Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Blaðsíða 10
ÍÞRÓTTIR
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.7. 2021
vekja athygli á sínum málsstað fyrir
keppni, til dæmis í kynningum þeirra,
en ekki meðan á keppni stendur eða
þegar verðlaun eru afhent. Hefur
Thomas Bach, forseti nefndarinnar,
sagt að verðlaunaafhendingarnar eigi
að heiðra keppendur og sú stund gæti
verið eyðilögð fyrir öðrum sé per-
sónulegum skoðunum komið á fram-
færi.
Rauði þráðurinn í þessu máli virð-
ist vera að nefndin vilji halda pólitík
frá leikunum. Margir spyrja sig þó
hvort leikarnir séu ekki hvort eð er
pólitískir ef litið er á ferlið við að út-
hluta leikunum til gestgjafanna sem
rætt er hér að ofan.
„Ég er mennsk“
Annað málefni sem komið hefur upp í
aðdraganda leikana er bann Sha’C-
arri Richardson sem missir af leik-
unum vegna falls á lyfjaprófi. Fékk
Richardson eins mánaðar bann eftir
að kannabis mældist í sýni hennar
sem tekið var á úrtökumóti Banda-
ríkjanna fyrir leikana. Hafði Rich-
ardson unnið í 100 metra hlaupinu á
mótinu þegar hún féll og var líkleg til
afreka í bæði 100 og 200 metra hlaupi
á leikunum.
Hin 21 árs Richardson gengst við
banninu og sagði ástæðu fallsins vera
að hún fékk þær fregnir að kynmóðir
hennar væri dáin. Efnið hefði hún
notað til að takast á við áfallið á sama
tíma og hún þurfti að standa sig á
mótinu.
Kannabis er á bannlista Alþjóða-
lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA)
og sagðist Richardson átta sig á því
að hún gerði mistök. „Ég er mennsk,“
sagði hún. Marijúana er löglegt í Ore-
gon-ríki í Bandaríkjunum þar sem
úrtökumótið fór fram og af rann-
sóknum að dæma hjálpar efnið ekki
íþróttamönnum. Raunar er líklegra
að það dragi úr frammistöðu. Rich-
ardson braut því ekki lög og hafði
ekki forskot á aðra keppendur.
Reglur eru reglur, en háværar
raddir eru uppi um að taka kannabis
af bannlista WADA og styðja við þá
sem nota efnið fremur en að refsa
þeim.
Konur í stærra hlutverki
Það er þó margt jákvætt hægt að
segja um leikana sem fara nú fram í
Tókýó. Ólympíuleikarnir eru hátíð
þar sem bestu íþróttamenn heims
koma saman og leika listir sínar.
Um leið og þeir keppa um hið eft-
irsótta ólympíugull blása íþrótta-
mennirnir þeim sem á horfa í brjóst.
Úr verður eins konar fögnuður
mannkynsins og alls þess sem það
getur afrekað. Þess vegna bítast oft
stærstu borgir heims um hver fær
að halda leikana.
Á leikunum í Tókýó eru konur
stærri hluti keppenda enn nokkru
sinni fyrr. 48,8% keppenda eru konur
samanborið við 45% á leikunum fyrir
fimm árum. Alþjóðaólympíunefndin
hefur það að markmiði að ýta undir
kynjajafnrétti og hefur til þess sagt
skilið við nokkrar greinar þar sem að-
eins karlar kepptu og bætt við
kvennaflokki í öðrum greinum í stað-
inn. Þá munu konur og karlar keppa
saman í 4x400 metra boðhlaupi,
tvenndarkeppni í borðtennis og fjög-
urra manna boðhlaupi í þríþraut svo
eitthvað sé nefnt.
Tvöfalt fleiri hinsegin íþróttamenn
en nokkru sinni fyrr taka þátt á leik-
unum. Þrír íþróttamenn sem höfðu
komið út úr skápnum tóku þátt í Pek-
ing 2008, 23 í London 2012 og 56 í Ríó
2016. Í ár eru íþróttamennirnir 121.
Að þessu sögðu eru margir á því að
endurhugsa þurfi Ólympíuleikana
hvort sem það varði framkvæmd
þeirra, undirbúning eða úthlutun.
Ekki gangi að borg eftir borg verji
milljörðum dala til að undirbúa leik-
ana en hafi svo lítið upp úr því. Ein-
hverjir vilja að hverjir leikar verði
haldnir í mörgum löndum. Önnur
hugmynd er að halda leikana alltaf á
sama staðnum, þar sem ekki þarf að
ráðast í miklar framkvæmdir til þess.
