Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.7. 2021 an og horfði á okkur í gegnum stóran glugga. Börnunum, sem voru í stórum járnrimlarúmum, var ekið að glugganum, en ekkert annað var í herbergjunum en rúmin. Það var svo mikið hreinlæti þarna að ekki einu sinni myndir héngu á veggjum og ekkert dót var þarna; það gæti safn- að ryki,“ segir Viðar og segir allan mat hafa verið maukaðan og að börn lærðu ekki að borða sjálf heldur voru ávallt mötuð. „Börnin fóru aldrei út nema á mestu góðviðrisdögum og þá voru þau keyrð út í rúmunum. Við fórum aldrei út að leika. Við lærðum að labba en vorum ótalandi þegar dvöl- inni lauk en ég og systir mín höfðum komið okkur upp einhverju tungu- máli. Við gátum skilið hvort annað,“ segir Viðar og bætir við að á einhvern hátt hafi hann fengið betra atlæti en hún og líklega verið í uppáhaldi hjá starfskonunum. Eitt skipti hafi móðir hans sem oftar komið í heimsókn en hann hafi ekki verið bak við glerið. Hún hafi þá gengið í kringum húsið og að kjallaratröppum en þar voru opnar dyr. „Hún gægist inn og sér inn í þvottaherbergi fyrir enda gangsins og þar situr kona á stól með mig í fanginu. Hún verður svo hissa og það bærðust með henni alls konar tilfinn- ingar við að sjá aðra konu vera að gera það sem hún mátti ekki, að halda á barninu. En þótt dyrnar væru opnar þorði hún ekki inn af ótta við að fyrirgera rétti sínum.“ Þrjú ár að muna „Mér tókst einhvern veginn að skera mig úr; að slá í gegn. Ég var svolítið uppáhald og það var stundum haldið á mér,“ segir Viðar og segist sjálfur ekkert muna en heyrði af því seinna þegar hann árið 1993 vann útvarps- þátt byggðan á þessari reynslu, en áherslan var á reynslu móður hans. Viðar segir það hafa tekið móður sína mörg ár að rifja upp þennan tíma og ljóst var að hún hefði grafið þessar slæmu minningar svo djúpt að hún mundi í byrjun lítið sem ekkert frá þessum tíma. „Ég fékk móður mína til að segja frá í þessum þætti. Það tók hana þrjú ár að muna. Fyrst mundi hún alls ekki neitt, þetta var grafið ofan í dýpstu sálarkytrur. Svo fór að brotna upp og minningarnar að koma til baka og þá fór að rofa til,“ segir Viðar og segir að móðir sín hafi grátið þeg- ar minningarnar flæddu upp á yf- irborðið. „Loks þremur árum eftir að ég fyrst bað hana að segja frá hringdi hún í mig og sagði: „Nú er ég tilbú- in“,“ segir hann og bætir við að á þessum tíma hafi verið svo mikil stéttaskipting og hugsunin þannig að fátækt fólk ætti að kenna sjálfu sér um og skammast sín fyrir fátækt sína og stöðu. „Fólk átti ekki að gera kröfur og sætta sig við stöðu sína. Í dag gerum við kröfur um það að fólk sætti sig ekki við fátækt.“ Eins og dýr í búri Loks þegar móðirin hafði safnað nóg til þess að kaupa húsnæði fór hún og sótti börnin, en á heimilinu bjó einnig vinkona hennar sem hjálpaði til með börnin, enda engir leikskólar í boði. „Hún fór einmitt með mömmu að sækja okkur og ég hafði upp á henni fyrir þáttinn því mig vantaði sjónar- vott að þeim atburði. Hún lýsti því þannig að við hefðum verið eins og dýr í búri. Við töluðum ekki og eng- inn mátti snerta okkur, og sértaklega ekki systur mína sem hafði nánast aldrei verið snert,“ segir Viðar og segir að það sé ekki að undra að mörg börn sem þarna dvöldu hafi skaddast verulega á sál og líkama. „Systir mín, sem lá mest í rúminu allan daginn og hafði ekkert til að horfa á, varð tileyg þarna. Hún fædd- ist ekki svona en hafði líklega horft sífellt á einn blett í loftinu. Þetta var síðar lagað.