Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.7. 2021 G osmóða og þéttur úði litaði höfuðborgina gráa daginn sem blaðamaður fór til fundar við leik- húsmanninn og, ef allt fer að óskum, tilvonandi stjórnmálamanninn Viðar Eggertsson. Við mælum okkur mót á Klömbrum Bistro á Kjarvalsstöðum, því fallega húsi. Viðar mætir nokkr- um mínútum of seint, en hafði látið vita af því, því hann segir það í eðli sínu að mæta of snemma í allt og seg- ist vera óstundvís að því leytinu. Við fáum okkur kaffi og endum inni í barnahorni þar sem við getum spjall- að í friði og ró frá skarkala kaffi- húsgesta. Viðar hefur lifað viðburðaríku lífi en hikar ekki við að stíga inn í ný hlutverk, þótt hann sé kominn á þann virðulega aldur, 67 ára. Hann á nóg eftir og vill gjarnan nota næsta ævi- skeið til að berjast fyrir betri kjörum fyrir eldri borgara, listamenn og fólk sem fast er í fátæktargildru. Nýlega hefur mikið verið fjallað um málefni vöggustofa sem starf- ræktar voru á árunum 1949-1973 í borginni. Nú á að fara að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Viðar og tvíbura- systir hans hófu lífsgönguna á vöggu- stofu. Við hefjum spjallið á upphaf- inu; á fátækri konu sem ól tvíbura sem hún gat ekki alið önn fyrir. Lengst allra á vöggustofu „Ég var óvænta barnið sem enginn átti von á,“ segir Viðar, en hann fæddist á fæðingardeild Landspít- alans árið 1954 og var seinni tvíbur- inn til að líta dagsins ljós. „Systir mín fæddist á undan og svo var sagt að annað væri á leiðinni,“ segir Viðar og segir að móðir sín hafi ekki vitað að hún gengi með tvíbura. Móðir hans, Hulda Kristinsdóttir, hafði þá nokkru áður flutt að norðan, frá Akureyri til Reykjavíkur til að freista gæfunnar í höfuðborginni, en hún átti fyrir einn dreng sem varð eftir hjá ömmu sinni fyrir norðan. „Á þessum tíma var samfélagið allt öðruvísi og lítil sem engin félagsleg hjálp eða velferðaraðstoð, hvað þá fyrir einstæða móður sem bjó í einu herbergi. Hún stóð þá í þeim sporum að vera einstæð móðir með tvö unga- börn og hún einsetur sér að koma sér þaki yfir höfuðið,“ segir Viðar og seg- ir að til þess hafi hún þurft að vinna lengi og safna fé. Ekki hafði hún efni á barnapössun og fáar leiðir voru færar og brá hún þá á það ráð að setja tvíburana á vöggustofu við Hlíðarenda þegar börnin voru aðeins sautján daga gömul. Móðir hans fékk vinnu á Keflavíkurvelli og fékk hús- næði hjá vinnuveitanda sínum. „Það dregst á langinn að hún nái að safna nógu miklum peningum fyr- ir útborgun í íbúð og við ílengdumst þarna,“ segir Viðar, en þau systkinin voru á vöggustofunni í tvö og hálft ár, lengst allra barna sem þar hafa dval- ið. Fórum aldrei út að leika „Mamma kom á hverjum sunnudegi að heimsækja okkur, en á þessum tíma var Keflavíkurvegurinn hol- óttur og tók tvo tíma að keyra aðra leið. Hún fékk ekki að fara inn í her- bergið til okkar heldur stóð fyrir ut- „Þegar ég var ungur stóð ég eitt sinn fyr- ir framan spegil og horfði á þetta andlit sem var svo gjörsamlega ómarkað lífs- reynslu, eins og óskrifað blað. Mér fannst það svo ömurlegt; mig langaði svo að bera þess merki að ég hefði lifað. Ég reyndi að krumpa á mér andlitið því mig langaði í lífsreynslu, en vissi ekki að hún var áunnin. Hrukkur eru í raun heið- ursmerki lífsins og maður þarf að vinna fyrir hverri og einni þeirra,“ segir Viðar. Morgunblaðið/Ásdís „Er haldinn þroskadýrkun“ Viðar Eggertsson hefur tekið að sér ýmis hlutverk um ævina. Hann hefur verið leikari, leikstjóri, leikhússtjóri, stofnandi EGG- leikhússins og nú nýverið skrifstofustjóri Landssambands eldri borgara. Í honum ríkir bæði réttlætiskennd og baráttuandi en ævi hans hófst á vöggustofu þar sem börn fengu enga andlega örvun. Þar þurfti hann að berjast fyrir tilverurétti sínum og nú meira en sex áratugum síðar berst hann enn, nú fyrir réttindum eldri borgara og fátækra. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Myndin er af tvíburunum nokkurra mánuða í nýprjónuðum fötum. Móðir þeirra prjónaði þau án þess að hafa tækifæri til að taka mál af börnunum. Hún fékk að rétta þau til starfsstúlku inn um dyragættina.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.