Fiskifréttir


Fiskifréttir - 05.03.2004, Síða 5

Fiskifréttir - 05.03.2004, Síða 5
FISKIFRETTIR 5. mars 2004 5 SKOÐUN Hirðir án hjarðar — Helga Laxdal Enn einu sinni er sjómann- afslátturinn kominn á dagskrá. Saga sjómannaafsláttarins hér á landi er orðin nokkuð löng eða allt frá árinu 1954 þegar hann var fyrst lögfestur en síðan mun hann hafa tekið a.m.k. 10 sinnum breyting- um fyrir atbeina Alþingis Islend- inga. Það hefur verið nokkuð ár- visst að ungir sjálfstæðismenn hafi ályktað um sjómannaafslátt- inn á ársfundum sínum og þá ætíð á þann veg að leggja beri hann niður á þeim forsendum að hann sé eins og illkynja æxli í efnahags- kerfinu. Það eigi sér enga stoð að ríkið sé að niðurgreiða laun einnar stéttar o.s.frv. Að þessu sinni voru það ekki ungir sjálfstæðismenn sem áttu frumkvæðið að umræðunni heldur fjármálaráöherra, Geir Haarde, sem lagði fram frumvarp í þing- byrjun nú i haust þess efnis að sjó- mannaafslátturinn yrði afnuminn í áfongum á árunum 2005-2008. Úrlausnarefni stjórn- valda og útgerðarinnar Að sögn ráðherra var frumvarp- ið sett fram svona tímanlega til þess að gefa sjómönnum kost á að semja við útgerðarmenn um að þeir bættu sjómönnum upp tekju- tapið vegna afnáms sjómannaaf- sláttarins. Nú er það svo að það var ríkisvaldið og forysta útgerðar- manna sem á sínum tíma sömdu um sjómannaafsláttinn. Að þeim samn- ingum komu a.m.k fulltrúar sjó- manna ekki formlega. I ljósi sög- unnar ætti það því að vera hlutverk ríkisins að semja við útgerðina um hvað koma eigi í staðinn, ákveði ríkið að afleggja sjómannaafslátt- „Nærtækast er að útgerðum yrði veittur afsláttur af auðlindagjaldinu til mótvægis við kostnaðaraukann af niðurfellingu sjó- mannaafsláttarins“ inn. Að þeim samningum eiga sjó- menn einfaldlega ekki aðild. Það eitt er víst að sjómannaaf- slátturinn verður aldrei afhuminn nema að í staðinn komi raunvirði hans, um það er sátt milli sjómanna hvort sem um er að ræða línuveiðar, netaveiðar togveiðar eða vinnslu- skip; allir eiga sömu hagsmuna að gæta, hagsmuna sem þeir munu ekki gefa eftir fyrr en í fulla hnef- ana. Ekki viðurkenning á störfum sjómanna Þrátt fyrir hástemmdar lofrollur á tyllidögum er sjómannaafslátturinn því miður ekki viðurkenning samfé- lagsins á störfum sjómanna, — störfum sem að öðru jöfnu eru erf- iðari en önnur störf og fara fram á vinnustað sem á sér ekki hliðstæðu. Nei, okkar ágæta samfélag hefur aldrei talið tilefni til þess að veita sjómönnum sérstaka viðurkenn- ingu, þótt það tíðkist hjá nágranna- þjóðunum, vegna mikilvægi og sér- stöðu starfa þeirra þó svo sannar- lega sé fullt tilefni til. Kjami málsins er að sjómanna- afslátturinn er hluti af kjörum sjómanna sem ríkið tók að sér að greiða á sínum tíma til þess að létta undir með útgerðinni. Nei, #2sjó- mannaafslátturinn er því miður ekki viðurkenning samfélagsins vegna eðli starfanna heldur hluti af kjörum sjómanna sem ekki verður aflagður án þess að jafngildi komi í staðinn. #lEf sjómannaafslátturinn verður aflagður þurfa tekjur sjómanna að aukast um ca 1,7 milljarða, þar af fengi ríkissjóður í formi skatta í sinn hlut um 0,7 milljarða. Nærtækast er að