Dagrenning - 01.02.1939, Síða 19

Dagrenning - 01.02.1939, Síða 19
«3 Bagrenntng s* Oháð Mánaðarrit gelið út af MARLIN MAGNUSSON að Víðir P. O, ÍVlanitoba, og prentað hjá THE NORTHERN PRESS KosUr $1.00 Argangurinn. Borgist Fyrirfram Aðsendar greinar um hvaða mál og stefnur sem er á dagskrá verða birtar í ritinu ef kurteblega ritaðar, en nafn höfundarins verður að fyl^ja ritgörðum öllum. en þau verða ekki birt í ritinu ef þsss er ó’kað. Ritið er óháð í trúmálum og pólitík. Áskriftargjöld sendiat til ráðsmannsins og eins pantanir fyrir ritinu. G. P. Magnusson, Ráðsmaður. Með þessu hefti endar fjórði árgangurinn af “DAGRENNING” Hefir ritið reynst lífseigara en sumir spáðu við fæðingu þess og líf treinst lengur en sumir hefðu óskað. Verða það því engar gleðifréttir til þ e i r r a, að heyra það, að “Dagrenning” er við góða heilsu og,aðhenni hefir aldrei liðið betur en nú. Kaupendum hefirfjölgað að mun á árinu. Fleiri en hundrað gjörðust áskrifendur yfir nóvember og desember mánuði síðast liðna. Kaupendur hafa staðið ágæt- lega vel í skilum með áskrift- argjöld sín, og hefir það gert ritinu mögulegt fjárhagslega, að koma út. Fyrir það þakkar útgefandinn innilega, og einn- ig fyrir þau mörgu bréf, sem ritinu hafa borist á árinu með hlýjum orðum í þess garð. Þau bréf hafa ekki verið birt í rit- inu fyrir þá sök, að álitið hef- ir verið, að það rúm í ritinu væri til annars betur varið fyrir kaupendurna, en að birta skjall um sjálft sig, þó fs- lenzku blöðin hér Vestra hafi þann sið, sjálfsagt sér til ein- hverrar hagnaðarvonar meira en af sjálfselku. “Dagrenning” hefir stað- ið við það loforð, sem gefið var í byrjun útkomu hennar, nú fyrir f jórum árum, sem var það, að kaupendur skyldu ei þui'fa að borga fyrir auglýs- ingar í ritinu, sem auglýsarar eru látnirborga fyrir að birta. Það loforð viljum vér endur- nýja fyrir næsta ár.

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.