Sæbjörg - 01.11.1938, Blaðsíða 10

Sæbjörg - 01.11.1938, Blaðsíða 10
4 er að þrífa dívanteppið af dív- aninum, dyratjaldið eða jakk- ann þinn, slengja þvi utan um mig, og kæfa eldinn. En ef það væri ekkert við hendina til þess að kæfa með eldinn, þá ættirðu bara að velta mér upp úr gólf- inu og reyna svoleiðis að kæfa eklinn í fötunum mínum. F: Ja-há, þetta er ekki svo vit- laust. Hver kendi þér þetta? D: Slökkviliðsstjórinn. F: Ágætt — veistu meira? D: Já mikið meira. Yeistu t. d. hvað veldur flestum íkveikj- um í mörgum stærri bæjum, þar sem rafmagn er? F: Nei, hvað er það? D: Straujárnin. F: Nú, hvernig stendur á því? D: Fólk gleymir að taka strauminn af járninu, þegar það hættir að nota þau, og svo lætur það járnin standa á ó- tryggu undirlagi. F: Nú er eg svo steinhissa. D: Já og einu sinni var kona að straua þvott og svo þurftihún að ansa í símann, þá lagði hún straujárnið frá sér upp í rúm og skildi það þar eftir með straumnum á. Þegar liún var búin að tala í símann og kom inn í herbergið, stóð rúmið i björtu báli. Þá hringdi hún á slökkviiiðið sem kom strax og slökti eldinn. Svo þegar lögregl- an spurði hana að því hvernig hefði kviknað í rúminu, þá fór hún að gráta og sagðist hafa flýtt sér svo mikið að ansa i símann, að hún hefði ekki at- hugað hvar hún liefði látið straujárnið. F: Jæja, konugreyið. D: Þú iiefðir hara átt að heyjra þær sögur,sem okkur voru sagðar um eldsvoða og hvernig kviknar í út frá öllu mögulegu. F: Já það getur víst verið hýsna fróðlegt. D: Nú ætla eg að lofa þér að heyra ýmsar spurningar, sem okkur voru gefnar uþpskrifað- ar, til þess að við gætum sjiálf athugað ástandið heima hjá okkur. F: Já, lestu bara upp listann, eg veit að það er alt í lagi í mínu húsi. D: Ágætt pabhi minn. Fyrsta spurningin er þessi: Eru nokk- urar raflagnir í herbergjunum lijá \-kkur, sem ekki er húið lög- lega um, t. d. lausasnúrur frá lömpum og tenglum, sem eru yfir 2 metrar á lengd, og tilt upp með nöglum? Heyrðu pabbi, snúran, sem hún mamma lagði leslampann sinn í gær, er mikið lengri en tveir metrar og snúran er líka farin að trosna. F: Já það er víst alveg satt góða mín. Kannske að eg biðji einhvern Jöggiltan rafvirkja að leggja leiðslu fyrir mig' i lamp- ann á morgun. Hvernig er önnur spurning- in? D: Hvernig er ástandið i geymslunum heima liá ykkur, í kjallaranum, og á háaloftinu? F: Nú hversvegna er spurt um það? D: Vegna þess að í geymslum, sem eru eins og ruslakompur, er miklu meiri eldsliætta en í þeim geymslum þar sem alt er í röð og reglu. Það getur nefni- Jega orðið sjálfkveikja í rusl- dyngjum, sem liggja lengi ó- hreyfðar. F: Sjálfkveikja? Hvaða þvættingur er þetta, eða Jialda mennirnir að það geti kviknað i af sjálfu sér í nokkurum hlut- um. D: Já pahbi minn, í mörgum hlutum. Manstu eftir heybrun- anum í Hlíð í fyrra. Það var sjálfkveikja í heyinu, sem olli brunanum. F: Já, en við geymum ekki liev á liáaloftinu. D: Nei, veit eg vel, en þar SÆBJÖRG liggja gamlar bóntuskur og málningavinnugallinn þinn síð- an i vor. Einmitt svona lilutir geta valdið sjálfkveikju. F: Svo já. — Það mætti nátt- úrlega láta taka til á liáaloftinu. D: Hér er þriðja spurningin. Er bensín notað Jieima hjá jrkkur til þess að þvo úr? Heyrðu pabbi, hún mamma var að tala um í morgun, að eg ætti að lcaupa bensín fyrir sig' í dag, til þess að þvo úr silkikjól- inn minn. F: Já, það skaltu ekki gera góða mín, úr þvi það getur verið liættulegt, en þú verður að biðja manninn i apótekinu að ráð- leg'gja þér eitthvert annað efni, sem gott er að þvo úr, en er þó ekki eldfimt eins og bensínið. D: Já, eg skal gera það. Þá er næsta spurningin. F: Já, en heyrðu elskan min, nú er strætisvagninn alveg að fara. Eg skal hlusta á þetta hjá þér á morgun. D: Á morgun — það getur orðið of seint pabbi. En eg' skal samt hætta að lesa núna ef þú vilt lofa mér því að láta raf- magnsmanninn koma strax í dag, en ekki á morgun og að þú látir hana Stínu taka til á liáa- loftinu í dag, eg skal hjálpa lienni. Viltu það pabbi minn? F: Eg hefi hara svo mikið að gera í dag, elskan mín, en lát- um okkur sjá, jú kannske eg geri það í dag, það getur orðið of seint á morgun, eins og þú segir. D: Bravó pabbi, og þarna sérðu hvort eg hefi ekki lært mikið í dag. F: Jú barnið mitt, þetta er ágætt og það veitti ekki af að gefa út kenslubók mn þessi efni. Það mundi spara þjóðinni stórfé, ef hægt væri að aftra eldsvoðum. D: Já og það mundi líka geta sparað mannslíf, og slökkvi-

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/1601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.