Dagrenning - 01.06.1939, Qupperneq 7
DAGRENNING
305
allar klukkur í bænum orðnar
langt á eftir því og það þá
orðið liðugum 13 dögum á und-
an almanakinu. Það varkom-
ið í kaf í nóvember snjóana,
þó að októberblöðin héngu enn
á trjánum. Það rak svo gríð-
arlega eftir húsaleigu, víxlum
og þess háttar hlutum, að
slíkt var með öllu óþolandi.
Jeg fór því með úrið til
annars úrsmiðs til þess, að fá
það sett rétt. Hann spurði
mig hvort nokkurn tíma hefði
verið gert við það áður. Ég
neitaði því, og sagði að það
hefði aldrei þurft aðgerð fyrr
en þetta. Þegar hann heyrði
þessi orð mín, skein illgirnis-
leg gleðin úr augum hans þeg-
ar hann opnaði úrið; síðan
stakk hann stækkunargleri í
augnatóptina og tók að stara
á verkid í úrinu. Hann sagði,
að það þyrfti að hreinsa það,
og bera á það olíu, og loks að
setjaþað réttog nákvæmlega.
Eftir að búið var að
hreinsa úrið, bera á það og að
setja það “rétt,” fór það nú
heldur en ekki að seinka sér;
það tók að höggva hægt og
hægt, eins og þegar hringt er
líkfararklukku. Ég fór að
koma of seint til járnbrautar-
stöðvanna, og á öll mannamót,
en það, sem verst var af öllu
var það, að ég fékk engann
miðdagsmat því ég var altaf
of seinn til máltíða. Einusinni
átti ég að fá víxil borgaðann,
eftir þrjá daga; en úr þeim
teigði úrið mitt svo, að þeir
urðu að fjórum dögum, og þá
vildu skuldunautar mínir ekki
framar borga víxilinn. Ég fór
að smá hrökklast aftur á bak;
fyrst þangað til í gær, svo
þangað til fyrradag, svo þang-
að til í vikunni sem leið, og
smám saman fór ég að verða
var við, að ég drógst áfram í
hinni hátíðlegu einveru minni
í hitt eð fyrra vikunni, en
tíminn hljóp frá mér, sem óð-
ur væri. Mér fanst einhver
hulinn skyldleiki með mér og
“Múmíunni” á forngripasafn-
inu, mig eins og hálf langaði
til að fara að spjalla við hana
ef þess væri kostur.
Jeg hélt því aftur til úr-
smiðs; hann tók það alt sund-
ur, ögn fyrir ögn, á meðan ég
beið, og svo sagði hann mér,
að “óróinn” væri farinn að
láta sig. Hann sagðist geta
gert við þetta á 3 dögum; og