Dagrenning - 01.02.1939, Page 15
DAGRENNING 233
Nei. — Hvað ætti ég svo sem
að heyra?”
“Haglið — Hlustaðu nú,
Ámundi,” sagði Manga.
“Ég heyri ekkert, — held
ég,” sagði Ámundi lágt. Svo
gekk hann til Jódisar og lagði
hægri höndina á öxl hennar.
Jódís hætti að spinna, og þau
horfðu bæði á Möngu.
Manga sat sem fyrr. “Nú
kemur það aftur......eins og
áðan......frammi. —Heyrið
þið hvernig það hrynur og
dynur um frosið þakið?......
— það er haglið.”
“Ég sé eftir því, að ég lét
hana fara eina fram í myrkrið
áðan. Hún hefir orðið fyrir
einhverju, aumingin litli,”
sagði Jódís mjög alvarleg.
“Þetta er brjálsemi, góða
mín. — Hún verður aldrei, að
ég býst við, jafngóð aftur,"
sagði Ámundi og titruðu varir
hans af hræðslu.
Jódís leit til hans viðvör-
unar augum, en sagði ekkert.
“Mér fer nú að skiljast,
að reimleikarnir hérna séu
ekki eingöngu spunanum þín-
um að kenna, þó að hann sé
háskalegur. — Svona skepnur
draga að sér hitt ogannað.”
“Komdu hingað til mín,
Manga litla,” sagði Jódís.
“Ónotin líða frá ef þú sest hjá
mér.”
“Heyrirðu það?” spurði
Ámundi með þjósti. “Konuna
mína vantar að þú komir til
sín,”
Við rostann í Ámundi
rann mókið af Möngu litlu að
nokkru. Hún leit þakklátlega
til Jódísar rétt í svip en sat
kyr. Svo sókti í sama horfið
fyrir henni aftur. “Nú geng-
ur hanní hlaðið.”
“Ég held að þetta hljóti
að vera aðsókn, þessi skratti!
Það er eins og barnið sé hálf
sofandi ” sagði Jódís og stend-
ur upp af rúminu.
“Blótaðu ekki, Jódís. —
Nóg er nú samt,” sagði Á-
múndi í umvöndunar róm.
“Hann tekur í hurðina en
hún er lokuð að innan,” sagði
Manga, sem enn situr sem áð-
ur.
Þau hjónin standa kyr og
hlusta. “Heyrir þú nokkuð,
elskan mín?” spurði hann.
“Ekki með vissu! — Við
skulumhafa lágt um okkur-
Mér heyrist einhver undir-
gangur útifyrir,” sagði Jódís.