist kl. 13. Frisbígolf við stigin aus- tan við Árland 9. kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Gjábakki Kennt verður á spjaldtölvu í Gjábakka alla þriðjudaga milli kl 13. og 15 í sumar. Gjábakki Boccia verður alla miðvikudaga í sumar í Gjábakka kl .10. Gjábakki Opin vinnustofa í allt sumar í Gjábakka á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl.13 og 15. Á staðnum verður boðið upp á málningu, pensla og blöð. Gjábakki Jóga fyrir alla kl. 10 í Gjábakka þriðjudaginn 27 júlí Gullsmára Félagsvist kl. 20. Gullsmári Milli kl.13. og 15. verður boðið upp á kennslu á snjalltæki. Spjaldtölva á staðnum. Korpúlfar Gönguhópur kl. 10. gengið er frá Borgum. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 11. í Borgum. Samvera með handavinnu í listas- miðju kl. 13:00. Allir velkomnir. Samfélagshúsið Vitatorgi Á dagskrá í dag erTæknilæsi (Apple)* kl.9-12. Kundalini Jóga í handverkstofu kl.12.50-13.35.Tæknilæsi (An- droid)* kl.13-16. Gönguferð í búð kl.15-15.45. *Skráning á námskeið í síma 665-7641. Verið öll hjartanlega velkomin. Seltjarnarnes Þetta er skrifað fyrir tilkinningar um takmarkanir og gilda þær fram yfir dagskrá. Kaffispjall í króknum frá kl. 9. Leikfimi í Salnum Skólabraut kl. 11. handavinna og samvera í Salnum Skólabraut kl 13. Við minnum á persónubundnar sóttvarnir og hvet- jum fólk til að vera með andlitsgrímur. Færir þér fréttirnar mbl.is ✝ Kristján Þór fæddist í Reykjavík 15. júlí 1968. Hann lést á heimili sínu í Malmö 24. júní 2021. Foreldrar hans voru Hanna Sigurð- ardóttir lögfræð- ingur, f. 1952, d. 2016, og Guðmundur Helgi J. Elíasson, f. 1949, d. 2013. Krist- ján var elstur fjögurra systk- ina, Sigurðar Freys, f. 1982, Bjarndísar Hrannar, f. 1984, Tanyu Kristrúnar, f. 1986, sammæðra. Kristján lætur eft- ir sig samfeðra systur í Kan- ada, Michelle Arnarson, f. 1983. Kristján fór ásamt móður sinni ungur að aldri til Kanada og hann bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar hjá föðurömmu. Eft- ir heimkomu bjó hann og stundaði nám í Reykjavík. Eft- ir að hann lauk grunnskóla- prófi hóf hann nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúd- entsprófi árið 1988. Kristján hélt menntagöngu sinni áfram og stundaði nám í læknadeild við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan árið 1997, hann vann sem kandídat á sjúkrahúsinu á Akureyri á árunum 1997-1998. Seinna starfaði hann einnig á Land- spítalanum, Borgarspítalanum og Domus Medica í Reykjavík. Kristján fluttist til Danmerkur þar sem hann hóf sérfræðinám og útskrifaðist sem röntgen- læknir frá Kaupmannahöfn. Hann bjó og starfaði um árabil í Kaupmannahöfn en fluttist til Malmö þar sem hann festi ræt- ur sínar og bjó síðustu árin. Síðustu árin starfaði hann sem röntgensérfræðingur á sjúkra- húsi í Kongsvinger í Noregi. Útför Kristjáns fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 26. júlí 2021, og hefst athöfnin kl. 11. Elsku Kristján minn. Það sem ég er þakklát fyrir að vera systir þín, þú varst alltaf svo góður, hjálpsamur og fékkst mig til að hlæja þegar mig mest langaði að gráta. Ég sit hér og hugsa um hversu ósanngjarnt lífið getur verið