Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Blaðsíða 29
trúarbrögð. Ekkert er honum heil-
agt.
Oft hefur Burnham látið út úr sér
rasísk, hómófóbísk eða karlrembu-
leg ummæli á sviði sem ádeilu á þá
sem halda uppi slíkum skoðunum.
Það hefur orðið til þess að ein-
hverjum hefur ekki líkað við grínefni
hans og árið 2009 mótmæltu nem-
endur við Westminster College því
að hann myndi koma fram þar. „Ég
reyni að skrifa ádeilu með góðum
ásetningi. En ásetningurinn verður
að vera falinn. Hann getur ekki verið
augljós og það gerir ádeiluna að
gríni,“ sagði Burnham um málið.
Kvíðaköst á sviði
Er Burnham var á sviði í ferð sinni
um heiminn með uppistand sitt,
what., fékk hann í fyrsta sinn kvíða-
kast. Köstin urðu fleiri og sífellt al-
gengari og hann neyddist til að
hætta uppistandi árið 2016 þegar
hann lauk ferð sinni með annað vin-
sælt uppistand, Make Happy. „Þetta
var erfiðasti tími lífs míns þessi síð-
asta ferð, sá erfiðasti,“ sagði hann
við tímaritið Time árið 2018.
Eftir að hafa lagt hljóðnemann á
hilluna einbeitti Burnham sér að
handritsskrifum en leikstýrði einnig
öðrum uppistandssýningum, þar á
meðal sýningu Chris Rock, Tambor-
ine, árið 2018.
Handritsskrifin urðu að kvik-
myndinni Eighth Grade sem fjallar
um síðustu viku ungrar unglings-
stúlku í áttunda bekk og það hlut-
verk sem samfélagsmiðlar leika í lífi
þeirra sem hafa alist upp á þeim. Í
myndinni, sem Burnham leikstýrir
einnig, reynir hann ekki að draga
fram allt það slæma við samfélags-
miðla heldur varpa ljósi á hvernig
það er að vera 13 ára unglingur á
netinu.
Á sýningum sínum og í Inside hef-
ur Burnham vakið mikla athygli fyr-
ir notkun sína á ljósi. Á sýningum
sínum stendur hann ekki bara í kast-
ljósinu og segir brandara heldur er
ljós eitt af hans aðalverkfærum og
notkun hans á því varð til þess að
Chris Rock fékk hann til að leikstýra
sinni sýningu. Þessi notkun á ljósi
einkennir einnig Eighth Grade þar
sem ljós frá tækjum sem beinist að
andlitum leikara er mikið notað og
látið sýna einmanaleikann sem fólk
finnur oft fyrir á netinu.
Læknar heiminn
Í Inside má segja að Burnham gangi
skrefi lengra í túlkun sinni á netinu
en í Eighth Grade. Netið hefur orðið
enn stærri hluti af lífi fólks er marg-
ir hafa þurft að dúsa dögum saman
inni í húsi vegna samkomutakmark-
ana. Sum lög þáttarins eru fyndin
eins og þegar hann syngur um
myndbandssímtöl með mömmu sinni
og Instagram-síður hvítra kvenna,
önnur eru óþægileg eins og þegar
Burnham býður fólk velkomið á net-
ið í hlutverki eins konar illmennis
sem skapað hefur netið og gert alla
háða því. „Sinnuleysi er harmleikur
og leiði er glæpur. Eilítið af öllu, allt-
af,“ syngur hann í laginu.
Eins og áður sagði snýst Inside
um netið og hvernig það hefur
smeygt sér inn í líf okkar. Þátturinn
allur er saminn og tekinn upp inni í
sama herberginu á heimili Burnham
og er vinnsla og upptaka þáttarins
algjörlega í höndum hans. Býr það
til þá tilfinningu að Burnham, sem
safnar bæði skeggi og hári meðan á
tökum stendur, yfirgefi ekki her-
bergið það rúma ár sem gerð þátt-
arins tók.
Burnham tekur Jeff Bezos, stofn-
anda Amazon, fyrir í þættinum í
tveimur lögum sem eru ansi skond-
in. Er það líklega til að undirstrika
þá miklu misskiptingu auðs sem er
til staðar í Bandaríkjunum og heim-
inum öllum en Bezos er metinn rík-
asti maður heims. Þá heldur Burn-
ham eldræðu þar sem hann furðar
sig á því valdi sem mannfólkið hefur
sett í hendur nokkurra aðila í Kísil-
dal sem stjórna samfélagsmiðlunum
og efnisveitunum sem fólk hefur
ánetjast.
Að lokum má nefna að Burnham
er mjög meðvitaður um forréttinda-
stöðu sína. Hann spyr sig hvað hann,
sem hvítur karlmaður, hafi að bjóða
heiminum með gríni sínu en syngur
svo kaldhæðnislega að hann muni
„lækna heiminn með gríni“ sínu.
Ljósmynd/Netflix
Burnham heldur hér
eldræðu um vonbrigði sín yfir
því að við skulum leyfa stjórn-
endum í Kísildal í Bandaríkunum
að stjórna lífi okkar.
25.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Njóttu þess að hvílast
í hreinum rúmfötum
Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Við þvoum og pressum rúmfötin
- þú finnur muninn!
