Dagrenning - 01.02.1939, Qupperneq 5
DAGRENNING 223
og þar þekkir hver annan lengur, en meðan einn er að
hafa gott af öðrum. Þeir eru ekkert gefnir fyrir það, að
dinglaaftan í annara þjóðar mönnum sér til augnabliks
virðingar. Þjóðin er yfirleitt listfeng og gáfuð, þaðsanna
skólaprófin árlega. Þeir eru friðsöm þjóð, og nýtnir eru
Gyðingar en það er stór kostur á hverjum manni og á
hverri þjóð í öllum löndum.
Hvað er það þá, sem orsakar þessa Gyðinga of“
sóknir? Svarið er einfalt og stutt. Það er: ö f u n d, sem
brýst út í ýmsum myndum eftir skapferli þjóðanna eða
þeirra manna, sem ofsókninni beitir. Hjá Hitler brýst
hún út í dýrslegri grimmd og djöfulæði í samræmi við
hans skapferli og innri mann. Hitler vantar að fá auð
Gyðinganna svo hann geti, þeim mun lengur, haldið
áfram sínum djöfladanz í Evrópu sökum fjárskorts, sem
nú muna vera orðin tilfinnanlegur þar í landi. Og honum
nægir ekki að nota vald sitt og gera eignir þeirra upp-
tækar, heldur þarf hann að beita innraeðli sínu ogfremja
hvert níðings verkið eftir annað á Gyðingum, með morð-
um og líkams pintingum.
Hér í landi heyrir maður suma menn niðra mjög
Gyðingum. En ef þeir eru spurðir að, hvað þeir finni
þeim til foráttu, þá er svarið oftast á eina og sömu leið,
eitthvað í þá átt að þeir séu örðnir drottnarar yfir auðæf-
um landanna. Það er öfund, sem þarna liggur til grund-
vallar. Afþví þeim hefir tekist betur en Jóni eða Birni að
hafa sig áfram fjárhagslega, þá eru Gyðingar meinvætti
í augum þessara manna. Öfund og Ágirnd eru æfinlega
reiðubún til, að taka ráðskonustöðuna hjá okkur mönn-