útgerðum yrði veittur afsláttur af auðlindagjaldinu til mótvægis við kostnaðaraukann af niðurfellingu sjómannaafsláttarins. Auðlinda- gjaldið sem koma á til framkvæmda í ár er skattur á útgerðina upp á um 2 milljarða kr. á ári; skattur sem á sér engar vitrænar forsendur. Útgerðin greiði öll laun Skoðun greinarhöfundar er sú að útgerðin eigi að greiða öll laun sjó- manna hvaða nafni sem þau nefnast, þar með talið ígildi sjómannaafslátt- arins; allt annað er út úr kortum í nútíma samfélagi. Vegna þess sam- komulags sem er í gildi milli út- gerðarinnar og ríkisvaldsins um sjó- mannaafsláttinn ætti ríkið að gefa eftir ígildi kostnaðar útgerðarinnar af sjómannaafslættinum þannig að útgerðin og sjómenn séu á pari fyr- ir og eftir formbreytinguna. Verðgildi afsláttarins hefur stórlega rýrnað Ef við skoðum þróun verðgildis sjómannaafsláttar frá ársbyrjun 1988, þá var hann 498 kr. á dag og launavísitalan 1893 stig. Núna er sjómannaafslátturinn 749 kr. á dag og launavísitalan 5262 stig. A nefndu tímabili hefur launavísital- an hækkað um 178%. en sjó- mannaafslátturinn um aðeins 50%. Á þessu tímabili hefur því sjó- mannaafslátturinn lækkað að verð- gildi m.v. launavísitölu um 46%. Ætti að vera 1385 kr. á dag en er 749 kr. á dag. Með sama áframhaldi verður sjómannaafslátturinn ekki orðinn að neinu eftir svona 10 ár og því þá hægt að afnema hann án þess að sjómenn verði fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu. Af sömu ástæðum getur útgerðin þá tekið við honum án þess að verða fyrir verulegum útgjaldaauka vegna þess. Nú eiga stjórnvöld og útgerðarmenn að leysa þetta eilífðarmál eftir þeim leiðum sem hér hafa verið nefndar með þeim hætti að bæði sjómenn og útgerðarmenn fari skaðlausir frá borði. Að öðrum kosti má ætla að í nánustu framtíð verði komin upp sú staða að hlutverk þeirra sem engu vilja breyta verði ekki ósvip- uð og hjá fjárhirði sem tapað hefur hjörðinni en stendur vaktina af ætl- aðri trúmennsku yfir engu. Það eru döpur örlög. Höfundur er formaður Vélstjórafélags Islands. Þormóður rammi- Sæberg hf.: Bolfisk- vinnsla að hefjast á Siglufirði í smáum stíl í þessum mánuði er að hefjast vinnsla á bolfiski í mjög smáum stíl hjá Þormóði ramma-Sæbergi hf. á Siglufirði. Bolfiskvinnslu á Siglufirði var hætt árið 1998 og frá þeim tíma hefur eingöngu verið unnin rækja hjá félaginu á staðnum. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma- Sæbergs hf., sagði í samtali við Fiskifréttir að verið væri að nýta mannskap og aðstöðu sem væri fyrir hendi á Siglufirði. Settur hef- ur verið upp einn lausfrystir fyrir vinnsluna en hráefnið verður feng- ið af heimabátum og á fiskmörkuð- um eftir atvikum. Ólafur ítrekaði að vinnsla bolfisks á Siglufirði yrði í litlum mæli en auk rækju- verksmiðju á Siglufirði rekur Þor- móður rammi-Sæberg frystihús í Þorlákshöfn. LáOlATRA J FISHERMAN mmm E 2606/ G":s38-*— KR1STHJÖRG ST 6 U iÐ 11 x 660L KOR EÐA 19 x 380L KÖR í LEST sGJi; MEÐ NYJA BATINN m 1 HJALLAHRAUNI 2 • 222 HAFNARFIRÐI • SÍMI: 555 1027 • FAX: 565 2227 • CLEOPATRA@TREFJAR.IS • WWW.TREFJAR.IS TREFJAR ehf.

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.