Fiskifréttir - 15.10.2004, Blaðsíða 5
FISKIFRÉTTIR 15. október 2004
5
SKOÐUN
Af virðingu og
virðingarleysi
— eftir Áma Bjarnason
Skrautlegasta uppákoman í
öllu Sólbaksmálinu hingað til er
þáttur Þorsteins Más Baldvins-
sonar Samherjaforstjóra sem fann
sig knúinn til að panta tíma í út-
varpi allra landsmanna og í kjöl-
farið í Kastljósinu í Sjónvarp-
inu. Uppgefin ástæða fyrir þessu
fjölmiðlaflandri hans var sú að
honum ofbauð virðingarleysi mitt
og annarra forystumanna sjó-
mannasamtakanna í garð áhafn-
arinnar á togaranum Sólbaki.
Sagðist hann þekkja nokkra á-
hafnarmeðlimi persónulega og
kvað þetta hörkumenn sem ekki
létu einhverja steingervinga í líki
sjómannaforystunnar valta yfir
sig. í framhaldinu hafði hann há-
stemmd orð um hversu mikla
virðingu hann bæri fyrir sjó-
mönnum yfirhöfuð.
Byggði á samtölum
mínum við skipstjórann
Ég verð að viðurkenna að mér
varð hálf flökurt við mærðarlegt
tal hans um hversu mikil tilfinn-
ingavera hann væri og drengur
góður yfirhöfuð, en fyrir mér
hljómar skrúðmælgi hans um
virðingu í garð sjómanna sem
argasta öfugmælavísa.
Þorsteinn kýs að kalla mig
lygara og ósannindamann frammi
fyrir alþjóð og kann ég honum
litlar þakkir fyrir það. Fullyrðing-
ar mínar um að áhöfninni hafi
verið stillt upp við vegg byggjast
einfaldlega á þeim samtölum sem
ég hef átt við Jóhann Gunnarsson
skipstjóra skipsins. Þótt hann nú
haldi því fram, að ég fari með ó-
sannindi þá breytir það engu. Ég
veit hvað hann tjáði mér á sínum
tíma og byggi álit mitt á því. All-
ir sjá að Jóhann er ekki í neinni
aðstöðu til annars en að fara með
rangt mál hvað þetta varðar.
Ég starfaði í allmörg ár sem
skipstjórnarmaður hjá Samherja
hf. undir stjórn Þorsteins Más og
„Fyrir mér hljómar
skrúðmælgi [Þor-
steins Más] um virð-
ingu í garð sjómanna
sem argasta öfug-
mælavísa”
tel mig ekki, hvorki hjá honum né
öðrum, hafa getið mér orð fyrir að
ganga um ljúgandi í gegnum tíðina.
Hann kýs að trúa frekar þessum
kunningjahópi sem hann segist
þekkja úr áhöfn Sólbaks. Hann um
það. Eftir árin hjá Samherja tel ég
mig þekkja mjög vel til samskipta-
siða Þ.M.B.
Mannleg samskipti
Þeir sem hlýddu á 20-25 mín-
útna einræðu Þorsteins í dægur-
málaútvarpinu, þar sem að rann
upp úr honum steypan, hafa vænt-
anlega skynjað á hvaða stigi virð-
ing hans var gagnvart stjórnendum
þáttarins þar sem hann talaði út í
eitt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
þáttarstjórnenda til að stoppa hann
af.
Þorsteinn er mörgurn góðum
kostum búinn enda væri hann ekki
staddur þar sem hann er í dag ef
svo væri ekki, en þeir hæfileikar
sem snúa að mannlegum samskipt-
um og virðingu fyrir öðru fólki, þar
með töldum sjómönnum, eru vand-
fundnir.
Eini maðurinn sem ég minnist
að hafa heyrt Þorstein Má Bald-
vinsson tala um með virðing-
arglampa í augum er norski stór-
útgerðarmaðurinn Kjell Inge
Rökke. Ég óska Guðmundi
Kristjánssyni til hamingju með
þennan öfluga bandamann, Þor-
stein Má. Þessi tveir höfðingjar
spyrtir saman með sína fjöl-
skylduvænu framtíðardrauma til
handa sjómönnum bera kvóta-
kerfinu “fagurt” vitni. Þessir að-
ilar eru lifandi sönnun þess
hversu brýna nauðsyn ber til að
efla samtök sjómanna. Framtíð
sem byggist á því að eiga allt sitt
undir vinnuveitandanum með þá
vitneskju í farteskinu að Iífsaf-
koma byggist á fullkominni, sál-
ardrepandi undirgefni við hroka-
fullan útgerðarmann, það er aum
framtíð. Nái áform þeirra fram
að ganga þá er fjandinn laus.