Önnur hugmynd er að leikarnir flakki
á milli nokkurra stórborga með
reglulegu millibili. Flestar hugmynd-
irnar stuðla að því að minnka umsvif
alþjóðaólympíunefndarinnar sem
margir telja löngu úrelta og sumir
spyrja sig jafnvel hvort halda eigi Ól-
ympíuleika yfir höfuð.
Hin bandaríska Allyson Felix hyggst brjóta blað í
sögu Ólympíuleikanna er hún tekur þátt í sínum
fimmtu leikum. Þessi 35 ára gamla hlaupadrottn-
ing er skráð til leiks í bæði 4x400 metra hlaupi
kvenna og hinu nýja 4x400 metra kynjablandaða
hlaupi. Vinni Bandaríkin til verðlauna í öðru þess-
ara hlaupa mun Felix hafa unnið til flestra verð-
launa allra kvenna í frjálsum íþróttum á Ólympíu-
leikum, en hún hefur tryggt sér níu til þessa. Felix á
nú þegar metið yfir flest gull, alls sex talsins.
Í aðdraganda leikanna átti Felix erfitt með að
finna sér stað til æfinga vegna kórónuveirunnar.
Brá hún meðal annars á það ráð að æfa á götum
Los Angeles-borgar þar sem hún býr. Felix þurfti
að taka á honum stóra sínum til að tryggja
sig inn á leikana en hún náði öðru sæti í
400 metra hlaupi eftir að hafa unnið sig
upp um tvö sæti á síðustu 100 metrunum.
Á síðustu árum hefur Felix gert sig gildandi í réttindabaráttu íþróttakvenna. Fyrir tveimur ár-
um lét hún styrktaraðila sína hjá Nike heyra það í pistli fyrir New York Times vegna þess
hvernig tekið er á því þar innanbúðar þegar íþróttakonur fara í leyfi vegna barnsburðar.
„Ef við eignumst börn eigum við á hættu á því að tapa tekjum frá styrktaraðilum á
meðan meðgöngunni stendur og eftir hana,“ sagði Felix. „Það er ein birtingarmynd
íþróttaiðnaðar þar sem reglurnar eru settar af körlum, fyrir karla.“
Felix eignaðist dóttur, Camryn, í lok árs 2018. Sú tók á móti móður sinni þegar
hún tryggði sér farseðilinn til Tókýó. Felix sagði við AFP að móðurhlutverkið
hvetji hana til dáða á lokastigum ferilsins. „Mig langaði að sýna henni að,
sama hvað, gerir þú hlutina af heilindum og gefst aldrei upp,“ sagði hún.
Hinn 22 ára Noah Lyles gerði sér vonir um að keppa um verðlaun í bæði 100 og 200
metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann átti hins vegar slæman dag á úrtöku-
móti Bandaríkjanna í 100 metra hlaupinu og missti af sæti þar. Hann sýndi þó sitt rétta
andlit viku síðar í 200 metra hlaupi þar sem hann sigraði á besta tíma ársins, 19,74 sek-
úndum, og er til alls líklegur á leikunum.
Lyles hefur talað opinskátt um glímu sína við þunglyndi í kjölfar morðsins á George
Floyd í maí í fyrra. Lyles hafði áður barist við sjúkdóminn, en heilsu hans hrakaði vegna
samkomutakmarkana og umræðunnar í kjölfar dauða Floyds.
Á Twitter sagði Lyles að hann hefði tekið lyf við þunglyndi og það hefði verið ein besta
ákvörðun sem hann hefði tekið lengi. „Síðan þá hef ég getað hugsað án þess að tilfinningin
um að ekkert skipti máli sé undirliggjandi,“ sagði hann.
Lyles hefur verið óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós í keppni. Í ágúst í fyrra klæddist
Lyles svörtum hanska, lyfti hendi með krepptan hnefa og laut höfði fyrir hlaup í Mónakó. Þar
vísaði hann í ódauðlegt látbragð þeirra Tommie Smith og John Carlos á verðlaunapallinum í
Mexíkóborg á Ólympíuleikunum 1968. Lyles gerði hið sama fyrir 100 metra hlaupið á úr-
tökumótinu og segist hvergi nærri hættur. „Við erum enn að deyja á götunum,“ sagði hann
um svarta landa sína.
Tennisleikarinn Novak Djokovic mæt-
ir á sína fjórðu Ólympíuleika í Tókýó
og hefur líklega aldrei átt meiri mögu-
leika á sigri en nú. Hinn 34 ára Serbi hef-
ur unnið fyrstu þrjú risamót ársins; Opna
ástralska, Opna franska og Wimbeldon-
meistaramótin. Vinni hann á leikunum nú
og á síðasta risamóti ársins, Opna banda-
ríska meistaramótinu, verður hann fyrsti
karlinn og aðeins annar tennisleikari sögunnar
til að ná hinni svokölluðu gullnu alslemmu.
