Dagrenning - 01.02.1939, Qupperneq 18

Dagrenning - 01.02.1939, Qupperneq 18
236 inn. — Ég þakka svo óvenju- lega nærgætni.” Ámundi þrífur kambana í einhverju fáti, sest á rúmið og fer að láta í þá. Hann er óðamála er hann segir: “Já— það er satt, — það er alveg rétt!—Ég bað hana að hlaupa -----kunni ekki við að láta þig norpa úti,—gat ekki kom- ist nógu fljótt sjálfur,---- var nefnilega vant við kominn sjálfur — á sokkaleistunum.” “Já, ég skil það —nýkom- inn frá gegningum, kaldur og votur.’, Ámundi fór að kemba og hamaðist. “Já, maður dignar í asanum þeim arna! — Því- líkir vatnavextir og elgur.” “Gerðu svo vel og tiltu þér. Þú ert víst þreyttur,” sagði Jódís og benti ófeigi á rúmið hennar Möngu. Ófeigur reisti staf sinn upp við þilið. “Kærar þakkir! Mér þykir fyrir því, ef ég nú trufla heimilisfriðinn. En slíkt er löngum hlutskifti ferðalangs.” “Þú munt vera langtað? — Ég kannast ekki við andlit- ið,” sagði Jódís. “Þar, sem vagga mín stóð DAGRENNING hófst ferðalagið. — Ég hefi haldið áfram síðan.” Ámundi gotrar til hans augunum: “Hver ertþúeigin- lega?” “Gamall og lúinn vegfar- andi. — Kalið strá, sem fýkur um hjarnið.” Manga horfir stöðugt á ófeig forvitnis augum, og var nú sest á skemilinn hjá hon- um og var að virða hann fyrir sér. Svo sagði hún: “Þú tekur ekki af þér pokann þinn.” “Pokinn minn og úlpan verða að vera saman,” sagði ófeigur. Manga þreifar á pokanum. “Hann er saumaður á hana. —Hvers vegna er hann saum- aður?” “Ég er svo sérvitur, ljúf- an mín,” sagði ófeigur og brosti dauflega. “Vertu ekki með þessar spurningar við ókunnugann manninn, Manga,” sagð Jódís í ávítunar róm. ófeigur klappaði á kollinn á Möngu. “Æskan er spurul. — —-Einn af hennar mörgu kostum er löngunin til að auka við það litla, sem hún veit. Hún er eins og (framh.

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.