Þakkir
Ég vil að lokum þakka af heil-
um hug þeim fjölmörgu áhöfnum
sem sýndu vilja sinn í verki með
því að lýsa stuðningi við mig og
aðra forsvarsmenn sjómanna.
Auk þess sem þeir taka afgerandi
afstöðu til Sólbakssamningsins.
Ég vil leyfa mér enda þetta grein-
arkorn með skeyti frá ágætri tog-
araáhöfn sem segja má að hafi
verið samnefnari fyrir fjölmörg
slík sem mér bárust, en það hljóð-
ar svo: Við lýsum yfir undrun á
þeirri skammsýni og dómgreind-
arleysi sem skipverjar á Sólbaki
hafa sýnt með þeim yfirlýsingum
sem frá þeim hafa komið og bein-
ast að forystumönnum sjómanna-
samtakanna. Sameinaðir stönd-
um við en sundraðir follum við.
Höfundur er forseti
Farmanna- og fiskimanna-
sambands fslands.
Noregur:
Síldarverðið hefur hækk
að um 70% á einu ári
Meðalverð á norsk-íslenskri
síld til vinnslu var í september sl.
4,36 norskar kr/kg í uppboðum
hjá Norges Sildesalgslag. Það
jafngildir rúmlega 46 ísl. kr/kg. í
sama mánuði í fyrra var meðal-
verðið 2,57 norskar kr/kg eða
jafnvirði rúmlega 27 ísl. kr/kg.
Hækkunin er 70% milli ára.
Það er engin furða að norskir
sjómenn ágirnist eftirstöðvar síld-
veiðikvóta annarra þjóða í ljósi
verðþróunarinnar heima fyrir. Ekki
eru eftir nema 111 þúsund tonn af
norska síldarkvótanum og reiknað
er með því að strandveiðiflotinn
verði búinn með sinn kvóta í lok
þessarar viku eða byrjun þeirrar
næstu, að því er Skip.is greindi frá.
Talsmaður norska sjávarútvegs-
ráðuneytisins hefur lýst því yfir að
ekki verði bætt við kvóta norskra
skipa.
Nýlega tókst samkomulag um
18% verðhækkun á lágmarksverði
á stærstu síldinni sem nýtt er til
manneldis í Noregi. Verður lág-
marksverðið 3,25 NOK fyrir kílóið
eða jafnvirði um 34,50 ísl. kr/kg.
Má segja að með þessu sé verið að
viðurkenna að síldarverðið á ver-
tíðinni fram að þessu hefur verið
langt umfram lágmarksverð.
Samkvæmt upplýsingum frá
sölusamtökum uppsjávarfiska i
Noregi hækkar lágmarksverð á síld
stærri en 300 gr úr jafnvirði 29,15
ísl. kr/kg í 34,50 kr/kg. Síld í
stærðarflokki 2, sem er 200 til 299
gr að þyngd, hækkar úr 18 kr/kg í
21,20 kr/kg. Lágmarksverð á síld
undir 200 gr er óbreytt eða 12,20
ísl. kr/kg. Hið sama á við um lág-
marksverð á síld undir 125 gr sem
flokkuð er frá og nýtt er til
bræðslu. Það verður eftir sem áður
6,40 ísl. kr/kg.
Ábót, sigurnaglaiína
og allar gerðir af beitu
SIMRAD
A KONGSBERG Company
MAXIMiZING YOUR PERFORMANCE AT SEA
www.simrad.is
SJÁLFSTÝRINGAR
AP26
Ódýr og góð
stýring
AP50
Tekur við
af hinni
þekktu
Robertson
AP45 stýringu
Allar stýringar með “Off Course Alarm”
FRIÐRIKA. JÓNSSON EHF
Eyjarslóð7, 121 Reykjavik, Sími 552 2111, Fax 552 2115, www.faj.is
eirikur@faj.is, ogmundur@faj.is, georg@faj.is, svavar@faj.is
] Fiski
] FRETTIR
Auglýsingar
569 6623