Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Síða 19
Líf og fjör í
Mjólkurbúinu
Það er ys og þys í Mjólkurbúinu, mathöllinni á Selfossi, sem finna
má í nýja miðbænum. Þar hefur verið troðfullt alla daga frá opnun.
Blaðamaður renndi við þar einn sólríkan eftirmiðdag og kynnti sér
veitingastaði þessa fallega húss. Það iðaði allt af lífi, enda má þar
finna dýrindismat og -drykki; eitthvað við allra hæfi.
Texti og myndir:
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
25.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL .
ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR
SUMARÚTSALA
BETRA BAKS
ÚTSALA BETRA BAKS ER Í FULLU FJÖRI!
„Þetta er sama pæling og er í
Mathöllinni á Hlemmi, minni
matseðill en sömu gæðin og hinir
staðirnir bjóða upp á,“ segir Sig-
urvin Jensson, yfirmaður
Flateyjar í Mjólkurbúinu.
„Þetta hefur farið fram úr öll-
um björtustu vonum, það hefur
verið sturlað að gera. Ég vissi
ekki að það byggju hundrað þús-
und manns á Selfossi,“ segir hann
og hlær.
„Það eru allir að koma að
skoða þetta og núna í þrjá daga í
röð höfum við þurft að loka
snemma því við höfum klárað all-
ar pítsurnar okkar. Nú er klukkan
þrjú og helmingur af hráefninu
búinn. Og okkur vantar starfs-
fólk. Ég er búinn að vinna ellefu
daga í röð, og pítsabakarinn líka.
Við fáum ekkert fólk fyrr en í
ágúst í fyrsta lagi. Það eru aðrir
staðir hér í sömu stöðu, og við
þurfum að fá fólk, svo mikið er
víst,“ segir Sigurvin. Spurður
hvaða pítsa sé vinsælust, svarar
hann:
„Umberto-pítsan er lang-
vinsælust. Hún mokast út.“
Sigurvin Jensson segist ekki hafa undan að moka pítsum í viðskiptavinina.
Uppselt þrjá
daga í röð
Umberto-pítsan
er langvinsælust.