VÖXTUR Netflix bætti við sig rúm-
lega einni og hálfri milljón áskrifenda
á öðrum fjórðungi ársins og stendur nú
fjöldi áskrifenda í 209 milljónum á
heimsvísu. Streymisveitan er enn sú
stærsta í heimi en sótt hefur verið hart
að henni af veitum á borð við Disney+
og HBO Max. Síðasta ár var grósku-
mikið meðal streymisveitnaeigenda og
bættu veiturnar við sig miklum fjölda
áskrifenda. Hægst hefur þó á vextinum
og tapaði Netflix tæplega hálfri milljón
áskrifenda í Norður-Ameríku á síðustu
þremur mánuðum.
Hægist á vexti veitna
AFP
Reed
Hastings,
annar
stofnenda
Netflix.
BÓKSALA 14.-20. JÚLÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Fimmtudagsmorð-
klúbburinn
Richard Osman
2 Bréfið
Kathryn Hughes
3 Litla bókabúðin við vatnið
Jenny Colgan
4 Leyndarmál
Sophie Kinsella
5 Palli Playstation
Gunnar Helgason
6 Sagas Of The Icelanders
7 Slétt og brugðið
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
8 Independent People
Halldór Laxness
9 Fjölskylda fyrir byrjendur
Sarah Morgan
10 Ísland vegaatlas 2021
1 Palli Playstation
Gunnar Helgason
2
Depill heimsækir
afa og ömmu
Eric Hill
3
Múmínsnáðinn og
Jónsmessuráðgátan
Tove Jansson
4 Litlir lærdómshestar – stafir
Elízabeth Golding
5 Handbók fyrir ofurhetjur 6
Elias/AgnesVahlund
6 Rím og roms
Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn
7 Depill í leikskólanum
Eric Hill
8 Leikskólalögin okkar
Jón Ólafsson/Úlfur Logason
9 Litir: leikur að læra – dót í bók
10
Þorri og Þura
– tjaldferðalagið
Agnes Wild/Bergrún Íris
Allar bækur
Barnabækur
Fyrstu bækurnar sem ég man eft-
ir að hafa lesið eru ævintýrabæk-
ur Enid Blyton um
hin fimm fræknu.
Næst sneri ég mér
að indíánasögum og
þaðan að Alistair
MacLean og fleiri
spennusagnahöf-
undum á áttunda
áratugnum. Á tíma-
bili las ég allar bæk-
ur Sven Hazel með
sínum skrautlegu
lýsingum á félögum
sínum í 27. her-
deildinni.
Árbækur bókaútgáfu Arnar og
Örlygs voru mér hugleiknar og ég
gat eytt tímum saman við að
fletta þeim, lesa um atburði og
skoða myndir, sama hvort ég
tengdi við atburði bókanna eður
ei. Örn og Örlygur gáfu líka út
Ferðahandbókina í fjölda ára
ásamt mörgum öðrum hand-
bókum. Ferðahandbókin fylgdi
manni hringveginn og sagði frá
því merkilegasta á hverjum stað.
Ég var svo heppinn að kynnast
Örlygi Hálfdánarsyni í gegnum
Slysavarnafélag Íslands en hann
var formaður slysavarnadeildar
Ingólfs í Reykjavík og síðar forseti
Slysavarnafélags Íslands sem síðar
sameinaðist Landsbjörg og til
varð Slysavarnafélagið Lands-
björg. Örlygur var fæddur í Viðey
og hafði gaman að því að gefa
leiðsögn um eyjuna og segja frá.
Talandi um SVFÍ þá gaf félagið
öll sín ár út árbækur með ítar-
legri samantekt á slysum hvort
sem var á sjó, lofti eða láði og frá-
sögnum af aðgerðum tengdum
slysum eða öðru starfi félagsins.
Vil nefna eina bók sem ég hafði
gaman af að lesa en það var bókin
Fjallamenn eftir
Guðmund frá Mið-
dal. Guðmundur
var merkilegur
listamaður og höf-
undur. Hann var
jafnframt frum-
kvöðull í fjallamennsku á Íslandi.
Í dag les ég að-
allega glæpasögur,
kokkabækur og svo
viðgerðarbækur.
Mér finnst fátt
skemmtilegra en að
laga eða bæta hluti.
Stundum læt ég
mér nægja að lesa
um það. Ég les
norræna krimma
og sökkvi mér
stundum í bæk-
urnar um Veru
Stanhope. Var
fyrst nú að lesa
bækurnar um
Skerjagarðsmorðin
eftir Vivecu Sten og
bækur Camillu
Läckberg. Las allar
bækur Jo Nesbø um
Harry Hole og bæk-
ur Lee Child um
Jack Reacher.
Hef gaman af kokkabókum til
að fá hugmyndir en ég fylgi nán-
ast aldrei uppskrift eftir bókinni.
Ég myndi segja að ég væri týp-
ískur „blákraga“ (e. blue collar)
lesandi.
ÁSGEIR ER AÐ LESA
Ferðahandbókin
fylgdi hringinn
Ásgeir Baldur
Böðvarsson er
byggingameist-
ari sem sér um
eftirlit og bygg-
ingarstjórn hjá
EFLU.