Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.7. 2021
Þ
að gæti verið gagnlegt að setja skyn-
ugan mann, sem ekki væri upptek-
inn í öðru, í að draga saman það
helsta sem ráðandi öfl ríkjanna og
hjálparkokkar þeirra úr heimi vís-
inda sögðu um kórónuveiruna frá því
að hún fór á sveim. Sumir segja að það hafi gerst sein-
ustu mánuði ársins 2019, en aðrir treina sér tilkomu
hennar fram í febrúar 2020.
Vorið ’20 villti um
Þeir eru til sem telja það til meintra glæpa Donalds
Trumps, sem telst sekur um allt sem andstæðingum
hans kemur í hug, að hann hefði giskað á að fárið
dygði varla lengur en fram á sumarið 2020. Þeir líta á
þá óskhyggju sem glæp! En þrátt fyrir það hjal beitti
Trump miklu afli sínu til að ýta undir sókn eftir bólu-
efnum.
Það mætti halda því fram, án þess að hefðbundnir
hatarar myndu trumpast, að gáfaðasta þjóð heims, sú
íslenska, hefði verið á svipuðu róli. Handhafar valds-
ins þar ákváðu í maí 2020 að veita bæri sóttvarnarliði
sínu fálkaorðuna á Bessastöðum hinn 17. júní, fyrir
unninn sigur. Það er rúmt ár síðan.
Þeir sem áttu í hlut þáðu veittan heiður og gerðu
enga athugasemd við virðingarvottinn og hafa því
sjálfsagt talið að orðuveitingin þyrfti ekki endilega að
koma á óvart.
Það skiptir svo sem litlu máli hvaða skoðun bréfrit-
ari hafði um málið þá, en hann man ekki betur en að
honum hafi ekki þótt neitt athugavert við þessa orðu-
veitingu, enda hafi þessi góði hópur sannarlega átt að
koma til álita.
Stemningin var því áþekk hér og annars staðar.
Línuritin, sem birtust á skermum sjónvarpsstöðva í
okkar heimshluta, sýndu gröf sem hafist höfðu hratt í
hæstu hæðir og voru ólygnir mælikvarðar um válega
hluti. Smit, sem þutu upp eins og rakettur og óhjá-
kvæmilegt væri að hluti þeirra breyttist í illviðráðan-
leg veikindi, sem fyllti alla ganga spítalanna, sem
óviðbúnir voru slíkri árás, sem var hrein viðbót við
önnur erfið verkefni, sem hurfu ekki þótt þessi bætt-
ust við.
Svörtustu merkin á þessum gröfum sýndu tölur um
dáið fólk á fórnarstalli veirunnar.
En einmitt um það leyti sem forkólfar okkar hér
heima leituðu verðugra orðuhafa virtust línuritin ná
hápunkti og tóku að falla hraðar en nokkur hafði þor-
að að vona. Eftiráspekingar geta látið eins og þeir
vilja, eins og þeir annáluðu leiðindapúkar gera jafnan,
en eins og staðan var þá var það sennilega samdóma
álit, að heimurinn væri að komast fyrir vind. Það er
ríkur vilji í mannheimum til að trúa góðum fréttum og
þá ekki síst þegar að gröf og línurit, sem voru sönn og
báru það með sér, undirstrikuðu þá niðurstöðu. Sú
mynd hafði loks birst í staðinn fyrir vond gröf, vond
línurit og vondar fréttir.
Enn horft til þeirrar „spánsku.“
Oft er vitnað til spánsku veikinnar, þótt nafngiftin sé
ekki upplýsandi. Í alfræði netsins, sem vart er að
treysta í blindni, og ætíð fjarri því að vera tæmandi,
fara leyndir gallar versnandi. Veikleikinn er bæði sá,
hversu háður margur er orðinn þessari aðgengilegu
uppsprettu og eins hitt að aðferðin gerir mönnum með
skuggalegri erindi fært að blanda hugmyndum sínum
og fordómum inn í meintan fróðleik.
En það er sennilegast hættulegast næst í tíma þegar
slíkir telja sig hafa pólitíska eða fjárhagslega hags-
muni af því að hagræða atburðum að eigin sleggju-
dómum eða afbökun.
En varðandi spánsku veikina ætti ekki að þurfa að
slá marga varnagla. En kannski helst þá að glefsurnar
eru fjarri því að vera tæmandi og því getur orðið villu-
gjarnt. Flestir hafa gluggað dálítið í fróðleik um
spánsku veikina af misjöfnu tilefni á ævinni, en þó
kemur myndin á óvart, ekki síst þegar að kórónufárið
er haft til samanburðar. Spánska veikin blasir við okk-
ur sem miklu skæðari og miskunnarlausari en sú sem
nú gengur, þótt vera megi að það skekki myndina mest
að heilbrigðisþjónusta var á frumstigi, illur aðbúnaður
og húsakostur eiga fátt sameiginlegt með því sem nú
tíðkast í landi rafmagns, hitaveitu og velbyggðra húsa.
