Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Page 8
ÍÞRÓTTIR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.7. 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Þ egar Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan árið 2020 var frestað um heilt ár „út af dálitlu“ var vonast til að leikarnir myndu marka hátíð þess að heimsbyggðin yrði laus við vágestinn sem bar að garði í byrjun árs í fyrra. Sú von varð enn líklegri til að verða að veruleika í lok ársins þegar bólusetningar við kórónuveirunni hófust. En bólusetningar hafa gengið illa í Japan og aðeins náð flugi síðustu vik- ur. Hafa Japanar því átt í stökustu vandræðum með faraldurinn síðustu mánuði og var nú á dögunum lýst yfir neyðarástandi í Tókýó vegna fimmtu bylgju faraldursins. Leikarnir fóru af stað á föstudag með setningarathöfn sem haldin var í skugga þess að meirihluti íbúa Jap- ans vildi að leikunum yrði frestað aft- ur eða þeim aflýst. Að minnsta kosti ef marka má skoðanakannanir þar í landi. Rúmlega 11 þúsund íþróttamenn frá meira en 200 löndum koma til Tókýó til að taka þátt í leikunum og þá er ótalinn fjöldi fjölmiðlafólks og annarra sem fylgja íþróttamönnum hvers lands. Þá eru um 80.000 sjálf- boðaliðar sem koma til með að starfa á leikunum, þótt um 10.000 þeirra hafi hætt við vegna ástandsins. Sam- koma af þessu tagi getur hæglega orðið til þess að fjölga smitum í land- inu. Því þurfa gestir að fylgja ströngum sóttvarnarreglum. Keppendur fara í próf fyrir veirunni á hverjum degi og þurfa að halda sig við ólympíuþorpið og aðra staði á vegum leikanna. Aðrir fara í próf reglulega og eru hvattir til þess að borða ekki með öðrum, nota ekki almenningssamgöngur og vera í sem minnstum samskiptum við heimamenn. Mikið í húfi Nokkuð er síðan gefið var út að er- lendir áhorfendur yrðu ekki leyfðir á leikunum. Þegar neyðarástandi var svo lýst yfir í Tókýó 8. júlí varð ljóst að innlendir áhorfendur mættu ekki heldur mæta, að minnsta kosti á þá viðburði sem haldnir verða í borginni. Mun neyðarástandið standa fram yfir leikana hið minnsta. Gert er ráð fyrir því að kostnaður borgarinnar við leikana muni fara yf- ir 26 milljarða bandaríkjadala, jafn- gildi rúmlega þrjú þúsund milljarða króna. Sá kostnaður mun að mestu ekki verða endurheimtur í formi tekna enda tapast allar tekjur af miðasölu. Þá munu þær tekjur tapast sem skapast hefðu af þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefðu komið til borgarinnar vegna leikanna og gist á hótelum og borðað á veitingastöð- um hennar. Mikið er þó í húfi fyrir stjórnvöld í Japan og alþjóðaólympíunefndina að halda leikana. Fyrir það fyrsta eru gríðarlegar sjónvarpstekjur sem fást af sölu á sýningarrétti á leikunum og auglýsingatekjur sömuleiðis. Ef leik- unum hefði verið aflýst er talið að al- þjóðaólympíunefndin hefði þurft að endurgreiða um fjóra milljarða banda- ríkjadala, jafngildi tæplega 500 millj- arða króna, til þeirra sem keypt hefðu sýningarrétt á leikunum. Upphæðin er um 73% af tekjum nefndarinnar. Þá er talið að ímyndarskaðinn sem stjórnvöld hefðu hlotið af því að af- lýsa leikunum sé ómældur en leik- arnir áttu að vera eins konar auglýs- ing fyrir „lífsstílsveldið“ sem Japan er orðið. Þá eru þingkosningar á dag- skrá í Japan í haust og nokkuð ljóst að Yoshihide Suga, forsætisráðherra landsins, má ekki við því að leikunum verði frestað á ný en aðeins 33% Jap- ana segast styðja Suga í skoð- anakönnunum. Sú staðfesta alþjóðaólympíunefnd- arinnar og japanskra stjórnvalda að ætla að halda leikana þrátt fyrir að- varanir vísindamanna um að það geti kostað mannslíf og sett aukið álag á heilbrigðiskerfi Japans, sem má alls ekki við því, hefur