Fiskifréttir


Fiskifréttir - 05.03.2004, Síða 8

Fiskifréttir - 05.03.2004, Síða 8
8 FISKIFRÉTTIR 5. mars 2004 FRÉTTIR Skinnfiskur ehf. í Sandgerði: Brettin framleidd úr fiskfarsi! — um 20 þúsund tonn af dýrafóðri úr fiskúrgangi framleidd á ári Úr vinnslusal Skinnfisks. Krani í loftinu er að sækja fullfrosna vöru í frystitæki og fer með hana í sjálf- virkan brettastaflara sem sést fjærst á myndinni. Skinnfiskur ehf. í Sandgerði er eina fyrirtækið hér á landi sem framleiðir dýrafóður úr fiskúrgangi til útflutnings. Framleiðslan nemur um 20 þúsund tonnum á ári en hráefnið er aðallega bein og beingarðar sem falla til frá fiskvinnsluhúsum á suðvesturhomi lands- ins. „Með þessu tekst okkur að skapa verðmæti úr fiskúrgangi en framleiðsla okkar skilar heldur meiri útflutningstekjum hlutfallslega í þjóðarbúið en t.d. beinamjöl,“ sagði Ari Leifsson, framkvæmda- stjóri og einn af eigendum Skinnfisks, í samtali við Fiskifréttir. Skinnfiskur hefur verið starf- andi frá árinu 1997 en félagið tók þá á leigu því sem næst fokhelt hús í Sandgerði sem lengi hafði staðið autt. Starfsemin fer fram á rúmlega tvö þúsund fermetrum. Ari sagði að það hefði ráðið úrslitum að starfseminni var valinn staður í Sandgerði að í húsinu hefði verið um 1.700-1.800 tonna frysti- geymsla. Einnig hafa þeir frysti- geymslu gamla Miðness til ráðstöf- unar. Tólf manns starfa hjá Skinn- fiski og er unnið á vöktum. Hakkað og fryst Ari sagði að miklu máli skipti að hráefnið væri ferskt og er því safn- að saman daglega frá ýmsum stöð- um. Þegar það kemur í verksmiðj- una er það flokkað. Úrgangur úr helstu tegundum eins og þorski, ýsu, steinbíti, karfa og ufsa er flokkaður sérstaklega en allur flat- fiskur er flokkaður í einn flokk. Aðarar tegundir eru yfirleitt flokk- aðar saman. Um fimm til sex mis- munandi afurðir er að ræða. Tals- vert fiskhold fylgir með beingarð- inum eins og gefur að skilja en það er þó misjafnt hve mikið það er. Framleiðslan fer þannig fram að fyrst fer úrgangurinn í gegnum hakkara þar sem beinin eru mulin mélinu smærra. Næst fer hakkið í blandara þar sem hrært er í því þar til það verður að farsi. Engum efn- um er blandað saman við. Farsinu er loks dælt inn í frystitæki og það fryst í pönnum í 40 kílóa blokkir. Sterkari en trébretti Ekki þarf að setja blokkirnar í umbúðir en þeim er raðað á bretti og plastborði bundinn yfir við út- skipun. Athygli vekur að brettin eru búin til úr fiskfarsinu sjálfu en ekki plasti eða tré eins og venja er! Ari sagði að þessi aðferð væri ekki alveg óþekkt annars staðar en hann vissi þó ekki mörg dæmi þess að þetta væri gert. „Við byrjuðum að framleiða bretti úr fiskfarsinu þeg- ar á árinu 1998. Það gefur auga leið að þetta sparar flutningskostn- að og auðveldar flutninga. Brettin eru svo notuð í dýrafóður þegar þau eru komin á áfangastað ásamt annarri framleiðslu sem á þeim er. Við keyptum á sínum tíma tæki til að framleiða brettin annars staðar frá en þurftum að endurhanna þau nánast frá grunni til að þau gætu þjónað okkur. Farsinu er dælt í tækin og það mótað og fryst. Sjálft brettið er um 100 kíló að þyngd en það vegur um eitt tonn með afurð- unum á. Ekki er þörf á að styrkja brettið sérstaklega enda er það níð- sterkt og mun sterkara en tré- bretti," sagði Ari. Ari Leifsson. (Mynd: Víkurfrétt- ir). Blandarinn sem hrærir efninu saman þar til það verður að farsi sem síðan er dælt eftir leiðslum í frystitækin. Útskipun á dýrafóðri úr fiskafgöngum. Brettin sem blokkunum er staflað á eru úr frosnu fiskfarsi. (Mynd/Fiskifréttir: Kristinn Bene- diktsson). Gætu framleitt 30-40 þús. tonn á ári Við hráefnisöflun er farið aust- ur á Þorlákshöfn og norður á Akra- nes og allt þar á milli. Lengra geta þeir ekki farið því fiskúrgangur er ódýrt hráefni sem þolir ekki mik- inn flutningskostnað. Ari sagði að ágætlega gengi að fá fiskúrgang til vinnslu en þeir gætu þó tekið á móti mun meira magni en þeir gera ef það stæði til boða. Skinnfiskur getur auðveldlega unnið um 160 tonn af afurðum á sólarhring og ársframleiðslan gæti þess vegna numið um 30-40 þúsund tonnum. Samkeppni er um hráefni til vinnslunar. Ari gat þess að þeir gætu greitt hærra verð fyrir það en fiskimjölsverksmiðjur þar sem þeir framleiða verðmætari vöru. Dansk Pels í Danmörku á 25% hlut í Skinnfiski og er jafnframt aðalkaupandi að framleiðslunni. „Dansk Pels er með um 55% af heimsmarkaðinum í minkaskinn- um. Ein af ástæðunum fyrir vel- gengni þeirra er sú mikla áhersla sem þeir hafa lagt á fóðurgjöf. Til- búið fóður sem minkunum er gefið er mjög misjafnt allt eftir ástandi dýranna. Yfirleitt er fiskúrgangur um 35% af tilbúna fóðrinu sem þeir framleiða en einnig er notað í það ýmis önnur efni, svo sem fiski- mjöl.“ Ari gat þess í lokin að til að auka framleiðslu á dýrafóðri úr fiskúr- gangi hér á landi hefði verið í gangi verkefni undanfarin tvö ár við að kanna möguleika á því að koma upp svipaðri vinnslu og er í Sandgerði í hverjum landsfjórð- ungi í góðri samvinnu við heima- menn. h^hbhhhhi sjódælur Útgerðamenn - Fiskeldisstöðvar Sjódælur úr AISI 316L ryðfríu stáli 6 m3/klst. til 228 m3/klst. - 0,75 kW til 75 kW Gæði - Öryggi - Þjónusta i«3m: w, ITTIndustries Danfoss hf Skútuvogi 6 Simi 510 4100 www.danfoss.is 4 « 4 4 4 4 4 4 4 » 4 4 4 4 4 4 l 4 4 4 4 4

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.