Rennandi vatn eða fráfærsla skolps var í skötulíki mið-
að við það sem síðar varð.
Stutta útgáfan
En almenna tölvusagnfræðin segir svo: „Veikinni
fylgdi jafnan lungnabólga og létust menn oft innan
tveggja daga eftir að sóttarinnar varð vart. Veikinni
fylgdu blæðingar, blóð streymdi úr nösum og upp úr
lungum, niður úr þörmum, upp úr maga og gegnum
þvagrás.
Sóttin geisaði í þremum bylgjum. Fyrst kom veikin
upp í bandarísku herstöðinni Camp Funston í Kansas.
Þaðan barst hún með bandarískum hermönnum til
Evrópu í apríl 1918. Um sumarið kom fram banvænna
afbrigði. Þriðja bylgjan gekk yfir veturinn 1918-19.
Spánska veikin blossaði upp um það bil er fyrri heims-
styrjöldinni er að ljúka og mótstöðuafl margra
óbreyttra borgara og hermanna var því lítið vegna
slæms aðbúnaðar. Ekki var til neitt bóluefni við þess-
um inflúensustofni og ekki var búið að finna upp pens-
ilín þannig að lungnabólgan sem jafnan fylgdi sóttinni
varð lífshættuleg.
Hingað heim
Veikin er talin hafa borist til Íslands með skipunum
Botníu frá Kaupmannahöfn og Willemoes frá Banda-
ríkjunum 19. október 1918, þann sama dag og fullveldi
Íslands var samþykkt! Í byrjun nóvember höfðu marg-
ir tekið sóttina og þá er fyrsta dauðsfallið skráð. Mið-
vikudaginn 6. nóvember er talið að þriðjungur Reyk-
víkinga hafi veikst. Fimm dögum síðar er talið að tveir
þriðju íbúa höfuðborgarinnar hafi verið rúmfastir.
Sérstök hjúkrunarnefnd var skipuð í Reykjavík 8.
nóvember undir forystu Lárusar H. Bjarnasonar
lagaprófessors og var gerð áætlun þar sem borginni
var skipt í þrettán hverfi. Gengið var í hús til að leita að
þeim sem voru hjálpar þurfi. Allt athafnalíf lamaðist í
Reykjavík. Talið er að 484 Íslendingar hafi látist úr
spánsku veikinni, þar af 258 í Reykjavík. Þann 20. nóv-
ember voru þeir sem létust í sóttinni jarðsettir í fjölda-
grafreitum. Þá var veikin tekin að réna.“
Annar tími, aðrar aðstæður,
verri veiki
Flestum hlýtur að verða ómótt við slíkan lestur. En
ýmislegt kemur á óvart. Sóttin gekk í þremur bylgjum
um það sem við köllum stundum okkar heimshluta,
sem er reyndar ekki nákvæmt í þessu tilviki. Atvikin
hér heima minna helst á lýsingu á ofsafengnum flug-
bardaga og svo heiftúðugri loftárás, sem er ætlað að
brjóta þjóð á bak aftur, eins og baráttuna um Bretland
sem stóð í rúma þrjá mánuði frá júlí til október 1940 og
loftárásirnar á London. Bretar eru ekki í vafa um að
þeir hafi unnið það varnarstríð og án þess sigurs hefði
ekki frekari vörnum verið við komið. Þeir stóðu þá ein-
ir. Frakkland hafði fallið á fáeinum vikum. Bandaríkin
héldu að mestu að sér höndum og Sovétríkin voru þá í
friðarbandalagi við Hitler og sköffuðu honum olíu í
krafti þess, allt fram til þess dags sem Hitler hélt á stað
áleiðis til Moskvu (!) í „Barbarossa“-leiðangur sinn.
Á aðeins 6 vikum höfðu 484 Íslendingar látist af völd-
um spánsku veikinnar og lítið var hægt að gera til að
stemma stigu við því að veikin miskunnarlausa tæki
sinn toll. Áfallið svarar til þess að á þriðja þúsund Ís-
lendinga hefðu látist í fárinu nú! Aðeins 20 dögum eftir
að fyrsta smits varð vart höfðu tveir þriðju íbúa höfuð-
staðarins veikst svo að þeir voru rúmfastir. Það svarar
Boris kappi
tekur slag við appið
’
Eitt það furðulegasta í varnarkerfinu
uppgötvaðist þegar að í ljós kom að „app“
hefur nú orðið lögregluvald og skikkar menn í
einangrun í hundraðavís, ef að rakningarapp
getur sannað að þeir hafi rekist um sömu
slóðir og smitaðir síðustu dagana.
Reykjavíkurbréf23.07.21