vakið mikla reiði meðal almennings. Gagnrýnin stafar að einhverju leyti af því að undanfarin ár hefur kastljós- inu verið beint að dekkri hliðum Ól- ympíuleikanna. Ber þar fyrst að nefna þær miklu bygginga- framkvæmdir sem gestgjafar leik- anna þurfa að ráðast í. Kostnaðurinn fellur svo yfirleitt á borgarbúa. Við- hald á byggingunum er kostn- aðarsamt og því eru þær oft látnar standa eftir auðar. Það virðist því oft í þágu stjórn- málamanna frekar en íbúa að leik- arnir séu haldnir. Stjórnmálamenn- irnir líta vel út á meðan borgarbúar þurfa að greiða niður skuldir vegna leikanna og sitja eftir með nið- urníddar byggingar. Sakaðir um mútuþægni Þetta sást líklega best þegar keppt var um að halda Vetrarólympíuleik- ana á næsta ári. Flestar borgirnar drógu sig úr kapphlaupinu þar sem lítill stuðningur var fyrir því heima fyrir að halda leikana. Aðeins stóðu eftir Peking í Kína og Almaty í Ka- zakhstan og varð Peking fyrir valinu í þessu hálfvandræðalega kapphlaupi. Leikarnir í Peking verða haldnir í janúar á næsta ári og hefur verið um- ræða um að sniðganga eigi leikana vegna þeirra mannréttindabrota sem kínversk stjórnvöld eru sökuð um gegn Úígúrum og öðrum minni- hlutahópum í Xinjiang héraði í norð- vesturhluta landsins. Það hefur einmitt verið einn liður í gagnrýni á alþjóðaólympíunefndina að hún hefur gefið réttinn til að halda leikanna til þjóða þar sem spilltir eða einráðir stjórnmálamenn eru við völd. Sumarleikarnir voru haldnir í Peking 2008 og vetrarleikarnir í Sochi í Rúss- landi 2014. Þá hefur komið fram fjöldi ásakana um spillingu innan nefnd- arinnar sjálfrar. Þeir 102 sem eiga sæti í al- þjóðaólympínefndinni kjósa um hverjir fá að halda hverja leika fyrir sig. Aftur og aftur hefur nefndin ver- ið sökuð um mútuþægni í aðdraganda kosninganna. Mútur virðast hafa ver- ið þegnar í aðdraganda vetrarleik- anna 2002 í Salt Lake City, sum- arleikanna 2016 í Ríó og leikanna sem haldnir eru nú. Þá vakti athygli í vetur þegar tveir háttsettir aðilar innan skipulags- nefndar leikanna í Tókýó sögðu af sér vegna afar óheppilegra ummæla í garð kvenna. Fyrst var það Yoshiro Mori, forseti skipulagsnefndarinnar, sem sagðist hafa áhyggjur af því að konum yrði fjölgað í nefndinni því konur tali of mikið á fundum, og síðan Hiroshi Sasaki, yfirmaður hönn- unarmála sem gerði grín að grínist- anum Naomi Watanabe, vildi gera hana að „ólympíusvíni“. Halda pólitík frá pólitískum leikum Síðustu ár hefur hlutverk og staða íþróttamanna breyst til muna. Þeir láta sig samfélagsleg málefni varða og sætta sig ekki við að „þegja bara og drippla“ eins og LeBron James var sagt að gera um árið. Margir þeirra líta svo á að það sé skylda þeirra að láta í sér heyra og hafa mörkin milli aðgerðasinna og íþrótta- manna orðið æ óskýrari. Gera má ráð fyrir að margir íþróttamannanna vilji beina þeirri miklu athygli sem Ólympíuleikarnir fá að þeim málefnum sem þeim er annt um. Reglur Ólympíuleikanna kveða hins vegar á um að ekki megi nota vettvanginn til að koma á fram- færi pólitískum skoðunum. Slakað var þó á reglunum fyrir leikana í ár og mega nú keppendur Áhorfendapallar á þjóðarleikvangi Japana, sem byggður var sérstaklega fyrir leikana í ár, munu standa auðir á Ólympíuleikunum í Tókýó. AFP Á að halda Ólympíuleika? Ólympíuleikarnir í Tókýó voru settir á föstudag, ári seinna en þeir áttu upphaflega að hefjast. Kórónuveirufaraldurinn olli frestuninni en hún er enn í fullu fjöri í Japan enda gengið hægt að bólusetja þar við veirunni. Margir hafa því viljað fresta leikunum, þar á meðal meirihluti Japana. Hefur málið varpað ljósi á dekkri hliðar leikanna. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.