Fiskifréttir


Fiskifréttir - 15.10.2004, Blaðsíða 3

Fiskifréttir - 15.10.2004, Blaðsíða 3
FISKIFRÉTTIR 15. október 2004 3 FRÉTTIR Huginn VE. (Mynd: Tryggvi Sigurðsson). Huginn greiðir hæstu launin Utgerðarfélagið Huginn í Vestmannaeyjum, sem gerir út samnefnt uppsjávarvinnsluskip, greiddi hæst meðallaun útgerðarfélaga á árinu 2003, samkvæmt úttekt tímaritsins Frjálsrar verslunar, eða 7.440 þúsund krónur fyrir ársverkið. Það samsvarar 620 þús. krónum á mánuði. Huginn var einnig efstur á þess- um lista árið 2002 en þá voru með- allaunin mun hærri eða 9.396 þús- und krónur fyrir ársverkið eða sem svarar 783 þús. kr. á mánuði. I öðru sæti að þessu sinni er frystitogara- útgerðin Stálskip í Hafnarfirði með 6.961 þús. kr. meðallaun fyrir árs- verkið sem er litlu minna en árið 2002. Bergur-Huginn í Vestmanna- eyjum er í þriðja sæti eins og árið áður en meðallaunin lækka nokkuð milli ára eins og hjá flestum út- gerðunum á listanum. Rétt er að leggja áherslu á að verið er að tala um meðallaun fyrir ársverk en ekki laun einstakra skip- verja. Algengast er, að minnsta kosti á vinnsluskipunum, að skip- verjar fari ekki í allar veiðiferðirn- ar. Þá er nauðsynlegt að taka fram að listinn er ekki tæmandi því skráning á hann er undir því komin að fyrirtækin sjálf gefi upp tölur úr rekstri sínum en á því getur verið misbrestur. Auk þess má nefna að margar minnstu útgerðirnar eru ekki með í þessari úttekt og þar gætu leynst háar launatölur sem ekki komast hér á blað. Hæstu meðallaun sjávarútvegsfyrirtækja 2003 (skv. úttekt Frjálsrar verslunar) Meðal- Breyt. Bein laun frá fyrra Ars- laun í Fyrirtæki Sveitarfélag í þús. ári i % verk millj. 1. Huginn hf. útgerð Vestmannaeyjar 7.440 -7 25 186 2. Stálskip ehf. Hafnarfjörur 6.961 -2 56 390 3. Bergur - Huginn ehf. Vestmannaeyjar 6.911 -17 44 304 4. ísleifur ehf. Vestmannaeyjar 6.140 -28 15 92 5. Þorm. rammi - Sæberg hf. Siglufjörður 5.988 -10 256 1.533 6. Útgerðarfél. Frigg ehf. Reykjavík 5.742 -18 12 69 7. Skagstrendingur hf. Skagaströnd 5.712 -15 115 657 8. Haraldur Böðvarsson hf. Akranes 5.697 6 280 1.595 9. Þorbjörn Fiskanes hf. Grindavík 5.367 -8 287 1.540 10. Hraðfrystih. - Gunnvör hf Hnífsdalur 5.056 -14 180 910 11. Grandihf. Reykjavík 5.015 -21 338 1.695 12. Eskja (Hraðfr. Eskifj.) EskiQörður 4.910 -22 156 766 13. Humarvinnslan ehf. Þorlákshöfn 4.643 11 14 65 14. Loðnuvinnslan hf. Fáskr. Fáskrúðsfjörður 4.633 3 120 556 15. Síldarvinnslan hf. Neskaupstaur 4.501 1 374 1.683 16. ísfélag Vestmannaeyja hf. Vestmannaeyjar 4.501 -15 184 828 17. Skinney - Þinganes hf. Höfn 4.467 25 177 791 18. Siglfirðingur hf. Siglufjörður 4.460 45 5 22 19. Sólborg ehf Stykkishólmur 4.422 -21 9 40 20. Samherji hf. Akureyri 4.345 3 706 3.068 21. Fiskkaup hf. Reykjavík 4.275 10 40 171 22. Fiskmark. Suðurnesja hf. Njarðvík 4.234 5 32 136 23. Fiskvon ehf. Patreksfjörður 4.200 -18 10 42 24. Tangi hf. Vopnafjörður 4.187 -3 100 419 25. Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjar 4.163 -3 210 874 26. Garðar Guðm. hf. (Ólafsf.) Njarðvík 4.096 -50 25 102 27. Fiskmarkaður Vestm. Vestmannaeyjar 3.975 - 4 16 28. Fiskmarkaður íslands hf. Ólafsvík 3.892 2 36 140 29. Fiskiðjan Skagfirðing. hf. Sauðárkrókur 3.783 -4 176 666 30. Guðm. Runólfs. hf., útgerð Grundarljörður 3.627 13 83 301 31. Hraðfrystihús Helliss. hf. Hellissandur 3.509 -4 57 200 32. Sigurður Agústsson ehf. Stykkishólmur 3.309 -7 70 232 Smábátasiómenn / ■ Urval rekstrarvara fyrír smábátaútgerð. 9 Upplýsingar í síma 560 3400 MKG há FRAMTAK Nýjir bryggjukranar • Lækkaö verö • Innbyggð dælustöð • Fljótleg uppsetning • Lengri bóma - 4-7 m • Fyrirferðarminni undirstaða • Meiri lyftigeta - 1000 kg x 7 m • Þýsk gæðavara sem hefur sannað gildi sitt • Á annað hundrað MKG kranar seldir á íslandi Ryðfrír tjakkur, rör, slönguendar og baulur Dælustöð innbyggð t undirstöðu 8 í Stjómtæki hægra- eða vinstra megin við hurö Hafið samband við sölu- og markaðsdeild mtmSEH VÉLA'OGSKIPAÞJÓNUSTAehf Drangahrauni I -1 b Hafnarfjörður Sími: 565 2556 • Fax: 565 2956 Netfang: i n f o @ f r a m t a k . i s Heimasíða: http://www.framtak.is

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.