Morgunblaðið - 26.07.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 26.07.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 sa 60 ÁRA Gunnar fæddist á Ak- ureyri 26. júlí 1961 og ólst þar upp. Eftir grunnskólagönguna fór hann í Menntaskólann á Ak- ureyri. Þaðan lá leiðin til höf- uðborgarinnar þar sem hann fór í tónlistarnám bæði í Tón- listarskólann í Reykjavík og Tónskóla þjóðkirkjunnar. „Ég lærði bæði tónsmíðar og org- elleik og hef starfað við tónlist allar götur síðan.“ Gunnar var lengi organisti í Laugarneskirkju en hefur und- anfarin níu ár verið organisti í Fríkirkjunni við Tjörnina. Gunnar segir að áhugann á tónlist hafi hann líklega fengið í arf frá móður sinni, en hún spilaði á píanó og var afar listræn. Gunnar hefur útsett mikið af lögum fyrir kóra og svo hefur hann mjög gaman af því að spila djass. „Orgel hefur náttúrulega alltaf verið svona spunahljóðfæri og ég spila djasskennda tónlist við messur í Fríkirkjunni.“ Fyrir nokkrum árum ákvað Gunnar að stunda annað áhugamál sitt meðfram tónlistinni. „Ég fór í Háskóla Íslands og lauk meistaragráðu í almennum mál- vísindum. Það tók svolítinn tíma, en ég hafði mjög gaman af þessu, enda alltaf haft mikinn áhuga á málvísindum. Í tónlistinni er ég alltaf að vinna með tungu- málið, ljóð, hljóð og rytma svo námið kemur sér vel í starfinu líka.“ Gunnar og eiginkona hans Gréta hafa mjög gaman af ferðalögum. „Við erum núna á hinni uppáhaldseyjunni okkar, Mallorca, en við höfum djúpstæðar teng- ingar við eyjuna eftir að Gréta vann hér í mörg sumur. Hér er falleg náttúra eins og á Íslandi og eyjaskeggjar eru áhugaverð þjóð.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Gunnars er Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar í HR, f. 15.4. 1964. Þau eiga dæturnar Heiðdísi Norð- fjörð, f. 1983, Birtu, f. 1987, og Katrínu Sól, f. 2001, og barnabörnin eru Jón Gunnar, f. 2008; Birkir Kári, f. 2015, og Katrín Kría, f. 2020. Foreldrar Gunnars eru hjónin Heiðdís Norðfjörð, sjúkraliði, rithöfundur og tónlistakona, f. 21.12. 1940, d. 7.1. 2021, og Gunnar Jóhannsson bifvélavirki, f. 20.4. 1935 á Akureyri. Gunnar Gunnarsson Norðfjörð Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks. 20. apríl - 20. maí + Naut Dagurinn er kjörinn til endur- skipulagninar. Fólk er óvenjusveigjanlegt og tilbúið til að mætast á miðri leið. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú ert glaðlyndur og öll sam- skipti ganga vel bæði í starfi og einkalífi. Mundu samt að gæði og magn fara ekki endilega saman. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú getur alltaf átt von á því að málum bregði til beggja vona, þegar þú tekur áhættu. Vertu sjálfum þér trúr. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þetta er mikill uppskerutími í lífi þínu. Viðhaltu kraftinum með því að vera dálítið hvik/ur, hvort sem þú ert í stuði til þess eða ekki. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þótt þér mistakist eitthvað einu sinni, er ekki þar með sagt að þú getir ekki reynt aftur síðar. Vanmettu aldrei heilunarmátt hlátursins. 23. sept. - 22. okt. k Vog Samkomulag þitt við maka og nána vini er gott, allir elska þig hreinlega. Stækkaðu tengslanetið svo þú getir þroskað sjálfan þig og fært út kvíarnar í viðskiptum í leiðinni. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Vertu á verði gagnvart tungulipru fólki og mundu að ekki er það alltaf sannleikurinn sem hrýtur af munni þess. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Nú er kjörið tækifæri til þess að fara í gegn um hlutina og sjá hvort áætlanir ársins ætla ekki að standast. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Finnist þér erfitt að ná hlust- um fólks þarftu að kanna nýjar leiðir til þess. Settu þér það að markmiði að sýna þolinmæði og kurteisi í dag. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Sígandi lukka er best svo þú skalt bara halda þínu striki og klára hvert mál eins og það kemur fyrir. Gefðu þér tíma til að eiga áhugamál. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Vertu kátur því þú mátt eiga von á því að eitthvað nýtt og framandi skjóti upp kollinum í lífi þínu. fram á óteljandi tónleikum. Straumhvörf urðu síðan á tónlist- arferlinum þegar Heiða ákvað að skrá sig til þátttöku í sjónvarpsþátt- unum Idol Stjörnuleit árið 2004 sem endaði með því að hún hreppti annað sæti keppninnar árið 2005. „Þetta var mjög sérstök reynsla því allir fóru að þekkja mig, því á þessum tíma horfðu allir á sama efnið og það höfðu allir leikjauppfærslum skólans öll fjögur árin. „Ég var ekkert mikið að hugsa um að læra reikning og bókfærslu í Versló, heldur meira um að syngja.“ Þegar hún sá auglýst eftir söng- konu í blaði ákvað hún að slá til og var komin í hljómsveitina Url aðeins sextán ára gömul. Sveitin starfaði til ársins 2003 og gaf meðal annars út eina hljómplötu ásamt því að koma A ðalheiður Ólafsdóttir fæddist 26. júlí 1981 á sjúkrahúsinu á Hólma- vík. Þegar hún fæddist var stödd á sjúkrahús- inu þýsk kona, Fridel, sem hafði kom- ið hingað til lands til þess að vinna fyrir sér eftir seinni heimsstyrjöldina en sú vissi lengra en nef hennar náði og spáði oft fyrir fólki. Hún sagði: „Hún verður söngkona,“ um leið og hún heyrði grát nýfæddrar Heiðu og varð þar sannspá. Aðalheiður, sem er alltaf kölluð Heiða, var alla æskuna á Hólmavík. „Það var bara eins og að vera á vernduðum vinnustað að alast upp með alla ættingjana í kringum sig. Ég var svo rík að eiga tvær langömmur og tvo langafa þegar ég fæddist, að ógleymdum ömmum og öfum og ekki vantaði frændsystkin og vini að leika við. Ég fór heim til ömmu Heiðu og afa Sigga og fékk heitan hádegismat í hádeginu og ég er mjög þakklát fyrir að hafa verið svona heppin, því það er ekkert sjálfgefið.“ Snemma var ljóst að tónlistin heill- aði Heiðu og hún byrjaði í tónlistar- skóla aðeins fjögurra ára gömul og byrjaði að læra á blokkflautu sem þróaðist yfir í þverflautunám. Einnig söng hún í kórum og tók þátt í öllu því listastarfi sem var í boði og gekk í leikfélag Hólmavíkur aðeins tólf ára gömul. Þegar jafnöldrurnar á Hólmavík dreymdi um að verða búðarkonur eða hárgreiðslukonur vildi Heiða verða söngkona. „Það var alltaf tónlist í kringum mig og alltaf líf og fjör í stór- fjölskyldunni. Mamma söng í kirkju- kórnum heima og pabbi og afi spiluðu á harmonikku og langafi samdi vísur og revíur, en það var samt enginn sem hafði tónlist að atvinnu. En ég man ekki eftir mér öðruvísi en syngj- andi og það er oft hlegið að því í fjöl- skyldunni að ég steig á svið í fyrsta skipti fjögurra ára gömul á ætt- armóti.“ Hún hóf klassískt söngnám 13 ára á Hólmavík og hélt því áfram í Söng- skólanum í Reykjavík eftir að hún flutti suður til að fara í menntaskóla. Það kom enginn menntaskóli til greina annar en Versló, því hún vildi syngja og leika og hún tók þátt í söng- miklar skoðanir á okkur þátttakend- unum. Fyrir keppnina hafði ég starf- að lengi í tónlistinni en það var aldrei eina atvinnan. En frá þessum tíma hef ég alfarið starfað við listina.“ Árið 2007 venti hún kvæði sínu í kross og fluttist til New York til að læra leiklist í Circle in the Square Theater School á Broadway, sem er þekktur skóli í faginu í borginni. „Sumum fannst ég ansi djörf að fara úr tónlistarbransanum heima, þegar ég var að festa rætur þar, en ég var búin að vera með söng- og leikbakt- eríuna frá því á Hólmavík og lét drauminn loks rætast í New York. Auðvitað voru þetta mikil viðbrigði en ég er svo ánægð með að ég of- hugsaði þetta ekki neitt, enda er mottóið mitt að lifa bara daginn í dag og ekki spá of mikið í framtíðina.“ Heiða segir að árin í New York séu reynsla sem hún hefði aldrei viljað missa af. „Ég bjó á alls konar skrýtn- um stöðum en þessi borg verður eig- inlega partur af manni og ég sakna alveg stundum hlandlyktarinnar í lestunum“, segir hún og hlær. Eftir útskriftina flutti Heiða heim og landaði hlutverkum á sviði leiklist- Aðalheiður Ólafsdóttir leikkona – 40 ára Ljósmynd: Heida H.B. Hef sungið frá því ég man eftir mér Ljósmynd: RebAtla. Glaðvær Heiða lifir í núinu, grípur tækifærin og er alltaf kát og hress. Hjónin Síðastliðinn laugardag gengu Páll og Heiða í hjónaband, en þessi mynd er tekin núna í maí. Móðirin Heiða með son sinn, Snorra, í Hellis- gerði í Hafnarfirði í nóvember 2019. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.