Dagrenning - 01.02.1939, Page 17

Dagrenning - 01.02.1939, Page 17
PAGRENNING “Fær gamall maður húsa- skjól í nótt?” spurði röddin á glugganum. Manga stóð nú upp og fór út úr baðstofunni svo hlóð- lega að þau Ámundi urðu þess ekki vör. Jódís snýr frá rúm- inu og segir um leið: “Mér er nú ekkert um það gefið, að fara að stjana við næturgest.” ‘ Og ég trúi því vel, góða mín! —Segðu að hér séu gest- ir fyrir — eða veikindi,--- Segðu að maðurinn þinn liggi fyrir dauðanum í einhverri ógurlegri smittandi drepsótt. — Segðu eitthvað, kona, og þaðfljótt,” sagði Ámundi og nödraði af hræðslu. “Ég bíð eftir svari; Ég bið ekki um annað en að fá að liggja undir þaki,” sagði rödd- in á glugganum. “Maðurinn minn kemur og' líkur upp fyrir þér,” sagði Jódís. Ámundi tók snökt við- bragð: “Ég? — Nei, það geri ég ekki. — — Ég fer ekki út í næturkulið, svona fáklæddur og sár lasinn.” “Guð blessi konuna.” svaraði röddin, og heyrðist nú glögglega að skreiðst var ofan af þakinu. 235 Jódís saknar Möngu og spyr: “Hvað er orðið af barn- inu, Ámundi?” “Já, það segi ég líka, — Hvað er orðið af barninu?” spurði Ámundi lágt og greip í Jódísi. Jódís sér að dyrnar eru hálf opnar. “Aumingja barn- ið! Hún hefir farið óbeðin og opnað fyrir manninum. —Það er ekki í fyrsta skifti, sem hún tekur af þér snúning.” “Hér máttu til með að beigja þig,” heyrðu þau að Manga sagði fyrir utan. “Já, ellin kennir gömlum manni þá list ókeypis,” var svarað. Manga kemur inn og með henni gamall maður ellihrum- ur og lotinn í herðum. Hár hans og skegg er úfið og mik- ið. Það er ófeigur. Hann er með lítinn poka um öxl sér og stórann broddstaf í hendi. “Guð blessi hjónin og gefi þeim gott kvöld,” sagði Ófeig- ur og heilsar þeim með handa- bandi. Jódís tekur kveðjunni einkar þlýlega en Ámundi síð- ur svo. “Litla stúlkan kvaðst vera send eftir mér, svo að ég þyrfti ekki að bíða, því að húsbóndinn væri vant viðlát-

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.