Fiskifréttir - 20.02.1998, Side 2
2
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. febrúar 1998
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaður
Snæfelisness:
Seldu 275 tn
í verkfallinu
— Ég get ekki kvartað yfir verk-
fallsdögunum. A meðan verkfall-
inu stóð þá seldum við 275 tonn af
fiski, sem smábátar lönduðu, og
meðalverðið var rúmar 100 krónur
fyrir kílóið. Uppistaða aflans var
þorskur og meðalverð á óslægðum
þorski í verkfallinu var 97,55 kr/
kg, sagði Þórður Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Snæ-
fellsness í Ólafsvík, er Fiskifréttir
slógu á þráðinn til hans.
Þórður segir aflabrögðin hjá
bátunum hafa verið með ólíkind-
um góð þá daga sem gefið hefur á
sjó. Til marks um það nefnir hann
að sl. sunnudag hafi smábáturinn
Anna Ólafs GK fengið rúm sjö
tonn eftir daginn og hafi meirihluti
aflans verið þorskur sem vó fimm
kíló eða meira. Þá hafi dragnótar-
báturinn Steinunn SH farið í stutta
veiðiferð sl. mánudag og hafi afl-
inn verið 25 tonn eftir aðeins fjóra
og hálfan tíma.
Ysuverð hefur verið mjög hátt á
mörkuðunum síðustu daga, alls hafa
verið seld 25 tonn af óslægðri ýsu hjá
Fiskmarkaði Snæfellsness og hafi
meðalverðið verið rúmar 140 kr/kg.
Allir íslenskir markaðir
Vikan 8.-14. febr. 1998
Tegund Hæsta verð (kr/kg) Lægsta verð (kr/kg) Meðal- verð (kr/kg) Magn (kg)
Annar afli 1.700,00 46,00 108,90 2.656
Annar flatf. 30,00 30,00 30,00 90
Bland. 47,00 5,00 44,42 277
Gellur 325,00 225,00 290,44 425
Grálúða 50,00 50,00 50,00 4
Grásl. 142,00 30,00 42,84 4.662
Hlýri 102,00 80,00 87,00 1.463
Hrogn 225,00 15,00 150,43 2.585
Hákarl 900,00 100,00 500,00 10
Karfi 119,00 13,00 102,18 8.095
Keila 76,00 15,00 62,40 7.921
Kinnar 180,00 112,00 139,49 172
Langa 90,00 8,00 65,10 7.489
Langlúra 119,00 100,00 111,64 2.610
Litl.karfi 14,00 5,00 7,72 235
Lúða 715,00 100,00 485,76 553
Lýsa 48,00 23,00 39,30 1.944
Rauðm. 192,00 100,00 151,50 547
Rækja 85,00 82,00 83,76 2.700
Steinb./ hlýri 80,00 75,00 76,04 168
Sandkoli 86,00 35,00 80,48 6.929
Skarkoli 190,00 11,00 150,66 7.001
Skata 240,00 130,00 213,25 143
Skrápfl. 60,00 40,00 42,84 1.386
Skötusel. 225,00 100,00 190,38 1.584
Steinb. 120,00 50,00 84,26 79.161
Stórkj. 100,00 79,00 80,28 247
Sólkoli 245,00 140,00 220,40 400
Tindask. 10,00 5,00 6,90 10.422
Ufsi 71,00 26,00 56,21 98.708
Undm.f. 145,00 51,00 90,38 21.947
Svartfugl 40,00 10,00 37,31 78
Ýsa 177,00 50,00 127,70 181.891
Þorskal. 30,00 30,00 30,00 1.461
Þorskur 143,00 36,00 99,08 871.617
1.333.908
Elliði GK. (Mynd: Snorri Snorrason).
Guðlaugur Jónsson skipstjóri á Elliða GK
Það skýríst um helgina
hvort loðnan skilar sér
Eftir að sjómannaverkfallinu var frestað fram til 15. mars nk. hefur
loðnuskipaflotinn leitað að loðnu fyrir austan land en árangur var
frekar takmarkaður nú í byrjun vikunnar þótt fréttir um loðnuafia við
Gerpi undir kvöld á mánudag gæfu mönnum tilefni til bjartsýni. Það eru
helst flottrollsskipin, sem náð hafa árangri á loðnuveiðunum fram að
þessu, en loðnan hefur yfirleitt staðið djúpt og verið illveiðanleg í nót.
Það er helst að skipin, sem útbúin eru með djúpum nótum, hafi náð
nokkrum þokkalegum köstum. Sjómenn og útgerðarmenn loðnuskip-
anna, svo ekki sé talað um forráðamenn loðnuverksmiðja og frystihúsa,
hafa beðið með óþreyju eftir því að fyrsta stóra loðnugangan gerði vart
við sig en nokkur undanfarin ár hefur loðnuveiðin yfirleitt hafist af
krafti á tímabilinu frá 20. janúar fram undir 10. febrúar þótt þess séu
reyndar dæmi að vertíðin hafi ekki hafist fyrr en um eða upp úr miðjum
febrúar.
- Við komum á miðin í bræl-
unni sl. laugardag og erum nú á
landleið með um 550 til 600 tonn
af loðnu. Við fengum þennan
afla í fimm holum í Reyðarfjarð-
ardjúpi og vegna veðurútlitsins
ætlum við að landa honum á
Seyðisfirði í kvöld. Ef veðurspá-
in hefði verið hagstæð þá hefðum
við siglt með aflann til Akraness,
sagði Guðlaugur Jónsson, skip-
stjóri á Elliða GK, er Fiskifréttir
ræddu við hann sl. mánudag.
Loðnan að skríða upp á
grunnið við Gerpi?
