Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.02.1998, Qupperneq 8

Fiskifréttir - 20.02.1998, Qupperneq 8
8 FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. febrúar 1998 Endurbætur fiskiskipa Ísleífur VE var endurbættur fyrír 200 milljónir króna — helmingi kraftmeiri vél, öfíugrí búnaður, lenging og fíeira „Við erum mjög ánægðir með endurbæturnar á skipinu. Meginbreyt- ingin er sú, að nú erum við komnir með nýja og helmingi öflugri aðalvél en áður, stærri kraftblökk, aflmeiri hliðarskrúfur, nýtt stýri og stýrisvél, — með öðrum orðum mun kraftmeira skip. Reyndar fann ég nú ekki neitt sérstaklega fyrir því að skipið skorti afl fyrir, en það var fyrir löngu orðið Ijóst, að þörf var á því að skipta aðalvélinni út. Hún var orðinn meira en tuttugu ára gömul og orðin nokkuð bilanagjörn. Með þessum endurbót- um ætti rekstraröryggið að aukast til muna,“ sagði Gunnar Jónsson skipstjóri nótaskipsins ísleifs VE í samtali við Fiskfréttir, en skipið kom úr umfangsmiklum breytingum í Færeyjum í síðustu viku, rétt í þann mund sem fréttist af því að loðnan væri loksins fundin úti af Suðaust- urlandi. Eigendur ísleifs VE eru tveir, Gunnar skipstjóri og Leifur Ársælsson. ísleifur VE kemur til Eyja eftir endurbæturnar, sem fram fóru í Skála skipasmíðastöðinni í Færeyjum. (Myndir/Fiskifréttir: Guðm. Sigfús- son). Bátnum var slegið út að aftan. búnaður er keyptur af Vélum og skipum ehf. Af öðrum vélbúnaði má nefna að ný 700-800 hestafla Caterpillar ljósavél frá Heklu hf. var sett í skipið. Komið var fyrir nýrri 600 hestaafla hliðarskrúfu að aftan frá Ulstein auk þess sem hliðarskrúf- an að framan var lagfærð svo hægt væri að keyra hana með meira afli en áður. Sett var nýtt Beckers stýri og stýrisvél með tveimur öflugum mótorum. Keypt var ný og stærri kraftblökk frá Karmöy. Byggt var stórt og mikið mótor- rými á aðalþilfari undir hvalbakn- um. Þar eru 11-12 mótorar sem knýja dælur. Önnur gamla ljósa- vélin var einnig færð fram og hval- bakurinn allur einangraður. Öll spil eru nú rafknúin enda raf- magnsframleiðslugetan um borð miklu meiri en áður með tilkomu stærri véla. Þá var smíðaður nýr sjúkraklefi og ýmsar lagfæringar gerðar neðanþilja. Eina nýja tækið sem sett var í brúna var Furuno straumlogg frá Brimrúnu. Skipið var málað með Hempels málningu frá Slippfélaginu málningarverk- smiðju. Slegið út að aftan Af öðrum endurbótum má nefna að skipið var lengt um tvo metra. Skipinu var slegið út að aft- an þannig að það er nú jafnbreitt aftur úr. Nótakassinn var stækkað- ur mikið og nótakrani fluttur til. í kjölfar breytinganna og vélaskipt- anna skapast nú möguleikar til þess að stunda flottrollsveiðar, en Gunnar segist í augnablikinu hafa takmarkaðan áhuga á slíku. Hann hafi ótrú á flottrollinu, sérstaklega á síldveiðum. Þar að auki sé skipið ekki með flottrollstromlu eða nógu sterk spil fyrir flottroll. Þeir muni því varla fara á flottroll í bráð. Þótt ísleifur VE hafi verið frá veiðum í fjóra og hálfan mánuð vegna endurbótanna hefur útgerð- in ekki orðið fyrir neinum skakka- föllum vegna óveidds kvóta. „Við höfum ekki misst af neinu stóru hingað til. Við erum með tvo sfld- arkvóta sem við leigðum frá okk- ur. Þá höfum við 2,5% af heildar- loðnukvótanum sem þýðir tæp 25 þúsund tonn á yfirstandandi ver- tíð. Við veiddum 10 þúsund tonn af kvótanum síðastliðið sumar og eig- um því tæp 15 þúsund tonn eftir. Ég neita því ekki að við vorum orðnir dálítið órólegir undir það síðasta úti í Færeyjum vegna loðn- unnar og verkfallsins, en það má segja að við höfum komist heim í tæka tíð. Hins vegar er ljóst að ef svo illa fer að verkfall skelli á að nýju 15. mars næstkomandi mun- um við ekki ná að klára loðnukvót- ann okkar. Við verðum að vona að deilan leysist fyrir þann tíma,“ sagði Gunnar Jónsson. Endurbæturnar á ísleifi VE fóru fram í Skála skipasmiðju í Færeyj- um, en þar var skipið einmitt smíð- að árið 1976. Það var keypt hingað til lands árið 1981 og lengt um 8 metra árið 1993. Vinna við breyt- ingarnar nú tók fjóra og hálfan mánuð og kvaðst Gunnar ánægður með það verk sem færeyska skipa- smíðastöðin skilaði. Um hönnun- arvinnu sá Skipsteknisk í Noregi. Heildarkostnaður við endurbæt- urnar nemur um 200 milljónum króna, þar af er um helmingur vegna véla- og tækjakaupa og hinn helmingurinn vegna vinnu og efn- iskostnaðar. Helmingi kraftmeiri vél Gamla aðalvélin í skipinu var Félagar í útgerðinni: Leifur Ársælsson og Gunnar Jónsson skipstjóri. 1.540 hestöfl (1133 kW) af gerðinni Nohab Polar. Nýja vélin er Warts- ila Vaasa 6R32 E, tvöfalt aflmeiri en sú eldri eða 3.345 hestöfl (2.640 kW) miðað 750 snúninga á mín- útu. Ásrafall er af gerðinni LSA52D5/4P, 1500kvA frá Leroy Somer. Skrúfubúnaður er frá Wártsila NSD, Noregi. Gír SCV 620-P440. Þvermál skrúfu er 3000 m/m. Skrúfuhringur er af gerðinni FN 3000/50. Stjórnbúnaður fyrir vél og vélbúnað er af gerðinni Wichmatic 2. Allur þessi nýi vél- WÁRTSILÁ A ISLANDI Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með skipið. Aðalvél skipsins er fra’Wártsilá NSD og er af gerðinni 6R32-E 3345 hö. Einnig er niðurfærslugír og skrúfubúnaður Á V, .frájVVártsilá’NSD. VÉLAR SKIP ©DoO, Fiskislóð 137A - 101 Reykjavík - Sími 562 0095 - Fax 562 1095

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.