og þú þurftir að fara með þessum hætti. Þú varst svo einstakur per- sónuleiki, seigla þín og dugnaður voru engu lík. Að eðlisfari varstu staðfastur og samviskusamur og lagðir algjörlega allt sem þú átt- ir í það sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst fyrirmyndin mín og ég leit svo upp til þín. Ég var alltaf svo stolt af því að eiga þig sem bróður. Ég eiginlega get ekki séð lífið með sömu augum eftir að þú kvaddir. Allar þær stundir sem við áttum saman á Íslandi og heima hjá þér fyrst í Danmörku þegar við hittumst í nákvæmlega eins fötum, svo í Svíþjóð þar sem við gerðum ým- islegt héldum tónleika úti í garði. Fórum í dekurdag á afmælinu mínu sem endaði í rennibraut- inni með litlu krökkunum allan tímann. Bíltúrarnir sem þú skipulagðir og fræddir mig um allt mögulegt í Malmö, dröslaðist með mig og Styrmi í alls konar garða. Minningarnar eru ótelj- andi, jólin verða aldrei eins án þín. Þegar þú komst heim um jólin mátti hátíðin byrja og þú sást til þess að allt yrði eins og það átti að vera. Það var aldrei hægt að þreifa pakkana og finna út hvað í þeim var. Þú stóðst að sjálfsögðu vörð um jólatréð, pakkana og jólaölið sem enginn annar mátti blanda. Þú passaðir upp á að hringja í hvert sinn sem ég eða börnin mín áttum afmæli og áttum við svo mörg góð sím- töl. Stundum eyddum við heilu kvöldunum í símanum að ræða æskuna, þegar ég var forvitin um hvernig barn ég var eða eitt- hvað um fjölskylduna, þú áttir alltaf svör og ef ekki kynntir þú þér málið frekar og hringdir til baka. Hugulsemi þín var mikil og ég gleymi aldrei þegar ég lenti í áfalli og þú beiðst í síman- um þar til ég sofnaði, því ég gat ekki verið ein. Hver á að stríða mér fyrir ruglið sem ég vel mér þegar ég fylgi því sem fólk segir. Þú sagð- ir alltaf hvaða fólk Baddý og ég vissi ekkert hvaða fólk, en þú varst öðruvísi, þínar heimildir voru áreiðanlegar og þú gerðir aldrei neitt án þess að hugsa. Oft þurftir þú að lána mér dóm- greind og ég veit að ég var ekki sú eina. Það lék allt í höndum þér og það sem þú snertir varð að gulli, ég öfundaði oft hæfi- leika þína og gáfur. Þú varst góður í öllu, hvort sem það var karate, söngur, spila á hljóðfæri, taka myndir, vinna þær og vera sjálfur módelið. Sagðir oft við mig að það væri ekki þín sök að myndirnar af mér væru ekki góðar heldur væri það hæfileiki minn að sitja fyrir sem skemmdi myndirnar. Þú komst skoðunum þínum alltaf skemmtilega á framfæri án þess að meiða ein- hvern. Minning þín mun aldrei deyja. Ég elska þig að eilífu og mun alltaf sakna þín. Set hér smá texta úr lagi sem við hlust- uðum oft á. Þín systir Bjarndís Hrönn Hönnudóttir. Elsku Kristján minn. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, ég trúi ekki að þú sért farinn og að ég muni aldrei sjá þig aftur, taka löngu símtölin okkar um heiminn og geiminn þar sem þú fræddir mig um ýmis mál. Að hlæja með þér og njóta kaldhæðni þinnar er eitthvað sem ég mun alltaf sakna. Kristján þú varst heil- brigða systkinið og nú erum við bara þrjú eftir hvað gerum við án þín? Mér verður alltaf hugsað til jólanna þar sem þú lékst stærsta hlutverkið, ég hlakkaði alltaf svo til að þú