Steffi Graf vann öll fjögur risamót ársins og
gull á Ólympíuleikunum í Seúl árið 1988.
Djokovic vann fyrr í mánuðinum sitt 20.
risamót á ferlinum þegar hann lagði Matteo
Berrettini í úrslitaleik. Jafnaði hann þar með
keppninauta sína, Rodger Federer og Rafael
Nadal, í fjölda sigra á risamótum, en þeir þrír
deila nú titlinum yfir þann karl sem hefur unn-
ið flest slík mót. Er í raun ótrúlegt að þeir þrír
sigursælustu frá upphafi hafi allir verið við
toppinn síðasta áratug og til marks um yfir-
burði þremenninganna.
Djokovic þarf hins vegar ekki að hafa áhyggj-
ur af þeim Federer og Nadal á leikunum í ár
þar sem þeir eru frá vegna meiðsla og álags.
Þá verður Dominic Thiem, sigurvegari Opna
bandaríska meistaramótsins í fyrra, ekki held-
ur meðal keppenda. Djokovic vann brons á Ól-
ympíuleikunum 2008, lenti í fjórða sæti árið
2012 en tapaði í fyrstu umferð 2016.
Þar til Djokovic tilkynnti fyrir rúmri viku að
hann yrði með var ekki alls kostar ljóst að hann
myndi mæta til Tókýó. Eftir að hafa unnið Wimbel-
don-mótið í byrjun júlí sagði hann helmingslíkur á
því. Hann væri óviss með að keppa undir þeim
ströngu sóttvarnarreglum sem yrðu við lýði á leik-
unum. Fjölskylda hans gæti ekki komið og horft á og
hann gæti ekki haft með sér mikilvæga aðila úr teymi
sínu.
Hann lét þó til leiðast og sagðist á Twitter stoltur
af því að keppa fyrir hönd Serbíu á leikunum.
Hin 24 ára Bandaríkjakona Simone Bi-
les sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó
fyrir fimm árum. Þar vann hún fjögur
gull; í fjölþraut, liðakeppni, stökki og gólfæfingum.
Síðan þá hefur hún ekki tapað keppni í fjölþraut og
raunar ekki síðan 2013. Frá því ári hefur hún unnið til 26
verðlauna á heimsmeistaramótum, þar af 19 gullverðlauna.
Ótrúlegir yfirburðir.
Raunar hafa yfirburðirnir verið svo miklir að Biles lét setja
mynd af geit aftan á búning sinn sem vísun í að hún sé sú besta
allra tíma (e. G.O.A.T.: greatest of all-time). Einhverjir íþrótta-
menn myndu fá á sig hrokastimpil fyrir slíkt en yfirburðir Biles
hafa verið svo miklir síðustu ár að enginn kippir sér upp við
þetta.
Markmið Biles á leikunum í ár er eflaust að verða fyrsta kon-
an til að verja gull sitt á leikunum í fjölþraut í meira en hálfa öld
en Vera Caslavska gerði það síðast árið 1968. Þá gæti hún jafn-
að Larisu Latynina með því að vinna til samtals níu gull-
verðlauna á Ólympíuleikum. Til þess þarf hún að verja gullin
fjögur frá því í Ríó og bæta við gulli á jafnvægisslá þar sem hún
fékk brons fyrir fimm árum. Fáir myndu veðja gegn Biles enda
vann hún til fimm gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í
Stuttgart fyrir tveimur árum.
Í ár varð Biles sú fyrsta til að lenda í svokölluðu Yurchenko-
stökki sem engin kona hafði áður reynt í keppni. Biles hefur þó
látið í sér heyra varðandi stigagjöf stökksins, telur það vera mun
erfiðara en stigin sem fást fyrir það segja til um. „Þeir vilja ekki
að of langt sé á milli keppenda,“ sagði hún við New York Times.
Fáar fimleikakonur hafa átt eins langan feril og Biles. Hafa allir
gullverðlaunahafar í fjölþraut verið undir tvítugu síðan 1976. Það
var því ákveðið reiðarslag fyrir Biles þegar leikunum var frestað í
fyrra. „Mig langaði að gefast upp,“ sagði Biles á þessu ári en
ákvað að láta slag standa þrátt fyrir að þurfa að þola eitt erfitt
æfingaár til viðbótar áður en hún hættir eftir leikana.
Geitin mætir til Tókýó
AFP
Næst gullna
alslemman?
AFP
Íþróttakonur líka mæður
AFP
Lætur þunglyndi
ekki stöðva sig