Sæbjörg - 01.11.1938, Blaðsíða 15

Sæbjörg - 01.11.1938, Blaðsíða 15
[Þorgrímur Sveinsson fyrv. skipstjóri úr Hafnarfirði, er einn þeirra ágætu manna, sem hafa mikinn áhuga fvrir því, að æskulýðurinn starfi í þágu slysavarnamálanna, og' sjálfur liefir liann stuðlað dyggilega að þvi að koma þeirri hugsun í framkvæmd. Hann heíir verið umsjónarmaður Ungmennad. Slvsavarnafél. í Hafnarfirði i 4 ár og unnið þar mikið og gott starf. — Þegar ungmennad. í Reykjavík og Hafnarfirði héldu sameiginlegan harnatima í út- varpið i fyrra, flutti Þorgrímur þiar eftirfarandi ávarp]. Ivomið þið sæl, kæru börn, bæði nær og fjær. Af því að eg er elstur af þess- ari fríðu fvlkingu, sem hér hef- ir verið að verki í nokkrar mín- útur, hefi eg verið heðinn að skila fyrirfram þakklæti til hinna mörgu ósýnilegu gesta vorra, fvrir þær góðu viðtökur, sem við vonurn að þetta nauð- synlega mál fái hjá ykkur. Eg hefi verið sjómaður i yfir 40 ár eða allt fra ungdómsdög- um. Eg þekki þess vegna hætt- urnar, er sjómannslifinu fylgja. Eg get ekki sagt ykkur frá þeim nú. Þær eru svo margar og á margan hátt, og svo er tím- inn svo naumur, er við höfum til umráða í þetta sinn. Tilgangur Slysavarnafélags- ins er hæði að koma i veg fvrir hættuna og hjálpa mönnum úr hættunni og til þess eru notuð, ásamt fleiru, er eg hefi ekki tíma til að greina hér i kvöld: Björgunarbátar, stórir og smáir, linubyssur með nauðsynlegum tækjum, björgunarbringir, krókstjakar o. fl. ÖII þessi tæki kosta peninga, og þeim vill Slysavarnafélagið safna, bæði hjá ungum og göml- um, svo að þessi tæki séu sem víðast til á landinu. Nú get eg húist við, að þið spyrjið: Getum við hörnin nokk uð hjálpað til að safna pening- um? Við skulum nú athuga það. Á öllu landinu eru eftir ágisk- un 20.000—30.000 börn. Ef hvert barn legði þó ekki væri nema 10 aura á ári til slysa- varna, yrði það um 2000—3000 krónur á ári. Linubyssan i Grindavik kostaði rúmar 3000 krónur. Með henni liefir verið hjarg- að mjög mörgum mannslifum. Svona línubyssu gætuð þið lagt til á ári, ef öll vildu leggja til aðeins 10 aura. Við skulum þess- vegna muna, livað tíeyringurinn getur gert, hvað þá stærri upp- hæð. Öllum sjómönnum þvkir vænt um Slysavarnafélagið, og um alla, sem gefa til þess. En livaða gefanda haldið þið að okkur þyki vænst um? Það skal eg segja ykkur. því eg þekki svo vel sjómennina. Það tru börnin. Við vitum, að þið gefið af fá- tækt vkkar, hafið vanalega svo lítil auraráð og vilduð vanalega geta keypt eitthvað annað fyrir Nýtísku togari.

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/1601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.