“ Viðar segir það erfitt fyrir sig að dæma um það hvort dvölin þarna hafi skaðað hann á einhvern hátt. „Það er svo margt sem spilar inn í, erfðir og uppeldi, en ég held að systir mín hafi borið meiri skaða en ég.“ Nú sauð upp úr Eins og lesa hefur mátt í fréttum undanfarið ætlar borgin nú loksins að fara ofan í saumana á því hvernig aðbúnaður og vinnubrögð voru á vöggustofum sem reknar voru á veg- um borgarinnar á þessum árum. Við- ar segir þá Hrafn Jökulsson og Árna H. Kristjánsson hafa haft samband við sig, en báðir höfðu dvalið um skeið á vöggustofum. „Árni, sem er sagnfræðingur, hafði tekið saman greinargerð þar sem hann fer yfir sögu vöggustofa og ým- islegt sem komið hefur á daginn. Árni vildi fá mig með, vegna þessa fræga útvarpsþáttar sem ég var með á sínum tíma,“ segir Viðar og segir að í greinargerðinni sé einnig minnst á ræðu sem sálfræðingurinn Sigurjón Björnsson hélt í borgarstjórn árið 1967. Sigurjón hafði síðan endurflutt þá ræðu í útvarpsþættinum. „Hann kallaði vöggustofurnar gróðrarstíu andlegrar veiklunar, en hann hafði rannsakað nokkur barnanna sem höfðu verið þarna. Adda Bára Sigfúsdóttir borgar- fulltrúi stóð með honum, en það var ekkert gert með þetta. Þetta var talið vera pólitísk árás á þær góðu konur sem stóðu að þessum vöggustofum. Þá erum við aftur komin að stétta- skiptingunni; þarna eru annars vegar góðu vel stæðu konurnar sem voru að hjálpa fátæku konunum, á móti fá- tæku vinnukonunum sem bjuggu í „heilsuspillandi“ húsnæði. Þetta var hin óhagganlega mynd. Og með því að ráðast á „góðu konurnar“ voru klærnar sýndar,“ segir Viðar og ekk- ert var gert í málinu. Og þótt út- varpsþátturinn hafi á sínum tíma vakið athygli, hafi þá heldur ekkert verið gert. „Á þessum punkti núna sauð upp úr og við ákváðum að þetta yrði að gera upp. Það hefur verið opnuð sér- stök Facebook-síða fyrir fólk sem dvaldi þarna og þar koma inn svaka- legar sögur. Það er sammerkt með sögunum að mæðurnar hafa grafið niður þessar óbærilegu minningar, jafnvel þótt börn þeirra hafi dvalið þar í stuttan tíma.“ Með skilarétt á börnum „Við viljum vita hvað gerðist. Svo er annar hluti sem þarf að fara ofan í saumana á og sem ég vissi lítið um fyrr en núna, og það eru ættleiðing- arnar sem áttu sér stað frá þessum vöggustofum. Þær virðast hafa verið á mjög hæpnum forsendum og það „Ég er búinn að vera yngri, nú langar mig að verða eldri. Ég er að fara inn á nýtt ævi- skeið. Lífið er svo ófyrir- sjáanlegt og maður verður að vera opinn fyrir nýjum áskorunum,“ segir Viðar sem nú býður sig fram til Alþingis. ’ Við fórum aldrei út að leika. Við lærðum að labba en vorum ótalandi þegar dvölinni lauk, en ég og systir mín höfðum komið okkur upp einhverju tungu- máli. Við gátum skilið hvort annað.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.