kæmir því þá gætu jólin byrjað. Þú að snúast í höfðinu með gjafirnar sem eng- inn mátti koma nálægt fyrr en pakkalesning byrjaði og þú pass- aðir sannarlega upp á það, svo enduðum við systurnar alltaf með eins gjafir bara hvor sinn litinn og hvor sína stærð, stærð- ina sem var mikið umdeild. Þú varst sá eini sem kunnir að blanda jólaölið rétt og tönglaðist svona líka stöðugt á því. Við átt- um svo margar skemmtilegar stundir saman og símtöl, og ég var meira og minna alltaf í kasti í kringum þig því þú varst svo kaldhæðin og orðheppin mann- eskja. Þegar ég stóð í sam- bandsslitum þá varstu mér mikill klettur og við töluðum saman í síma hvert kvöld þar sem þú komst með lausnir á sama tíma og þú hneykslaðist á mínu maka- vali. Þegar ég stóð mig vel í skól- anum mínum þá fannst mér allt- af gaman að segja þér frá því og þú varst svo stoltur af mér. Við töluðum um sameiginlegan áhuga okkar á ljósmyndun og þú fórst langt með þann áhuga á meðan ég fylgdi honum ekki eft- ir, til heiðurs þér fer ég á nám- skeið og fylgi honum eftir, þú sagðir alltaf að ég hefði ljós- myndaauga. Þú varst klárasti maður sem ég þekki, með mikla þrautseigju og sérvitur, ef það var eitthvað sem maður vildi spyrja þig um þá var það rætt á alla kanta og jafnvel sóttir þú þér meiri upplýsingar um málið bara til þess eins að svara spurn- ingum mínum. Ég var orðin svo spennt að fá þig heim og fyrir komandi tímum, þegar við öll systkinin myndum sameinast á ný, Auðunn og Kolbrún voru líka full tilhlökkunar að fá frænda sinn lækninn heim, Auðuni fannst svo merkilegt að eiga frænda sem var læknir. Maður getur farið fram og til baka í hugsunum um af hverju lífið sé svo ósanngjarnt, en ég ætla að muna okkar yndislegu tíma og virða þínar ákvarðanir, elsku bróðir. Takk fyrir alla okkar tíma saman, fyrir að vera bróðir, vinur, lærifaðir, frændi barna minna og síðast en ekki síst takk fyrir okkar ferðalag saman í líf- inu. Elsku Kristján minn ég vona af öllu hjarta að þú sért sáttur þar sem þú ert í dag og að þú haldir utan um alla þá sem þér þykir vænt um í sumarland- inu, og ég efast ekki um að það sé alltaf skandinavískt veður þar. Ég ætla að enda þetta á nokkrum orðum úr lagi sem minnir mig alltaf á þig, og við tókum svo fallega úti í garði í sólinni og þú glamrandi á gítar, elsku brói og yndislega sál. Hey litli hermaður Viltu leika við mig? Meðan kúlur fljúga um loftin blá við gætum leikið frið. Ég skal vera kærleikurinn þú getur verið skynsemin. Gleymum föllnum félögum byrjum upp á nýtt. (Bubbi Morthens) Ég elska þig alltaf, þín systir Tanya. Elsku Kristján minn. Ég veit ekki hvað ég á að gera án þín, þú varst besti vinur minn og á sama tíma svolítið eins og pabbi minn. Þú ætlaðir að flytja til okkar í haust og ég var svo spennt fyrir því að ég gat varla beðið. Þú sendir mér hjarta rétt áður en þú kvaddir og um leið og ég sá það fann ég að eitthvað var að. Ég hugsaði stanslaust til þín þangað til ég vissi hvað hefði gerst og núna get ég ekki hætt að hugsa um að ég hefði kannski getað gert eitthvað. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig, sérstaklega frá því þú varst hjá okkur á Íslandi. Ég, þú og Kristjana að spila bezzerwizer og svo fórum við í Nettó klukkan tvö um nótt og keyptum fullan poka af nammi og héldum svo áfram að spila. Ég vona að þú sért á betri stað núna með mömmu þinni en ég mun sakna þín allt mitt líf. Mér líður ennþá eins og þetta sé mar- tröð og ég muni vakna í fyrra- málið og halda áfram að hlakka til að þú sért alveg að fara koma til okkar, bara ef þú hefðir beðið smá stund. Ég var búin að ímynda mér að ég gæti labbað til þín þar sem þú ætlaðir að flytja rétt hjá okkur. Ég ætlaði að borða allt súkku- laðið þitt og spila zombie-tölvu- leikinn og kannski fara í ísbíltúr með þér og öllum hinum dætrum þínum. Mér líður eins og ég hafi misst pabba minn af því þú komst mér alltaf í gott skap, huggaðir mig þegar ég var leið og fannst lífið tilgangslaust. Þú varst alltaf til staðar þegar mig vantaði smá aðstoð í lífinu. Lífið getur verið erfitt og ég er leið að lífið var ekki alltaf gott við þig. Elska þig endalaust pabbi nr. 2. Þín stelpa, Unnur Birna. Kristján Þór Guðmundsson - Fleiri minningargreinar um Kristján Þór Guðmunds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HINSTA KVEÐJA „Þegar morgundagurinn byrjar án mín vona ég að þið skiljið hvers vegna. Það kom til mín engill af himni ofan, kallaði nafn mitt og tók um hönd mína. Hann sagði að minn reitur í himnaríki væri tilbúinn. Nú þyrfti ég að kveðja og skilja eftir alla þá sem elskuðu mig. Þegar ég gekk inn um sálnahliðið fann ég strax að ég átti þarna heima og fann frið og ró færast yfir mig. Engillinn sagði velkominn heim. Þó morgundagurinn byrji án mín, þá er ég aldr- ei langt í burtu. Í hvert sinn sem þið hugsið til mín er ég alltaf í hjarta ykkar.“ Kristján minn, oft er erf- itt að skilja tilgang lífsins. Þú, elsku drengurinn minn, fórst alltof fljótt frá okkur. Þú ert umvafinn ást og umhyggju hér og á himn- um. Sakna þín óendanlega gullið mitt. Elska þig. Þín móðursystir, Guðlaug Sigurðardóttir (Didda). ✝ Málmfríður Pálsdóttir fæddist 8. febrúar 1936 á Arnarvatni í Mývatnssveit. Hún lést fimmtudaginn 15. júlí á sjúkra- deild HSN Húsavík. Foreldrar hennar voru Páll Krist- jánsson, f. 1904, d. 1969, og Huld Sig- urðardóttir, f. 1913, d. 2002. Malla var elst sex systk- ina: Sigurður, f. 1939, d. 2020, Kristján, f. 1945, d. 2020, Sveinn, f. 1947, Ásmundur Sverrir, f. 1950, og Þuríður Anna, f. 1955. Málmfríður giftist Birni Líndal, f. 21.5. 1932, d. 14.7. 2017, þann 30.12. 1971. Eignuðust þau fjóra drengi: drengur, f. 1955, d. 1955, drengur, f. 1956, d. 1956, dreng- ur, f. 1957, d. 1957, og Rafn Lín- dal, f. 1966, maki Sigurdís Reyn- isdóttir, f. 1968, börn þeirra eru Björn Líndal, f. 1995, Fannar Steinn Líndal, f. 2001, og Harpa Dögg Líndal, f. 2003. Málmfríður byrj- aði snemma að vinna og starfaði meðal annars í frystihúsinu á Húsavík, við af- greiðslu í Pönt- unarfélaginu og í bakaríinu, en síð- ustu áratugina starfaði hún sem ræstitæknir í ESSO á Húsavík. Möllu var velgengni og vellíðan fjölskyldunnar mjög í mun svo og ræktarsemi við frændfólk sitt. Hún átti auðvelt með að gleðjast með öðrum, var óeig- ingjörn og ósérhlífin. Hún hafði tamið sér vandvirkni í öllum verkum