Að sögn Guðlaugs voru fimm
flottrollsskip að veiðum í Reyð-
arfjarðadýpinu og nokkur nóta-
skip. Afli flottrollsskipanna var
þokkalegur en árangurinn hefur
ekki verið góður hjá nótaskipun-
um fram að þessu.
— Það fengu nokkur skip upp í
100 til 200 tonna köst í djúpar næt-
ur en flest voru með mun minni
afla. Ég er búinn að stunda loðnu-
veiðar frá árinu 1970 og ég held að
það sé orðið óhætt að fullyrða að
það er engin vertíð eins. Stóra torf-
an, sem hafrannsóknaskipið fann í
verkfallinu, hefur enn ekki komið
fram og á þeim fáu stöðum, sem
vart hefur orðið við loðnu, eru
þetta litlar torfur sem gefið hafa
litla veiði. I fyrra byrjaði loðnan að
veiðast af krafti 1. febrúar og um
miðjan mánuðinn vorum við
komnir miklu sunnar á veiði-
svæðið. Núna virðist loðnan enn
vera mjög dreifð og hún hefur
hvergi fundist í miklu magni. Þó er
flotinn búinn að kemba svæðið frá
Ingólfshöfða og austur og norður
um og tvö skip, Gullberg VE og
Gígja VE, urðu nú í nótt vör við
loðnu uppi undir yfirborðinu út af
Gerpi. Þær lóðningar skiluðu að ég
held lítilli veiði, segir Guðlaugur
en þess má geta að skömmu eftir
að Fiskifréttir ræddu við hann náði
ísleifur VE að fá 300 tonna loðnu-
kast í grunna nót skammt undan
Gerpi og voru menn þá að vonast
til þess að loðnan væri að skríða
upp á grunnið. Er við ræddum við
Guðlaug að nýju í hádeginu sl.
þriðjudag höfðu þó ekki borist
fréttir að því að fleiri nótaskip
hefðu fengið þarna góðan afla.
Guðlaugur sagði að kaldaskítur
væri á miðunum og það myndi
væntanlega ekki skýrast fyrr en um
helgina hvort loðnan væri að skila
sér af krafti upp á grunnið.
Stór og falleg
vertíðarloðna
Að sögn Guðlaugs var hrogna-
fylling loðnunnar, sem veiddist um
síðustu helgi, töluvert mikil og
vonir voru bundnar við að hægt
yrði að frysta hana fyrir Japans-
markað.
— Beitir NK, sem var að veið-
um í Reyðarfjarðardýpinu, land-
aði loðnu á mánudagsmorgun sem
var með tæplega 13% hrognafyll-
ingu en fyrir helgina var Hólma-
borgin með loðnu sem mældist
með 10% hrognafyllingu. í loðn-
unni, sem hafrannsóknaskipið
fann í verkfallinu, var hrognafyll-
ingin 12% þannig að ástandið nú
er nokkuð ólíkt því sem menn
eiga að venjast á þessum árstíma.
Guðlaugur segir að loðnan,
sem fékkst í Reyðarfjarðardýp-
inu, hafi verið stór og falleg.
— Þetta er sannkölluð vertíð-
arloðna og það stendur til að
reyna að frysta hana hjá Strand-
arsíld og Dvergasteini á Seyðis-
firði. Við löndum hjá SR mjöli
hf. og það kemur fyrst í ljós við
flokkunina hvort japönsku eftir-
litsmennirnir telji loðnuna henta
fyrir Japansmarkaðinn. Annars
verður hún vafalaust fryst fyrir
Rússlandsmarkað, segir Guð-
laugur en er Fiskifréttir ræddu
við hann var ekki vitað til þess að
breytingar hefðu orðið á hráefn-
isverðinu. Greiddar hafa verið
8500 krónur fyrir loðnutonnið til
bræðslu og fyrir frystingarloðn-
una hafa verið greiddar 12 krónur
fyrir kflóið.
— Það var reyndar einhver að
tala um það í dag að verðið á
loðnu til bræðslu hefði verið
lækkað í 6300 krónur en mér
finnst ótrúlegt að það sé rétt. Það
er enginn kraftur kominn í veið-
arnar og í ljósi þess væri mjög
óeðlilegt að lækka verðið, segir
Guðlaugur Jónsson.
Útgefandi: Fróði hf.
Héðínshúsmu. Seijavegi 2,
101 Reykjavík
Pósthólf 8820,128 Reykjavík
Sími: 515 5500
Ritstjóri og ábyrgðarmaöur:
Guðjón Einarsson
Rítstjórnarfulítrúi:
Eiríkur St. Eiriksson
Ljósmyndarar:
Gunnar Gunnarsson
Hreinn Hreinsson
Auglýsi ngastjóri:
Hertha Árnadóttír
Ritstjórn:
Sími 515 5610
Teiefax 515 5599
fiskífretti rfa frodi .is
Augíýsingar:
Sími515 5558
Telefax 515 5599
Áskrift og innheimta:
Simi 515 5555
Telefax 515 5599
Stjórnarformaður:
Magnús Hreggviðsson
Aðalritstjóri:
Steinar J. Lúðvíksson
Framkvcemdastjori:
Halldóra Viktorsdóttir
Prentvinnsia:
Prentsmiðjan Grafík hf.
Áskriftarverð: 996 kr. mánaðarlega
Hvert tölublað í áskrift 249 kr. m.vsk.
Þeir sem greiða áskrift með greiðslu-
korti fá 10% afslátt, þannig að áskriftar-
verð verður 896 kr. fyrir ofangreint
tímabil og hvert tölubiað þá 224 kr.
Lausasöiuverð 349 kr, Allt verð m.vsk.
Handbókín SJÁVARFRÉTTIR fylgir
áskrift að Fiskifrettum, en hún kemur
út í byrjun september ár hvert.
ISSN 1017-3609