Fiskifréttir - 15.10.2004, Blaðsíða 9
& w'® w w w W ^
FISKIFRÉTTIR 15. október 2004
9
FRETTIR
0
i
0
i
0
Hrólfur Einarsson ÍS fékk
45 tonn á sex dögum
Krókaaflamarksbáturinn Hrólfur Einarsson ÍS fékk góðan afla á
línuna í síðustu viku og í byrjun þessarar. Frá miðvikudegi til mánu-
dags voru þeir með um 7-8 tonn í hverjum róðri og fengu um 45 tonn
upp úr sjó á sex dögum. Olafur Jens Daðason, skipstjóri á Hrólfi Ein-
arssyni IS, sagði í samtali við Fiskifréttir að þessi afli hefði fengist að
mestu leyti út af Hornvíkinni og þar í kring.
„Þetta er mjög góður afli en það
er þó ekki óvenjulegt að vel veiðist
á þessum slóðum á þessum tíma.
Við vorum með svipaðan afla í
fyrra en þetta er kannski ívið meira
en þá,” sagði Ólafur. Frá 1. septem-
ber er Hrólfur Einarsson ÍS kominn
með um 125 tonna afla. I hrinunni
síðustu daga fengu þeir mest um
8.150 tonn upp úr sjó í einum róðri
á 32 bala, eða um 255 kíló að með-
altali á bala. Þeir lögðu línuna frá
4-5 mílum frá landi út á 12-13 míl-
ur. Aflinn var blanda af ýsu og
þorski. Meira veiðist af ýsu innar
og er hún þá um helmingur aflans
en þegar utar dregur er þorskur um
75% aflans. Ólafur sagði að fiskur-
inn væri mjög góður miðað við
þetta svæði. Þorskurinn er um 2-3
kíló að stærð og ýsan að meðaltali
1,8 kíló.
Þegar rætt var við Ólaf sl.
þriðjudag var Hrólfur Einarsson IS
að veiðum í Djúpinu þar sem veð-
ur hafði versnað á norðursvæðinu.
Þeir voru þá að fá um 70-80 kíló á
balann sem Ólafur sagði vera ágæt-
isafla svona uppi í kálgarðinum.
„Annars skiptist veiðin við Djúpál-
inn. Vestan við hann er aflinn held-
ur lélegur en austan við hann hefur
veiðst vel. Aukinn sjávarhiti veldur
því að þorskurinn gengur meira
norður og austur en áður.”
Þeir á Hrólfi Einarssyni IS nota
margskonar beitur bæði síli, síld,
smokk og makríl. „Við bjóðum fisk-
inum upp á eins konar hlaðborð.
Hann getur valið um beitu. Makríll-
Síldveiðar:
Sýni tekin við
iöndun fyrir
stofngreiningu
— mest af norsk-íslensku síldinni
veiðist grynnst en suðurlands-
síldin veiðist dýpra
Eftir að í ljós kom að norsk-íslensk sfld veiðist í bland við suður-
landssíld austur af landinu munu eftirlitsmenn Fiskistofu hér eftir at-
huga afla sfldarskipanna í þeim tilgangi að tryggja að aflinn sé rétt
skráður til aflamarks. Um miðja vikuna lá ekki ljóst fyrir í hvaða
hlutföllum suðurlandssfldin og norsk-íslenska síldin voru að veiðast
fyrir austan, að því er Guðmundur Jóhannesson, deildarstjóri hjá
veiðieftirlitssviði Fiskistofu, sagði í samtali við Fiskifréttir.
Guðmundur sagði að sérfræð-
ingar á Hafrannsóknastofnun
hefðu farið austur fyrr í vikunni og
Þorskur við
A-Grænland
Vart hefur orðið við þorsk í
veiðanlegu magni við Austur-
Grænland. Færeyski flaka-
frystitogarinn Vesturvón hef-
ur fengið 60 tonn af þorski á
tilraunaveiðum á þessu haf-
svæði og vonast menn til þess
að framhald verði á veiðinni.
Enginn þorskur hefur veiðst
um árabil við Austur-Grænland
en þar voru áður gjöful þorsk-
veiðimið að sögn færeyska út-
varpsins. Það á eftir að koma í
ljós hvort veiðin verður viðvar-
andi en það ætti að skýrast á
næstunni.
unnið að því að móta reglur varð-
andi sýnatökur og greiningu með
eftirlitsmönnum Fiskistofu. Teknar
verða 400 síldar úr hverri veiðiferð
og þær lengdarmældar, vegnar og
greindar. Þegar niðurstöður liggja
fýrir úr stofngreiningu verður afl-
anum skipt milli þessara tveggja
stofna. Tekin höfðu verið sýni úr
nokkrum skipurn eftir að reglurnar
voru mótaðar en greiningu var ekki
lokið. „Reikna má með því að það
taki einn til tvo daga að fá niður-
stöður að minnsta kosti fyrst í stað.
Dæmi eru um báta sem virðast
hafa landað nánast 100% norsk-ís-
lenskri síld en einnig eru dæmi um
báta sem landa nánast 100% af
suðurlandssíld. Hjá öðrum er afl-
inn mjög blandaður. Svo virðist
sem mest hafi fengist af norsk-ís-
lensku síldinni í grunnnótina hjá
þeim sem gátu veitt allra grynnst.
Þeir sem voru að veiðum dýpra úti
fengu nánast eingöngu suðurlands-
síld,” sagði Guðmundur.
inn hefur reynst mjög vel og smokk-
urinn líka. Annars virðist mér sem
hitastig sjávar ráði því nokkuð hversu
vel veiðist á hveija tegund beitu. Eg
hef engar vísindalegar sannanri fýrir
því en þetta er atriði sem vert væri að
rannasaka,” sagði Ólafur. Hann gat
þess einnig að smokkurinnn væri
mjög dýr. Talað væri um að næsta
sending sem kemur til landsins muni
kosta um 200 krónur kílóið. Líklegt
væri að dregið yrði úr notkun hans.
Ólafur Jens Daðason skipstjóri.
Dextron 12 Plus
DEXTRON 12 PLU5 ofurtóg
í öllum stærðum.
Utbúum gilsa, grandara
og leiðara með eða ón
nylon og polyester hlífa.
HOFFELL SU-80
Strength table 12 strand braided ropes
Diam.mm Weight in kg/lOOm Breaking strength
5 2,00 4200
6 2,60 4950
8 4,32 8100
10 6,00 12000
12 8,15 19700
14 10,50 24200
16 12,20 27000
18 17,00 35750
20 20,50 42000
22 25,10 49200
24 30,60 58100
26 36,50 67800
28 41,30 75700
30 48,30 85400
32 52,00 93700
34 60,40 109000
36 69,90 114900
38 78,70 129000
40 83,40 143100
42 93,60 156000
44 104,60 169200
46 126,20 185000
48 136,05 193000
50 149,11 204000
52 163,15 221400
58 193,20 284000
62 232,10 310300
66 262,20 348000
68 279,00 384800
74 334,20 435600
82 401,30 532300
88 455,15
96 592,15
ELLINGSEN
Olíuverzlun íslands hf.
Sundagörðum 2 • 104 Reykjavík
Sími 515 1100 • Fax 515 1010
VERSLUN ATHAFNAMANNSINS
Grandagarði 2 ] Reykjavík ] Sími 580 8500 j Fax 580 8501