og var trú því sem henni var treyst fyrir. Útförin verður frá Húsavík- urkirkju í dag, 26. júlí 2021, klukkan 14. Málmfríður Pálsdóttir „Malla frænka“ er látin, 85 ára. Hún var elst í hópi sex systkina, fjórir bræður og Þuríður yngst. Bræður Möllu gerðu oft grín að því að hún hefði fæðst í torfbæ en Malla fæddist í gamla bænum á Arnar- vatni í Mývatnssveit, bæ afa síns og ömmu. Lengst af bjó Malla á Húsavík með Bödda, Birni Lín- dal, á Ketilsbraut en þau fluttu upp í Mývatnssveit og bjuggu í nokkur ár þar á meðan Böddi vann í Kísiliðjunni. Margar ljúfar minningar koma í hugann þegar við hugsum til Möllu. Staðalbúnaður heima við var lengi vel Hagkaupssloppur, grjónakaka inni í búri og allir hlutir á sínum stað á heimilinu. Allt hreint og snyrtilegt og hvergi neitt tilviljanakennt. Það var mik- ið lagt upp úr því að fara í laut- arferðir með nesti, mjólk í gler- flösku, kaffi á brúsa fyrir fullorðna fólkið og stóll fyrir ömmu. Oftar en ekki var farið upp í sveit og fundinn góður staður til að njóta og leika sér. Malla var stílisti. Hún stillti upp og svo voru teknar myndir. Öllu var hagrætt, fallegir púðar settir inn á sviðið til að brjóta upp og gefa fallegan lit. Barnið/börnin í sínu fínasta pússi og þau voru vatnsgreidd. Malla var með litla greiðu í vasanum og brá henni í hárið á börnunum og lagaði þar sem þurfti. Allt í mikl- um kærleik en var misvinsælt hjá æsku landsins. Malla naut þess að umgangast börn, taka þátt í tímamótum þeirra og átti auðvelt með að gleðjast með þeim í leik og starfi. Hvort sem einhver missti sína fyrstu tönn eða eignaðist fallegan hlut. Við, sem eldri erum í þeim frændsystkinahópi sem hennar naut, fylgdumst með áhuga henn- ar á fyrstu kynslóð frændsystkina og annarri kynslóð þeirra sem nutu návista við hana. Börnum okkar systkinanna þótti gaman að heimsækja Möllu. Það var tekið vel á móti þeim og þau vissu að í frystinum var uppspretta íspinna. Malla baðaði okkur öll í ást, kær- leik, miklum skemmtilegheitum og hlátri. Malla saumaði jólakjóla í mörg ár á þann greinarritara sem þurfti kjól og sendi suður með góðri ferð. Hún bakaði allar fermingar- tertur okkar systkinanna. Kom suður og tók þátt í öllu sem skipti máli. Hjálpaði til, passaði, faðm- aði, greiddi og hló með okkur. Malla var mikil félagsvera og var dugleg að rækta vinkonur sínar og frændgarð. Miklir kærleikar voru á milli þeirra mæðgna, ömmu Huldar og Möllu. Þær hitt- ust og ræddust við daglega og þegar degi tók að halla hjá ömmu, tóku Malla og Böddi hana heim á Ketilsbraut. Malla hélt utan um allt sitt fólk á Húsavík eins lengi og hún gat og það sama fólk hélt fallega utan um hana þegar róð- urinn þyngdist hjá henni. Hún elskaði fólkið sitt, fylgdist með börnum og fullorðnum og stóð vaktina með sínum. Óeigin- gjörn og ósérhlífin. Með Möllu eru þrjú systkini af Brávöllum 11 fallin frá, á rúmu ári. Eftir sitjum við frændfólk og vinir Möllu með ljúfar minningar um hennar elskulegheit og tryggð. Rafni, Sigurdísi og barnabörn- um Möllu vottum við innilega samúð okkar og þökkum fyrir okkur. Edda Huld og Páll Daníel. Málmfríður Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.