Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.02.1998, Síða 3

Fiskifréttir - 20.02.1998, Síða 3
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. febrúar 1998 3 Línuveiðar Þorskatti á línu hefur minnkað um þríðjung frá 1995: Stefnir saltfiskmörk- uðunumívoða — segir Jón Ásbjörnsson, fiskverkandi og saltfiskútflytjandi, um afnám línutvöföldunarinnar Þegar línutvöföldunin var afnumin á árinu 1996 bentu útgerðarmenn línuskipa og saltflskverkendur á að þessi ráðstöfun gæti leitt til byggða- röskunar auk þess sem hagsmunum fslendinga á saltfiskmörkuðum væri stefnt í tvísýnu. Jón Ásbjörnsson, fiskverkandi í Reykjavík og stór útflytj- andi á saltfiski, segir í samtali við Fiskifréttir að ótti manna hafi ekki reynst ástæðulaus. Vandræðaástand ríki nú þegar á dýrustu saltfisk- mörkuðum íslendinga vegna skorts á línuþorski frá íslandi. — Það hafa veríð vaxandi erfið- leikar á mörkuðunum, einkum á Norður-Spáni, Norður-Ítalíu og í Grikklandi, og það líður ekki sá dagur að kaupendur á þessum markaðssvæðum hafi ekki sam- band við mig og biðji um meiri fisk. Við höfum verið með allar klær úti til þess að útvega línu- þorsk en á sama tíma sem aflinn hefur stóraukist á hvern bala hefur framboðið minnkað og verðið hækkað, segir Jón en í máli hans kemur fram að þótt þorskur veidd- ur í dragnót, net og jafnvel troll sé oft á tíðum úrvalshráefni og úr því sé hægt að gera jafngóðan saltfisk og úr þorski veiddum á línu, þá Notadar síldar/makríl- og loðnunætur til sölu Síldar/makríl- nót 330 fm x 90 fm frá 1982, lítið notuð. Loðnunót 300 fm x 90 fm frá 1986, lítið notuð. Næturnar eru til skoðunar í Færeyjum og til afhendingar strax. Nánari upplýsingar gefur: Vótlin A/S FO-100 Torshavn Sími: 00298-14391 Fax: 00298-13319 Hafið samband við Arnold Berg geti þessi fiskur ekki keppt við línuþorskinn hvað varðar lit á fisk- holdinu. — Staðreyndin er sú að króka- fiskurinn er mun hvítari á holdið en neta- og dragnótafiskurinn og hann er jafnframt mun smærri. A dýrustu saltfiskmörkuðunum vill fólk fá hvítan og smáan saltfisk. í Grikklandi er t.a.m. aðeins ein stærð, sem á upp á pallborðið, en það er 800-1200 gramma flattur fiskur. Þetta er þorskur sem er tvö kíló slægður og með haus. Skortur á þessum fiski hefur stefnt mörk- uðunum í voða og ef afla krókabát- anna nyti ekki við þá værum við í mjög alvarlegum vandræðum, seg- ir Jón Ásbjörnsson. Meðal þeirra, sem börðust hvað harðast fyrir af- námi línutvöföldunarinnar, var Kristján Ragnarsson, formaður LIU, og hann segist ekki í vafa um að þetta hafi verið skynsamleg ráð- stöfun. — Það eru engir hæfari til að meta það með hvaða veiðarfærum er best að sækja aflann en viðkom- andi útgerðarmenn. Línuútgerð hefur jafnan þótt dýr útgerðarmáti og það var í hæsta máta óeðlilegt að beina sókninni yfir línuútgerð í svartasta skammdeginu með til- heyrandi kostnaði eins og gert var á meðan línutvöföldunin var til staðar. Nú eru menn frjálsir að því að róa með línu ef þeir kjósa það og komið hefur í ljós að það er hægt að fá góðan línuafla á öðrum árstíma en yfir dimmustu vetrar- mánuðina. Hvað varðar saltfisk- markaðina þá hefur sú breyting orðið á gæði þorsksins, sem veidd- ur er í net, hafa aukist til muna. Sóknin hefur breyst. Menn taka orðið netin upp fyrir helgar og ef veðurútlit er slæmt og fyrir vikið fá menn betra hráefni til saltfisk- vinnslunnar, segir Kristján Ragn- SKOVERKSMIÐJAN TAP Línuveiðar Sighvats GK í janúarz 337 tonna afíi að verðmæti 31 millj. kr. — góður hásetahlutur þrátt fyrir bullandi kvótabrask, segir útgerðarmaðurinn Línuafli hjá beitningarvélabátum var mjög góður í janúar og eftir því sem Fiskifréttir komast næst var Sighvatur GK aflahæsti báturinn með rúmlega 337 tonna afla að verðmæti um 31 milljón króna. Vísir hf. í Grindavík gerir út fjóra báta til línuveiða og voru þeir samtals með rúmlega 1078 tonna afla í janúar að verðmæti 97,4 milljónir króna. Að sögn Péturs Pálssonar hjá Vísi hf. var hásetahluturinn 443-650 þúsund krónur eftir mánuðinn hjá áhöfnum skipanna þrátt fyrir botnlaust kvóta- brask útgerðarinnar en samkvæmt samningum við áhafnirnar eru greiddar um 75-80 kr/kg fyrir milliþorsk en uþp í um 100 kr/kg fyrir stærsta þorskinn. Meðalverð fyrir allan afla var hins vegar frá 87,58 kr/kg upp í 91.72 kr/kg í janúar. Auk Sighvats GK gerir Vísir hf. út bátana Fjölni GK, Frey GK og Hrungni GK til línuveiða. Fjölnir var með 219,4 tonna afla að verð- mæti 19,2 millj. kr, Freyr var með 249,6 tonn að verðmæti 22,7 millj. kr og Hrungnir GK var með 271,5 tonn að verðmæti 24,5 millj. kr. Að sögn Unnsteins Líndal, skip- stjóra á Sighvati GK, voru afla- brögðin í janúar með hreinum ólíkindum. Línuskipin voru lengst af á veiðum í Kolluál og á Jökul- tungunni á þessu tímabili og fengu skipverjar á Sighvati GK aflann í fjórum veiðiferðum á alls 24 dög- um og var meðalaflinn 14 tonn á dag. Ríflega 60% aflans var þorsk- ur, um 80 tonn veiddust af ýsu en einnig nokkuð af tegundum eins og keilu og löngu og nam meðal- verðið 91,72 kr/kg en allur ýsuafl- inn var seldur á fiskmarkaði. — Besti afli, sem ég veit til að hafi fengist á línuskipi í janúar- mánuði, er um 370 tonn en þar var áhöfnin á Tjaldi SH að verki fyrir nokkrum árum. Þá var reyndar ekkert stoppað á milli veiðiferða en nú erum við alltaf sólarhring í landi á milli túra, segir Unnsteinn en er Fiskifréttir ræddu við hann var Sighvatur GK á landleið úr fyrstu veiðiferðinni eftir verkfallið með samtals 55 tonn af fiski eftir fjóra daga á veiðum. STYRKIR VIMULAUSA ÆSKU Sterkir og Góðir! SKOVERKSMIÐJAN TAP Eskiholt 23 • 210 Garðabær Sími 565 9424 • Fax 565 9424

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.